Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1991, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1991, Blaðsíða 9
FíMMTÚD'A'GUR U. JANÚAR 1991. Sovéski her- inn í við- bragðsstöðu Allar herdeildir í suöurhluta Sov- étríkjanna hafa verið settar í viö- bragðsstöðu vegna stríðsins við Persaflóa. Þetta tilkynnti yfirmaöur sovéska hersins, Mikhail Moiseyev, í morgun. Moiseyev sagði að stríðiö væri hörmulegt fyrir íbúa íraks og allan arabaheiminn. Hann harmaði að ekki hefði reynst mögulegt að leysa deiluna milli íraka og umheimsins við samningaborðið. Það þótti þó greinilegt af orðum Moiseyevs að sovésk yfirvöld líta enn svo á að írak- ar beri ábyrgð á stríðinu. Reuter Sýrland: Varalið kallað út í Damaskus í Sýrlandi var allt ró- legt í morgun. Sýrlensk yfirvöld hafa sent þúsundir hermanna til hðs við fjölþjóðaherinn við Persaflóa. Sýr- lensku hermennirnir eiga þó ekki að taka þátt í hernaðaraðgerðum nema til vamar. Þúsundir varaliða hafa verið kallaðar til þjónustu í sýr- lenska herinn. Reuter Gaddafi vill takmarka striðið - PLO gagnrýnir árásina Frelsisamtök Palestínumanna, PLO, hvöttu í morgun til viðbragða aUra þjóða gegn árásinni á íraka. Leiðtpgar PLO gagnrýndu andstæð- inga íraka harkalega. Muammar Gaddafi, leiðtogi Líbýu, sagði í morgun í bréfi til fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna að árásin gegn írökum ætti einungis að beinast að því að hrekja þá frá Kúvæt. Lagði Gaddafi áherslu á að stríðið yrði takmarkað og að írösku þjóðinni yrði bjargað frá afleiðingum gerða sem hún bæri ekki ábyrgð á. Reuter Rólegt í Riyadh Allt var með kyrrum kjörum í Riy- adh, höfuöborg Saudi-Arabíu, nokkr- um klukkustundum eftir að stríðið braust út. Þær eldflaugar, sem fréttir hermdu að skotið hefði verið að landinu, höfðu ekki hitt höfuðborg- ina. Tveimur klukkustundum áður en látið var til skarar skríða gegn írök- um heyrðust miklar flugvéladrunur nálægt borginni og þykjast menn nú telja sig vita að um hafi verið að ræða eldsneytisvélar á leið í bardag- ann. Reuter Þetta var algeng sjón i Amman i gær, langar biöraðir voru við verslanir um alla borgina. íbúarnir hömstruðu matvæli, enda bjuggust þeir við löngu Stríði. Símamynd Reuter Jórdanir loka flugvöllum Jórdanir lokuðu öllum flugvöllum sínum í nótt stuttu eftir að gerð var árás gegn írökum. Göturnar í höfuð- borginni Amman voru auðar og þeir fáu sem voru á ferli vissu ekki að stríð hafði brotist út. Á hótelum hóf starfsfólk að líma plast fyrir glugga til varnar glerbrot- um af völdum sprenginga. Reuter og TT § Útlönd Israelsk fjölskylda i „stríðsherberginu" sinu í gær. Límt hefur verið plast fyrir glugga og dyr svefnherbergis til varnar efnavopnaárás íraka. Simamynd Reuter Útgöngubann í ísrael hætta á efnavopnaárás ekki talin liðin hjá Varnarmálaráðherra ísraels, Mos- he Arens, varaði ísraela við í morgun og sagði að hættan á árás frá írökum væri ekki liðin hjá jafnvel þó að bandarískar herflugvélar hefðu hæft íraskar eldflaugar sem ætlaðar voru til árásar gegn ísraelum. Stuttu eftir að árásin gegn írökum hófst hvatti ísraelska útvarpið al- menning til að hafa gasgrfmur við höndina. Síðan hófst ógnvekjandi bið og menn veltu því fyrir sér hvort Saddam Hussein íraksforseta tækist að senda eldflaugar með efnavopn- um gegn ísrael. Útgöngubann ríkti í morgun fyrir alla Israela sem ekki gegna lífsnauð- synlegum störfum. Það sama gilti auðvitað fyrir útlendinga. í nótt voru varaliöshermenn kallaðir til þjón- ustu. Gífurleg spenna ríkti meðal al- mennings í gærkvöldi og ættingjar og vinir eyddu nóttinni saman. Reuter og TT STORSYNINGIN Ásamt stórhljóm- sveit Gunnars Þórðarsonar Stórkostleg 18 manna sýning Glæsilegur matseðill Borðapantanir í síma 77500 Miðaverð kr. 3.900. Eftir kl. 23.30 kr. 700. Snyrtilegur klæðnaður Skemmtistaður á heimsmælikvarða IIIII YANl l Laugardags- kvöldið 19. janúar Fólkið segir: „Þvílík skemmtun." „Við höfum ekki skemmt okkur eins vel I fleiri ár.‘ „Stemningin var rosaleg." Skemmtistaður á heimsmælikvarða IHJCDD

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.