Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1990, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1990, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1 /U. Snyrtifræðingar Til sölu amerískt snyrtivöruumboö. Góðir tekjumöguleikar, lítill lager. Tilboð sendist DV fyrir 12. nóv., merkt „Snyrtivöruumboð 44444“. Nauðungaruppboð Að kröfu innheimtumanns ríkissjóðs i Mýra- og Borgarfjarðarsýslu fer fram opinbert nauðungaruppboð á járnbrú á Geltá á Langjökulsleið, af Kaldadals- vegi, Hálsahreppi, Borgarfjarðarsýslu. Uppboðið fer fram á eigninni fimmtudaginn 15. nóvember nk. og hefst kl. 15.00. Uppboðsskilmálar eru til sýnis á sýsluskrifstofunni að Bjarnarbraut 2, Borgar- nesi. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu KOSNINGASTÖÐ LILJU Sunnuflöt 9, Garðabæ Opin virka daga frá kl. 11.00 til 19.00 og um helgar frá kl. 13.00 til 17.00. Símar: 91-656180 og 91-657634. Verið velkomin. Bygging hjúkrunarheimilis Magnús L. Sveinsson Séra Sigurður H. Guðniundsson Elín Elíasdóttir Félagsfundur: Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur almennan félagsfund að Hótel Sögu, Súlna- sal, sunnudaginn 11. nóvember n.k. kl. 15:00. Fundarefni: 1. Kynnt skipulagsskrá fyrir umönnunar- og hjúkrunarheimilið Eir. 2. Tekin ákvörðun um þátttöku Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur í byggingu hjúkrunarheimilis. Framsögumenn: Magnús L. Sveinsson, formaður V.R. Séra Sigurður H. Guðmundsson, for- maður stjórnar Skjóls. Fundarstjóri: Elrn Elíasdóttir, varaformaður V.R. Félagsmenn Verzlunarmannafélags Reykjavíkur eru hvattir til að fjölmenna á fundinn og taka þátt í ákvörðuna'rtöku um þetta þýðingarmikla mál. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Utlönd Willy Brandt, fyrrum kanslari Vestur-Þýskalands, á tali við Saddam Hussein íraksforseta í gær. Saddam lofaði Brandt frelsi hundrað og tuttugu vestrænna gisla. Símamynd Reuter Hemaðaruppbygging Bandaríkjanna: Þúsundir her- manna frá Evrópu til Persaflóa Bæði bresk og írösk yfirvöld gáfu til kynna í gær að stríð við Persaflóa væri yfirvofandi samtímis því sem Bandaríkin hófu að undirbúa flutn- ing á þúsundum hermanna og hundruðum skriðdreka frá Evrópu til Persaflóa. Hosni Mubarak, forseti Egypta- lands, sagði í viðtali við bandaríska dagblaðiö The New York Times í morgun að bíða ætti í að minnsta kosti tvo til þrjá máriuði til að sjá hvort viðskiptabannið neyddi ekki íraka frá Kúvæt. Samtímis varaði Mubarak Saddam Hussein íraks- forseta við stríði ef hann kallaði ekki herlið sitt til baka. Enginn annar kostur væri fyrir hendi. Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, sagði í gær að frest- ur íraksforseta til að kalla heim her- liö sitt frá Kúvæt væri að renna út. Ef hann gerði það ekki skjótt yrði vopnavaldi beitt. Upplýsingaráð- herra íraks, Latif Nassim al-Jassem, sagði greinilegt að Thatcher væri ekki í andlegu jafnvægi og sennileg- ast haldin illum anda. írakar hafa hvatt allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna til að ræða hernaðaruppbyggingu Bandaríkj- anna við Persaflóa en nú eru um 230 þúsund bandarískir hermenn á svæðinu. Ónafngreindir bandarískir embættismenn hafa sagt að þúsundir hermanna, staðsettir í Evrópu, verði sendir frá Þýskalandi til Persaflóa fyrir árslok. Embættismennirnir vildu ekki staðfesta aö íjörutíu þús- und hermenn yrðu sendir eins og fram hafði komið í sjónvarpsfréttum. Þeir sögðu hins vegar að Baker utan- ríkisráðherra þætti sem samstaðan gegn írak væri að eflast og aukinn stuðningur væri við mögulega álykt- James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heilsar Turgut Özal, for- seta Tyrklands, i Ankara I gær. Baker er nú á ferðalagi til að afla stuðn- ings við stefnu Bandaríkjanna í Persaflóadeilunni. Simamynd Reuter un Sameinuðu þjóðanna um heimild til beitingar vopnavalds. Baker er nú á ferðalagi til að afla stuðnings við stefnu Bandaríkjamanna í Persaflóa- deilunni. í dag er búist við að nokkur hundr- uð gíslar fari frá írak en enn eru þúsundir eftir. Willý Brandt, fyrrum kanslara Vestúr-Þýskalands, var í gær geflð loforð úm frelsi hundrað og tuttugu Vesturlandabúa, þar af voru hundrað Þjóðverjar. Yflrvöld í írak hafa veitt tvö hundruð þrjátíu og átta Pólverjum leyfl til að fljúga heim í dag en hundrað og fimmtíu hefur verið neitað um vegabréfsárit- anir, að þvf er talsmaður pólsku stjórnarinnar tilkynnti í gær. Yasuhiro Nakasone, fyrrum for- sætisráöherra Japans, fór í gær heim með sjötíu og ijóra landa sína. Voru ílestir þeirra sjúkir og aldraðir karl- ar auk nokkurra námsmanna. Marlin Fitzwater, talsmaður Hvíta hússins í Washington, lýsti í gær yfir vanþóknun sinni á ferðum aldraðra þekktra stjórnmálamanna til íraks og sagði að þeir létu nota sig. Formaður þeirrar nefndar Örygg- isráðs Sameinuðu þjóðanna sem fylgist með viðskiptabanninu gegn írak, Marjatta Rasi frá Finnlandi, sagðist í gær óttast að írösk yfirvöld myndu nota lyíjabirgðir sínar við gerð efnavopna. írakar eru taldir eiga lyijabirgðir til tíu ára. Sérfræð- ingar telja þó litlar líkur á slíku. Reuter Anker Jörgensen fær vegabréfsáritun Anker Jörgensen, forsætisráð- herra Danmerkur, fær vegabréfsá- ritun til íraks á morgun. Bæði íraska sendiráðið í Amman í Jórdaníu þar sem Jörgensen dvelur nú og sendiráð Danmerkur i Bagdad hafa tilkynnt að vegabréfsáritunin verði tilbúin á morgun. Jörgensen kvaðst þó aðeins hafa fengið tilkynningu um þetta munnlega. Hann kvaðst gera ráð fyrir að samningaviðræðumar við íraska ráðamenn færu fram á laugardag og sunnudag þó svo að enn hefði ekkert verið ákveðið fyrirfram. Jörgensen sagðist í gær ekki vita hversu lengi hann yrði í írak en það skipti ekki máli. Mikilvægast væri að fá loforð fyrir fararleyfi gíslanna. Ritzau

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.