Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1990, Blaðsíða 11
ÉffivMtínDMtíR 2& ðÖtíÉtóBER'1%0; 011 Ólyginn sagði... John Lennon Breskur lögfræöingur, Fenton Bresler að nafni, hefur nú gefið út bók þar sém hann heldur því statt og stöðugt fram að CIA hafi staðið á bak við morðið á Bítlin- um John Lennon. Útkoma bókarinnar hefur valdið miklu fjaðrafoki. Bresler segist hafa staðiö fyrir áralöngum rannsóknum áður en hann skrif- aði bókina, en þar heldur hann því fram að Mark Chapman, morðingi Lennons, hafi einungis verið verkfæri CIA-manna. Þeir hafi rænt Chapman og heilaþveg- iö hann þannig að hann hafi ver- ið „forritaður“ til að fremja ó- dæðið. Bresler segir að Chapman hafi verið dálítið ruglaður fyrir, en sárameinlaus og einlægur aðdáandi Bítilsins. Ástæðuna fyrir því að CIA hafi ákveðiö að Lennon yrði að deyja segir Bresler vera þá að mönnum þar hafi fundist pólitískar skoð- anir og athafnir Lennons vera ógnun við Bandaríkin. Tiffany hefur í hyggju að gifta sig 17 ára gömlum rokklingi, þrátt fyrir harða andstöðu móður sinnar. Sá stutti heitir Rick Wes og er með- limur í rokkhljómsveit, en þau Tiffany kynntust á tónleikum sem Wes og félagar héldu ekki alls fyrir löngu. Tiffany segir að Wes líkist mjög átrúnaðaðgoði hennar, James Dean. „Þetta var ást viö fyrstu sýn. Tiffany er alveg sama um hvað fjölskylda hennar hefur um málið að segja. Hún fer sínar eig- in leiðir,“ segir vinur hennar. Tiffany býr í Los Angeles en Wes í Massachusetts. Það hefur þó ekki mikil áhrif á samgöngur þeirra á milli því bæði eru þau í ágætum álnum þrátt fyrir ungan aldur. Naomi Wilding, 15 ára gömul sonardóttir Elísabetar Taylor, reynir nú hvað hún getur til að vekja athygli pressunnar á því hversu lík hún sé ömmu þegar hún var ung. Naomi er dóttir Michael Wilding, sonar Liz, og Jóhönnu Dahn. Hún dvaldist í sumarleyfi sínu á heim- ili Elísabetar og segir að þær séu afar líkar. Naomi er óþreytandi að sitja fyrir hjá ljósmyndurum í sömu stellingum og Elísabet amma gerði forðum, og víst má sjá svip með þeim ef grannt er skoðað. Menn eru þó sammála um að stúlkuna skorti talsvert á að vera jafn draumfógur og amma gamla var á hennar aldri. Sviðsljós DAGATÖL MÁNAÐATÖL ' Eigum fyrirliggjandi stöðluð form til inná- prentunar fyrir stofn- anir og fyrirtæki. Einnig bjóðum við sérvinnslu á ykkar eigin formi með mynd og texta. VINSAMLEGAST LEITIÐ NÁNARI UPPLÝSINGA FÉLAGSPRENTSMIÐJAN HF. Spítalastíg 10 - Sími 11640 Myndsendir: 29520 gumans sem ennfremur hefur séð um tónleikaferðalög Rolling Stones. Börn þeirra hjóna, Elísabet, 6 ára, og James, 5 ára, voru í brúðkaupi foreldra sinna. Jerry Hall er sem kunnugt er önnur kona Micks Jag- ger. Áður var hann kvæntur Biöncu Jagger og með henni á hann dóttur- ina Jade. Mick og Bianca skildu árið 1979. Áður en Jerry Hall fór að vera með Mick Jagger haföi hún verið í þrjú ár með breska popparanum Brian Ferry. heim i lisv ersl með stí11 LAUGAVEGI 1 3 SÍMI625870 Litlu stúlkurnar í Fyrirmyndarföður: Rokkstjaman Mick Jagger, söngv- ari hljómsveitarinnar Rolling Sto- nes, gekk í heilagt hjónaband á mið- vikudaginn í síðustu viku. Athöfnin fór fram á eyjunni Bali