Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1991, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1991, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 22.'JA'NÚAR 1991. 5 Fréttir Lokinu lyft af of beldinu - viðtal við Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra Ellert B. Schram, DV, Tallinn- Fyrir þrjátíu og fimm árum var Jón Baldvin Hannibalsson í hópi þeirra sem lofsungu Sovétríkin. Hann var kommúnisti, einarður aðdáandi hins sósíaliska sæluríkis. Síðan er mikið vatn runnið til sjávar. Nú um helgina heimsótti þessi sami Jón Baldvin Eystra- saltsríkin til stuðnings því fólki sem er að bijótast undan okinu; sem er aö reyna að losna úr Gúlag- inu, svo notuð séu orð Jóns Bald- vins. Söguleg heimsókn Þetta var söguleg heimsókn. ís- lenski utanríkisráðherrann er fyrsti erlendi ráðherrann sem heimsækir Eystrasaltsríkin eftir blóðbaðið í Vilnu. Hann er fyrsti erlendi ráðherrann sem kemur á sjálfan vígvöllinn til að fordæma athæfið og vara Sovétvaldið við framhjldinu. Jón Baldvin er fyrsti ráðherra Vesturlanda sem sér með eigin augum ástandið í Rigu, Vilnu og Tallinn, umsátrið, heimavarn- arliðið, ógnina en æðruleysiö sem hér ríkir^ Þetta er líka fyrsta heimsókn Jóns Baldvins til Sovétríkjanna. Hér er hann sjónarvottur að ein- stæðum atburðum, upplifir af eigin raun afleiðingamar af sjötíu ára martröð kommúnismans. Fyrir okkur sem vomm í fylgd með ráðherranum duldist ekki hví- hk áhrif þessi heimsókn hafði á fólkið í Litháen, Lettland og Eist- landi sem fagnaði komu íslenska ráðherrans. Ferðin hafði augljós áhrif á hann. „Þetta er grimmilegt, miskunnar- laust og raddalegt athæfi af hálfu Moskvuvaldsins," sagði ráðherr- ann í lok ferðarinnar. „Ef Kreml- veijar vilja auðmýkja fólkið, sem berst fyrir frelsi sínu, þá mun það hafa þveröfug áhrif.“ Ekki hræddir - „Hvemig þá?“ spyr ég. „í þessari ferð hef ég þreifað til- finningar í brjósti fólksins sem stendur vörð um sín helgustu vé. Ég hef séð umsátrið og viðbúnað fólksins þótt það eigi von á hinu versta. Borgarbúar standa vaktir á götum úti, bændur höggva við til að halda hita á vökumönnunum sem eru þess albúnir að mæta ör- lögum sínum. - Það ríkir æðraleysi í röðum þeirra og nú skil ég betur merkingu orða Landsbergis þegar hann sagði: Rússamir geta ekki gert neitt ann- að verra við okkur en drepa okkur. Það þarf mikla forherðingu til að úthella því blóði.“ - Varðstu ekki var við hræðslu meðal þeirra manna sem þú ræddir við? „Nei, Litháar og Lettar eru ekki lengur hræddir. Hver einasta fjöl- skylda hér um slóðir á ættingja sem hafa ýmist verið fluttir nauöar- flutningum til Síberíu eða verið drepnir. Á árunum 1947 til ’53 vora hundrað þúsunda manna flutt í Gúlagið. Sumir komu aftur, flestir aldrei. Þetta er hrottafengin saga. Um hana hefur ríkt þögn á Vesturl- öndum. Það vantar ekki aö fræði- menn hafi skrifað. En þetta var þögult stríð. Hvar voru fjölmiðl- amir? - Hver voru viðbrögð forystu- manna Eystrasaltsríkjanna við komu þinni og út á hvað gengu við- ræðumar? „Landsbergis er beiskur. Hann er fámáll að jafnaöi en hann hefur