Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1991, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1991.
15
Undan þjóðarsátt til frambúðar
í skjóli gengisfellinga hefur útflutningur gefið meira af sér, segir m.a.
í greininni.
Þjóðarsáttin hefur nú verið við
lýði í næstum eitt ár. Á þeim tíma
hefur hún brejðst út um allan þjóð-
arlíkamann þannig að hvers kyns
viðskipti verða að vera „innan
þjóðarsáttar" eigi þau að teljast
lögleg. Verði einhver uppvís að því
að fara upp fyrir hana í samningum
er sá hinn sami tafarlaust færður
til bókar og svo rækilega minnt á
að vitneskja um atburðinn er þegar
á vörum aillra.
Tímabundinn vettvangur
Engum dylst að íslenskt efna-
hagslíf hefur um langan tíma verið
á gjörgæslu. Reynt hefur verið að
ýta vandanum á undan sér undir
handarjaðri verðbólgu sem hefur
magnað erfiðleikana. Menn hafa
veigrað sér við að gera nauðsynleg-
ar umbætur í atvinnumálum, eins
og að stokka upp í sjávarútvegi með
því að selja aðgang að fiskimiðun-
um. Hið sama er uppi á teningnum
í landbúnaði þar sem nú er svo
komið að obbi bænda er ekki mat-
vinnungur hjá sjálfum sér. Þá er
ónefnt ríkiskerfið sem hefur beygt
sig undir lögmál verðbólgusam-
félagsins og velt kostnaðinum yfir
á almenning.
Með þjóðarsáttinni í febrúar í
fyrra var gerð virðingarverð til-
raun til að skapa tímabundinn vett-
vang til að efna fyrirheit um betr-
umbætur á efnahagskerfinu. Þjóð-
arsáttin var að stofni til lyf gegn
háu verðlagi. Hún er sú svipa'sem
verðbólgan þurfti á að halda. Tek-
ist hefur að slá á verðlag með eftir-
minnilegum hætti.
Markmið að
útskrifa sjúklinginn
Það þýðir þó ekki að við getum
lifað við slíka sátt til eilífðarnóns.
Fyrr eða síðar kemur að því að lög-
mál hins frjálsa markaðar og sam-
bærilegar athafnir á vinnumarkaði
Kjallariim
Þorlákur H. Helgason
blaðamaður og kennari. Er í
prófkjöri fyrir Alþýðuflokkinn í
Reykjavík
taki við. Frjáls samningsréttur hef-
ur í raun verið numinn úr gildi.
„Nauðsyn brýtur lög,“ segir ríkis-
stjórnin, þó að dómstólar séu á
annarri skoðun.
Verðbólgan hefur einungis verið
barin niður. Ríkisvaldinu - en ekki
síst fólkinu sjálfu með stórkostlegu
eftirliti - hefur tekist að halda hita-
stigi hins sjúka niðri. Nokkur lyf
hafa verið reynd á þjóðarlíkaman-
um og dugað býsna vel. Tekist hef-
ur að halda gengi nokkrun veginn
stöðugu og veigamikil spor eru tek-
in undir þjóðarsátt til að auðvelda
okkur að útskrifa sjúklinginn þeg-
ar að því kemur að hann losni und-
an sáttinni. Það er auðvitað ekki
tilgangur í sjálfu sér að beita mið-
stýrðum aðgerðum endalaust, eins
og þjóðarsáttin er.
Ógreiddir reikningar
Islendingar hafa í tímans rás not-
að gengisfellingar óspart til að rétta
við efnahag til bráðabirgða. Til að
bæta sjávarútvegi slæman rekstur
hefur ríkisvaldið sýnt miður gott
fordæmi með því að beita gengis-
fellingum. í skjóli þeirra hefur út-
flutningur gefið meira af sér. í kjöl-
far gengisfellinga hefur verðbólgan
tekið stökk upp á við.
Aðrar atvinnugreinar hafa liðið
fyrir þessar kollsteypur og þjóðin
hefur ævinlega orðið að borga
reikningana um síðir. Stærstu víxl-
arnir munu þó falla á ókomnar
kynslóðir, víxlarnir, sem ríkisvald-
ið hefur skrifað upp á til að standa
straum af sínum rekstri, en til þess
að afla tekna hefur orðið að auka
erlendar skuldir.
Verðbólgan einn
stærsti skatturinn
Hagfræðingar hafa með óyggj-
andi rökum bent á að verðbólgan
sé einhver algrimmasta skatt-
heimta sem þjóðin stendur undir.
