Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1990, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1990. 9
r>v Útlönd
Norma Major hefur kosið sér það hlutverk að standa við bak manns síns. Hún þykir feimin og gamaldags i trú sinni
á húsmóðurhlutverkið. Simamynd Reuter
Nýtt fólk í sviðsljósi breskra stjórnmála:
Glistrup í framboð
utan f lokka
Þrátt fyrir aö tími kraftaverkanna
sé ekki liðinn gera fæstir stjórn-
málafræðingar ráð fyrir að hinum
nýja flokki Mogens Glistrup, Hag-
sældarflokknum, takist að safna nær
20 þúsund undirskriftum til þess að
flokkurinn geti boðið fram í þing-
kosningunum í Danmörku 12. des-
ember. Fyrir helgi höfðu safnast 68
undirskriftir svo að það er langt í
land.
Ef Glistrup fer einn í framboð þarf
hann að fá tvöfalt fleiri atkvæði til
að halda sæti sínu á þingi, að því er
kemur fram í dönskum fjölmiölum.
Hann kveðst ekki verða í vandræð-
um með það.
Glistrup sagði sig nýlega úr Fram-
faraflokknum ásamt þremur flokks-
bræðrum vegna ágreinings um fyrir-
komulag ákvarðanatöku í þing-
flokknum.
Helsta stefnumál hins nýja flokks
Glistrups virðist vera heilagt stríð
gegn múhameðstrúarmönnum.
Flokkurinn segir að stefna yfirvalda
í innflytjendamálum ryðji brautina
fyrir alþjóðlega hryðjuverkamenn í
Danski stjórnmálamaóurinn Mog-
ens Glistrup. Símamynd Reuter
Danmörku. Það er einnig áht flokks-
ins að stefnan eyðileggi efnahag Dan-
merkur og danska skólakerfið. Hag-
sældarfiokkurinn hefur jafnframt
lýst yfir andstöðu sinni við alls kyns
boð og bönn. Ritzau
Kemur aldrei fyrir
fólk eins og okkur
- sagöi Norma Major um flutningana 1 Downingstræti 10
Norma Major var spurð að því
hvað henni fyndist ef John, maður
hennar, yrði forsætisráðherra. Þá
svaraði hún: „Shkt kemur ekki fyrir
fólk eins og okkur.“
Nú er stundin runnin upp og fólk
eins og Majorhjónin er að koma sér
fyrir í Downingstræti 10. Norma hef-
ur ekki tekið þátt í pólitískri baráttu
manns síns heldur haldið sig heima
og sinnt um börn og bú. Vinir henn-
ar segja að húnn sé feimin og hafi
alltaf verið staðráðin í að halda sig
við húsmóðurhlutverkiö á meðan
eiginmaðurinn leitaði sér frama.
Norma er 45 ára gömul og þau hjón-
in eiga tvö börn á unghngsaldri, þau
Ehzabeth og James. Hún þykir ekki
mikh sundurgerðarmanneskja í
klæðaburði þótt Bretar spái því að
það eigi eftir að breytast þegar hún
er komin í sviðsljósið.
„Ég veit að það er fremur einfeldn-
ingslegt hjá mér aö halda enn eftir
umstang síðustu 18 mánaða að við
getum haldið áfram aö lifa eins og
hingað til,“ sagði Norma við frétta-
menn.
í viðtali sagði Norma að hún horfði
með söknuði til þess að hún og John
hefðu getað lifað ósköp venjulegu lífi
ef hann hefði ekki ákveðið að brjót-
ast til frama í stjórnmálunum. „Þetta
hefur stundum kostað mig grát og
ekki alltaf gengið hljóðalaust,“ sagði
Norma.
Vinir hennar segja að hún óttist
um öryggi manns síns. Hún hefur
talað um að hðsmenn írska lýðveld-
ishersins hafi reynt að myrða Mar-
gréti Thatcher. Fyrir skömmu fannst
dauðahsti hjá IRA-mönnum með
nöfnum allra ráðherranna.
Norma og John gengu í hjónaband
árið 1970. I tilhugalífinu varð John
oftsinnis að fara með henni á óperur
sem eru í miklu uppáhaldi hjá
Normu. Og oftar en ekki notaði John
tímann í óperunni til að sofa, unn-
ustu sinni til sárrar gremju.
Norma hefur fengist við ritstörf og
skrifaði árið 1987 ævisögu söng-
konunnar Joan Sutherland. Hún ætl-
aði sér líka að skrifa sögu Jessey
Norman en lagði þau áform á hilluna
þegar John varð utanríkisráöherra.
Reuter
Vantaði aðeins tvö atkvæði
John Major vantaði aðeins tvö sigraða og lýstu yftr stuöningi við kvæðisrétt.
atkvæði upp á að hjjóta hreinan Major. Því varð ekkert af þriöju Heseltinelýstiþvi yfirþegareftir
meirihluta í annarri umferð Ieið- umferö kosninganna, eins og allt að talningu lauk að hann teldi ein-
togavalsins í breska íhaldsflokkn- benti þó til. ingu flokksins mikilvægasta og þvi
um. Hann fékk 185 atkvæði en Heseltine var ekki langt aö baki hlyti persónulegur metnaður hans
þurftil87tilaðgeraútumkosning- Major Qg fékk 131 atkvæðL Fylgis- að víkja. Heseltine hefur þó um
úna. menn Hurd höfðu margir ákveðið árabil stefnt aö æðstu völdum í
Baráttunnivarþólokiðmeðþess- að kjósa Major til að koma i veg íhaldsflokknum en nú hefur hann
ari niðurstöðu því að keppinaut- fyrir að Heseltine næði kjöri. Hurd misst af lestinni. Úr þessu kemur
arnir, þeir Michael Heseltine og fékk aðeins 56 atkvæði. Alls höfðu vart til þess aö hann keppi um
Douglas Hurd, ákvaðu aö játa sig 372 þingmenn íhaldsflokksins at- embætti leiðtoga. Reuter
Major rýf ur hefðina
John Major, verðandi forsætisráð-
herra Breta, hefur hlotið skjótari
frama í breskum stjómmálum en
dæmi eru um áður og verður nú
yngsti forsætisráðherrann á þessari
öld. Frama sinn á hann öðru fremur
Margréti Thatcher að þakka - og
einnig því að hann þykir óvenju dug-
legur og útsjónarsamur sem stjórn-
málamaður.