orðið fyrir vonbrigðum meö við- brögð Vesturlanda. Ekki bætti úr skák það sem haft var eftir Koi- visto, forseta Finnlands, sem geröi einfaldlega htið úr atburðunum í Vilnu á dögimum og kenndi Lit- háum nánast um. Þeir ráðherrar, sem ég hef rætt við, binda núna mestar vonir við Jeltsín og viðurkenningu hans og Rússlands á fullveldi Eystrasalts- ríkjanna. Fjöldafundurinn í Moskvu í fyrradag vekur líka von- ir. Þar stóð á spjöldunum: Vilna í gær, Ríga í dag, Moskva á morgun? Þaö er nú eða aldrei í hugum þessa fólks. Við megum ekki gleyma því að Eystrasaltsríkin hafa verið sjálfstæð og þekkja betri lífskjör, þau þekkja frelsið. Áður en Eystrasaltsríkin vora innlimuð í Sovétríkin voru lífskjör þar betri en í Finnlandi. Þótt okkur finnist ástandið hér aumt er hér auður í búi samanborið við ástand- ið annars staðar í Sovét. Þannig að þeir vita hvað þeir vilja. Almættinu í Kreml hefur aldrei tekist að bæla þjóðernið nið- ur, jafnvel þótt hundrað þúsunda Rússa hafi verið flutt til Eystra- saltsins. Tilraun var gerð til að út- rýma þjóðtungunum og öll tákn þjóðareinkenna vora máð út. Fjöl- miðlar voru t.d. alrússneskir til skamms tíma. En neistinn hefur logað, móður- máhð lifði og nú hefur lokinu verið lyft af ofbeldinu. Það er þess vegna sem fólkið stendur táknrænan vörð um framtíð sína og norpar í kuld- anum. Það er tilbúið til að mæta örlögum sínum. Nei, þeir eru ekki hræddir. Gorbatsjov er búinn - En hvemig skýrir þú þverstæð- urnar í því að annars vegar eru Vestur-Evrópubúar að þurrka burtu landamærin og þjóðerniö en hins vegar eru þjóðimar í austri að láta lífið í þágu þess? „Munurinn er sá að þú hefur Vestur-Evrópu þar sem fólkið fær að velja og hafna af fúsum og fijáls- um vilja og svo Austur-Evrópu þar sem verið hefur herríki. Það má ekki gleyma því að Evrópubanda- lagið styður þjóðmenningu í smærri ríkjum hlutfahslega meir og betur en smáríkin geta sjálf gert. Vandi Eystrasaltsríkjanna er aft- ur á móti sá að þar hefur verið gerð tilraun tíl að þurrka þjóðemið út með öllum þeim sérkennum og einkennum sem gera ríkin að sjálf- stæðum þjóðum. - En hvað getur þá orðið þeim til bjargar? „Framtíð þeirra stendur og fellur með átökunum í Sovétríkjunum, hveijir verða ofan á í valdabarátt- unni í Moskvu. Gorbatsjov kemur þeim ekki til hjálpar. Gorbatsjov er miöjumaður. Hann hefur viljað hna tök flokksins án þess að ganga alla leið. Sú aðferð gengur ekki. Það er ekki hægt að koma á umbótum innan hins kommúniska kerfis. Það verður að afnema það. Eða við- halda því - með ofbeldi. Gorbatsjov hefur flúið á náðir hersins. Hans sögulega hlutverki er lokið. Það blasir ekkert við í efnahagsmálum Sovétríkjanna nema rjúkandi rúst- ir. Þau standa frammi fyrir því aö halda andlitinu til að fá efnahags- aðstoö. Og herinn kann að draga það að láta til skarar skríða meðan Gorbatsjov er leiðtoginn. Hann er til að sýnast en ekki til að ráða. Stjórnmálasamskipti - Nú hefur þú lýst yfir hugsanlegu stjómmálasambandi við Eystra- saltsríkin. Ertu ekki hræddur við neikvæð viðbrögð frá Moskvu? Getur þetta ekki skemmt fyrir sam- bandi