Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1991, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1991, Qupperneq 31
ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1991. 31 Menning Píanótónleikar Evrópusamband píanókennara hélt tónleika í íslensku óperunni í gærkvöldi þar sem Halldór Haraldsson píanóleikari lék einleik á píanó. Á efnisskránni voru verk eftir Ludwig van Beet- hoven, Bela Bartok, Maurice Ravel, Claude De- bussy og Frederic Chopin. Beethoven samdi Pathétique sónötuna á fyrsta hluta ferils síns. Samt er enginn byrjendabragur á verkinu heldur ber það skýr merki höfundar- ins bæði að formi og innihaidi. Þetta hefur um langt skeið verið með vinsælustu píanóverkum og eru fyrir því góðar ástæður. Verkið er vel samið, frumlegt og yndisfagurt. Það sama verð- ur ekki sagt um 32 tilbrigði eftir sama höfund. Tánlist Finnur Torfi Stefánsson Þetta verk er passacagha eða öllu heldur Chac- onna og tekst aldrei að komast yfir þá formlegu einhæfni sem jafnan er hætta á í shkum verkum ef ekki er gert eitthvað sérstakt til að koma í veg fyrir það. Verkið hljómar á köflum eins og fingraæfing fyrir píanóleikara eða þjálfunar- stykki í tónsmíðum. Þrjú ungversk þjóðlög eftir Bartok, Oiseaux tristes eftir Ravel og Pour le piano eftir Debussy eru allt vel geröar og fallega hljómandi tónsmíð- ar en stóðust þó ekki samanburð við þá sjald- gæfu dýrgripi þar sem eru Noktúrna í cís-moll og Polonaise í As-dúr eftir Chopin. Það er ekki á hvers manns færi að halda tón- leika með efnisskrá af þessu tagi og á Halldór Haraldsson þakkir skildar fyrir framtakið. Flutningur hans var yfirleitt mjög góður, en bestum tökum náði hann í túlkun ljóðrænna kafla. Hæst reis túlkun hans í Noktúrnu Chop- ins þar sem honum tókst að skapa mjög sterka stemningu. Sáttargjörð við dauðann Fyrir einu og hálfu ári hélt Arngunnur Ýr Gylfadóttir sýningu í listasalnum Nýhöfn sem var æöi nærgöngul við áhorfandann. Hún var opinskátt systurtorrek; byggð upp af ýmiss kon- ar dauðaminnum sem skírskotuðu til örlaga til- tekins ástvinar, en gegndu einnig því hlutverki að minna okkur lifendur á návist dauðans. Svo- leiðis áminningar, nefndar memento mori, eru algengar í eldri myndlist. Enginn efaðist um hug og dug þessarar ungu listakonu, en þegar upp var staðið reyndist einstaklingsbundinn sárs- aukinn hinni almennu áminningu, og þar með almennri skírskotun, sennilega yfirsterkari. Sýningin, sem Arngunnur Ýr heldur að Kjarv- alsstöðum um þessar mundir, er nokkurs konar framienging þessarar umfjöllunar um „dauðans óvissa tíma“, en með öðrum formerkjum. Hún er meiri um sig, þematískari og þar af leiðandi Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson öllu hlutlægari. Sársaukann hefur listakonan virkjað í þágu gegnumgangandi hugmyndakerf- is. Úm rúmlega fimmtíu verk sýningarinnar segir Arngunnur Ýr í sýningarskrá: „Þótt myndefnið sé frábrugðið innbyrðis skapast þar samband sem hver mynd ein og sér væri ekki fær um að lýsa.“ Röntgenmyndir Öðrum megin austursalar eru eingöngu ljósa- kassar af ýmsum stærðum. Eru þeir eins og nútíma útgáfa af helgiskrínum þeim sem varð- veita jarðneskar leifar kaþólskra dýrölinga, en geyma röntgenfilmur í stað líkamsparta. Rönt- genfílmurnar leggur listakonan ofan á önnur aðfóng, t.d. hár, bein og myndir af himintungl- um. Þannig vill hún koma á framfæri heild- rænni veraldarsýn, þar sem innviðir líkamans og innviðir alheims kallast á. Það sem kemur fyrir líkamann, hrörnun og dauði, er samkvæmt því ekki endalok eins eða neins, heldur hluti af undraverðu sköpunar- og þróunarmynstri, sem kannski er