Með henni eru peningar færðir frá
almenningi til ríkisvalds. Verð-
bólgan rýrir gildi peninganna og
dregur úr kaupmætti. Þorvaldur
Gylfason prófessor metur verð-
bólguskattinn um 3% af þjóðar-
framleiðslunni 1973-1986. Það er
jafnhá upphæð á hverju ári og allur
tekjuskattur einstaklinga.
Það er því augsýnileg hagsbót
fyrir almenning í landinu ef tekst
að koma verðbólgunni niður. Enn
er skatturinn hár þó að verðtrygg-
ing hafi bætt nokkuð úr.
Undan verðbólgu
og þjóðarsátt
Þegar að því kemur að þjóðarsátt
verður blásin af munu aðstæður í
þjóðfélaginu verða miklu ákjósan-
legri en um langa hríð. Takist að
auka enn frekar skilning almenn-
ings á að verðbólga sé til óþurftar
skapast ómetanlegt eftirlit í sam-
félaginu. Ég sé fyrir mér skilvirkt
aðhald meðal samtaka og einstakl-
inga að ríkiskerfinu og viðskipta-
lífi. Verðlagseftirlit Dagsbrúnar er
vísir að þessu. Það er dæmi um
markvissa aðgerð til að fylgja eftir
kjarabót sem þjóðarsátt allténd er
á mörgum sviðum.
Stoðum rennt undir
atvinnu- og menningarlíf
Aðgerðir ríkisstjórnar til að laga
íslenskt efnahagslíf hafa auðvitað
verið miklu auðveldari undir þjóð-
arsáttinni. Stöðugleiki í efnahags-
lífinu er að gera vart við sig og
vonandi til frambúðar. Skrefin,
sem stigin eru, sjást víða. Við-
skiptaráðherra beitir sér á sviði
peningamála og flýtir fyrir aðlögun
okkar að heimsviðskiptunum.
Með víðtækri löggjöf, sem stuðlar
að skynsamlegum viðskiptahátt-
um, er stoðum rennt undir heil-
brigðara atvinnu- og viðskiptalíf.
Samningar EFTA-ríkja og Evrópu-
bandalagsins eiga eftir að færa
okkur nær umheiminum og geta
um síðir með nauðsynlegum breyt-
ingum í sjávarútvegi orðið undir-
staða blómlegs efnahagslífs í fram-
tíðinni og fært okkur enn frekari
landvinninga á félags-, heilbrigðis-
og menningarsviði.
Takist okkur að feta okkur áfram
á framfarabraut þegar þjóðarsátt
lýkur blasa við tækifæri sem líkleg-
ast hefðu ekki gefist hefði sáttar-
innar ekki notið. Gleymum því
ekki.
Þórlákur H. Helgason
„Stöðugleiki 1 efnahagslífmu er að gera
vart við sig og vonandi til frambúðar.
Skrefm, sem stigin eru, sjást víða.“
Gleðilegt nýár, „Nonni“ minn!
Er sumum þörf á að ganga pislargönguna til enda - fara alveg niður
á botninn?
„Aramót eru uppgjörstíð á svo
margan máta og mikilvægan, ef
maður vill og þorir,“ mælti aldinn
þulur við mig fyrir skönimu. Og
svo bætti hann við: „Aldrei hefi ég
þorað almennilega í það uppgjör,
sem ég hefi þó tahð þýðingarmest
fyrir mig og mína, og því hefur svo
farið sem þú veist og þekkir.“
Og enn kvað hann með kímni-
glampa í augum, þrátt fyrir uppgjöf
oft á tíðum og ógnþrungin von-
brigði: „Já, eitt er að vilja, annað
að geta - eins og eiginmaðurinn
sagði eitt sinn við konu sína.“
Án minnsta árangurs
Þannig upphófust samræður
okkar í það skiptið og ekki að ófyr-
irsynju miðað við árstímann og
eins miðað við mörg umræðuefni
okkar áður eða öllu heldur það
umræðuefni hans, sem efst hefur
ævinlega borið, hvar á skyldi að
ósi stemma í ótæpilegri áfengis-
neyslu hans. Þar hafa mörg fogur
fyrirheit verið að baki og fagleg
meðferð æ ofan í æ án minnsta
varanlegs árangurs.
Eitt veit ég þó að einlægnin á bak
við ásetninginn hefur ævinlega
verið til staðar, en eitthvaö borið
af leið og brostið, þegar til kastanna
kom að þora áfram. Við ræddum
m.a. umræðu þá, sem fram fór í
blöðum fyrir áramót, hver ætti
mestan heiður varðandi áfengis-
vandann, hverjir gerðu mest gagn
og við vorum sammála um að al-
hæfingar þær, sem þar sáust, þjóna
engum tilgangi, enda rangar og
vekja aðeins upp úlfúð og tor-
tryggni.
