Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1991, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1991, Blaðsíða 28
36 FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1991. ÞJÓNUSTUSAMBANO V ÍSLANDS y Þing ÞSÍ 1. þing Þjónustusambands íslands verður haldið á Holiday Inn 17. og 18. mars 1991. Bréf þess efnis hefur verið sent aðildarfélögum ÞSÍ. F.h. framkvæmdastjórnar, Sigurður Guðmundsson, forseti ÞSÍ BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR Borgartún 3 - 105 Reykjavík - sfmi 26102 Frá Borgarskipulagi Reykjavíkur Hvassaleiti Á Borgarskipulagi er verið að vinna tillögu að hraða- hindrunum í Hvassaleiti. íbúum Hvassaleitis og öðrum sem áhuga hafa á bættu umferðaröryggi í götunni er bent á að kynna sér tillöguna á Borgarskipulagi Reykjavíkur, Borgar- túni 3, 3. hæð, 105 Reykjavík, alla virka daga, milli kl. 8.30 og 16.00 frá fimmtudeginum 17. janúar til fimmtudagsins 31. janúar 1991. Athugasemdum eða ábendingum skal skila skriflega á sama stað fyrir 31. janúar 1991. > Fjármálaþjónustan Námskeiö & ráögjöf NÁMSKEIÐ: Úr skuldum. Námskeið fyrir hjón og einstaklinga sem vilja öðlast skilning á stöðu sinni og tækni til að vinna sig út úr skuldum. Að halda jafnvægi. Hvernig höldum við utan um fjármálin? Hvernig náum við tökum á stöðunni? Leiðin til velgengni. Námskeið sem fjallar um þroskaferil mannsins frá því að hann er ráðvilltur í fjármálum sínum og 'þar til hann hefur öðlast fullan þroska til að takast á við þau. Að tryggja framtíð sína. Námskeið fyrir fólk með tekjuafgang sem vill vita á hvern máta það skipulegg- ur sig við að ráðstafa honum. Fjármálaþjónustan veitir einnig einstaklings- og/eða hjónaráðgjöf. Upplýsingar og innritun í síma 676212 um helgina og á milli 17 og 20 virka daga. Landspítalinn Reyklaus vinnustaður 1. janúar 1991 HANDLÆKNINGADEILD 3 (11-G) Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar. Þann 1. febrúar nk. verður farið af stað með 6 vikna námskeið í hjúkrun hjarta- og lungnasjúklinga. Hér er um að ræða markvissa aðlögun með leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga á handlækningadeild 3, ásamt fyrirlestrum einn eftirmiðdag í viku. Fyrirlestr- arnir eru fluttir af hjúkrunarfræðingum og læknum deildarinnar. Handlækningadeild 3 er brjóstholsaðgerðadeild sem er í örri þr'óun vegna fjölgunar hjartaaðgerða hér á landi. Nánari upplýsingar veita Lilja Þorsteinsdóttir, deildar- stjóri, sími 601340 og Anna Stefánsdóttir, hjúkrunar- framkvæmdastjóri, sími 601366 og 601300. Merming Upphaf félagsstarf- semi í Reykjavík Bók þessi segir frá félögum í höfuöstaönum á tíma- bilinu frá því um 1840 til aldamóta. Höfundur gerir grein fyrir því að á 18. öld og fram á 19. öld var félags- starfsemi aðallega í kringum háttsetta embættismenn og því eins konar framlenging af embættinu, stjóm- tæki þess. En á seinni hluta 19. aldar koma til frjáls félög sem starfa einkum að menntunarmálum. í lok nítjándu aldar verða aftur skil, þá koma til fjöldahreyf- ingar, Góðtemplarareglan og verkalýðsfélög, jafnframt því sem ýmiss konar félögum fjölgar. Sjö félög em hér einkum til umræðu, þau sem mest störfuðu, því auðvitað urðu mörg félög skammæ. Kvöldfélagið starfaði frá 1861-1874. í því voru einkum ungir menntamenn. Það ræddi landsins gagn og nauð- synjar. Félagið var leynilegt en félagsmenn töluöu og skrifuðu í eigin nafni fyrir baráttumálum þess, t.d. að reisa Ingólfi Arnarsyni minnisvarða. Það var nú ekk- ert smámál þegar þjóðernisstefnan var að grípa íslend- inga. Iðnaðarmannafélagið starfaði allt frá 1867, einkum að menntun iönaðarmanna. Lestrarfélag Reykjavíkur starfaði frá 1869 og til 1933. Þetta virðist hafa verið fínasti klúbbur landsins enda takmarkaður aðgangur, lengst af við 36 manns, síöar við 52. Tilgangur félagsins var að kaupa erlendar bækur, sem gengu milli félagsmanna, en þær voru svo seldar á uppboði innanfélags þegar félagsmenn höfðu lesið þær. Fróðlegt hefði veriö að vita hvers konar