aðeins hægt að skrifa á reikning æðri máttarvalda. Arngunnar Yr ásamt einu myndverka sinna. Andspænis ljósakössunum eru fjórar myndr- aðir sem listakonan kallar Varanlegar menjar, einnig unnar með blandaðri tækni, þar á meðal olíu, plexígleri, flaueli, rósum, hári og marm- ara. Þessar myndraðir erú í rauninni ítrekun á þeim viðhorfum sem fram koma í ljósakössun- um, en í áþreifanlegra - og kannski fyrirsjáan- legra - formi. Innri og ytri veröid Mjúkir og safaríkir ávextir í ytri veröld okkar eru spegilmynd líffæranna; lögun þeirra og áferð kallar upp í hugann frekari ytri hliðstæð- ur (bresti í glerrúðu, æðar í marmara o.fl.) sem vísa aftur á enn aðrar innri hliðstæður og svo framvegis, væntanlega til eilífðarnóns. Boð- skapur listakonunnar virðist hér aftur vera sá að innri og ytri veruleiki séu eitt, hluti af sama sköpunarverkinu. Út af fyrir sig standa myndr- aðirnar undir þeirri kenningu og innan sinna takmarka eru þær býsna áhrifaríkar, ekki síst nr. II. Á hinn bóginn nægja þessar samlíkingar ur efnisheiminum tæplega til að skapa verkunum þá andlegu vídd sem listakonan lýsir eftir í sýn- ingarskrá, kannski helst fyrir allt að því munúö- arfullan áþreifanleika þeirra. Ef líta máá fyrri sýningu Arngunnar Ýrar sem samfellda tjáningu harms, er kannski ekki úr vegi að líta á sýninguna að Kjarvalsstöðum sem sáttargjörð við dauðann. Að henni yfirstaðinni getur listakonan vænt- anlega tekið aftur upp merki lífsorku og ástar. Fréttir Viðskiptabókun viö Sovét: Rammasamningur tiibúinn til undirskriftar Rammasamkomulag hefur náðst milli íslands og Sovétríkjanna um nýja viðskiptabókun fyrir árin 1991 og 1992. Samkomulagið mun þó ekki taka gildi fyrr en það hefur verið undirskrifað og staðfest af stjórnvöldum beggja landanna. Fyrri viðskiptabókun féll úr gildi um áramótin og er því í raun ekk- ert viðskiptasamkomulag nú milli ríkjanna. Bókunin er gerð á grund- velli viðskiptasamnings sem gerð- ur var milli landanna 1953. Undan- farin ár hafa þær verið gerðar til flmm ára og í þeim hafa bæði magn- og verðmætatölur verið tilteknar. Mikil viðskipti hafa verið milli landanna á grundvelh þessara bók- ana. Þess má geta í þessu sambandi að á fyrstu 10 mánuðum síðasta árs fluttu íslendingar út vörur til Sov- étríkjanna fyrir tæplega 2,4 millj- arða og keyptu þaðan vörur fyrir tæplega 3,7 milljarða. Að þessu sinni er bókunin þó aðeins almenn viljayfirlýsing til tveggja ára um farsæl viðskipti milli landanna. í henni'er meðal annars að finna skrá yfir þær vörur sem íslendingar óska eftir að fá keyptar frá Sovétríkjunum fram til ársloka 1992, svo sem bensín, svar- toUu, gasolíu, timbur, vélar, bif- reiðar og tól til virkjana. í henni er einnig að finna lista yflr þær vörur sem íslendingar vilja selja aðUium í Sovétríkjunum, svo sem freðfisk, saltsíld, Iagmeti, uUarvör- ur og vélar til fiskvinnslu. í fyrirUggjandi drögum að bókun er kveðið á um að stefnt skuli að sem mestum jöfnuði í viðskiptum landanna. Talað er um að til greina komi að aðilar í löndunum stofni með sér sameiginleg fyrirtæki til að efla viðskiptin. Einnig segir að aðUar bókunarinnar skuli ekki síð- ar en á miðju ári 1992 hefja viðræð- ur um nýja viðskiptabókun fyrir árin 1993 til 1995. -kaa Veður Suðvestan og sunnan kaldi eða stinningskaldi með súld sunnan- og suðaustanlands en skúrum á vestur- landi og annesjum norðanlands i dag. Hægari og að mestu úrkomulaust i kvöld. i nótt gengur til sunn- anáttar og fer þá að rigna, fyrst vestanlands. Hiti 2-10 stig. Akureyri Egilsstaðir Galtarviti Keflavíkurflugvöllur Kirkjubæjarklaustur Raufarhöfn Reykjavík