Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1991, Blaðsíða 31
FJMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1991.
39
Svar til Benedikts Gunnarssonar framkvæmdastjóra:
Kveðja
frá Þórshöfn
Ósköp getur þú verið ónotalegur
við okkur Þórshafnarbúa. Ekki
munum við eftir því að hafa gert
þér neitt illt. Ekki nema ef væri það
að búa hér og vera stoltur af því.
Við verðum að virða skoöanir allra
þó ekki þurfum við nauðsynlega
að vera sammála.
Hafa ber það er sannara reynist.
Röng fullyrðing
Þú talar um eymd Þórshafnar og
segir að heimamenn hafi engan
áhuga á skiprúmi á Stakfellinu,
vilji heldur dútla á trilluhornum
sínum. Þetta er alrangt hjá þér eins
og dæmin sanna og það-hefur oftar
en ekki verið töluveröur biðlisti
eftir plássi. Trillukarlar hafa fram
að þessu getað haft það gott hér,
en það er nú svo að ekki eru allir
trillukarlar.
Það er rétt hjá þér að núverandi
eigendur bv. Stakfells, sem eignuð-
ust meirihluta í útgerðinni sl. vor,
hafa lagt á það áherslu að þeir að-
komumenn, sem hafa verið á togar-
anum, eignist hér heimili. Þetta
atriði er aöeins eitt af mörgum sem
núverandi stjómendur hafa lagt
áherslu á og er ætlað til að styrkja
reksturinn.
Það hefur aðeins einum manni
verið sagt upp á árinu, öðm fremur
vegna búsetmnála. Okkur þykir
leitt að það skuli valda þér svo
miklu hugarangri. Þessari áherslu
verður ekki breytt.
Sú fullyrðing þín að skip eftir
skip hafi.verið gefin til Þórshafnar
er ekki svara verð enda hefði
ókeypis skip væntanlega getað bor-
ið sig með miklum ágætrnn, jafnvel
þótt ráðleysið í útgerðinni væri
mikið.
Barnaleg krafa
Krafa þín að í krafti þess að vera
íslenskur ríkisborgari og þátttak-
andi í útgerðinni getir þú fengið
pláss á togaranum ef þú lætur svo
lítið að kæra þig um er fremur
bamaleg. Við teljum reyndar í
hreinskilni sagt að þú fengir hvergi
pláss á togara í dag, en það er nú
önnur saga. Væri þessi skoðun þín
staðreynd væra víða mikil vanda-
máhn stjómenda ef menn gætu al-
mennt krafist starfa eftir geðþótta,
hurtséð frá hæfni.
í greininni er sagt að heimamenn
lifi af sínu þar til þeir sjá sér hag
í að flytja í burtu. Hvar á það ekki
við? Af hverju eiga menn að lifa ef
lífsbjörgin (útgerðin) er tekin frá
þeim? Það getur kannski verið rök-
KjaUarinn
Kjallarinn
Jóhann A. Jónsson
framkvstj. Hraðfrysti-
stöðvar Þórshafnar hf.
Hilmar Hilmarsson
verksmiðjustj. og stjórnar-
formaður Útgerðarfélags
N-Þingeyinga
Vandamálið er hve margir ætla sér að
lifa, og lifa flott af því sem sjávarútveg-
urinn gefur af sér, án þess að koma
nálægt honum og telja hann í raun
óþarfan.
Af laverðmæti á íbúa
- í þúsundum króna -
GRÍMSEY
SIGLUFJÖRÐUi
440
tSAFJÖRÐUR
297 SjÉ
SKAGASTRÖHD
920
FJÖRÐU,
J HRÍSEY
1200
AKUREYRI
128
REYKJAVÍK
24 'ég 9
VESTMANNAEYJA,
385 '
ÞÓRSHÖFN
957
NESKA UPSTAÐUR
552 V
ESKIFJÖRÐUR
4) HÖFN
Heimildir: Fiskifélag fslands, 1990
rétt að þeim sem vilja flytja í burtu
(það er aö sjálfsögðu öllum frjálst)
verði veittur til þess sérstakur
styrkur, en ef einhver þrífst ekki
af einhverjum ástæðum t.d. í
Reykjavík á þá að styrkja hann til
að fara úr landi? Gæti það ekki
endað bölvanlega? Okkur þykir
rökréttara að styðja við bakið á
þeim sem vilja þrauka.
Ef við ætlum að lifa manneskju-
legu lífi í landinu verður að byrja
á að efla byggð á þeim stöðum þar
sem auöurinn verður til. Það yrði
best tryggt með því að láta byggð-
irnar Úfa af því sem þær afla og
veita þeim sjálfstæði.
Stærsta vandamálið er ekki fjöldi
útgerðarstaða, skipa eða fisk-
vinnslustöðva, þótt vissulega hefði
margt mátt betur fara. Vandamálið
er hve margir ætla sér að lifa, og
lifa flott af því sem sjávarútvegur-
inn gefur af sér, án þess að koma
nálægt honum og telja hann í raun
óþarfan.
