Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1991, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1991. Fréttir Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra í morgun: Við Islendingar verð- um að halda ró okkar - mikil vonbrigði að til þessa skyldi koma „Ég verö að segja það að þó rétt sé að þessi styrjöld hafi hafist með innrás fyrir tæpum sex mánuðum hygg ég að við íslendingar höfum langflestir bundið vonir við að það tækist með samþykktum Samein- uðu þjóðanna og þrýstingi frá heimi öllum að fá forseta íraks til að draga her sinn út úr Kúvæt. Þetta eru því mikil vonbrigði. Hitt er svo annaö mál að eftir að þessi átök eru hafin þá eru þau ekki úr okkar hendi - þama erum við ekki aðilar og höfum enga menn eða tæki sem betur fer. Við hljótum að sjálfsögðu að vona að þessu ljúki nú sem fyrst án þess aö mikið mannfall eða tjón á umhverfinu verði,“ sagði Steingrímur Her- mannsson forsætisráöherra í sam- tali við DV í morgun er hann var spurður um fyrstu viðbrögð við ófriðnum sem braust út við Persaf- lóa í nótt. Steingrímur boðaði til ríkis- stjórnarfundar sem hófst klukkan níu í morgun en þar var ástandið rætt. Hann sagöi í morgun að emb- ættismenn þeirra ríkja sem ábyrgir eru fyrir hinrnn ýmsu þáttum verði boðaðir á fund íslenskra stjóm- valda. „Við íslendingar emm enn svo lánsamir að vera fjarri þessum- átökum. Þó heimurinn hafi skropp- ið mikið saman emm við ennþá í Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra. útjaðri háns. Við þurfum fyrst og fremst að halda okkar ró og kort- leggja stöðuna vel - skoða hvaða óbein áhrif þetta getur haft á okkur hér og haga okkur í samræmi við það. Éghef boðað ríkisstjórnarfund klukkan níu einmitt til að hefja þá skoðun. Að vísu voru Almanna- varnaráð og Hagvamarráð búin að fara í gegnum þessa hluti eins og hægt var. Það hefur ekki verið beð- ið eftir þessu en við þurfum samt að skoða það enn betur.“ - Hafa borist einhverjar yfirlýs- ingar eða tilkynningar frá banda- rískum stjórnvöldum? „Nei, það komu engar tilkynning- ar sem ég þekki hingað. Ég reyndar veit að það kom ekki. Við erum eins og ég sagði ekki þátttakendur nema að því leyti eins og tugir ann- arra þjóða sem eru aðilar að sam- þykktum Sameinuðu þjöðanna." - Nú hefur öryggisgæsla verið . aukin á Keflavíkurflugvelli og víð- ar. „Já, það er búið að því viö sendi- ráð Bandaríkjanna og Breta og eflaust víðar. Það er okkar skylda að gæta þess að hingað berist ekki angar af þessum átökum eins og hryðjuverk. Ég tel hins vegar að á slíku sé sáralítil hætta," sagði Steingrímur Hermannsson. -ÓTT Saddam Hussein telur kjark í menn sina í Kúvæt í gær. Símamynd Reuter Verö á olíu og gulli fellur ört: Olíutunnan seld á 25 dali í morgun - verðfaUið sýnir trú á að stríðið verði stutt Verð á olíu fellur stöðugt á öllum olíumörkuðum sem fréttir höfðu borist frá í morgun. Gull lækkaði líka í verði. Á mörkuðum í Evrópu varð þessarar þróunar vart um leið og viðskipti hófust en áður höfðu borist hhðstæðar fréttir frá mörkuðum í Austurlöndum. í Lundúnum er tunnan nú seld á um 25 Bandaríkjadali en var nærri 30 dölum þegar markaðnum var lok- að í gær. Þetta er jafnvel meira verð- fall en spáð hafði verið en sérfræð- irigar í olíuviðskiptum höfðu spáð því að verðið félh ef Irakar færu halloka í upphafi átaka við Persaflóa. Lækkandi verð á olíu er túlkað sem skýr vitnisburöur um að kaupendur hafi fulla trú á að stríðinu við Persaf- lóa Ijúki áður en langt um líður. Loft- árásirnar eru að því er talið er þær mestu sem gerðar hafa verið á einni nóttu í sögunni. TaUð er að árásar- máttur íraka sé nú veruiega ef ekki algerlega lamaður og þvi geti enda- lokin vart verið langt undan. Þá eykur það mönnum einnig bjartsýni að svo virðist sem írökum hafi ekki tekist að kveikja elda í ólíu- lindum eins og þeir höfðu hótað. í fyrstu bárust