Vestmannaeyjar Bergen Helsinki Kaupmannahöfn Ósló Stokkhólmur Amsterdam Barcelona Berlin Feneyjar Frankfurt Glasgow Hamborg London LosAngeles Lúxemborg Malaga Mallorca Montreal Nuuk París Róm skýjað 7 skýjað 7 rigning 4 rigning 3 rign/súld 4 alskýjað 2 rigning 3 rign/súld 5 skýjað 2 skýjað -6 léttskýjað -2 skýjað -A léttskýjað -6 súld 3 þokumóða 6 þokumóða 2 heiðskirt -2 alskýjað 2 mistur 3 súld 3 skýjað 2 léttskýjað 1-2 skýjað -2 skýjað 9 heiðskirt 4 skýjað -21 skýjað -13 skýjaö 3 þokumóða 1 Gengið Gengisskráning nr. 14. - 22. janúar 1991 kl. 9.15 Eining kl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi Dollar • 54,620 54,780 55,880 Pund 106,727 107,040 106,004 Kan. dollar 47,174 47,312 48,104 Dönsk kr. 9,5323 9,5602 9,5236 Norsk kr. 9,3784 9,4059 9,3758 Sænsk kr. 9,7920 9.8207 9,7992 Fi. mark 15,1491 15,1935 15.2282 Fra. franki 10,7806 10,8122 10,8132 Belg. franki 1,7797 1.7849 1,7791 Sviss. franki 43,5375 43,6651 43,0757 Holl. gyllini 32,5216 32,6169 32,5926 Þýskt mark 36.6700 36.7774 36,7753 It. líra 0,04877 0,04891 0,04874 Aust.sch. 5,2061 5,2214 5,2266 Port. escudo 0,4117 0,4129 0,4122 Spá. peseti 0,5830 0,5847 0,5750 Jap. yen 0,41500 0,41621 0.41149 Irskt pund 97,428 97,714 97,748 SDR 78,3415 78,5710 78,8774 ECU 75,5941 75,8155 75,3821 F iskmarkaðimir Faxamarkaður 21. janúar seldust alls 134,275 tonn. Magn í Verð í krónum tonnum Medal Lægsta Hæsta Blandað 0,377 29,30 20,00 77,00 Gelluc 0,022 330,00 330,00 330,00 Hrogn 0,483 319,59 100,00 345,00 Karfi 1,132 .47.26 27,00 48,00 Keila 3,358 45,01 39,00 46,00 Langa 0.081 65,00 65,00 65,00 Lúða 0,389 362,62 300,00 430,00 Skarkoli 0,707 89,00 89,00 89,00 Steinbítur 0,651 71,27 64,00 74,00 Þorskur. sl. 96,779 102,42 74,00 113,00 Þorskur, ósl. 9,821 92,29 86,00 120,00 Undirmálsf. 8,421 76,75 57,00 82.00 Ýsa.sl. 8,986 106,55 90,00 117,00 Ýsa.ósl. 3,068 83,70 77.00 98,00 Fiskmarkaður Hafnarfjarðar 21. janúar seldust alls 77,034 tonn. Þorskur 21,149 105,59 98,00 124,00 Þorskur, ósl. 17,703 91,04 85,00 101,00 Smáþorskur 2,103 85,19 85,00 87.00 Smáþorskur, ósl. 1,408 79,00 79,00 79,00 Ýsa 14,149 106.77 60,00 110,00 'Ýsa, ósl. 8,174 86,56 60,00 92,00 Smáýsa.'ósl. 0,244 60,00 60,00 60,00 Gellur 0,016 290,00 290,00 290,00 Lýsa, ósl. 0,117 56,15 30.00 60,00 Koli 0,064 83,00 83,00 83,00 Rauðm./grál. 0,086 82,00 82,00 82,00 Hrogn 0,125 361,84 255,00 370,00 Keila 0,206 35,31 20,00 49,00 Karfi 0,364 45,00 45,00 45,00 Steinbitur 0,186 69,42 68,00 70.00 Ufsi, ósl 0.027 36,00 36,00 .36.00 Langa, ósl. 0,284 62,00 62,00 62,00 Langa 1,258 69,73 62,00 71,00 Skata 0,044 50,00 50,00 60.00 Steinbitur, ósl. 1,569 66,96 64,00 67,00 Lúða 0,759 403,99 316.00 460,00 Keila, ósl. 6,947 48,78 38,00 54,00 Fiskmarkaður Suðurnesja 21. janúar seldust alls 93,296 tonn. Þorskur, bl. 6,082 ■91.68 91,00 92,00 Þorskur, ósl. 60,773 99,62 88,00 125,00 Þorskur, sl. 1,418 97,41 92,00 100,00 0,778 75,00 75,00 75.00 Tindaskata 0,013 5,00 5,00 5,00 Langa 0,453 65,63 59,00 69,00 Skata 0,062 82,87 64,00 90,00 Lýsa 0,285 58,61 55,00 59,00 Háfur 1,130 5,00 5,00 5,00 Ufsi 2,296 40,17 37,00 53,00 Steinbítur 2,487 61,41 59,00 80,00 Blandað 0,956 40,42 20,00 57,00 Ýsa, ósl. 13,476 86,47 79,00 97.00 Skarkoli 0,363 73,44 50,00 80,00 Lúða 0,060 509,35 “330,00 585,00 Lifur 0,044 10,00 10,00 10,00 2,345 47,23 35,00 52.00 Hrogn 0,014 190,00 190,00 190,00 Hlýri 0,029 60,00 60,00 60,00 Hlýri + steinb. 0,029 60,00 60,00 60,00 Karfi 1,004 47,67 5,00 52,00 Kinnfiskur 0,059 185,00 185,00 185,00 Gellur 0,031 255,00 255,00 255.00 MARGFELDI 145 PÖNTUNARSÍMI • 653900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.