Til þessa hefur það þótt nauðsyn-
legt að ganga í fína einkaskóla og
síðan háskólana i Cambridge eða
Oxford til að komast til æðstu met-
orða í Bretlandi. Margrét Thatcher,
dóttir skókaupmannsins, gerði það
en Major afsannar regluna því skóla-
göngunni lauk þegar hann var 16
ára. Við tók atvinnuleysi og lausa-
mennska við byggingarvinnu.
Major er nú 47 ára gamall, aðeins
farinn að grána í vöngum, en mörg-
um þykir hann fullstrákslegur til að
verða leiðtogi þjóðar sinnar. Hann
fæddist í Austur-London áriö 1943,
sonur sirkusleikara. Faðir hans var
66 ára þegar John kom í heiminn og
þá nær blindur. Það er því ekki vegna
fjölskyldutengsla sem honum tekst
að skjóta sér eldri og reyndari mönn-
um ref fyrir rass.
Major gerðist ungur bankamaður
og þótti standa sig afburðavel. Á
sama tíma og Thatcher var að brjót-
ast til valda lagði hann grunninn að
pólitískum frama sínum. Hann var
kosinn á þing árið 1979, sama árið
íhaldsflokkurinn vann fyrsta sigur-
inn undir stjóm Thatcher.
Major hefur alla tíð þótt Thatcher
fylgispakur og hún hefur launað
honum vel. Fjármálaráðuneytið varð
fyrst starfsvettvangur hans en þaö
kom verulega á óvart þegar Thatcher
útnefndi hann utanríkisráðherra
fyrir ári.
í því embætti sat Major þó ekki
nema nokkrar vikur áður en Thatch-
er skipaði hann fjármálaráðherra.
Nú er hann kominn alla leið á tind-
inn, löngu áður en hann átti sjálfur
von á.
Reuter
Svlþjóð:
Vinsælir forstjórar
stof na óánægjuf lokk
Ekki er talið útilokað að Svíar fái
óánægjuflokk svipaðan flokki Mog-
ens Glistrup í Danmörku og Carls I.
Hagen í Noregi. Samkvæmt niður-
stöðum skoðanakönnunar, sem birt-
ar voru í gærkvöldi, gátu 21 prósent
aöspurðra hugsað sér að kjósa nafn-
lausan flokk plötuútgefandans og
skemmtigarðseigandans Berts
Karlssonar og greifans og atvinnu-
rekandans Ians Wachtmeister. Af
þeim sem spurðir voru gátu 12 pró-
sent hugsað sér Bert Karlsson sem
forsætisráöherra.
Niðurstöður þessar komu mjög á
óvart en sérfræðingar segja þó ekki
ástæðu til að taka þær alvarlega. Þó
benda þeir á að samkvæmt síðustu
skoðanakönnunum hafi fimmti hver
Svíi veriö óákveðinn og því fylgi viss
hætta. Auk þess benda sérfræðingar
á að sífellt færra ungt fólk gangi að
kjörborðinu.
Karlsson og Wachtmeister hafa
ekki viljað segja hvað nýi flokkurinn
eigi að heita en lofa að það verði
upplýst fljótlega. Karlsson hefur tek-
ið þátt í umræðunni um verð á mat-
vælum og fullyrt að með frjálsri sam-
keppni sé hægt aö lækka verðiö veru-
lega. Wachtmeister hefur ráðist á
svindlið í sambandi við veikindadaga
sem kostar þjóðina gífurlegar fjár-
hæðir. „Við erum hraustasta fólk í
heimi en samt eru hvergi fleiri veik-
indadagar," segir hann. Wachtmeist-
er var áður forstjóri Gránges en rek-
ur nú eigið fyrirtæki. Forstjórarnir
safna nú þeim fimmtán hundruð
undirskriftum sem þarf til að hægt
sé að skrá flokkinn.
TT
FUNDARBOÐ
Fundur með
forsætisróðherra
Brú - félag áhugamanna um þróunarlöndin,
Hjálparstofnun kirkjunnar, Jarðhitaskóli
Sameinuðu þjóðanna, Samband íslenskra
kristniboðsfélaga, Rauði kross íslands,
Styrktarfélag Stofnunar Jónasar Jónssonar
frá Hriflu og Þróunarsamvinnustofnun íslands,
boða til fundar um:
ÞRÓUNARAÐSTOÐ ÍSLENDINGA
Framsögumenn:
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra
og Árni Gunnarsson aiþingismaður
Pallborðsumræður með þátttöku
stjórnmálamanna, er svara munu fyrirspurnum
frá fundarmönnum. Umræðum stýrir
ögmundur Jónasson, formaður BSRB.
Fundurinn verður haldinn í Borgartúni 6
(Rúgbrauðsgerðinni), fimmtudaginn 29.
nóvember 1990 og hefst kl. 20.30
Aðgangur er öllum heimill.
Undirbúningsnefnd