Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1991, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1991, Side 25
ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1991. 25 LífsstQl DV kannar verð á þorramat: Ódýrasti þorrabakkinn á 625 krónur kílóið Þorri nálgast nú óöfluga. Fyrsti dagur í þorra er föstudagurinn 25. janúar. Það er hefö aö blóta þorrann með áti á ýmiss konar matartegund- um og er þá súrmeti ýmiss konar mikiö á borðum. Ekki virðist þó liggja ljóst fyrir hvaöa matartegund- ir eiga eingöngu viö þorrann en þær tegundir sem verslanir hafa á boð- stólum nú og kenna við þorrann eru orðnar æðimargar. Flestar verslanir kappkosta nú að hafa sem mest á boðstólum og al- gengt er að þær selji sérstaka þorra- bakka. Þeir eru ótrúiega margbreyti- legir í samsetningu milli verslana, enda virðast ekki vera dregin skýr Neytendur mörk um hvað sé þorramatur og hvað ekki. Gerð var verðkönnun á þorrabakka frá fimm verslunum og má sjá niðurstöðuna hér til hliðar. Allt að 18 tegundir í bakka Hagkaup er með tilbúna þorra- bakka í tveim stærðum. Þeir eru frá SS á 460 krónur og Borgarnesi á 530 krónur. Svo fæst þar líka fata með súrmat frá SS á 1360 kr. Innihald þorrabakkanna frá þeim er súr svína- og sviðasulta, hrútspungar, lundabaggi, bringukollar og hangi- kjöt. Þorramaturinn frá SS, sem kostar 1360 kr. og er seldur í fötu, í mysulegi, er þó eingöngu súrmeti. Arni Ingvarsson, sem sér um þorrabakkana hjá Hagkaupi, segir að sala á þorrabökkum fari minnk- andi ár frá ári. Hins vegar hefði við- skiptavinurinn miklu fremur dálæti á einstökum tegundum og keypti þær frekar sér. Mikligarður var með tvær stærðir þorrabakka. í þeim voru harðfiskur, síld, rófustappa, kartöflusalat, rúg- brauð, smjör, lundabaggar, bringur, hrútspungar, sviðasulta, hákarl og hangikjöt. Þyngdin á þorrabökkun- um hjá þeim var nálægt hálfu kílói og einu kílói. Nóatún var með eina gerð þorra- bakka á frekar hagstæðu verði. Inni- hald þorrabakkans hjá þeim var sviðasulta, svínasulta, hrútspungar, harðfiskur, hangikjöt, lundabaggi, bringukollar, rófustappa, síldarsalat, rúgbrauð og smjör, bringur, súrt heilagfiski og ítalskt baunasalat. Þar — ■ . : ; :• Jg ■ ■• '‘-Ú Kokkarnir á Múlakaffi voru albúnir i slaginn með þorramatinn en þorri hefst næstkomandi föstudag. DV-mynd BG voru menn önnum kafnir viö að út- búa fleiri bakka því að þeir seldust upp hjá þeim jafnóðum og þeir komu í borðið. Kjötstöðin Glæsibæ var með eina tegund þorrabakka á bilinu 700-800 g. Bakkinn frá þeim reyndist inni- halda mesta úrvalið af þorramat: hangikjöt, sviðasultu, bæði nýja og súra, sviðakjamma, blóðmör og lifr- arpylsu, bæði súrt og nýtt, bringur, hrútspunga, lundabagga, eistnavefj- ur, hákarl, flatkökur, harðfisk, mag- ál, rúgbrauð og smjör, súrt heilag- fiski, síld og rófustöppu. Súra heilag- fiskið er ætlað að koma í staö hvals- ins sem er ófáanlegur. Sölumenn hjá Kjötstöðinni Glæsibæ sögðu að salan á þorramat hjá þeim ykist ár frá ári en mjög al- gengt væri nú orðið að þeir seldu Islendingafélögum erlendis. Þeir voru sammála um að neysla á þorra- mat væri alls ekki á undanhaldi. Kjötbúðin Borg seldi þorrabakka á hagstæðasta verðinu miðað við þyngd. í þorrabakkanum hjá þeim var hangikjöt, hrútspungar, bringur, sviðasulta, lundabaggi, súrt slátur, bæði blóðmör og lifrarpylsa, kartöfl- ur, rófustappa, rúgbrauð og smjör. í stærri bakkanum var auk þess ít- aiskt baunasalat. Þeir hjá Kjötbúð- inni Borg bjuggust ekki við minnk- andi sölu á þorramat frá því á síð- asta ári. Þorramatur á veitingastöðum Kjósi menn frekar að fara á veit- ingastað til að borða þorramat