Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1991, Blaðsíða 8
FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1991. Útlönd Leiftursókn fj ölþj óðaher sins Fjölþjóöaherinn hóf lofthernaö skömmu fyrir miönætti aö okkar tíma. Taliö er aö í nótt hafi falliö fleiri sprengjur á írak en nokkra aöra nótt í hernaöarsögunni Meira en 1000 herflugvélar tóku þátt í lofthernaðinum. Irakar gjörsigraðir í mikilli loftorrustu Hernaðarsérfræðingum ber saman um að loftárásirnar, sem gerðar voru á írak í nótt, séu einhverjar þær mestu sem um getur í sögu hernaðar á jörðinni. Hundruð herflugvéla tóku þátt í fyrstu árásinni sem hófst skömmu fyrir miðnætti að okkar tíma. Tvær lotur í lofthernaðinum Þegar morgnaði hófst önnur lota, einnig með viðtækum árásum á skot- mörk í írak og í Kúvæt þar sem úr- valssveitir íraka höfðu komið sér fyrir. Hernaðaraögerðirnar ganga undir nafninu „Eyðimerkurstorm- urinn“. Fyrstu árásirnar miðuðu að því að eyðileggja flugher íraka á jörðu niðri. Það virðist hafa tekist því ekki hafa borist fréttir af bardögum í lofti yfir landinu. Þá var höfuöáhersla og lögö á að eyða eldflaugabirgðum ír- aka áður en þeir næðu að senda þær á loft. Það tókst einnig og þótt nokk- ar flaugar kæmust á loft var því af- stýrt að þær næðu að skotmörkum. Hátæknibúnaður var notaður til að trufla stjóm þeirra. Náðu ekki að ráðast á ísrael Mestur ótti ríkti við að írakar næðu að gera alvöru úr þeim hótunum sín- um aö gera árásir á borgir í ísrael. í morgun var allt með kyrrum kjörum þar en ísraelsmenn voru látnir vita af árásinni klukkustund áður en hún hófst þannig að her þeirra gæti verið flugfloti þeirra eyöilagöur á jörðu niðri Allar áætlanir miðuðust viö að flugherinn næði algerum yfirburðum í lofti þegar í upphafi átakanna. Það hefur tekist. Símamynd Reuter vorum sendir til að vinna.“ Allt frá því árásin hófst hefur írök- um aftur og aftur verið gefmn kostur á að koma í veg fyrir frekari átök með því að gefast upp skilyrðislaust og láta Kúvæt af hendi. Þegar eftir að árásin hófst var útvarpað í írak ávarpi frá Saddam þar sem hann sagði að írakar gæfust aldrei upp og að nú væri hafi orrusta sem væri meiri en allar aðrar orrustur. Hann sagði að írakar hlytu að sigra. I morgun báust fréttir af almennu herútboði í írak. Þar var talið að í þ'að minnsta milljón menn væru undir vopnum og nú virðist eiga aö fjölga í hernum. „Við ætlum að kenna Bandaríkjamönnum og lepp- um þeirra lexíu sem þeir gleyma aldrei,“ sagði í yfirlýsingu í útvarp- inu um leið og menn voru hvattir tii að ganga í herinn. viðbúinn gagnárás. Til þess kom ekki. „Fyrstu fréttir benda til þess að við höfum náð góðum árangri, mjög góð- um,“ sagði Dick Cheney, vamar- málaráðherra Bandaríkjanna, í Washington um árangurinn af her- förinni. Þungi árásarinnar hvíldi á banda- ríska flughemum en einnig tóku þátt í henni flugvélar frá Bretlandi, Saudi-Arabíu og sá hluti flughers Kúvæta sem komst undan við inn- rásina í landið 2. ágúst. Frakkar hafa hins vegar ekki látiö til sín taka enn sem komið er. Stuðningur Frakka er þó alger en þeir hafa einkum Mirage F1 herþotur á svæðinu en þær era sérbúnar til árása að degi tÚ. Því er búist við að Frakkar blandist í átökin áður en langt um líður. Höfum beðið í fimm mánuði „Við erum að skapa söguna,“ sagði Ray Davis, ofursti í flughernum, þeg- ar hann skýrði fréttamönnum frá framgangi mála frá höfuðstöðvum sínum í Saudi-Arabíu. „Við höfum beðið í fimm mánuði og erum nú loks famir að vinna þau verk sem við Öll helstu árásarvopn íraka eyðilögð Nú þykir hins vegar ljóst að um árásir af hálfu íraka verður ekki að ræða. Flugher þeirra er lamaður og öll árásarvopn ónýt eftir því sem best er vitað. Þá voru gerðar harðar loftárásir á sérþjálfað lið íraka í Kú- væt. Þetta eru svokallaðir þjóðvarð- hðar og eru sá hluti hersins sem besta þjálfun hefur hlotið og hefur mikla bardagareynslu eftir að hafa barist í átta ár við írana. Þessi hluti hersins er að því er best er vitað óvirkur og verður ekki beitt í bráð nema írakar nái að endur- skipuleggja hann. Það var þó þessi hluti hersins sem einn náði að beita sér í nótt. Stórskotaliði og eldflaug- um var beitt gegn olíuhreinsistöð Saudi-Araba nærri landamærunum við Kúvæt. Þessi árás mistókst þó því í morgun bárust fréttir af því að hreinsistöðin væri enn í gangi og þar heföu óveru- legar skemmdir orðið ef frá er talið að einn birgðatankur varð fyrir skot- um. Þetta er eina umtalsverða gagn- árásins sem írakar náðu aö gera i upphafi stríðsins. Mikið mannfall í írak Útlagar frá Kúvæt segja að vélar frá þeim hafi í morgun gert sjálfstæö- ar árásir á skotmörk í írak. Að sögn vora 12 orrustuvélar sendar til árás- ar og sneru þær allar heilar heim. Eftir því sem best er vitað hefur mannfall verið óverulegt í liði banda- manna. Bretar hafa sagt að allar vél- ar þeirra hafi snúið aftur heilar og John Mayor forsætisráðherra sagð- ist í morgun ekki vita um mannfall í liði þeirra. Bandaríkjamenn hafa látið svipað- ar fréttir frá sér fara en þó ekki úti- lokað að einhverjir hafi falliö. Um mannfall í írak er ekkert vitað, þó verður að gera ráð fyrir að það sé mikið þegar haft er í huga hve víö- tækar árásimar eru og vopnin öflug sem notuð eru. Reuter og TT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.