Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1990, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1990, Qupperneq 9
aaawavön « hud/.(1utmmí''I FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 19«0. 9 Úllönd Forsetakosningamar á írlandi: írskar konur fjöl- menntu á kjörstaði - góð kjörsókn talin Mary Robinson í hag Konur fjölmenntu á kjörstaði á Ir- landi í forsetakosningunum í gær. Það þykir góðs vitir fyrir Mary Rob- inson, sem fyrst kvenna reynir að ná kjöri sem forseti landins. Takið er þó að kjörsókn verði að- eins um 60% en það er þó sýnu meira en í síðstu forsetakosningum árið 1973. Mikil kjörsókn er talin Robin- son í hag í baráttunni við mótfram- bjóðandann Brian Lenihan. Lenihan var ráðherra í ríkisstjórn írlands til skamms tíma en varð að víkja þaðan vegna sögusagna um símahlernir. Skoðanakannanir fyrir kosningamar sýndu þó að litlu mun- aði á fylgi frambjóðendanna. Austin Currie, þriðji frambjóðandinn, er ekki talinn eiga möguleika á kjöri. Þó er talið líklegast að framboð hans verði til að taka fylgi af Lenihan. Þótt staða forseta á írlandi hafi ekki póhtíska þýðingu þá geta kosn- ingarnar að þessu sinni haft það. Lenihan er nánasti samstarfsmaður Charles Haughey forsætisráðherra og ósigur hans gæti orið stjórninni að falli. Fari svo er framtíð Haugheys einnig í hættu því innan flokks þeirra gætir óánægju með forystuna. En hvernig sem fer þá em írskir veðmangarar þegar farnir að hrósa sigri. Veðmál hafa ekki verið svo líf- leg fyrir kosningar í langan tíma. Hjá veðmöngurunum eru líkurnar á sigri Robinson og Lenihan taldar því næst jafnar. Ekki er tcdið að endalegar niðurstöður í kosningunum liggi fyr- irfyrrenámorgun. Reuter Nauðungaruppboð Að kröfu Ásgeirs Thoroddsen hdl., Guðjóns Ármanns Jónssonar hdl., Sig- urður I. Halldórssonar hdl. og innheimtumanns ríkissjóðs í Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu fer fram opinbert nauðungaruppboð á eftirtöldu lausafé: Bifreiðir: ES653-Chevrolet Nova '77 GF325-Honda Civic'81 F0662-Peugeot '80 FF252- Lada Vaz '79 IV187-Lada station 1500 '87 TB057-tengivagn '83 Grafa: ZD356-JCB3D '82 Annað: Ricoh R250 myndbandstökuvél Uppboðið fer fram við sýsluhúsið að Bjarnarbraut 2, Borgarnesi, fimmtudag- inn 15. nóvember nk. og hefst kl. 10.00. Uppboðsskilmálar eru til sýnis á sýsluskrifstofunni að Bjarnarbraut 2, Borgar- nesi. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. BllASAlAAAJfflAÉ RAGNARS BJARNASONAR ELDSHÖFÐA18,112 REYKJAVÍK 06734 34 IJpí Daihatsu Feroza ’89, ek. 27.000. Ath. skipti á ódýrari. Ford Sierra 1600 cl ’88, ek. 17.000. Ath. skipti á ódýrari. Sjgli Honda Civic ’88, ek. 53.000. Ath. Ford Bronco XLT ’86, upph. á 33" skipti á ódýrari. dekkjum, ek. 63.000. Ath. skipti á ódýrari. Vantar bíla á skrá og á staðinn. SÍMI 673434 Mary Robinson er talin eiga góða Þótt Charles Haughey sé ekki í framboði geta niðurstöður forsetakosning- möguleika á að verða næsti forseti anna ráðið miklu um framtíð hans. Símamynd Reuter irlands. Símamynd Reuter Noregur: Gro útilokar ekki EB-aðild fyrir 1992 Gro Harlem Brundtland, forsæt- isráðherra Noregs, útilokar ekki að Noregur sæki um aðild að