Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1990, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1990, Qupperneq 28
36 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1990. Menning I ævintýraheimi Sögur Astrid Lindgren eiga það til að hitta unga les- endur í hjartastað. í undraheimi hennar sveipast hversdagslegustu atburðir töfraljóma, og ósköp venju- legir krakkar eiga það til að hverfa fyrirvaralaust á vit mikiRa ævintýra. í sögunni, Elsku Míó minn, segir frá litlum strák, Bússa, sem býr við takmarkað ástríki hjá fósturfor- eldrum sínum. Hann er einmana og þráir sinn rétta föður. Til að létta sér dapurlega tilveru flýr hann á vit dagdrauma. Einn góðan veðurdag finnur hann gamla maltflösku og viti menn: í flöskunni leynist töfraandi og þá er stutt i að ævintýrin fari að gerast. Astrid Lindgren kann að venda sínu kvæði í kross, þannig að litlum áhorfendum finnst ekkert sjálfsagð- su'a en að fylgja Bússa til undraheima, til Landsins í fjarskanum þar sem hann er konungssonur og heitir Míó. Þar er allt bjart og fagurt en í Landinu fyrir hand- an ríkir svarti riddarinn, Kató, sem rænir liúum börn- um og heldur þeim i álögum hjá sér. Og auðvitað er það hinn hugumprúði konungssonur Míó, sem einn getur frelsað landið undan áþján svarta riddarans. Það er engin tilviljun að konungurinn faðir hans lík- ist pabba Benka, sem er besti vinur Bússa, en riddar- inn illi, Kató, er hins vegar tvífari Sigstéins, fóstra Bússa. Þeir Jón Sævar Baldvinsson og Andrés Sigurvinsson leikstjóri hafa gert sérstaka leikgerð fyrir þessa upp- færslu, byggða á handriti Astrid Lindgren. Öll helstu atriði sögunnar koma vel fram og tengingar ganga snurðulaust fyrir sig. En besti mælikvarðinn á það hvernig til hefur tekist eru þó undirtektir leikhúsgesta sem ekki voru allir ýkja háir í loftinu á sýningunni, sem ég sá. Ég tók eftir því að skijáfið í sælgætispokun- um steinhætti eftir smástimd og allir fylgdust andakt- ugir með þvi sem gerðist á sviðinu alveg til enda sýn- ingarinnar. Það er líka allt gert til þess að leyfa ævintýrinu að blómstra og ekkert til sparað. Leikmynd er hreyfanleg og breytist fyrirhafnarlítið milli atriða og lýsing er mikið notuð til þess að skapa hæfilegan ævintýrablæ. Búningamir vekja sérstaka athygli, þeir eru íburðarmiklir og við konunga hæfi. Höfundur er Rósberg Snædal og hann á stóran þátt í því hvað þessi sýning er skrautleg og mikið sjónarspil fyrir unga áhorfendur. Hún gefur innsýn í heima sí- gildra ævintýra, Þúsund og eina nótt og aðrar sagnir, sem nútímaböm kynnast varla nema í formi teikni- mynda í sjónvarpi. Leikarar eru auövitað áhugaleikarar af öllum stærð- um og geröum, en aðalhlutverin eru í höndum tveggja ungra pilta, þeirra Högna Þórs Högnasonar, sem leik- ur Bússa/Míó og Ragnars Ólafssonar, í hlutverki' Benka/Jum-Jums. Þeir era báðir einlægir og afslapp- aðir í leik sínum og skiluðu hlutverkunum ágætlega. Af öðrum leikurum má nefna Grétar Snæ Hjartarson, sem var snöfurmannlegur í hlutverkum