Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1990, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1990, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1990. íþróttir Stúfarfrá Englandi Gurmar Sveinbjömssan, DV, Englandi: • John Fashanu hjá Wimbledon hefur skrifað undir nýjan samning við félagið til næstu tveggja ára. Fashanu er talinn fá 250 þúsund pund fyrir samninginn og er nú kominn í hóp hæst launuðu leikmanna í enska boltanum. Allen vill fara frá Man City • Clive Allen hefur óskað eftir sölu frá Manchester City. Allen kom frá Bordeaux fyrir tæpum 16 mánuðum og kostaði eina milljón punda. Hann hefur alls ekki náð sér á strik hjá Man City og hefur reyndar átt í erfiöleikum með að komast í liöið. Don Howe vantar varnarmann strax • Don Howe, framkvæmdastjóri QPR, vantar nú varnarmann í hvelli eftir að Paul Parker meidd- ist í leik QPR gegn Southampton í ZDS bikarkeppninni. Fyrir á sjúkralistanum hjá QPR eru Alan McDonald og Danny Muddix. Howe hefur augastað á Alan McDonald hjá Millwall eða David Linighan hjá Ipswich til að leysa þennan skort á varnarmönnum. Úlfarnir lána • Úlfamir hafa lánað varamark- vörð sinn, Tony Lauge, til Alders- hot í einn mánuð. Úlfarnir keyptu hann frá Aldershot á síðasta ári fyrir 150 þúsund pund en hann hefur ekki náð að vinna sér fast sæti í liði Úlfanna. Howell samdi til 5 ára við Spurs • David Howells hefur skrifað undir nýjan samning til 5 ára við Tottenham þrátt fyrir að enn séu eftir 2 ár af samningi hans við félagið. Howells skoraði jöfnun- armark Tottenham gegn Everton á laugardaginn og var jafnframt eini leikmaðurinn í byrjunarhði Lundúnahðsins sem kostaði þá ekki krónu en hann er uppalinn hjá félaginu. Birmingham reynir aftur við Eamonn Dolan • Birmingham er tilbúið að gera aðra tilraun til að kaupa Eamonn Dolan frá West Ham. Birming- ham ætlaði aað kaupa Dolan í sumar en hætti við er hann varð fyrir meiðslum. Nú eru meiðslin gróin. Hvað gerir Chelsea? • Chelsea hefur augastað á Paul Elliott, miðverði hjá skoska lið- inu Celtic. Elliott er allt annað en ánægður á Parkhead og segir að félagið skuldisér stórfé frá því aö hann kom til félagsins frá ít- alska liðinu Pisa. Sunderland lánar • Sunderland hefur lánað vam- armanninn Reuben Agboola til Port Vale í einn mánuð. Agboola var fastamaður í liði Sunderland í upphafi keppnistímabilsins en varö fyrir meiðslum og missti þar með sæti sitt og hefur ekki tekist aö vinna þaö aftur. David Barnes sagði nei takk! • Leikmenn eru ekki alltaf sáttir við að fara til annars félags. Á dögunum hafði Bristol City mikinn áhuga á að kaupa vinstri bakvörð Sheffield United, David Barnes. Bristol City bauö 100 þúsund pund í kappann. Sheffield United samþykkti til- boðið en Barnes sagði hins vegar nei takk. Handbolti: Júlíus með tíu mörk - þegar ísland sigraöi Bandaríkin, 30-19 Ingibjörg Hinriksdóttir, DV, Stykkishólmi: íslendingar báru sigurorð af Bandaríkjamönnum, 30-19, í lands- leik þjóðanna í handknattleik í Stykkishólmi í gærkvöldi. Þetta var 600. landsleikur íslands í handknatt- leik og fjölmenntu Snæfellingar á leikinn og létu vel í sér heyra. „Ég var frekar