Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1991, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1991, Síða 4
LAUGARDAGUR.26, JANÚAR.1991. Fréttir Bæjarstjómin á ísafirði: Brestir í meirihlutasam- starfi sjálfstæðismanna - launakj ör bæj arstj óra valda ágreiningi Ágreiningur blossaði upp að nýju milli sjálfstæðismanna á ísafirði á fundi bæjarstjómar síðastliðinn fimmtudag. í upphafi fundarins kynnti Kolbrún Halldórsdóttir, vara- forseti bæjarstjómar, samkomulag sem hún sagöi að meirihlutinn hefði náð við Haraid Líndal Haraldsson bæjarstjóra um breytt ráðningar- kjör. Þau skipuðu bæði sæti á í-hsta sjálfstæðismanna í síðustu kosning- um. Þessu andmælti Georg Bærings- son, D-lista sjálfstæðismanna, og sagði ekkert slíkt samkomulag hafa náðst. Hafði hann á orði eftir fundinn að hann hygðist láta brjóta á þessu á bæjarráðsfundi sem haldinn verö- ur á mánudaginn. Ef svo fer er ekki ólíklegt að endir verði bundinn á meirihlutasamstarf sjálfstæðis- manna á Ísafírði. Núverandi meirihluti í bæjarstjóm er eingöngu skipaður sjálfstæðis- mönnum en í síöustu kosningum bauð ílokkurinn fram í tvennu lagi, D-lista og í-lista, vegna ágreinings um uppröðun á lista. Svo virðist sem þær deilur, sem þá spruttu upp milli þessara tveggja arma Sjálfstæðis- flokksins, hafi leitt til enn frekari og djúpstæðari ágreinings. Samkvæmt þeim upplýsingum, serri DV hefur aflað sér, fela drögin að breyttum kjarasamningi í sér meiri yfirvinnugreiðslur en lækkun bílastyrks og hækkun á húsaleigu. Um er að ræða innbyrðis leiðréttingu en í heildina eru launakjörin nánast óbreytt. Ekki náðist í Georg .Bæringsson vegna þessa máls í gær en að sögn heimildarmanna DV er ágreiningur- inn um breytt ráðningarkjör í raun deilur um völd og áherslur í bæjar- stjóminni. Sem kunnugt er vildu D-hstamenn mynda meirihluta með alþýðuflokksmönnum eftir kosning- arnar en gengu til samstarfs við í- hstann vegna eindreginna tilmæla frá flokksforystunni. Að sögn Haralds Líndal bæjar- stjóra á hann ekki von á að upp úr meirihlutasamstarfinu slitni vegna þessa máls. Hann segir að menn hljóti að beygja sig undir meirihluta- ákvörðun í málinu. „Það er eins og gengur og gerist í lýðræðinu, menn éru ekki alltaf sam- mála. Það er rétt hjá Georg aö hann lýsti sig andsnúinn þessum samningi þegar gengið var frá honum við mig en hann talaði ekkert um að beita sér gegn honum.“ -kaa Guðmundur Viöar Friðriksson og Stefán Jóhannsson, tveir af stofnendum íslensku lakkrísverksmiðjunnar í Kína, ásamt Bjarna Halldórssyni sem verður framkvæmdastjóri. Þeir félagar halda á samningnum við kínversku sælgæt- isverksmiðjuna og að sjálfsögðu er samningurinn á kínversku. DV-mynd GVA * íslendingar stofna lakkrísverksmiöju 1 Kína: Þeir héldu að ég væri að bjóða þeim gúmmí - segir Guðmundur Viðar Friðriksson, einn eigendanna „Kínveijar þekkja ekki lakkrís sem sælgæti og reyndar enginn Asíu- búi, nema lakkrísrótina sem lyf. Þeir héldu þess vegna að ég væri að bjóða þeim gúmmí þegar ég bauð þeim ís- lenskan lakkrís,“ segir Guðmundur Viðar Friöriksson, einn stofnenda og eigenda lakkrísverksmiðju sem verið er að setja á stofn í Kína. Upphaf hugmyndarinnar um lakkrísverksmiðjuna má rekja til ársins 1985 en þá átti Guðmundur Viðar sælgætisgerðina Völu. Hann reyndi fyrir sér með útflutning á sælgæti og þar á meðal lakkrís. „Við- brögðin bæði í Danmörku og Banda- ríkjunum voru mjög góð en bæði var kerfis og lagna ýmiss konar. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins í kostnaðurinn alltof mikih og fram- Samningar tókust síöan viö kín- Kína verður Bjarni Halldórsson við- leiðslugetan of htil.