Flókið mál en
framkvæmanlegt
Það er víst að erfiðleikar steðja
að okkur íslendingum á mörgum
sviðum. Landsbyggðin á sannar-
lega í vök að verjast en það er ekki
því að kenna að þar sé latara eða
vitlausara fólk en á höfuðborgar-
svæðinu. Meinið er að alhr pening-
ar, sem verða til á landsbyggðinni,
fara til Reykjavíkur, er eytt þar
ótrúlega hratt af misvitrum ráða-
mönnum þjóðarinnar, í alltof mörg
mjög vafasöm verkefni. Þar vantar
mikið á að réttlátlega sé skipt.
Fyrir siðasakir er þess ennþá
minnst á tylhdögum hvar pening-
arnir verða til og þeir sem eru dug-
legir að pjakka í kerfinu fá kannski
einhverja aura til að byggja höfn,
heilsugæslustöð (gjarnan án lækn-
is) eða jafnvel verðtryggð lán til
skipakaupa af svokölluðu al-
mannafé.
Þvi miður er þetta staðreynd og
er sárt til þess að vita að aht of stór
hópur heldur því fram og jafnvel
trúir því að þar með sé veriö að
veita þurfahngum ölmusu.
Th að sefa og skapa þeim verk-
efni sem sjá ofsjónum yfir öhum
þeim peningum sem fara th þess
að halda uppi landsbyggðinni er
hér með komið á framfæri þeirri
hugmynd að finna leið til að láta
landsbyggðina lifa sjálfstætt af þvi
sem hún aflar.
Það er töluvert flókið mál en ör-
ugglega vel framkvæmanlegt ef
vhji er fyrir hendi. Þá fyrst verður
hægt að fara að tala um af sann-
gimi hvort hinn eða þennan verður
að skera af.
Það er trú okkar á Þórshöfn að
þá gætu nöfn „aumustu staðanna"
breyst, forgangsrööin riðlast og
skýrar komið í ljós hvar fyrirvinn-
ur .þjóðfélagsins er að finna.
Það er ósk okkar að við munum
þrátt fyrir aht að endingu lifa við
jafnrétti og bræðralag.
Jóhann A. Jónsson
Hilmar Hilmarsson
Fjölmiðlar
Of mikið af fréttum?
Síðustu daga höfum við fatt annað
séð og heyrt í fjölmiðlum enfréttir
af yfirvofandi stríöi. Blöðin birta
greinar og kort, útvarpið flytur
fréttir á klukkutíma fresti, Stöð 2
dembir fréttasjónvarpi CNN yfir
landslýð ahan daginn og þess utan
em báöar sjónvarpsstöövarnar með
fréttir og umræðuþætti um málefni
dagsins.
íslensk sfjórnvöld eiga sérstakt lof
skilið fyrir að skipta sér ekki af
ótextuðum útsendingum CNN eins
og einhverjir molbúar vhdu. Slíkt
hefði verið heimskuleg aögerð í
skjóh ónothæfra laga. Þvl skyldi
kannski engan undra þótt óánægju-
og nöldurraddir heyrðust í þættin-
um Þjóðarsálin á rás 2 þegar rætt
var um stríðið. Nokkrir sem
hringdu inn töldu aht of mikið talað
um stríðið. Börnin yröu hrædd, ftdl-
oröið fólk fyllitst óhug og skelfingu
og gott ef aht þetta „fjölmiðlafár”
ætti ekki sinn þátt að hvetja til
stríðs.
í fyrsta lagi væri það mjög óeðli-
legt ef ekki væm stöðugar fréttir af
átökum sem, þótt í fjarlægum
heimshluta séu, gætu haft og munu
hafa mikil áhrif á daglegt lif okkar
ahra. í öðm lagi á fólk rétt á að vita
eins mikið og mögulegt er um horf-
ur, ástand og hugsanlegar afleiðing-
ar á hverjum tíma. Þá skyldu sfna
eru fjölmiðlar einfaldlega aö rækja
og væru ekki starfi sínu vaxnir ef
þeirgerðuþaðekki.
Svona nöldur er einfaldlega hluti
af áráttu fólks th þess að vhja helst
berja, ef ekki hálshöggva, boöbera
hlra tíðinda. Fjölmiðlar búa ekki th
fréttir heldur fiytja þær. Þó blað eða
útvarp segi frá einhverju, hvort sem
það er gott eða slæmt, gerir það
ekki viðkomandi fiölmiðh samsek-
an eða samábyrgan á nokkum hátt.
Þvíer bent á þessi einföldu sann-
indi hér að aht of margir komast
upp með aö kenna fiölmiðlum um
eigin afglöp, svik og pretti. íslenskir
sfiórnmálamenn og misvitrir fram-
kvæmdamenn eru sérlega slyngir i
þessu fagi. Þegar þeir eru tekxúr
með aht niður um sig eða með putt-
ana á kafi í peningakassanum þá
benda þeir á þann sem kjaftar frá
og hrópa: úlfur, úlfur. Og ahtaf trú-
ireinhver.