Sigsteins og Svarta riddarans, þó án þess að vekja ótta hjá yngstu Aðalhlutverkin eru í höndum þeirra Högna Þórs Högnasonar, sem leikur Bússa/Míó, og Ragnars Ól- afssonar, í hlutverki Benka/Jum-Jums. Leiklist Auður Eydal áhorfendunum,.og Sigurð L. Einarsson, sem var mikil- úðlegur í gerfi sverðssmiðsins. Leikfélag Mosfellssveitar hefur lagt mikið í að gera sýninguna sem best úr garði og aðstaða öll í Hlégarði hefur verið bætt til muna. Elsku Míó minn er leiksýn- ing, sem óhætt er að mæla með fyrir börn á öllum aldri og ástæðulaust að hnjóta um það þó að leikendur sýni ekki takta atvinnumanna í listinni. Miklu meira er um vert að allir gera sitt besta og leikstjóri hefur samhæft hópinn vel. Leikfélag Mosfellssveitar sýnir i Hlégarði: Elsku Míó minn Höfundur: Astrid Lindgren Leikgerð: Jón Sævar Baldvinsson, Andrés Sigurvinsson Leikstjórn: Andrés Sigurvinsson Leikmynd og búningar: Rósberg Snædal Lýsing: Árni J. Baldvinsson Tónlist: Eyþór Arnalds Framkvæmdastjórn: Jón Sævar Baldvinsson -AE Andlát Ágúst F. Petersen listmálari lést í Landspítalanum 7. nóvember. Jarðarfarir Brynjólfur B. Ólafsson verður jarð- sunginn frá Fossvogskapellu föstu- daginn 9. nóvember. María Gíslína Björnsdóttir, Hagamel 45, verður jarðstyiginn frá Neskirkju föstudaginn 9. nóvember kl. 13.30. Óskar Gísli Gissurarson, Bólstaðar- hlíð 62, verður jarðsunginn frá Há- teigskirkju föstudaginn 9. nóvember kl. 15. Ágústa S. Andrésdóttir lést 31. októ- ber. Hún var fædd á Bæ í Kjós 10. Drögum úr hraða -ökum af skynsemi! iJU^EBOAfl Sími: 694100 fFLUGBJQRGUNARSVElTINl nk. kl. 20.30. Dagskrá: 1. Félagsheimili F.E.B og starfsemi þess í vetur. 2. Fjáröfl- un. 3. Önnur mál. Vikuferðir til Luxem- borgar dagana 22.-29. nóvember og 6.-13. desember. Nánari upplýsingar á skrif- stofu félagsins í síma 28812 og 689912. Bridgesamband íslands Þeir sem ætla að vera með í stofnana- keppninni '90 eijr minntir á að lája skrá sig sem fyrst. Spiladagar verða 11. nóv. kl. 14, 13. nóv. kl. 19.30 og 18. nóv. kl. 14. Þátttökugjaldið er 12.000 kr. á sveit. Spil- að veröur í Sigtúni 9 og 'keppnisstjóri verður Agnar Jörgensen. Reglurnar um þá sem geta verið með í þessari keppni hafa verið rýmkaðar mikið og geta því flestir veriö með. Skráning og allar frek- ari upplýsingar eru veittar í síma Bridge- sambandsins 91-689360 eftir kl. 14 á dag- Tónlistardagar Dómkirkjunnar Um þessar mundir standa yfir Tónlistardagar Dómkirkjunnar og hóf- ust þeir í gærkvöldi með kórtónleikum Dómkórsins, sem söng undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar. Orgelleikari var Orthulf Prunner. Á næstu dögum verða fleiri tónleikar á vegum Dómkirkjunnar þar sem koma fram auk Dómkórsins ýmsir einleikarar. Það er þægileg tilbreyting að hlusta á tónlist-í hinum þurra hljómburði Dómkirkjunnar, sem er mjög ólíkur því sem er í ýmsum nýrri og stærri kirkjum borgarinnar. Þessi hljómburður gerir að vissu leyti meiri kröfur til kórsins þar sem allt heyrist skýrara þar með taldir allir agnúar og mistök sem