Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1990, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1990. 15 Hugsjónum fórnað - á altari stundarvinsælda í borgarstjómarkosningunum í maí sl. leit dagsins ljós nýr valkost- ur, Nýr vettvangur. Markmið Nýs vettvangs var í upphafi tvíþætt; annars vegar að stuðla að sameig- inlegu framboði minnihlutaflokk- anna í Reykjavík (það var talað um að hnekkja „ofurvaldi“ Sjálfstæðis- flokksins) og hins vegar að skapa farveg fyrir nýjan „stóran“ jafnað- armannaflokk, að brúa bilið á milh Alþýðubandalags og Alþýðuflokks. Framsóknarflokkurinn og Kvennalistinn höfnuðu sameigin- legu framboði minnihlutaflokk- anna og samdrátturinn á vinstri vængnum var í skötulíki. Alþýðu- flokkurinn ákvað að ganga til hðs við nýja framboðið en innan Al- þýðubandalagsins voru skiptar skoðanir. Flokksforysta Alþýðu- bandalagsins komst að þeirri nið- urstöðu að flokkurinn ætti að bjóða fram hsta eins og jafnan áður. Sigurjón Pétursson og Guðrún Ágústsdóttir borgarfulltrúar fylgdu ákvörðun flokksins en Kristín Ólafsdóttir, þriðji borgar- fuhtrúi Alþýðubandalagsins, vhdi hins vegar feta nýjar slóðir, ákvað að ganga til liðs við Nýjan vett- vang. Sameiningin hafði runnið út í sandinn. Afskræming hugsjóna Samtökin urðu að grunda fram- boð sitt á nýjan leik. Úti í hinum stóra heimi voru stórtíöindi að ger- ast. Austantjaldskommúnisminn var að riða th fahs og lýðræðis- hugsjónin að stíga sín fyrstu spor. Því ekki að vekja sömu hughrif hjá landanum? Þungi kosningaáróðurs Nýs vettvangs beindist að þeirri sköpun ímyndar að nýja framboðið væri ferskt lýðræðisafl í íslenskum áherslu á að „gömlu“ stjórnmála- flokkarnir væru ekki lýðræðislegir og fólkið í landinu hefði lítil áhrif á mótun þeirrar stefnu sem tekin var hveiju sinni. Flokkarnir voru sagðir einkennast af, ,flokksræöi“. Glæsilegur merkisberi nýja framboðsins var Ólína Þorvarðar- dóttir. Skipaði hún efsta sæti list- ans í Reykjavík. Ólína lék hlutverk sitt af stakri prýði, kyndhbera lýð- ræðisvakningarinnar. Með kyndh- inn á lofti var birtu brugðið á skúmaskot Reykjavíkur sem náð höfðu að dafna í valdatíð Sjálfstæð- isflokksins. Sú mynd var dregin af Reykjavík að í borginni ríkti ein- hvers konar austantjaldsástand í sinni verstu mynd og að Nýr vett- vangur væri afl sem steypa myndi „einræðisöflunum" af stóli. Skoðanakannanir fram að kosn- „Það sem gerst hafði var ekki stað- festing pölitískra tímamóta heldur nið- urlæging Alþýðubandalags og Alþýðu- flokks.“ KjáUarinn Guðlaugur Viðar Valdimarsson sagnfræðingur stjórnmálum, að samtökin hefðu að leiðarljósi að færa lýðræðið th betri vegar, auðga það og glæða stefnumótandi áhrif almennings. „Gömlu“ flokkarnir urðu að sýn- ishornum flokkakerfis sem var að riða til falls. Flokkarnir voru sagð- ir vera staðsettir í hugmyndafræði- legu tómarúmi og fjarri því að vera sköpunarverk blómlegrar umræðu á meöal fólksins í landinu. Fulltrúar Nýs vettvangs lögðu ingum gáfu thefni til bjartsýni. Það var jafnvel talað um fjóra borgar- fuhtrúa. En reyndin varð önnur. Nýr vettvangur fékk tvo borgar- fuhtrúa, Ólínu og Kristínu Ólafs- dóttur. Alþýðuflokksmaðurinn Bjarni P. Magnússon náði ekki kjöri. Það sem gerst hafðiyar ekki stað- festing pólitískra tímamóta heldur niöurlæging Alþýðubandalags og Alþýðuflokks. Lóð var lagt á vogar- Þrír frambjóðenda Nýs vettvangs, Olína Þorvarðardóttir, Hrafn Jökuls- son og Kristin Ólafsdóttir. „Lóð var lagt á vogarskálar óeiningar og sundurleitni innan Alþýðuflokks og Alþýðubandalags,“ segir greinar- höf. m.a. skálar óeiningar og sundurleitni innan Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags. Sjálfstæðisflokkurinn vann stórsigur. Að afhjúpa skrumskælingu Framvindan í kjölfar kosning- anna afhjúpaði undirstöðuleysi Nýs vettvangs og tómarúmið í stefnumálum nýja framboðsins. Ólína Þorvarðardóttir ásamt öðr- um forystusauðum Nýs vettvangs gekk th liðs við Alþýðuflokkinn og á flokksþinginu í október var Ólína ásamt Ragnheiöi Davíðsdóttur kjörin í flokksstjórn. Þessi framvinda afhjúpaði blekk- ingarvef Nýs vettvangs. Kosninga- áróðurinn var einungis yfirskin. Með fólki voru vaktar vonir um nýjar áherslur og dýpri umræðu um samfélagsmál. Nýr vettvangur birtist stuðningsfólki framboðsins sem öðruvísi stjórnmálaafl sem hafði að leiðarljósi nýjar áherslur, breytt vinnubrögð og nýtt hugar- far. En reyndin varö önnur. Hug- sjónir eru miklu meira en orð skrif- uð á hvítan pappír. .