óhress með fyrri hálfleik en í þeim síðari lagaðist leik- ur liðsins. Það var einbeitingarleysi í herbúðum okkar og óþai-fi að fá 19 mörk á sig gegn þessu hði. Þetta var samt ágætis æfing fyrir mótið í Dan- mörku en við veröum að klára svona dæmi ef við ætlum okkur aö vera á alþjóðamælikvarða,“ sagði Þorberg- ur Aðalsteinsson í samtali við DV eftir leikinn. Fyrri hálfleikur var frekar jafn en íslenska liðið hafði þó alltaf yfir- höndina. Varnarleikurinn í fyrri hálfleik var ekki nógu góður og Berg- sveinn Bergsveinsson, sem stóð í markinu í fyrri hálfleik, varði ein- ungis 2 skot. Síðari hálfleikur var betri af hálfu íslenska liösins. Vörnin lagaðist og Jakob Sigurðsson, fyrirhði íslenska liðsins, hvatti sína menn og íslend- ingar gengu á lagið og sigruðu eins og áður sagði meö 11 marka mun. í heild léku íslensku landsliðs- mennirnir ágætlega í sókninni og vömin lagaðist þegar á leikinn leið. Markvarslan var aftur á móti í mol- um og vörðu þeir Bergsveinn og Hrafn Margeirsson, sem kom í mark- ið í síðari hálfleik, aðeins samtals 7 skot. Júlíus Jónasson var yfirburöa- maður í íslenska liðinu jafnt í vörn og sókn, Jón Kristjánsson var sterk- ur í vörninni og Héðinn Gilsson náði sér á strik í síðari hálfleik. í liði Bandaríkjamanna var hinn norskættaði Terje Vatne allt í öhu og skoraði hann 10 af 19 mörkum liösins. • Mörk íslands: Júlíus 10/4, Sig- urður 4, Skúh 4, Jakob 3, Héðinn 3, Valdimar 2, Bjarki 1 og Einar 1. Þjóöarleikvangur Dana í knattspymu: Idrætsparken endurbyggður Fyrir skömmu var þjóðarleik- vangi Dana í knattspyrnu, Idræts- parken í Kaupmannahöfn, lokað. Hann verður nánast endurbyggður frá grunni og opnaður á ný eftir hálft annað ár, sumarið.1992, en þá tekur einmitt ghdi ný reglugerð um knattspyrnuvelli. Frá og með þeim tíma verður einungis heimilt að selja aðgöngumiða í sæti á leikjum í heimsmeistarakeppni og stæði verða aflögð. Idrætsparken hefur verið höfuð- vígi danskrar knattspyrnu frá því hann var opnaður árið 1911 en nú verða landsleikirnir fluttir þaðan um hríð. í tilefni af þessum tímamótum fékk danska blaðið Ekstra Bladet nokkra fyrrverandi landshðsmenn á ýmsum aldri til að rifja upp minn- ingar tengdar vellinum. Þeirra á meðal er Finn Laudrup, faðir Mic- haels og Brians, sem gert hafa garð- inn frægan með danska landshðinu á undanfömum árum. Finn Laudrup segir meðal ann- ars: „Ég man sérstaklega eftir tveimur leikjum, sem báðir fóru fram árið 1967, gegn íslandi og Hollandi. Við unnum ísland 14-2. Þrátt fyrir að ísland sé ekki hátt skrifað á alþjóðlegum mæhkvarða vora það merkileg úrsht. Sama má segja um sigurinn á Hollendingum því að fyrirliði þeirra var Johan Cruyfl'." Annar leikmaður, Tommy Tro- elsen, minnist líka á ísland en hann var 19 ára nýliði þegar hann lék meö danska landshðinu gegn því íslenska í forkeppni ólympíuleik- anna árið 1959. Hann nefnir þó ekki úrslitin, 1-1 jafntefli, en man eftir leiknum vegna þess að fyrir hann hehsaði Friðrik konungur Dan- merkur upp á leikmennina og einn úr liðinu þekkti ekki þjóðhöföingj- ann! -VS Reykjavíkurmótið í keilu: Ragnar og Elín sigurvegarar Reykjavíkurmótið í keilu fór fram