kunna að verða í flutningi. Á hinn bóginn koma innviðir tónlistarinnar einnig að sumu leyti skýrar fram og getur það verið mik- ill kostur í flókinni fjölradda tónlist. Efnisskrá tónleikanna mótaðist af ferð Dómkórsins til Leipzig í fyrra- sumar og var helguð þessari frægu tónlistarborg með því að velja verk eftir tónskáld sem hafa starfað eða numið þar bæði íslensk og erlend. Þannig var fluttur orgel forleikur og orgelsónata eftir J.S. Bach auk sálma- lagsútsetningar fyrir kór. Sónatan var sérlega glaðlegt og skemmtilegt Tóiúist Finnur Torfi Stefánsson verk. Þá var athyglisvert að heyra þrjár mótettur eftir Jóhannes Brahms; „Ich aber bin elend“, „Ach, arme Welt, du tragest mich“ og „Ich aber bin elend“. Eins og við var að búast eru þessi verk í fjölrödduðum hermi- stíl og sýnir Brahms að hann kann full skil á þessari fornu tækni. Þá voru flutt „Bænin má aldrei bresta þig“ eftir Pál Isólfsson og „Ég er krist- inn“ eftir Hallgrím Helgason, en bæði þessi íslensku tónskáld stunduðu tónlistarnám í Leizig. Lokaverkið á efnisskránni var mótetta eftir Kurt Hessenberg „O, Herr, mache mich zum Werkzeug deines Friedens". í þessu verki er kvennaröddum teflt gegn karlaröddum og þótt tónamálið sé að mestu tónalt eru í því nokkrar tilraunir með afhrigði þar frá sem gefa töluverðan lit. Hins vegar var eins og kraftinn vantaði til að kýja framvindu verksins og virtist það á köflum heldur kyrrstætt. Dómkórinn og stjórnandi hans Marteinn H. Friðriksson komst með mikilli prýði frá þessum viðfangsefnum. Kórinn virðist vera í prýðilegri þjálfun og hljómaði oft mjög fallega. Staðfestist'það enn að ekki er ofsög- um sagt af ágæti kórastarfs á íslandi. Orgelleikur Dr. Prunners var ekki slæmur en smávillur og ónákvæmni í hrynjandi drógu úr áhrifum hans. Félag eldri borgara Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, í dag fimmtudag kl. 14. Frjáls spilamennska, kl. 19.30 félagsvist, kl. 21 dansað. Félag eldri borgara óskar eftir fólki til að selja jólakort félagsins. Upplýsingar í síma 28812. Skólahald í Vík I Mýrdal 100 ára Um þessar mundir á skólahald í Vik í Mýrdal og nágrenni þrefalt afmæli. Eitt hundrað ár eru hðin síðan bamafræðsla hófst á þessum slóöum, níutíu ár síðan kennsla hófst í Vík og áttatíu ár síðan fyrsta skólahúsið í Vík var tekið í notk- un. Þessara tímamóta minnast nemendur og kennarar Víkurskóla sunnudaginn 11. nóvember með hátíðardagskrá og sýn- ingu í skólanum og afmæhskaffi í Leik- skálum. Fyrrum nemendur og starfsfólk skólans auk annarra velunnara eru vel- komnir. 30 þúsund bókatitlar á bókamarkaði Bókavörðunnar Hinn árlegi stórbókamarkaöur Bóka- vöröunnar, Hafnarstræti 4, er hafmn. Á þessum markaði verður meira af bókum en nokkru sinni fyrr. Ahs verða til sölu, þessa 6 daga sem markaðurinn stendur 5ffir, rúmlega 30.000 bækur. Og verðin eru sem fyrr mjög sanngjörn. íslenskar bæk- ur í bandi kosta kr 200, íslenskar bækur óbundnar kosta kr. 100, bæklingar ís- lenskir kr. 100, allar erlendar bækur kosta 50 