er um nokkra kosti að velja. Veitingahúsið Naust býður þorrabakka á sama verði og á síðasta ári, 1990 krónur á mann. Naustið hefur lengi verið með þorrabakka á sínum matseðli um þorrann. Múlakaffi var með 1200 gramma hjónabakka á 1490 krónur. Veitingastaðurinn A. Hansen bauð sinn þorrabakka á 1500 krónur. Þorrabakkinn var mjög ódýr á veit- ingastaðnum Árbergi, 970 krónur, sérstaklega þegar tekið er tillit tii þess að innifalið í verðinu var súpa og aðgangur að salatbar. Potturinn og pannan höfðu sömuleiðis aðgang að súpu og salatbar innifalið í verð- inu á þorrabakkanum. Hann kostaði 1490 krónur hjá þeim og gestir máttu fá sér eftirrétt ef þeir gátu torgað honum ofan á allt saman. Ef menn kjósa að blóta þorrann er greinilegt að valkostirnir eru margir og hægt að gera hagstæð kaup með hjálp verðsamanburðar. ÍS Verslun Verð á bakka Þyngd Verðákg Hagkaup 460 500 g 913 Hagkaup 530 600 g 896 Hagkaup 1360 1500g 910 Mikligarður 495 500 g 990 Mikligaröur 995 1014 g 980 Nóatún 799 950 g 841 Kjötstöðin 790 7-800g 988-1128 Kjötbúðin Borg 350 530 g 660 Kjötbúðin Borg 500 800 g 625 Þorri byrjar á bóndadegi Þorri er flórði mánuöur vetrar samkvæmt fornu íslensku tímatali. Hann hefst alltaf á föstudegi í 13. viku vetrar á bilinu 19.-25. janúar. Þorri var blótaður í heiðni en siðurinn lagðist af við kristnitökuna. Með au- knu trúfrelsi á 19. öld var hann tek- inn upp á ný og nýtur nú í dag mik- illa vinsælda meðal landsmanna. Þorrablót voru upphaflega haldin á fyrsta degi þorra en nú eru menn ekki svo nákvæmir með það. Algengt er jafnvel aö þjófstartað sé með þorrablót áður en þorri byrjar. Frá því kringum 1950 hafa þorra- blót verið haldin á vegum átthagafé- laga og er þá á borðum íslenskur matur, gjarnan súrmeti ýmiss konar. Þorramatur hefur jafnframt verið á boðstólum ýmissa veitingahúsa frá 1960. Síðasti dagur þorra í ár er 23. febrúar. ÍS Meðferð þorra- matar er vandasöm Nú þegar þorri nálgast óðum er vert aö hafa í huga að sá matur sem neytt er um þorra er vandraeöíar- inn. Fylgja þarf ákveðnum grund- vallarreglum viö geymslu og með- ferð á honum og viðhafa ýtrasta hreinlæti. Með því aö fylgja ákveðnum reglum ætti að vera hægt að minnka hkur á að hinn þjóðlegi þorramatur valdi matar- eitrun eða sýkingu. Fyrst og fremst þarf að gæta sérs- taklega að persónulegu hreinlæti við meöferð þorramatar. Hendur skulu þvegnar vel með sápu, hnífar skyldu ávallt vera vel hreinir og vel þrifin skurðbretti eru nauösyn- leg, sérstaklega þar sem margar tegundir þorramatar eru mjög lyktarsterkar og geta smitað út frá sér. Betra er að nota pappír en eld- húsklúta eða svampa við þrif á þorramat þar sem pappír er ein- nota. Við hitun matvæla skal gæta þess aö þau gegnumhitni upp í 700 C eöa hærra. Ef halda skal kjötrétt- um heitum ætti að halda þeim á a.m.k. 600 C og gæta skal þess að geyma ekki soðið kjöt eða rétti úr þeim lengi við stofuhita. Kartöflu- stöppur og rófustöppur, sem eru vinsælar á þorranum, eru sérlega viðkvæmar vörur með vænleg skil- yrði fyrir gerlagróður og þola því ekki vel geymslu. Sýrðan mat er best að geyma i mysublöndu (mysu, blandaðri með ediki) í kæliskáp þar til hann er borinn fram. Mat, sem súrsaður er í hehnahúsum, þarf fyrst að sjóða vel og kæla áður en hann er sýrð- ur. Súrsun þarf að fara fram á köld- um stað, helst í kæhskáp. Hafa skal í huga að ósýrður þorramatur hef- ur yfirleitt mun skemmra geymslu- þol en súrmatur. Ef þessum leiðbeiningum er fylgt ætti að vera hægt að komast hiá matareitrunum og matarsýkingum sem því miður vilja oft fylgja þorr- anum. ÍS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.