Þaö versta við Nýjan vettvang var virðingarleysið gagnvart kjós- endum og stjórnmálum almennt. Áróðursmeistarar Alþýðuflokks- ins kunna að nýta sér þekkt andht á vettvangi stjórnmálanna, það hefur sýnt sig. Stefnumál Nýs vett- vangs í kosningunum voru aldrei annað en yfirbreiðsla á þá sundr- ungu sem einkennir vinstri væng stjórnmálanna. Þessi staðreynd færöi Sjálfstæðisflokknum stóran sigur í kosningunum. Það er sorg- legt að vera vitni að því að fram- boð, sem átti að sameina jafnaðar- menn, skuli hafa haft þveröfug áhrif. Guðlaugur Viðar Valdimarsson Látið Steingrím Njálsson ekki ganga lausan Dómur Hæstaréttar í máh Stein- gríms Njálssonar, sem birtur var í dagblöðum nú nýverið, er ástæðan fyrir þessum skrifum. Enginn réttur? Satt að segja er ekki hægt að skhja þann dóm á annan hátt en algjöra fyrirhtningu á öryggi og tilfmning- um bama og unghnga. Umræddur einstakhngur hefur veriö dæmdur 14 eða 15 sinnum fyrir kynferðisbrot gegn ungum drengjum, enginn veit hve oft hann hefur brotið af sér, án þess að vera kærður. Nú stendur th að láta hann lausan úr fangelsi í febrúar á næsta . ári eftir að hafþ setið inni í 12 mán- uði fyrir að lokka sjö ára gamlan dreng inn til sín og afklæða hann Ragnhildur Eggertsdóttir móðir og amma „Það er með öllu óskiljanlegt að Hæsti- • réttur skuli sj á ástæðu til að milda dóm Sakadóms úr 18 mánaða fangelsi í 12 mánuði.“ á þeim forsendum aö hafa ætlað að þurrka buxur barnsins sem hafi verið blautar. Þetta barn var svo lánsamt að bjargast án þess að bíða skaða af vegna árvekni konu sem sá þegar Steingrímur leiddi það inn til sín. Sem sagt glæpurinn varð svo lítill, svo er konunni fyrir aö þakka, að dómurinn er aðeins 12 mánuðir og að honum afplánuðum getur kyn- feröisglæpamaðurinn gert tilraun til eða framið kynferðisglæp á nýj- an leik. Það er bara ekki víst að neinn verði til að bjarga því barni sem þá á í hlut. Er þessi æðsti dómur á íslandi steinrunnið fyrirbrigöi? - Úr Hæstarétti. Réttur afbrotamannsins meiri en fórnarlambanna? Það er ekki annað að sjá en Hæstiréttur meti Steingrím Njáls- son og hans óheilbrigði meira en thfinningar og öryggi þeirra barna sem hann nú þegar hefur svívirt og þeirra sem eiga eftir að lenda í klóm hans. Mér er spurn, til hvers eru lög og reglur? Til að vernda glæpamenn eða saklaus börn? Ég vh ekki una því að börn og foreldrar séu réttminni en einstakl- ingur sem brýtur gegn þeim og ég treysti því að foreldrar og allir að- standendur barna látið máhð th sín taka og krefjist þess aö börnum stafi ekki hætta af því að kynferðis- glæpamaður fari frjáls ferða sinna og geti þar af leiðandi brotið gegn saklausum börnum hvenær sem honum sýnist. Það er með öhu óskhjanlegt að Hæstiréttur skuh sjá ástæðu til að milda dóm Saka- dóms úr 18 mánaða fangelsi í 12 mánuði. Einnig, að ekki sé gerð grein fyrir því frá Sakadómi á hvern hátt sérstakri gæslu skuh síðan við komið, skuli vera næg ástæða fyrir að sá seki er ekki dæmdur til að sæta slíkri gæslu, er ekki hægt að túlka á annan hátt en algjört áhugaleysi Hæstaréttar á öryggi og líðan barna og ungl- inga. - Eða er þessi æðsti dómur á íslandi svo steinrunnið fyrirbrigði að þar geti ekki komið fram hug- mynd um á hvern hátt shkri gæslu yrði við komið? Að lokum. Hvað er athugavert við að umræddur sakamaður, sem dæmdur er sakhæfur, en það hlýtur þá að þýða að hann veit hvaða ód- æöi hann er að fremja, sé dæmdur th langvarandi fangelsisvistar ef ekki er kostur annars konar gæslu? Engin ábyrg fuhorðin manneskja getur tekið því að dómur sem þessi sé látinn standa og ég vona að þessu verði breytt. Það er ekki htil ábyrgð sem þeir einstakhngar er skipa Hæstarétt sitja uppi með ef ekkert verður aö gert. Ragnhildur Eggertsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.