Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1990, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1990, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 8. NÖVEMBER 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Nýjar hömlur á fisk? Hefðbundinn landbúnaður er fleiri þjóðum óþægur ljár í þúfu en íslendingum einum. Talsmenn landbúnað- arins hér á landi minna stundum á, að nokkrar aðrar þjóðir styðji landbúnað sinn með upphæðum, sem séu svipaðar á hvern bónda og þær eru hér á landi. Þar sem hefðbundinn landbúnaður í þessum fáu lönd- um, svo sem Noregi og Svíþjóð, er minni hluti atvinn- unnar en hann er hér á landi, gildir þó, að hvergi í heim- inum er stuðningur við landbúnað eins þungur á hvern skattgreiðanda og neytanda og hann er hér á landi. Augljóst er þó, að styrkir til landbúnaðar tíðkast víða í auðugum iðnaðarríkjum og eru hvergi illræmdari en einmitt í Evrópubandalaginu. Þar var samstarf milli þjóða að ýmsum framfaramálum keypt afar dýru verði, vemdun bænda í Vestur-Þýzkalandi og Frakklandi. Tangarhaldið, sem landbúnaðarráðherrar ríkja Evr- ópubandalagsins hafa á fjármálum þess, kemur bezt í ljós af, að þrír íjórðu hlutar af fjárlögum þess fara í greiðslur vegna hefðbundins landbúnaðar. Þetta ástand hefur lítið sem ekkert lagazt á undanförnum árum. Með því að tolla innflutning á búvöru heldur Evrópu- bandalagið uppi óeðhlega háu verði í ríkjum bandalags- ins. Með því að selja offramleiðsluna á niðursettu verði reynir það að losna við hana í samkeppni við land- búnaðarríki, sem reyna að keppa á alþjóðamarkaði. Evrópubandalagið stundar þannig óheiðarlega við- skiptahætti gagnvart landbúnaðarríkjum á borð við Bandaríkin, Argentínu, Ástralíu og Nýja-Sjáland, svo og mörg ríki þriðja heimsins, sem geta framleitt búvöru á mun ódýrari hátt en gert er í Vestur-Evrópu. Hér á landi brauðfæðir starfsmaður í landbúnaði sem svarar tíu manns. í löndum Evrópubandalagsins brauð- fæðir starfsmaðurinn tvöfalt fleiri eða sem svarar tutt- ugu manns. í Bandaríkjunum brauðfæðir hver starfs- maður í landbúnaði sexfalt eða sextíu manns. Samanburðurinn sýnir, að í Bandaríkjunum eru mun betri aðstæður til landbúnaðar en í Vestur-Evrópu, svo að ekki sé borið saman við ísland, sem kúrir norður í höfum. Fyrir neytendur hlýtur að vera hagstætt að fá að nota sér hagkvæmni landbúnaðarríkjanna. Það er einmitt eitt meginmarkmið svokallaðra Uru- guay-viðræðna í tollasamtökunum GATT. Þar hefur verið um nokkurt skeið stefnt að því að fá lækkaða og brotna tollmúra og innflutningshöft á búvöru, svo að neytendur um allan heim fái að njóta lága verðsins. Bandaríkin hafa í GATT lagt til, að þátttökuríkin lækki útflutningsuppbætur á búvöru um 90% og niðurgreiðslur á búvöru um 75%, hvort tveggja á tíu árum. Evrópu- bandalagið treystir sér ekki til þess og er veikum mætti að reyna að koma saman pakka upp á 30% niðurskurð. ísland stendur sig enn verr en Evrópubandalagið. Okkar menn hafa skilað inn tilboði, sem felur í sér nokk- urn veginn óbreytt ástand. Alveg eins og hjá Evrópu- bandalaginu var landbúnaðarráðherra falið að setja fram tilboðið. Það var því ekki von á góðu. Bandaríkin og hagkvæm landbúnaðarríki heimsins munu ekki gera sér þessa afgreiðslu að góðu. Bandarík- in hafa þegar komið sér upp heimildum, sem leyfa for- seta þeirra eða skylda hann til að taka upp refsingar gegn ríkjum, sem mismuna búvöru frá Bandaríkjunum. Tregða Evrópubandalagsins og ríkja á borð við ísland getur leitt til viðskiptastríðs, með hömlum á innflutn- ingi iðnaðarvöru frá Evrópu og á fiski frá íslandi. Jónas Kristjánsson „Gæðamat i heilbrigðisþjónustu er erfitt viðfangsefni,“ segir Bolli m.a. í greininni. Ný stefnumótun öllum til hagsbóta: Sjálfstæði ríkisstofnana Heilbrigðismál og skipan þeirra hafa lent á milli tannanna á fram- bjóðendum í prófkjörum síðustu vikur og hafa þau mál verið leidd fram sem sönnun þess að miðstýr- ing og opinber rekstur sé af hinu illa. Astæða er til að staldra við og skoða þessi mál örlítiö betur. Ef lýsa ætti stefnumótun í heil- brigðismálum síðustu áratugi væri lýsingin trúlega sú „að bæta stöð- ugt við það sem fyrir er án þess að kanna hvort þörfin er fyrir hendi“. Þetta þýðir nákvæmlega það sem við höfum horft upp á í útgjöldum til heilbrigðisþjónustu. Þau hafa vaxið ár frá ári án þess að mat hafi verið lagt á hvort heilbrigðis- þjónustan hafi batnað að sama skapi. Gæðamat