fréttir af að þeir hefðu náð að hæfa olíuhreinsistöð í Saudi- Arabíu með eldflaugum en það var síðar borið til baka og frá því greint að flaugarnar hefðu ekki hæft stöð- ina. Verð á olíu byrjaði að hækka í morgun í Austurlöndum frá því sem það var þegar mörkuöum var lokað í gær. Þegar verslun með olíu hófst þar eftir að fyrstu fréttir bárust af loftárásunum á írak gætti mikils óróa og menn áttu von á að olíuverð- ið hækkaði verulega. Fljótlega bárust þó fréttir af mikl- um árangri íjölþjóðahersins við Persaflóa í fyrstu árásarferðinni inn yfir írak. Verð féll þá á ný og var innan viö 30 BandaríkjadaUr á tunn- una í morgun. í Singapore var olíutunnan seld á um 29 dali en hafði um tíma verið komin í 33 dali. Olíuverðið í morgun er því lægra en það var síðustu dag- ana fyrir árásina á írak. Menn eru sammála um að olíu- kaupmenn haldi að sér höndum vegna þess að líkur þykja nú góðar á að Persaflóadeilunni ljúki áður en langt um líöur. Þá hefur það einnig áhrif að Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að bjóða varaohubirgðir sín- ar til sölu á frjálsum markaði ef stríð- ið dregst á langinn. Helsti ótti olíukaupmanna er nú við að offramboð verði á olíu þegar farið verður að bjóða til sölu birgðir af olíu sem safnast hafa upp á síð- ustu mánuðum. Mikið af þeirri olíu var keypt á hærra verði en fæst fyrir olíu nú. Reuter Halla Bachmann í Jerúsalem: Herf lugvélar á sveimi Saddam Hussein í útvarpsávarpi: „Við gef umst aldrei upp“ Forseti íraks, Saddam Hussein, lýsti því yfir í útvarpsávarpi í morg- un aö írakar myndu ekki gefast upp og hvatti hann Bush Bandaríkjafor- seta til aö draga herlið sitt til baka frá Persaflóa. „Þú ímyndaðir þér að hótanir myndu knésetja írak. Kall- aðu her þinn heim og heri banda- manna þinna. Þetta er eina leiðin,“ sagði í skilaboði Saddams. Svo virtist sem verið væri að endurtaka skila- boð sem fyrst voru lesin í útvarpið í gærkvöldi. Skömmu eftir fyrstu loftárásina í nótt voru engin viðbrögð frá leið- togum í írak. í útvarpinu í Bagdad var lesið úr kóraninum og allt var á huldu um hvar Saddam héldi sig. Hann sást við sjónvarpshúsið í Bagdad um klukkan 6 í morgun að íslenskum tíma. Þetta er haft eftir tæknimanni vestrænnar sjónvarps- stöðvar. Forsetinn var sagður hafa verið ákveðinn á svipinn. í nótt sagði forsetinn í útvarpsá- varpi að „mesta orrusta allra tíma væri hafin“. Það var fimm klukku- stundum eftir að styrjöldin hófst. Beindi Saddam orðum sínum til ír- aka, araba og hermanna sinna. Reuter „Fólki hefur veriö ráðlagt að vera inrii og búa sig undir að allt geti gerst. Flestir hafa orðið við þessum tilmælum, enda hggja allar almenn- ingsamgöngur niðri. Þá eru verslanir og opinberar stofnanir lokaðar. Yfir borginni sveima herflugvélar til að veija okkur og vara við ef hætta skapast. Okkur berast viðstöðulaust fréttir í fólmiðlunum og tilkynningar um hvernig bregðast skuli við ástandinu. Nú er til dæmis spáð rign- ingu þannig að þó að írakar myndu beita eiturefnavopnum á okkur þá kæmu þau að engu gagni,“ sagði Halla Bachmann, kristniboði í Jerú- salem, í morgun í samtali við DV. Halla segir að ekki beri á hræðslu meðal íbúanna vegna atburða næt- urinnar þótt óneitanlega séu menn uggandi um framhaldið. „Fólk hefur búið sig undir þetta í margar vikur og er því við öllu búið. Alhr hafa til dæmis fengið gasgrímu og einangrað minnst eitt herbergi í íbúðum sínum. Einnig hafa menn byrgt sig upp af matvælum og vatni.“ Að sögn Höllu hefur meira en helmingur allra útlendinga í borg- inni þegar snúið til síns heima. Hún segir óljóst hvort hægt verði að kom- ast úr landinu á næstunni því að flugsamgöngur hggi niðri. Aðspurð segist hún ekki ætla að reyna aö yfir- gefa landið. Þess í stað ætli hún að biðja fyrir friði og réttlátri niður- stöðuásamtvinumsínum. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.