og brúðurin var að sjálfsögðu sambýliskona Jag- gers til margra ára, fyrirsætan Jerry Hall. Margoft hafa farið af stað sögu- sagnir um að parið væri að fara að gifta sig en þær hafa til þessa ekki átt við rök að styðjast. Mick Jagger og Jerry Hall voru á skemmtiferða- lagi um Austurlönd fjær og tókst að halda brúðkaupið í kyrrþey, fjöl- miðlamönnum til mikillar gremju. „Jafnvel við fréttum ekki af brúð- kaupinu fyrr en í dag svo að þeim hefur augljóslega tekist að halda þessu mjög vel leyndu," sagði bresk- ur blaðamaöur á mánudaginn. „Við vitum hvorki hvar þau em núna né hvert þau ætla. Þeim tókst að kom- ast frá Bali án þess að við vissum og þeim hefur greinilega tekist að stinga okkur af,“ sagði þessi svekkti blaða- maður mæðulega. Að sögn sjónarvotta fór athöfnin fram eftir háttum óg siðum inn- fæddra á Bali. Svaramaður Jaggers var Alan Dunn, góður vinur brúð- Rudy óttast sam- keppni við Oliviu - giftí sig á laun á eyjunni Bali Mick Jagger og Jerry Hall tókst að stinga pressuna af og giftu sig á laun á eyjunni Bali. um um þessar mundir. Ástæðan er sú að bamið hefur fengið það á heil- ann að hún sé of feit og vill helst ekkert borða nema ávexti og græn- meti. Með þessu drekkur hún aðeins vatn. Allir aðstandendur stúlkunnar eru í öngum sínum yfir þessu framferði barnsins og óttast að hún sé haldin sjúkdómnum anorexia. Hann lýsir sér þannig að sjúkhngarnir svelta sig af því þeir halda að þeir séu of feitir. Skiptir þá ekki máli hvort viðkom- andi em orðnir svo horaðir að telja megi rifin í skrokki þeirra. Keshia litla, sem er 11 ára gömul, er orðin afar hænd að Bill Cosby eft- ir að hafa leikið með honum síðan hún var aðeins nokkurra ára. Nú óttast hún samkeppnina við hina fjögurra ára gömlu Raven-Symone, sem leikur Oliviu, fósturdóttur Den- ise Cosby. Hún heldur aö ef hún verði of stór þá hætti Cosby að elska hana og taki hina litlu stelpuna í þáttunum fram yfir hana. „Keshia er hrædd um að missa at- hygli Cosbys. Hún dáir hann en henni er farið að finnast hún af- skipt. Hún er hrædd um að Raven- Symone steh Cosby frá sér,“ segir maður sem vinnur með þeim að þátt- unum. Faðir Keshiu er ekki nógu hress með hvernig handrit er farið aö skrifa fyrir hana í þáttunum upp á síðkastið. „Nýlega var tekinn upp þáttur þar sem „Rudy“ er látin rífast við systur sína og er verulega ótugt- arleg og leiðinleg. Þetta er mjög ólíkt því sem skrifað hefur verið fyrir hana. Ég vil að Keshia mín leiki góða stúlku. Lithr krakkar hafa jafnvel kallað þáttinn „The Rudy Show“ í staðinn fyrir „The Cosby Show“. Þeir vhja að Keshia sé áfram htla, góða og sæta Rudy,“ segir hinn áhyggjufulh faðir. Litla fyrirmyndarstúlkan Keshia þáttunum Fyrirmyndarfaðir, veldur Knight-Pulliam, sem leikur Rudy í foreldrum sínum verulegum áhyggj- Keshia „Rudy“ er logandi hrædd um að missa athygli Bill Cosbys til litlu, sætu hnátunnar sem leikur Oliviu í myndaflokknum Fyrirmyndarföður. Járn- fræsivélar Vilhelm Pedersen Universal vél Verð kr. 400.000,- Bautar Universal vél Verð kr. 620.000,- I & T HF. Iðnvélar og tæki Smiðshöfða 6 91-674000 Mick J agger er genginn út

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.