bækur það voru en því miður er aðeins sagt að þaö skyldu vera „helstu rit“ Norðurlanda, Englands, Frakklands og síðar Þýskalands. Ekki kemur fram hvort heimildir eru nákvæmari, t.d. um bókatitla. Thorvaldsensfélagið var ámóta fínt, en fyrir konur, sem lengst af voru ekki í Lestrarfélaginu. Thorvalds- ensfélagið var stofnað 1875 til að lagfæra Austurvöll en helsta starf þess var að halda uppi handavinnu- skóla. Hið íslenska kvenfélag var stofnað 1894 til að koma upp íslenskum háskóla. Það var miklu alþýðlegra. Loks er að nefna Sjómannaklúbbinn, 1875-78. Fræðslustarf Það kemur fram að allt þetta félagsstarf var fremur slitrótt, t.d. fullorðinsfræðslan sem varð ein helsta starfsemi félaganna. Mjög mikil þátttaka í fyrstu en eftir fáein ár lognast þetta út af. Ekki gefur Hrefna skýringar en mér dettur í hug, út frá reynslu minni af öldungadeild, að þetta beri einfaldlega aö skýra með uppsafnaðri þörf. Þegar stofnað er til slíks skólahalds rjúka þeir til sem mestan hafa áhugann en eftir fáein ár er þeirri þörf svalaö og segir ekki til sín fyrr en eftir nokkur ár. Það væri þó auðveldara að glöggva Bókmenntir Örn Ólafsson sig á þessu ef Hrefna hefði haft einum lista meira, nefnilega í tímaröð, um hvaða námskeið buðust í hvaða greinum og í einum dálkinum hvaða félög stóðu fyrir hverju. Þá sæist betur í hve miklum mæli þessi félög sóttu á sömu mið. Af IV. kafla ritsins er svo að sjá sem fullorðinsfræðsla hafi í rauninni boðist flest árin á síðasta þriðjungi 19. aldar, þar hafi eitt félag tekið við af öðru. Reglulegt skólahald á vegum bæjarfé- lagsins kemur svo í staö þessa í lok 19. aldar. Hrefna segir um fullorðinsfræðsluna (bls. 72): „Athyglisvert er að bera saman þær greinar sem Kvöldfélagsmenn ræddu um að væru almenningi nauðsynlegar og hvaða greinar voru vinsælastar í sunnudagaskólunum. En það voru einmitt grunn- greinarnar, réttritun, reikningur og skrift. Nokkuð var einnig sótt í dönsku- og enskukennslu. En áhuginn var mjög takmarkaður á landafræði og íslandssögu og féllu þær greinar iðulega niður þótt ætlaö hafi ver- ið að bjóða kennslu i þeim. í skólum félaganna voru mest kenndar þær námsgreinar sem síðar urðu skyld- unámsefni í barnaskólum. Þeir sem sóttu þessa kennslu höfðu að öllum líkindum fæstir átt þess kost að sækja barnaskóla." Það er ein merkasta niðurstaða þessarar rannsóknar að félögin eru nokkuð svipuð á sama tíma, hvert sem yfirlýst markmið þeirra er. Hrefna segir (bls. 101): „í heild virðast félögin á hverju skeiði um sig hafa átt margt sameiginlegt, þótt þau ynnu kannski að ólík- um málum. Þau áttu rætur sínar í svipuðum jarð- vegi. Þannig má nefna bindindisfélag, stofnað 1873, sem segja má að hafi átt meira skylt við Þjóðvinafélagið sem hafði sjálfstæði landsins á dagskrá en Góðtempl- araregluna sem starfandi var síðar og barðist fyrir bindindi. Bindindisfélagið vildi bindindi á sterka drykki svo lengi sem íslendingar réðu ekki fjármálum sínum sjálfir." Hér er sérstakur kafli um samantekt um félagsstarf- semi á Norðurlöndum á sama tíma. Aftan við texta eru ýmsar skrár og töflur með nánari fróðleik, t.d. um öll félög tímabilsins, og um formenn og félagsmenn helstu félaga. Þetta er fróðlegt rit um merkisefni. Ég óska þess eins aö næst verði höfundur svolítið djar- fari í að velta fyrir sér ýmsum skýringartilgátum á efninu. Hrefna Róbertsdóttir: Reykjavíkurfélög. Ritsafn Sagnfræðistofnunar 26, 1990, 167 bis. Andlát Ingólfur Tómasson, Lönguhlið 25, lést á Landspítalanum að morgni 14. janúar. Jarðarfarir Guðrún Guðjónsdóttir frá Seli í Grímsnesi, til heimilis aö Efstasundi 31, andaðist þann 11. janúar sl. Útför hennar verður gerð frá Langholts- kirkju föstudaginn 18. janúar kl. 13.30. Elín Margrét Jónsdóttir, Borgar- braut 37, Borgarnesi, lést á heimili sínu sunnudaginn 13. janúar. Útförin fer fram frá Borgarneskirkju laugar- daginn 19. janúar kl. 14. Jón Sigurðsson, Skúfsstöðum, and- aðist í sjúkrahúsinu á Sauðárkróki aðfaranótt 13. janúar. Jarðarförin fer fram frá Hólum í Hjaltadal laugar- daginn 19. janúar kl. 14. Útför Bjarna I. Karlssonar rafeinda- virkja, Ystaseh 1, fer fram frá Selja- kirkju föstudaginn 18. janúar kl. 13.30. Páll H. Árnason, Heiðarvegi 38, Vest- mannaeyjum, sem andaðist 12. jan- úar í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja, verður jarösunginn frá Landakirkju laugardaginn 19. janúar kl. 11. Gunnar S. Guðmundsson trésmiður, áður Karfavogi 33, lést á Droplaugar- stöðum 12. janúar. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni í dag, fimmtudaginn 17. janúar, kl. 15. Þórður Jónsson, Stillholti 15, Akra- nesi, lést í Sjúkrahúsi Akraness 11. janúar sl. Minningarathöfn verður í Akraneskirkju föstudaginn 18. jan- úar kl. 11. Jarðsett verður að Melstað laugardaginn 19. janúar kl. 14. Útför Guðrúnar Kristjánsdóttur, Hlíðarhjalla 6, áður Smárahvammi, Kópavogi, fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 18. janúar kl. 13.30. Útför Egils Ástbjörnssonar, Álfta- mýri 22, fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 18. janúar kl. 15. Fundir Aðalfundur Framkvenna verður haldinn fimmtudaginn 24. janúar kl. 20.30 í Framheimilinu við Safamýri. Vepjuleg aðalfundarstörf. Stjómin. Digranesprestakall Kirkjufélagsfundur verður í safnaðar- heimilinu við Bjarnhólastíg í kvöld, 17. janúar, kl. 20.30. Auk venjulegra fundar- starfa verður spiluð félagsvist. Kaffiveit- ingar og að lokum helgistund. Fjörufuglar að vetrarlagi Fjórði rabbfundur um náttúru íslands verður haldinn á vegum Náttúrufræði- - stofu Kópavogs og Náttúruverndarfélags Suðvesturlands í Náttúrufræðistofu Kópavogs í dag, 17. janúar, kl. 21. Að þessu sinni verður fjallað um þær teg- undir fugla sem unnt er að skoða viö strendur landsins um þetta leyti. Þegar grannt er skoðað eru það furðu margar tegundir. Hamir fugla munu Iiggja frammi til aö auðvelda greiningu. Reynd- ir fuglaskoðaðar verða á fundinum. Á laugardaginn, 19. janúar, verður gengið á fjörur og fuglalífið skoðað. Mæting við Olíustöð Skeljungs í Skerjafiröi kl. 13.30. Fyrirlestrar Hugefli og sæigætisát Fyrirlestur og videosýning verður fimmtudaginn 17. janúar kl. 20.30 að Brautarholti 8 (rétt við DV og Japis). Garðar Garðarsson mun kynna nýjar hugmyndir og möguleika nokkurra öflugustu „mannræktar“-aðferða sem völ er á í dag, þ.e.a.s. dáleiðslu, gestalt og Neuro Linguistic Programming (NLP). Einnig verður sýnd mynd um konu sem losnar við margra ára sælgætisfíkn (súkkulaði) á 15 mínútum með notkun NLP tækninnar. Boðið verður upp á veit- ingar. Aðgangseyrir 900 kr. og öllum opiö. Tilkyrmingar Félag eldri borgara Opið hús í Risinu, Hveríisgötu 105, í dag, fimmtudag, kl. 14 hefst félagsvist. Leik- fimi fellur niður sem vera átti kl. 17. Kl. 20.30 dansleikur. Tónleikar Jazzkvartett debuterar í kvöld, 17. janúar heldur Jazzkvartett Sigurðar Flosasonar tónleika á Púlsinum að Vitastíg 3. Þetta eru fyrstu tónleikar kvartettsins á íslandi en í fyrrasumar tók hann þátt í alþjóðlegri keppni ungra djassleikara 1 Belgíu, en sú keppni er haldin árlega á vegum alþjóða djasssam- bandsins. Kvartettinum var boðið til úr- slitakeppni og hafnaði í áttunda sæti, en alls tóku þátt í keppninni 90 hljómsveitir frá 20 löndum. Meðlimir hljómsveitar- innar eru Sigurður Flosason, sem leikur á alto saxófón, Kjartan Valdimarsson á píanó, Þórður Högnason á kontrabassa og Matthías Hemstock. Sérstakur gestur á tónleikunum verður gítarleikarinn Hilmar Jensson en þeir Matthías og Hilmar eru við nám á Berklee Collage of Music í Boston. Kvartettinn leikur ein- ungis frumsamið efni, en eftir hlé verður flutt tónlist eftir Omette Coleman, Hilm- ar Jensson og fleiri. Tónleikamir hefjast kl. 21.30. Tapaðfimdið Lyklaveski tapaðist Grátt lyklaveski tapaðist í síðustu viku á leiöinni frá strætisvagnabiðstöðinni við Borgarleikhúsið að Hamrahlíð 17. Finnandi vinsamlegast hringi í Elsu s. 689060 milli kl. 9 og 19.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.