Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1991, Síða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritsfjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Frjálst, óháÖ dagblað
ÞRIÐJUDAGIiR 22. JANÚAR 1991.
Dauðaslys um
borðíÁgústi
Guðmundssyni
Banaslys varð um borð í Agústi
Guðmundssyni GK 95 í Njarðvíkur-
höfn um klukkan átta í gærmorgun.
Maður um fertugt lést er lestarlúga
féll á hann er hann vann ásamt öðr-
um skipverjum við uppskipun. All-
nokkurt hvassviðri var þegar slysið
átti sér'stað og er talið að orsakir
slyssins megi rekja til þess.
-J.Mar
Sjómannsins
leitað i dag
Gylfi Krisljáiisson, DV, Akureyri:
Leitinni að sjómanninum frá
Grenivík, sem saknað hefur verið
síðan í fyrradag, verður framhaldið
í dag og verður leitað úr lofti og á sjó
og fjörur gengnar.
Mannsins, sem er 35 ára, hefur
verið saknað síðan bátur hans fannst
mölbrotinn í fjörunni við Gjögurtá
síðdegis á sunnudag. Skilyrði til leit-
ar voru afleit nyrðra í gær en í morg-
un viðraði mun betur.
Ekki alvarlegt
tjón i fárviðrinu
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Tjónið, sem varð á Akureyri í fár-
viðrinu í gær, varð minna en efni
stóðu til. Skemmdir urðu aðallega á
fjölbýlishúsi í Skarðshlíð er þakplöt-
ur af húsinu fuku af því og þá urðu
einnig skemmdir á fimm bifreiðum
vegna veðursins.
Skorsteinn féll af húsi við'Hafnar-
stræti og skemmdi þrjár bifreiðir. Þá
fauk spónaplata á bifreið, vegaskilti
á aðra enda var vindhraði á Akur-
eyri í mestu hviðunum um 200 km á
klukkustund þegar mest var.
Læknadeilan:
Fundifrestað
Samningafundi lækna, ríkis og
borgar hjá ríkissáttasemjara í gær
var frestað þar til í dag. Guðríður
Þorstemsdóttir í samninganefnd rík-
isins segir að heldur hafi þokast í
samkomulagsátt í gær en þó beri
talsvertímilli. -ns
Dalasýsla:
Friðjón sýslumaður
Friðjón Þórðarson alþingismaður
hefur verið skipaður sýslumaður í
Dalasýslu frá og með 1. apríl næst-
komandi. Alls sóttu fimm manns um
embættið. Friðjón var áður sýslu-
maður í Dalasýslu á árunum 1955-
1965. -ns
Heitavatnsleiðslur sprungu á nokkrum stöðum í Kópavogi í nótt:
wicnn SKemmai
íbúðir á sex hæðum
Svo virðist sem mikill þrýstingur á
heitu vatni i austurbænum í Kópa-
vogi hafi orsakað töluverðar
skemmdir á nokkrum íbúðum og
leiðslum utanhúss í nótt og í morg-
un.
„Ég vaknaði um klukkan tvö þeg-
ar rör sprakk og heita vatnið fór
að leka. Það flædch vatn yfir öll
teppin í íbúðinni. Ég þurfti síðan
að stafla húsgögnum upp og var að
þurrka í nokkurn tíma í nótt,“
sagði Hulda Ásgeirsdóttir, íbúi á
annarri hæð i fjölbýlishúsinu í
Þverbrekku 4 í Kópavogi, í samtali
við DV í morgun.
Leiðsla spakk á 6. hæð í húsinu
i nótt og lak vatn niður eftir öllum
hæðum og alveg niður í geymslu í
húsinu. Skemmdir urðu mismiklar
í íbúöunum en vatn hafð runnið
alveg fram á gang í íbúð Huldu á
annarri hæð eftir aö leiðsla sprakk
í svefnherbergi. Að sögn eins íbúa
á 4. hæð virðist vatn hafa lekið nið-
ur með veggjum og lofti í íbúðum
hussins.
Lögreglan í Kópavogi var að taka
við tilkynningum um sprungnat
heitavatnsleiðslur á nokkrum stöð-
um í austurbænum fram til klukk-
an átta í morgun. I húsinu í Þver-
brekku 4 sprakk ofn og þar lak
heitt vatn niöur. Heitavatnsæð
sprakk einnig við inntak húsa við
göturnar Kjarrhólma og Furu-
grund.
