Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1991, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1991, Síða 13
ÞR'IÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1991. 13 íslenskar fjöiskyldur hljóta að „eyða“ mjög mismiklu í happdrætti eftir því í hvaða happdrætti þær spila. Að „eyða pening- um“ í happdrætti í síðasta hefti tímaritsins Þjóðlíf er fróðlegur greinaflokkur um spilafíkn íslendinga, happdrætti og getraunir. Ýmislegt í þessum greinaflokki á erindi til almennings nú þegar happdrættin auglýsa sem mest og margir reyna að rétta við bágan fjárhag eftir jólavertíðina með því að veðja á mismunandi hesta. Það er nefnilega ekki allt sem sýnist í happdrættis- og get- raunaskóginum eins og fram kem- ur í grein eftir Jón G. Hauksson hér í DV 9. janúar. Hér verður þetta rakið svolítið nánar. Happdrættisveltan jafnvel yfir 5 milljarðar Velta helstu happdrætta og get- rauna á landinu er til umræðu í Þjóðlífl og DV en hún var samtals rúmlega 5 milljarðar á sl. ári skv. Þjóðlífi (DV telur hana reyndar 4,4 milljarða „samkvæmt lauslegu mati“). Þetta er auðvitað há tala og það má leika sér með hana á ýmsa vegu. Þetta þýðir til dæmis, segja Þjóðlífsmenn, „að hvert heimili eyðir að meðaltali tæplega sex þúsundum króna á mánuði í happdrætti". Það er þó bót í máli, segir Þjóðlífsritstjórinn, „að þeir sem standa fyrir happdrættunum eru yfirleitt miklar þjóðþrifastofn- anir“. Fjölgun happdrætta og einkaleyfi Háskólans í Þjóðlífsgreinunum kemur líka fram að heildarvelta happdrætt- anna jókst um 67% árin 1980-1987. Sú aukning varð einkum vegna til- komu ýmissa nýrra happdrætta, ekki síst lottósins margfræga. Reyndar er þessi fjölgun happ- drætta dáhtið merkileg þegar haft er í huga að Happdrætti Háskóla íslands greiðir nú um 60 milljónir á ári til ríkisins í svokallað einka- leyfisgjald vegna þess að það hefur lögum samkvæmt einkaleyfi til þess að reka peningahappdrætti. En það er nú önnur saga. • Kjallarinn Höskuldur Þráinsson prófessor Vinningshlutfall, velta og eyðsla Þegar heildarvelta íslenskra happdrætta jókst á árunum eftir 1980 gerðist það að „raunverulegt vinningshlutfall minnkaði á sama tíma um 16%“, segja Þjóðlífsmenn. Ástæðan er sú að vinningshlutfall hinna ýmsu happdrætta og get- rauna er mjög misjafnt og yfirleitt lægra hjá nýju happdrættunum en þeim sem fyrir voru á markaðnum. Samkvæmt úttekt Þjóðlífsmanna er vinningshlutfallið allt frá 4% og upp í 70%. Það er lægst í skyndi- happdrættum hinna ýmsu félaga- samtaka. Þar segja Þjóðlífsmenn að það geti farið niður í 4% (þótt það megi reyndar ekki vera minna en 16,66%) en sé oftast á bilinu 7-20%. Happdrætti Háskóla Islands greiðir aftur á móti hæst vinnings- hlutfall eða 70% (spilakassar R.K.Í. eru þá ekki taldir með af því að erfitt er að fylgjast með því hvað rennur í gegnum þá). Lottóið greið- ir um 40% segja Þjóðlíf og DV, en samkvæmt upplýsingum í grein í viðskiptahluta Morgunblaðsins hinn 6. desember sl. mun vinnings- hlutfall lottósins þó vera heldur lægra. Ef við höfum þessar staðreyndir í huga, sjáum við að íslenskar fjöl- skyldur hljóta að „eyða“ mjög mismiklu í happdrætti eftir því í hvaða happdrætti þær spila. Effjöl- skylda kaupir miöa í einhveiju skyndihappdrættinu fyrir sex þús- und krónur einhvern mánuðinn, eins og talað er um í áðurnefndu Þjóðlífsblaði, eru