Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1991, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1991, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 22, JANÚAR 1991. Fréttir Hundruð skoða vegsummerki átakanna 1 Lettlandi: Sjáið nú hvernig sovéska lýðræðið fer með okkur sagði kona og starði í blóðpoll á torginu Hundruö Letta komu saman á torginu framan viö byggingu inn- anríkisráöuneytisins í Riga í gær og störöu óttaslegnir á ummerki átakanna á sunnudagskvöld. Sum- ir komu kertum fyrir á átakasvæö- inu, aörir lögðu þar blómvendi og báru mynd af heilagri Maríu. Fólk var slegið og reitt yfir valdbeitingu sérsveita Sovétmanna. „Ég gat ekki hætt aö gráta þegar ég heyrði fréttimar og hef ekki sof- iö neitt síöan,“ sagði miðaldra kona sem hélt á rós og staröi á blóðpoll á torginu. „Sjáið nú hvernig hið dásamlega sovéska lýðræði fer með okkur.“ Maður stóð í ströngu við að hreinsa glerbrot eftir átökin. Á neðri hæðum byggingarinnar voru veggirnir munstraðir eftir byssu- kúlur og næsta fáir gluggar voru heihr. Mikil ringulreið varð þegar sveitir svörtu húfanna réðust gegn ráðuneytisbyggingunni og hljóp fólk öskrandi undan kúlnahríö- inni. Gluggar hótelsins á móti ráðuneytinu voru brotnir en for- sætisráðherra landsins var þar staddur þegar átökin hófust. Hann mun hafa sloppið út um bakdyr hótelsins. Reuter Hvíldarstund hjá vörðum borgarbúa innan þinghússins í Vilnu. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra og Landsbergis, forseti Sandpokar og gæsla við innganginn í þinghúsið í Vilnu. Litháens. DV-myndirebs í dag mælír Dagfari Forval allaballa Alþýðubandalagið í Reykjavík hafði forval um helgina. Kosning- arétt höfðu 1190 félagar í flokknum. Þar af kusu samtals 456 manns. Verður ekki annað sagt að þetta sé mikið fjölmenni og ekki nema von að allur þessi fjöldi myndi um sig flokk og bjóði fram til Alþingis. Að vísu munu nokkrir til viðbótar kjósa Alþýðubandalagið í almenn- um kosningum en þeir komast ekki að í forvali sem sinnir ekki mann- þröng þegar frambjóðendur eru ákveðnir. Það eru jú takmörk fyrir því hvað hægt er að hleypa óbreytt- um hðsmönnum nálægt sér þegar foringjamir eru annars vegar. Þaö kom ekki á óvart að Svavar Gestsson yrði efstur í þessu forv- ali. Hlaut hann glæsilega kosningu og fékk samtals 384 atkvæði og af því atkvæðamagni er ljóst að vin- sældir Svavars ná langt út fyrir nánasta frændgarð hans og vina- hóp og má Svavar vel við una eftir áratuga þrotlausa baráttu í þágu Alþýðubandalagsins. Það þarf aö eiga sterk ítök í flokki af þessu tagi til aö fá fólk th að leggja það á sig að mæta á kjörstað og greiða Sva- vari atkvæði og í rauninni mundi enginn gera það, nema Svavar þyrfti á því að halda. Kjósendur vissu sem var að það munar um hvert atkvæðið þegar allur þessi fjöldi tekur þátt. Næst í rööinni var forseti Sam- einaðs Alþingis, Guðrún Helga- dóttir. Guðrún fékk 245 atkvæði eða rétt rúmlega helming. Ekki liggur það fyrir hvers vegna hinn helmingur kjósendanna í forvalinu kaus ekki Guðrúnu, enda hefur hún ekkert gert þessu fólki nema að hafa skoðanir og stjóma Alþingi af skömngsskap. Einhveijir hafa svikið Gunnu út á hvahna og aðrir hafa svikið út á kjólana og svo eru kannski einhverjir sem eru á móti bamabókunum hennar Guðrúnar Helgadóttur. En Guðrún kemst á listann og hún kemst á þing út á þessi 245 atkvæði og ef ekki þarf meira til þá er ástæðulaust að fara fram á meira. „Flokkurinn hefur taiað“ segir Guðrún og á þá við aha þessa 245 sem kusu hana. Og hver getur rengt það? í þriðja sæti kemur Auöur nokk- ur Sveinsdóttir landslagsarkitekt og vinnur glæsilegan kosningasig- ur með samtals 113 atkvæði í þriðja sætið. Það kemur sér vel fyrir flokkinn að hafa landslagsarkitekt á sínum snærum. Auöur vill ekki eyðileggja landslagið með álverum og verksmiðjum og leggur áherslu á hreint land og fagra byggð og hún túlkar úrshtin á þá leið að Al- þýðubandalagið fylgi henni aö mál- um. Þar að auki má th sanns vegar færa að landslagið í Alþýðubanda- laginu hefur verið óljóst og þoku- kennt aö undanfómu og það þarf að draga réttar línur og átta sig á því hvar landamærin eru þegar Alþýðubandalagiö stendur á þeim krossgötum að vita ekki hvar fylg- ismenn sínir era niðurkomnir. í fjórða sæti 'er Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Iðju og fulltrúi verkalýðshreyfingarinnar: Guð- mundur fékk 8 atkvæði í fyrsta sæti, 101 í annað, 41 í það þriðja og 52 í íjórða sætið, sem hann hreppti. Þetta er góöur árangur í þessu fjöl- menna forvali og ljóst aö allur verkalýðsarmur Alþýðubanda- lagsins hefur mætt á kjörstað og greitt Guðmundi öll sín atkvæði í fyrsta sæti. Guðmundur þarf ekki að kvarta undan liðhlaupi og það er misskilningur hjá Iðjuformann- inum að hér sé verið að staðfesta bilið milli verkalýðshreyfingarinn- ar og flokksins. Um þetta bil er löngu vitað og kemur ekki á óvart. Flokkurinn hefur fyrir löngu hrist af sér aðra launþega heldur en þá átta sem kusu Guðmund. Verka- lýðsarmurinn skhaði sér, allur með tölu, og Guðmundur getur ekki far- ið fram á meira. Alþýðubandalagið hefur enda ekkert haft nema ónæði af verka- lýðshreyfingunni. Sú stefna er öll- um kjósendum kunn að Alþýðu- bandalagið hefur smám saman ver- ið að hreinsa sig af því fólki og þeim kjósendum sem sífellt era að ónáða þennan góða hokk með lýð- ræðiskjaftæði. Guðmundur Þ. Jónsson hefur greirúlega ekki skil- ið þessa flokkstefnu og er enn að þvælast í Alþýðubandalaginu fyrir hreinan misskhning. Miðað við þá stöðu, telstþað kraftaverk að Guð- mundur nái fjórða sæti og má vera hæstánægður með það hlutskipti. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.