íslands og Sovétríkjanna? „Landsbergis hefði ekki beint neyðarkalh sínu á nóttu hins blóð- uga sunnudags til okkar ef hann vissi ekki að hugur og hjarta ís- lendinga fylgir máli. Eg taldi það skyldu mína, minnugur þess að ís- land og Eystrasaltslöndin fengu sjálfstæði sama árið og ísland varð fuhvalda ríki, 1918, að tala máh þeirra alls staðar þar sem ég hef náð eyram áhrifamanna. í fyrstu talaði ég fyrir daufum eyrum í Evr- ópuráðinu, innan NATO, innan RÖSE og hjá SÞ. Fjandvinur minn, Uffe hinn danski, tók fljótlega und- ir. Merkilegt, tveir utanríkisráð- herrar, fyrrum herraþjóðar og fyrrverandi nýlenduþjóðar. Það sýnir hvemig sakir fyrnast og frið- samlegir samningar geta leyst sár deilumál. Landsbergis veit að það skortir ekkert á viðurkenningu af íslands hálfu. En eðlilegt framhald er að stofna til „diplómatískra tengsla, skiptast á sendiherrum, skipa ræð- ismenn o.s.frv. Spumingin er: hve- nær, hvernig? Áö alþjóðarétti er skilyrði að viðtökulandið ráði landi sínu, landamærum, vegabréfsárit- un eða með öðrum orðum sé fuh- valda de facto. Það era Litháar ekki. Þeir era enn hernumin þjóð. En að þjóðarétti er réttur þeirra til sjálfstæðis ótvíræður. Ofbeldi, hernám, innhmun, skapar ofbeld- isseggjum ekki rétt. Eram við ekki aö upplifa það núna í beinni út- sendingu: írak - Kúvæt. Ekki bara diplómatí En þetta er ekki bara spurning um diplómatísk skilyrði og laga- króka. Þetta er spuming um sið- ferði, réttlætiskennd, samstöðu - hugrekki. Við vildum styðja þaö aö sjálf- stæði Eystrasaltsríkjanna næði fram að ganga, friðsamlega og með samningum eins og í okkar eigin sögu. Við vildum ekki ögra, storka, gefa tilefni til mótaðgerða. Nú hef- ur staðan breyst. Eystrasaltsríkin hafa farið fram með friði. Sovétið, friðarverðlaunahafinn Gorbatsjov, hefur svarað með ofbeldi. Rúss- neska lýðveldið undir forystu Jelts- íns, hefur gert samning um viður- kenningu á sjálfstæði Eystrasalts- ríkjanna og sendir þangað sendi- fulltrúa - ekki sendiherra. Þetta eru söguleg þáttaskil. Þau kalla á viðbrögð að vestan. Þess vegna sagði ég í Vilnu: við munum skoða þetta upp á nýtt. Ég lofaöi engu upp í ermina á mér. Strax á heimleið- inni mun ég ræða þessi nýju við- horf við utanríkisráðherra Svía og Dana. - En hver verða viðbrögð Kreml- verja? Verðum við ekki látnir gjalda þessa og öh viðskipti fyrir bí? „Já, hver verða viðbrögöin í Kreml? Ætla þeir að reka Rússland úr Sovétríkjunum? Getum við ekki átt viðskipti við hin raunverulegu umbótaöfl í Rússlandi og Eystra- saltsríkjunum? Hér er ekki um viðskiptahags- muni að ræða. Hér er ekki um diplómatí að ræða. Ég hef séð með eigin augum og eyrum í þessari ferð að hér er um líf eða dauða að tefla. Ég hef orðið fyrir miklum áhrifum af því æðruleysi sem hér ríkir og það er skylda íslands sem smáþjóðar að standa með þessum vinum okkar. Að • vera vinur í raun.“ Fólkið er að brjótast undan okinu, út Hannibalsson utanrikisráðherra. úr Gúlaginu. Þaö er skylda íslands sem smáþjóðar að standa með þessum vinum okkar, segir Jón Baldvin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.