ekki miklar líkur til að hún fái það fé til baka og þess vegna hefur hún í raun og veru eytt því fé. DV telur að íslend- ingar fái um 2,1 milljarð til baka af þeim 4,4 sem þeir leggja í happ- drætti og lukkuspil að mati blaðs- ins - eða tæp 48%. En ef íslending- ar notuðu allt happdrættisfé sitt til að kaupa miða í því happdrætti sem greiðir mest til baka, þ.e. Happ- drætti Háskólans, færu 70% af því aftur til kaupendanna. Það jafn- gildir sem næst því að hvert heim- ih fengi að jafnaði um 4.200 kr. á mánuði í vinning. Kannski Árni Tryggvason dytti þá loksins í lukkupottinn! Höskuldur Þráinsson. . eflslendingarnotuðuallthapp- drættisfé sitt til að kaupa miða 1 því happdrætti sem greiðir mest til baka, þ.e. Happdrætti Háskólans, færu 70% af því aftur til kaupendanna.“ Verkamannafélagið Dagsbrún KOSNING stjórnar, varastjórnar, stjórnar vinnudeilusjóðs, stjórnar styrktarsjóðs Dagsbrúnarmanna, endurskoð- enda og trúnaðarráðs Verkamannafélagsins Dags- brúnar fyrir árið 1991 fer fram að viðhafðri allsherjar- atkvæðagreiðslu að Lindargötu 9 dagana 25., 26. og 27. janúar 1991. Föstudaginn 25. janúar hefst kjörfundur kl. 13.00 og stendur til kl. 20!00. Laugardag 26. janúar hefst kjörfundur kl. 10.00 og stendur til kl. 19.00. Sunnu- dag 27. janúar hefst kjörfundur kl. 10.00 og stendur til kl. 17.00 og er þá kosningu lokið. Atkvæðisrétt hafa aðeins aðalfélagar, sem skuldlaus- ir eru fyrir árið 1990, þ.e. hafa greitt kr. 2000 í félags- gjöld eða meira. Þeir sem skulda geta greitt gjöld sín meðan kosning stendur yfir og öðlast þá atkvæðisrétt. Ekki verður tekið á móti inntökubeiðnum eftir að kosning er hafin. Kjörstaður er að Lindargötu 9, 1. hæð. Kjörstjórn Dagsbrúnar. JAFNT í BAK OG STJÓR Sjómannablaðið Víkingur er ekki fyrir sjó- menn eingöngu. Við lifum öll af auðæfum hafsins. Þessvegna kemur umræða um sjávarútveg og siglingar sérhverjum íslendingi við, hvar í stétt sem hann starfar, af hvoru kyn- inu sem hann er, á hvaða aldri sem hann er. Sjómamabíaðiö VÍKINGUR Jafnt í bak og stjór Áskriftasími: 91-629933 Nauðungaruppboð Vegna vanefnda uppboðskaupanda verður fasteignin Rauðarárstígur 13, þinglýst eign Margrétar Hreggviðsdóttur og Haraldar Gunnarssonar, boðin upp að nýju og seld á nauðungaruppboði sem fram fer á eigninni sjálfri fimmtudaginn 24. janúar 1991 kl. 15.30. Uppboðsbeiðendur eru Árni Ein- arsson hdl., Fjárheimtan hf„ Tryggingarstofnun ríkisins, Helgi V. Jónsson hrl., Rúnar Mogensen hdl., Ásgeir Björnsson hdl., Baldur Guðlaugsson hrl„ Valgeir Kristinsson hrl„ Sigríður Thorlacius hdl. og Veðdeild Lands- banka íslands. BORGARFÓGETAEMBÆTTIÐ í REYKJAVÍK Nauðungaruppboð Þriðja og síðasta á fasteigninni Vesturgötu 71, íb. 03-01, þingl. eig. Sigur- björg Ögmundsd. og Snæbjörn Ágústss., fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 24 jan. '91 kl. 16.00> Uppboðsbeiðendur eru Veðdeild Landsbanda íslands og Guðjón Ármann Jónsson hdl. BORGARFÓGETAEMBÆTTIÐ i REYKJAVÍK Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á fasteigninni Vesturgötu 73, íþ. 01-01, þingl. eigandi Hólaberg sf„ fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 24 jan. '91 kl. 16.15. Upp- boðsbeiðendur eru Guðjón Ármann Jónsson hdl„ Ásgeir Thoroddsen hrl. og Gjaldheimtan í Reykjavík. BORGARFÓGETAEMBÆTTIÐ Í REYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.