Hreinn Frímannsson, yfirverk-
fræðingur hjá Hitaveitu Reykjavík-
ur, segir að upplýsingar liggi fyrir
um að þrýstingur hafi aukist á
heitavatnskerfmu eftir að hlýna
tók í veðri í fyrrinótt.
Hann sagði við DV í morgun að
það sneri að Hitaveitunni að lag-
færa skemmdir sem orðið liafa ut-
anhúss. Varðandi leiðslur innan-
húss sagði hann að þrýstiminnkar-
ar eigi að minnka álag í leiðslum
en öryggislokar að taka við ef þeir
bila.
Þegar DV fór i prentun í morgun
voru menn hjá Hitaveitu Reykja-
víkur að afla upplýsinga um atvik-
in í Kópavogi í nótt.
-ÓTT
Prófkjör Alþýðuflokksins í Reykjavlk:
Jóhanna steff nir
á annað sætið
- þrettán 1 framboði
Jóhanna Sigurðardóttir gefur ekki
kost á sér í 1. sætið í prófkjöri Al-
þýöuflokksins í Reykjavík fyrir kom-
andi alþingiskosningar heldur
stefnir á annað sætið. Virðist því sem
sættir hafi tekist á milli þessara
tveggja forystumanna flokksins.
Alls gáfu þrettán manns kost á sér
í prófkjörið en framboðsfrestur rann
út á miðnætti í gær. Prófkjörið fer
fram laugardaginn og sunnudaginn
2.-3. febrúar. Kosið verður um sex
efstu sætin. Þeir sem gefa kost á sér
eru:
Birgir Árnason, Gunnar Ingi Gunn-
arsson, Guðmundur Haraldsson,
Helgi Daníelsson, Jóhanna Sigurðar-
dóttir, Jón Ármann Héðinsson, Jón
Baldvin Hannibalsson, Magnús
Jónsson, Ragnheiður Davíðsdóttir,
Valgerður Gunnarsdóttir, Þorlákur
Helgason, Þröstur Ólafsson og Össur
Skarphéðinsson.
-hlh/kaa
Undirmenn á stóru togurunum:
Samningar samþykktir
Hulda Ásgeirsdóttir við rennblautt gólfteppið í stofunni hjá sér í morgun.
Húsgögnum varð að stafla upp á meðan verið var að þurrka upp.
DV-mynd GVA
Stjórn og trúnaðarmannaráð Sjó-
mannafélags Reykjavfkur hefur
samþykkt fyrir hönd undirmanna á
togurunum nýjan kjarasamning
milh Sjómannasambands íslands og
Landssambands íslenskra útvegs-
manna.
Deildar meiningar voru um hvort
samningurinn hefði verið samþykkt-
ur þegar allsherjaratkvæðagreiðsla
fór fram um hann innan Sjómanna-
sambandsins.
Samningurinn var samþykktur
með smávægilegiím orðalagsbreyt-
ingum er varða hafnarfrí eftir jól og
áramót.
Sjómannafélag Akureyrar hefur
enn ekki tekið afstöðu til hvort það
samþykkir samninginn eða fer fram
á nýjar samningaviðræður. Afstaða
til þess máls verður tekin síðar í
þessariviku. -J.Mar
LOKI
Hefur Davíð tekið að sér
teppahreinsun í Kópó?
Veðrið á morgun:
súld sunnan-
lands
Á morgun verður suðlæg átt,
fremur hvasst á annesjum vest-
anlands en mun hægari austan
til á landinu. Rigning og súld
verður um sunnan- og vestanvert
landið en þurrt norðaustanlands'.
Hlýtt í veðri og hiti á bihnu 5-9
stig.
> C72177 V
SMIÐJUKAFFI p
SmUM FRÍTT H£/M
OPNUM KL. 18VIRKA DAGA
OG KL. 12 UM HELGAR
v*
í Á R A *»
c 4
lll ALÞJÓÐA
LÍFTRYGGINGARFÉLAGIÐ
LÁGMÚLA 5 • REYKJAVÍK • S. 681644