Það, að beija sér á brjóst og þykj-
ast hafa fundið hina einu sönnu
lausn alls, er engum sæmandi,
KjáUarinn
Helgi Seljan
formaður Landssambandsins
gegn áfengisbölinu
allra síst þegar í leiðinni er hnútum
kastað í þá, sem í mörgu vilja eiga
samleið, þó í ýmsu greini á.
Hann „Nonni“ minn benti mér á
þá margræddu staðreynd að bind-
indi væri ekkert til að miklast af,
því síður til þess fallið að varpa að
öðrum steinum vanþóknunar og
sjálfsdýrkunar. Bindindi hvers og
eins væri dijúgur hluti lífsláns
þess, sem hetði það æöst í öndvegi
og öllu öðru fremur ætti viðkom-
andi að vera fullur þakklætis yfir
því að mega njóta þess lífsláns.
Ekki batnaði það, ef bhnda ofstæk-
is slægi menn svo að fordæmingin
yrði ævinlega efst á blaði.
Aldrei of oft varað
Þessi orð „Nonna“ eru virkilega
til umhugsunar okkur öllum, sem
erum bindindisfólk, en gamla
lumman um að ofstækið sitji ævin-
lega í öndvegi er alröng, svo vel
þykist ég þekkja þar til. Þvert á
móti má eflaust með nokkrum
sanni segja að umburðarlyndið
gagnvart áfenginu sjálfu og áfeng-
ispostulum ógæfugróðans sé alltof
mikið. Að minnsta kosti höfum við
ekki gert okkur nógu gildandi í allri
umræðunni um þann ofsagróða,
sem margir taka til sín í sívaxandi
mæh - gróða sem vægast sagt er
hla fenginn.
Og þetta um lífslánið hjá honum
„Nonna" þá er mála sannast, að
maöur fær seint fuhþakkað það að
hafa þó ratað þessa braut lífs-
gæfunnar og vissulega gefur það
manni engan dómaraskrúða for-
dæmingar á öðrum.
En ahsgáðum augum er þó á
ástand mála horft og aldrei er of
oft varað við þeirri vá, sem víma
áfengis hefur oftlega í fór með sér,
jafnvel svo að lífslánið allt er í húfi.
Hins vegar er þá líka rétt að vara
við öðru sem áberandi er orðið úr
þvi að að „ofstækinu“ okkar bind-
indismanna var vikið og enn hefur
„Nonni“ orðið: Það er kenningin
um að betra sé að huga að afleiðing-
um en orsök. Það er kenningin um
það, að í raun sé mörgum þörf á
að ganga píslargönguna th enda,
fara alveg niður á botninn, eins og
það er sagt, ef einhverrar viðreisn-
ar eigi að vera von.
Hættukenning
Mér sýnist „Nonni“ hafa mikið
til síns máls, þegar hann segir með-
ferðaraðha ýmsa um of haldna
þessari fráleitu firru. Hann bætti
raunar við af grárri glettni sinni
að menn yrðu nú líka að gæta að
atvinnunni sinni á þessari ömur-
legu atvinnuleysistíð. - En hvað
seni því hður þá hygg ég að þarna
sé hættukenning á ferð, sem ég
heyri ahtof víða óm af.
Lögin okkar um hehbrigðisþjón-
ustu hafa nú í nær tvo áratugi haft
forvamarstarf sem æðsta mark og
mið. Annað er svo það, að ekki
hefur svo fengist framgengt mark-
miðum þeim, sem þar eru efst á
blaði og að meginástæðan fyrir því
er sú að mun auðveldara hefur
reynst að fá fjármagn th þess að
glíma við hinar alvarlegu afleiðing-
ar og auðvitað hefur þess verið
þörf. Margt hefur þó þokast á veg
varðandi hinar fyrirbyggjandi að-
gerðir og ef ég má gerast svo djarf-
ur aö taka dæmi þá er ég ósköp
hræddur um að afleiðingarkenn-
ingin sú arna gengi illa upp hjá
okkar ágæta Krabbameinsfélagi.
Varla mundi það góða fólk svara
því til að best væri, mikhvægast
og dýrmætast að fá að fást við af-
leiðingar hins hla sjúkdóms - ein-
mitt þar sem forvörnin - hið fyrir-
byggjandi eftirht er fremst í fyrirr-
úmi.
Með nýársóskum th ahra þeirra
sem af einlægni vhja saman vinna
án ahra ásakana eða fordóma í
annarra garð. Og gleðilegt nýár,
„Nonni“ minn.
Helgi Seljan
.. gamla lumman um að ofstækið sitji
ævinlega í öndvegi er alröng, svo vel
þykist ég þekkja þar til.“