Páh.
Veður
Suðlæg átt, sums staðar stinningskaldi vestanlands
í fyrstu en annars gola eða kaldi. Skúrir eða él verða
sunnan- og vestanlands, súld með austurströndinni
um tima i dag en léttskýjað að mestu á Norður-
landi. Lítið eitt kólnandi veður.
Akureyri léttskýjað 2
Egilsstaðir léttskýjað 2
Hjarðarnes skýjað 0
Galtarviti snjókoma 1
Keflavíkurflugvöllur skýjað 1
Kirkjubæjarklaustur alskýjað 1
Raufarhöfn alskýjað 2
Reykjavik snjóél 1
Vestmannaeyjar snjóél 2
Bergen léttskýjað -3
Helsinki þokumóða -3
Kaupmannahöfn þokumóða 0
Osló þoka -10
Stokkhólmur léttskýjað -3
Þórshöfn léttskýjað 6
Amsterdam léttskýjað -3
Barcelona þokumóða 6
Berlín heiðskírt -6
Feneyjar heiðskírt -3
Frankfurt heiðskírt -5
Glasgow slydda 3
Hamborg heiðskírt -5
London mistur 6
LosAngeles skýjað 19
Lúxemborg heiðskírt -5
Madrid alskýjað 2
Malaga léttskýjað 6
Mallorca skýjað 5
Montreal frostúði 0
New York alskýjað 9
Nuuk skafr. -18
Paris þokumóða 0
Róm skýjað 3
Valencia þokumóða 2
Vin þokumóða -8
Winnipeg alskýjað -11
Gengið
Gengisskráning nr. 11. -17. janúar 1991 kl. 9.15
Einingkl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi
Dollar 55,410 55,570 55,880
Pund 106,675 106,983 106,004
Kan. dollar 48,016 48,154 48,104
Dönsk kr. 9,4758 9,5032 9,5236
Norsk kr. 9,3480 9,3749 9,3758
Sænsk kr. 9.7828 9,8111 9,7992
Fi. mark 15,1497 15,1934 15,2282
Fra. franki 10,7332 10,7642 10,8132
Belg. franki 1.7720 1,7771 1,7791
Sviss. franki 43,3399 43,4650 43,0757
Holl. gyllini 32,4130 32,5066 32,5926
Þýskt mark 36,5140 36,6194 36,7753
It. lira 0,04850 0,04864 0,04874
Aust. sch. 6,1809 5,1959 5,2266
Port. escudo 0,4084 0,4096 0,4122
Spá. peseti 0,5781 0,5797 0,5750
Jap. yen 0,41413 0,41532 0.41149
Irskt pund 97,264 97,545 97,748
SDR 78,6534 78,8805 78.8774
ECU 75,1831 75,4002 75,3821
Símsvari vegna gengisskráningar 623270.
Fiskmarkaðimir
Faxamarkaður
16. janúar seldust alls 103,019 tonn.
Magní Verðíkrónumi
tonnum Méóal Lægsta Haeista
Blandaó 0,119 35,83 35,00 46,00
Hrogn 0,378 263,16 100,00 350,00
Karfi 46,737 40,27 33,00 41,00
Keila 0,633 43,00 43,00 43,00
Langa 16,035 72,32 68,00 77,00
Lúða 1,953 316,32 200,00 430,00
Skarkoli 0,298 62.19 . 50,00 80,00
Steinbitur 0,915 65,26 62,00 69,00
Þorskur, sl. 26,338 105,60 92,00 117,00
Þorskur, ósl. 3,592 105,33 105,00 106,00
Ufsi 0,812 47,48 45,00 51,00
Undirmál 1,535 85.00 85,00 85,00
Ýsa.sl. 3,674 113,44 85,00 140,00
Fiskmarkaður Suðurnesia
16. janúar seldust alls 17,777 tonn.
Þorskur, óst -0,200 99,50 96,00 103,00
Þorskur, sl. 10,234 106,76 86.00 115,00
Bláianga 0,233 60,00 60,00 60,00
Ufsi 0.289 40,31 40,00 43,00
Skarkoli 0,274 81,00 81,00 81,00
Náskata 0,023 5,00 5,00 5,00
Lúða 0,106 407,50 365,00 420,00
Karfi 0,1 ia 44,06 40,00 49,00
Hlýri 0,133 58,00 58,00 58.00
Ýsa, ósl. . 0.467 117,90 54,00 126,00
Hlýri/steinb. 0,227 54,72 46,00 59,00
Langa 0,559 66,15 56,00 68,00
Keila 4,695 40,23 36,00 43.00
Steinbítur 0,226 36,84 35,00 61,00
Honum fannst i lagi
að keyra heim...
Eftir einn-
ei aki neinn!
u
UMFERÐAR
RÁÐ
freeMMiz
MARGFELDI 145
PÖNTUNARSÍMI ■ 653900