í heilbrigðisþjónustu er erfitt viðfangsefni en þess eðhs að einskis má láta ófreistað að láta það fara fram. Stöðug viðbót við það sem fyrir er þýðir að sjálf- virkni í kerfinu hefur nánast verið algjör og útgjöldin vaxið í samræmi við það. Til að hemja útgjöldin'hafa margir fyrrverandi heilbrigðisráð- herrar brugðið á það ráð að stýra útgjöldunum frá einum. stað, úr eigin ráðuneyti. Miðstýring; óafvitandi þróun Þróun samskipta sveitarfélaga og ríkisins hefur öll verið á þann veg að sveitarfélögin hafa gripið fegins- hendi hverja þá útgjaldaliði sem ríkið gefur færi á að taka yfir, t.d. heilbrigðisþjónustu og löggæslu. Sveitarstjórnarmenn hafa e.t.v. ekki áttað sig á að um leið og ríkiö er farið að borga brúsann getur það ekki látið öðrum, sem enga fjár- hagslega ábyrgð bera, það eftir að stjórna rekstrinum. Aukin miö- stýring heilbrigðisþjónustunnar hefur þannig síður orðið vegna ákveöinnar stefnumótunar, heldur hafa tilviijanir og þróun í samskipt- um ríkis og sveitarfélaga oröiö til þess. Um leið og fjárhagsleg ábyrgð hefur flust yfir á ríkið verður rekstrarlega ábyrgöin að gera það einnig. Hvort sem menn aðhyllast miö- stýrt heilbrigðiskerfi eða ekki er auðvelt aö finna rök fyrir,hvoru- tveggja. Þá fyrst, eftir að Guö- mundur Bjarnason heilbrigöis- og tryggingaráðherra tók við heil- brigðisráðuneytinu fyrir tæpum fjórum árum, hafa menn farið að spyrja sig hvaða fyrirkomulag heil- brigðismála væri yfirleitt æskilegt. Þetta er fyrsta alvarlega stefnu- mótunin í málefnum heilbrigöis- ráðuneytisins til mótvægis þeirri stefnu sem gekk út á það eitt að bæta stööugt meiru við það sem fyrir var. Ríkisstofnanir á eigin vegum Aukið sjálfstæði ríkisstofnana er slagorö sem oft er gripið til þegar talin er þörf á því að hagræða og spara í opinberum rekstri. Ein þessara stofnana er Trygginga- stofnun ríkisins sem gæti verið skólabókardæmi um hvernig auka mætti á sjálfstæði einnar ríkis- stofnunar til verulegra hagsbóta fyrir starfsfólk og viöskiptavini. Líkt og hjá öðrum ríkisstofnunum, helst þeirri stofnun misjafnlega á starfsfólki, fyrst og fremst vegna launa og kjara, enda ílest störfin þannig metin að þau tilheyra lægstu launaflokkum opinberra starfsmanna. Starfsemi þessarar stofnunar er þó einn af homstein- um þess velferðarsamfélags sem við teljum okkur búa viö. Starfsfólki og stjórn Trygginga- stofnunar er í reynd með starfi sínu falið að framkvæma ákvarðanir stjórnvalda í málefnum almanna- trygginga. Þetta gerir það aö verk- um aö þar verður fyrst vart hverju stofnanir ríkisins eru í stakk búnar til að sinna svo breyttu og miklum mun mikilvægara hlutverki en þær gera í dag. Meðan þeim er ekki treyst til þess þá fæst heldur ekki úr þvi skorið. Breyttar forsendur í starfi ríkisstofnana eru aöeins einn hluti þeirra gagngem breytiga sem ríkisstofnanir þyrftu aö ganga í gegnum ef réynt yrði að auka sjálf- stæöi þeirra af einhverri alvöru. Annað væri hin stjómunarlega uppbygging þar sem alls ekki er alltaf ljóst innan einstakra stofn- ana frá hverjum einstakir stjórn- endur hafa þegið vald sitt. Slikt er alþekkt í stjórnkerfi okkar sem „smákóngaveldi". Nauösynleg for- senda fyrir breytingum er aö einn yfirmaður hafi ótvírætt vald yfir öðrum stjómendum sem verði aö lúta þeirri stefnumörkun sem unn- iö er eftir innan stofnunarinnar. Verði vald og valdsvið einstakra stjórnenda ekki skýrt afmarkaö yrði verr af stað farið en heima setið. Bolli Héðinsson KjaUariiui Bolli Héðinsson efnahagsráðgjafi og formaður Tryggingaráðs þarf að breyta og hvað horfi til framþróunar og hagsbóta fyrir al- menning. Þannig mætti hugsa sér að í stað þess að stofnun á borð við Trygg- ingastofnun þurfi að sækja hin ólíklegustu mál til þess ráðuneytis, sem yfir stofnunina er sett, þá yrði stofnuninni og starfsfólki hennar treyst til að búa mál út beint í hend- ur ráðherra. Þannig fengju stofn- anir aukið vægi og draga myndi úr þeim tvíverknaði, sem óhætt er að fullyrða að fer núna fram í stjómkerfinu, fyrst með skoöun mála í stofnunum (á vettvangi, þar sem málin brenna heitast) og síðan í ráðuneytum. Aukiðtraust kallar á aukna ábyrgð Deila má um hvort einstakar Aukið sjálfstæði ríkisstofnana er slag- orð sem oft er gripið til þegar talin er þörf á því að hagræða og spara 1 opin- berum rekstri. - Ein þessara stofnana er Tryggingastofnun ríkisins.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.