Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1991, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1991, Síða 3
ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1991, 3 Vatnsleysið í Hafnarfirði: Fréttir Það er verið að reyna í okkur þolrif in - segir Albert Valdimarsson, íbúi í Hafnarfirði gusurnar á móti mönnunum þar. Slökkviliðið hafði samband við bæj- arstarfsmenn sem komu en vildu ekki trúa því strax að þetta væri kalda vatnið af því þetta var svo gruggugt. En eftir því sem vatnið rann lengur varð þaö hreinna og hreinna og þá fóru menn í aö reyna að loka æðinni. Þeir voru ekki búnir að því fyrr en um fimmleytið," segir Albert. Þegar farið var að grafa niður að æðinni og hún skoðuð kom í ljós að þriggja metra löng sprunga var eftir henni endilangri. Viðgerðir hófust strax og búist var við að vatn yrði komið á um klukkan sjö í gær- kvöldi. Skólum var lokað og börn send heim af dagvistarheimilum þar sem loka þurfti fyrir allt vatn í bæn- um. Lánið hefur ekki beint leikið við Hafnfirðinga í vetur. Fyrst urðu hús köld vegna útfellinga hjá Hitaveit- unni, síðan urðu rafmagnstruflanir vegna Stálbræðslunnar, þá var það ólyktin sem gaus upp nýlega og svo vatnsleysi. „Maður er nú hættur að verða hissa. Ég er kominn í þá stemmningu að ég býst við hverju sem er. Annars er þetta nú ekki mik- iö miðað við það sem er að gerast í heiminum,“ segir Albert. -ns Jóhannes Nordal um frestun álviðræðufunda: Alvarlegt ef langur tími líður án funda „ÆUi það sé ekki verið að reyna í okku'r þolrifin, Hafnfirðingum, en ég held að við klórum okkur út úr þessu eins og öðru,“ segir Albert Valdi- marsson sem býr í húsi við Öldugötu í Hafnarfirði. Það var beint fyrir framan húsið hans sem aðalvatnsæð bæjarins sprakk og vatn flæddi inn í hús og garða. „Það var um þrjúleytið i nótt að dyrabjöllunni var hringt og maður, sem hafði verið að keyra niður göt- una, sá gosbrunn við húsið og lét mig vita. Ég leit út og sá vatnsflaum í götunni. Þá fór ég niður í kjallara til að athuga ástandið þar og þá var komið vatn upp í mjóalegg. Ég hringdi í slökkviliðið sem kom en hélt að þetta væri frá klóakinu og reif upp brunna. Þá komu vatns- Fyrr i vetur rann ekkert heitt vatn úr krananum hjá Albert Valdimarssyni i Hatnarfirði. Núna rennur hins vegar ekkert kalt vatn. DV-mynd BG Kristján Karlsson tekur við verð- launum sinum. DV-mynd Brynjar Gauti Kristján Karlsson hlaut Davíðs- pennann „Ég held að frestunin á þessum fundi út af fyrir sig sé ekki svo alvar- leg ef aörir fundir á næstunni þurfa ekki að frestast mikið. Sameiginlegri vinnu er haldið áfram eftir fremsta megni. Menn skiptast á upplýsingum og gögnum þó ekki sé hægt að hittast á formlegum fundum. Á meðan stríð- ið stendur geta hins vegar frestast samingar um fjáröflun álversins. Fjármögnunin er eitt aðalverkefnið sem fram undan er hjá álfyrirtækj- unum,“ sagði Jóhannes Nordal vegna frestunar á fundum íslensku álviðræðunefndarinnar og forstjóra Atlantsálfyrirtækjanna sem áttu að vera í New York um síðustu helgi. Vegna stríðsins við Persaflca hafa fyrirtæki í Bandaríkjunum sett ferðabann á starfsmenn sína eða beint þeim tilmælum til þeirra að þeir ferðist ekki. Þess vegna var við- ræðufundinum í New York frestað. - Hefur þessi frestun áhrif á tíma- setningu endanlegrar undirritunar? „Viö þurfum enn sem komið er ekki að hafa áhyggjur af því. Þaö ætti aö vera hægt að vinna upp þessa fimm dag sem nú hafa tapast. En staðan verður alvarlegri því lengri timi sem líður án funda.“ íslenska orkuviðræðunefndin á að funda með Atlantsálmönnum í Amsterdam og New York í febrúar. Jóhannes sagði óvissu vera um þessa fundi og fylgdust menn með frá degi til dags til að ákveða nánar um þá. -hlh Bæjarstarfsmenn unnu hörðum höndum að viðgerðum á aðalæðinni sem sprakk. Þriggja metra löng sprunga reyndist vera eftir endilangri æðinni. DV-mynd BG Verðbólgan 14,6 prósent Verðbólga á íslandi fer vaxandi. Seðlabankinn hefur reiknað út nýja lánskjaravísitölu sem gildir frá og með 1. febrúar og nemur hækkunin frá áramótum 1,15 prósentum. Það jafngildir 14,6 prósent verðbólgu á heilu ári. Spáð var um 14 prósenta veröbólgu í janúar. í fréttaljósi DV um verðbólgu og vexti hinn 21. desember síðastliðinn var sagt að verðbólgan færi á skrið í janúar, lækkaði síðan í febrúar og stigi lítillega upp aftur í mars. -JGH FERDASKRIFSTOFAN LAND & SAGA SIMI627144 - 610061 SKEMMTILEGAR SÉRFERÐIR - ÁRSHÁTÍÐARFERÐIR - HÓPFERÐIR - SKÍÐAFERÐIR - BORGARFERÐIR Bókmenntaverðlaun Félags ís- lenskra rithöfunda voru veitt í fyrsta sinn í gær. Kristján Karlsson hlaut verölaunin fyrir ljóðabók sína, Kvæði 90. Verðlaunin eru Davíðs- penninn, sem er kenndur við Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, en ein- mitt í gær, 21. janúar, var fæðingar- dagur hans. Hefði hann þá orðið 96 ára. Auk þess fékk Kristján 100 þús- und krónur afhentar. Það var á aðalfundi Félags ís- lenskra rithöfunda í fyrra að ákveðið var að veita verðlaun einu sinni á ári til eflingar íslenskum bókmennt- um og menningu í landinu. Var um leið ákveðið að þau yrðu helguð minningu Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Amsterdam PuIIman Capítol 4 nætur kr. 31.650,- Washíngton Lombardy 3 nætur kr. 33.330,- Verð é mann, tveir i herbergi án flugvallarskatts Kaupmannahöfn Cab-Inn 3 nætur kr. 35.600,- - VIÐSKIPTI SEM VIT ER í - JðM 11 Ifflll l BANKASTRÆTI 2 - TORFUNNI S. 627144 - 610061 -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.