fyrir skömmu. í karlaflokki sigraöi Halldór Ragnar Halldórsson en hann er núverandi íslandsmeistari í grein- inni. í kvennaflokki sigraði Elín Óskars- dóttir en hún er núverandi íslands- meistari. í parakeppninni sigruðu þau Alois Raschhofer og Elín Óskarsdóttir 3. skiptið í röð. Úrsht á mótinu urðu þannig: Konur 1. Elín Óskarsdóttir........KFR 2. Sólveig Guðmundsdóttir....KFR 3. Jóna Gunnarsdóttir........KFR Karlar 1. Halldór R. Halldórsson....KR 2. Róbert Spanó..............KR 3. Halldór Sigurðsson.......KFR Liðakeppni 1. Þröstur..................KFR 2. MSF......................KFR 3. Knattspyrnufélag Reykjavíkur Parakeppni 1. Alois Raschhofer Elín Óskarsdóttir 2. Tómas Tómasson Jóna Gunnarsdóttir 3. Valgeir Guðbjartsson Heiðrún Þorbjömsdóttir -GH Ingunn Bernódusdóttir átti góðan leik með Fram þegar liðið bar sigurorð af Stj er Ingunn að skora eitt af sex mörkum sínum í leiknum. Kvennahandbolti: Mikilvægur Fram á Stjör -1 Laugardalshöll 1 gærkvöldi, 22-20 - íslandsmeistarar Fram unnu mikil- vægan sigur á Stjörnunni, 22-20, í topp- slag 1. deildar kvenna í handknattleik í Laugardalshöll í gærkvöldi. Með þessum sigri í gær hafa Framstúlkurnar tapað fæstum stigum í deildinni en Stjarnan er enn í efsta sæti þar sem liðið hefur spilað fleiri leiki. Fram hafði yfir allan leikinn gegn Stjörnunni. Liðið byrjaði betur, komst í 4-1, og hafði tveggja marka forystu í leik- hléi, 12-10. í síðari hálfleik hélst þessi sami munur og undir lok leiksins náði Fram mest fjögurra marka forystu, 22-18, en Garða- bæjarhðið náði að klóra í bakkann með því að skora tvö síðustu mörkin. Ingunn Bernódusdóttir og Inga Huld Pálsdóttir voru bestar í liði Fram og Kolbrún Jóhannsdóttir varði ágætlega í markinu. Hjá Stjörnustúlkum var Guðný Gunn- steinsdóttir góð og Ragnheiður átti ágæta spretti. Mörk Fram: Ingunn 6, Ósk 4, Guðríður 4/3, Hafdís 4, Inga Huld 4. Mörk Stjörnunnar: Ragnheiður 6/2, Guðný 5, Margrét 3/2, Herdís 1, Ásta 1, Sigrún 1 og Drífa 1. Gróttusigur á Nesinu Á Seltjarnarnesi sigraði Grótta lið Vals, 20-16, eftir að staðan í leikhléi var 9-8. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik og liðin skiptust á aö hafa forystuna. í síð- ari hálfleik misstu Valsstúlkur móðinn og Grótta gekk á lagið og sigraði örugg- lega. Valur átti í erfiðleikum með að Hand LandslM bolti: tiðanr lÓt í Danr nörku IHPI -með Dönum,F rökkumoRl JSA Þorbergur Aðalsteinsson, lands- Aórír leikmenn: liðsþjálfari í handknattleik, hefur Jakob Sigurðsson.... Val valiö 14 leikmenn sem leika munu Konráð Olavsson KR fyrir íslands hönd á fjögurra landa Valdimar Grímsson. móti í Danmörku. Mótiö hefst á Birgir Sigurösson.... föstudagskvöldið í Óðinsvéum en Geir Sveinsson Granohers auk íslands keppa Danir, Frakkar GuðjónÁrnason FH og Bandaríkjamenn á mótinu. ís- JónKristjánsson Val lenska liðiö, sem valið var 1 gær, er SigurðurBjarnason .........Stjörnunni þannig skipað: HéðinnGhsson Júlíus Jónasson Dusseldorf' ...Paris Asnieres Markveröir: GuðmundurHrafnkelsson FH Bergsveinn Bergsveinsson FH Hrafn Margeirsson Víkingi EinarSigurðsson.... Selfossi -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.