Evr- ópubandalaginu fyrir næsta lands- fund Verkamannaflokksins 1992. Ef svo kynni að fara yrði nauðsyn- legt að boða til sérstaks lands- fundar, sagði Brundtland á fundi með fréttamönnum í gær. Verka- mannaflokkurinn heldur lands- fund nú um helgina. Norski forsætisráðherrann sagði að nú yrði lögð aðaláhersla á að ljúka samningaviðræðum EFTA, Fríverslunarsamtaka Evrópu, og Evrópubandalagsins um sameigin- legt evrópskt efnahagssvæði. Möguleiki væri að einhver árangur næðist fyrir jól. Brundtland benti á að þó svo að Svíþjóð sækti um aðild í vor að Evrópubandalaginu yrðl landið ekki aðili fyrr en í fyrsta lagi 1994. Annað væri misskilningur. Samkvæmt nýjustu skoðana- könnunum er meirihluti félaga í Verkamannaflokknum andvígur aðild að Evrópubandalaginu. Ekki er ætlunin að komast að niður- stöðu á landsfundinum nú. Flokks- stjórnin leggur hins vegar áherslu á umfangsmikiar umræður sem haldi áfram til næsta landsfundar. NTB Færeyjar: EB-aðild gerð að kosningamáli Þjóðveldisflokkurinn í Færeyjum reynir nú að draga umræðuna um framtiðarafstöðu landsins til Evr- ópubandalagsins, EB, inn í baráttuna fyrir lögþingskosningarnar í næstu viku. Hinir flokkarnir hafa áður neit- að að gera máhð að kosningamáli og meðal annars vísað til þess aö nú standi yfir samningaviðræður milli Færeyja og Evrópubandalagsins um frjálsa verslun. Innan Þjóðveldisflokksins og hinna flokkanna viröist reyndar ekki vera um breytingu að ræða á afstöðunni frá því í byrjun áttunda áratugarins þegar lögþingið sagði nei við aðild að Evrópubandalaginu. Máhð er þó rætt innan flokkanna. Einn af fram- bjóðendum Fólkaflokksins, Birgir Danielsen, sem er forstjóri stærsta fiskútflutningsfyrirtækisins, er til dæmis hlynntur aðild. Fiskútflytjendur telja sig munu græða á aðild þar sem 80 prósent af fiskinum eru flutt á markað í Evr- ópubandalagslöndunum. Samtök iðnrekenda eru hins vegar efins um ágæti aðildar og samningaviðræð- anna um frjálsa verslun. Segja iðn- rekendur að afnám tolla muni verða til þess að iðnaður á Færeyjum legg- ist niður. Hingað til hafa efnahagsmál ein- kennt umræðurnar um aðild að Evr- ópubandalaginu en formaður Þjóð- veldisflokksins, Finnbogi Isakson, hefur nú vakið athygli á stjórnmála- legum afleiðingum aðildar. í grein, sem birtist í færeysku blaði í gær, benti Isakson á að aðeins sjálfstæð lönd gætu orðið aðilar. Danmörk gæti í besta falli samþykkt að lands- hlutinn Færeyjar yrði aðili. Og ef Danir yrðu örlátir fengju Færeying- ar einn af sextán fulltrúum þeirra á Evrópuþinginu. Færeyingar skyldu ekki gera sér vonir um aðra tilhögun mála. Færeyingar hefðu til dæmis engan fulltrúa í ráðherraráðinu. Niðurstaða Isaksons var því sú að ef menn vildu yfirhöfuð íhuga aðild að Evrópubandalaginu væri sjálf- stæði Færeyja fyrsta skilyrðið. Ritzau BJÓRWHÖLUNhe KÁNTRÍKV ÖLD I KVOLD Kántrísöngvararnir Ann Andreasen og Einar Jónsson leika ný kántrilög frá Bandaríkjunum. Óvæntir gestir koma í heimsókn. Þambskeppni? Verðlaun I. II. Munið dansgólfið þar sem léttir snúningar eiga sér stað. Snyrtilegur klæðnaður. BJÓRWHÖLUNhe GERÐUBERGII 111REYKJAVÍK SÍMI75800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.