kr. Bókamarkaðurinn stendur yfir þessa viku og er opinn á venjulegum verslimartíma. Kvenfélag Kópavogs Basar verður haldinn í félagsheimilinu sunnudaginn 11. nóvember kl. 14. Tekið verður á móti kökum og munum milh kl. 13-17 fóstudag og frá kl. 10 á sunnu- dagsmorgun. Blúskvöld á Tveimur vinum í kvöld 8. nóvember verður blúskvöld að venju á skemmtistaðnum Tveir vinir og annar í frh. Blúskompaníið kemur fram, en hljómsveitina skipa Magnús Eiríks- son, Pálmi Gunnarsson, Sigurður Reyn- isson og Karl Sighvatsson. Fundir Afmælis- og kynningarfundur Al-Anon samtakanna Opinn afmælis- og kynningarfundur Al- Anon samtakanna verður haldinn sunnudaginn 18. nóvember 1990, í Bú- staðakirkju kl. 16. Al-Anon samtökin voru stofnuð á íslandi 18. nóvember 1972 og eru félagsskapur ættingja og vina alkóhóhsta. Al-Anon samtökin hafa að- eins eirrn tilgang, að hjálpa aðstendend- um alkóhóhsta. Á fundinum munu koma fram og segja sina sögu, þrír Al-Anon félagar, einn féiagi AA samtakanna, sem eru samtök alkóhóhsta, og einn félagi frá Aiateen, en þau samtök eru félagsskapur aðstandenda alkóhóhsta 12-19 ára. Nán- ari upplýsingar um samtökin er hægt að fá á Al-Anon skrifstofu í síma 19282 frá kl. 9-12 aha virka daga. Fjölmiðlar ágúst 1906, dóttir hjónanna Olafar Gestsdóttur og Andrésar ÓMssonar. Ágústa giftist Þorvaröi Guöbrands- syni en hann lést árið 1975. Þau hjón- in eignuðust tvo syni. Útför Ágústu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Tilkyiiiiingar Breiðfirðingafélagið Félagsvist og dans nk. fóstudag 9. nóv- ember kl. 20.30 í Breiðfirðingabúð, Faxa- feni 14. Ahir velkomnir. Félag eldri borgara Félagsfundur verður haldinn í nýja félagsheimih Félags eldri borgara að Hverfisgötu 105, íostudaginn 9. nóvember Blað sem þorir Loksins hillir undir að komið sé blað sem virkilega þorir. Þar á ég aö sjálfsögöu viö Pressuna eftir að nýir ritstjórar settust þar 1 stóla. Það verður spennandi að sjá hvernig strákamir fylgja þessu svo eftir en byrj unin lofar vissulega góöu. Eins og búast mátti við þustu menn um víðan völl með gífuryrði og heilaga vandlætingu þegar Pressumenn sönnuðu að þeir væra aö fara af stað með „harðan" fjöl- miðil sem hvorki væri bundinn af póbtískum duttlungum ósýnilegra eigenda né væluskjóðum úr vestur- bænum. Blaðamenn lenda því mið- ur oft í þ ví hlutverki að vera strengjabrúður sem, hvortsem þeim likar betur eða verr, verða að lúta hagsmunum og pólitískri stefnu eigenda og yfirboðara. Það er aö vísu ofureðlilegt að þeim sem eru í feluleik meö hluti sem ekki þola dagsins ljós standi stuggur af íjölmiðlurn sem liklegir eru að varpa ijósi á myrkraverkin. Rétt eins og krimmamir sem hafa iiian bifur á löggunni. Þaö hefur sýnt sig aö harðir íjölmiðlar veita aðhald og halda uppi eðlilegu og sjálfsögðu frelsi blaöamanna til að segja opin- skátt irá hlutunum án þess að þurfa aðvcfja þá inn í glanspappir. Ég tek ofan fyrir Pressumönnum, þetta eru menn sem þora. Helga Guðrún

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.