“ verska sælgætisverksmiðju í eigu skiptafræðingur. Árið 1987 keypti Guðmundur heild- kínverska ríkisins sem hefur verið * -ns verslunina Sjónval sem hefur átt við- skipti við Kína frá 1978 og þá sá hann möguleika á þessari framleiðslu. „Ég hóf þá viðræður við Chu Yiyou, við- skiptafuhtrúa kinverska sendiráðs- ins hér, og hann tók mjög vel í hug- myndina. Ég hafði því samband við Stefán Jóhannsson sem vann hjá Fjárfestingarfélaginu og hann hefur hjálpað mér við að skipuleggja allt í sambandi við framkvæmd hug- myndarinnar og starfsemina." Eftir ítarlega skoðun og heimsókn- ir til borga í Kína var ákveðið að verksmiöjan yrði i borginni Guangz- hou vegna góðra samgangna, síma- starfrækt í um 40 ár. „Verksmiðjan er mjög vel tækjum búin fyrir fram- leiðslu á öhu sælgæti en við bætum svo lakkrísnum. inn í þá fram- leiðslu," segir Guðmundur Viðar. Heildarfjárfestingin er 1,2 mihjónir dollara og skiptist til helminga á mhli kínverskra og íslenskra aðha. íslenska lakkrísverksmiöjan verður þó sérstakt fyrirtæki en í samstarfi við hið kínverska. Kínverski mark- aðurinn er ekki sá eini sem þeir fé- lagar hyggjast leggja undir sig, held- ur hafa þeir náð mörkuðum víðs veg- ar um heiminn, meðal annars í Bandaríkjunum. Skiptar skoðanir um söluna á Þormóði ramma: Páll og Pálmi bak við líklega kaupendur - ónóg auglýsing er fyrirtækið var selt Þingmennirnir Páll Pétursson og Pálmi Jónsson stóöu á bak við menn sem voru líklegir til að kaupa Þor- móð ramma á Siglufirði. DV hefur frétt að Páll hafi tengst mönnum í KEA og fleiri, sem höfðu áhuga, og Pálmi sjálfstæðismönnum á Siglu- firði sem spáðu í fyrirtækið. En salan var ekki nægilega auglýst. „Ég bað um utandagskrárumræðu um málið og ég taldi að fréttatilkynn- ingin í nóvember hefði ekki verið nægjanleg en ég áht að Þormóður rammi hafi verið seldur á nógu háu verði,“ sagði Jón Sæmundur Sigur- jónsson alþingismaður í viðtali við DV í gær. Hann tekur þannig undir þá gagnrýni Ríkisendurskoðunar að salan hafi ekki verið næghega aug- lýst. Jón Sæmundur er einn tjögurra þingmanna Norðurlandskjördæmis vestra sem óskuðu eftir könnun Rík- isendurskoðunar á sölunni. Ólafur Ragnar Grímsson fjármála- ráðherra mótmælir skýrslunni í við- tali við DV. Hann telur óraunhæft að meta svonefnda „framlegð“ fyrir- tækisins jafnháa og gert er í skýrsl- unni og þess vegna komi Ríkisendur- skoðun með alltof hátt verð. Ólafur Ragnar bendir á að miðað við síðustu ár ætti verð, sem þannig fæst, að vera 130 milljónir króna en ekki 300 milljónir eins og Ríkisendurskoðun heldur fram. Ríkisendurskoðun metur söluverð- mæti fyrirtækisins á grundvelh tekna þess en ekki eigna. Við út- reikninga sína á tekjuvirðinu gerir Ríkisendurskoðun ráð fyrir að heild- artekjur fyrirtækisins á árinu verði rúmur milljarður og það geti skilað 30 milljónum í hagnað. Á grundvelh þessa telur Ríkisendurskoðun að miðað við að fyrirtækið væri selt á 300 milljónir króna geti það engu að síður gefið eigendum sínum 10 pró- sent arð af söluverðmætinu. Hallgrímur Þorsteinsson, endur- skoðandi Þormóðs ramma, segir í viðtali við DV að niðurstaða Ríkis- endurskoðunar hafi komið sér mjög áóvart. HH/KAA Framsóknarflokkurinn í Reykjavik: Sex efstu sætin ákveðin - litlar líkur á aö Ásgeir Hannes taki sæti „Við ákváðum að færa bara upp á listanum eftir að ljóst var að Guðmundur G. Þórarinsson myndi ekki taka annað sæti hstans. Þaö 'er því útilokað að hróflað verði við þessum sætum. Síðan er verið að vinna að niðilrröðun fyrir aftan sjötta sætið. Ég á von á því að þeirri vinnu ljúki um helgina," sagði Helgi S. Guðmundsson, formaður uppstilhngarnefndar Framsóknar- flokksins í Reykjavík, í samtali við DV. Þeir sem skipa munu sex efstu sæti listan eru: Finnur Ingólfsson, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Bolh Héöinsson, Hermann Svein- bjömsson, Anna Margrét Valgeirs- dóttir og Þór Jakobsson. Nú eru taldar litlar sem engar hkur á að Ásgeir Hannes Eiríksson alþingismaöur taki sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík. Viðræður hafa átt sér stað milli hans og ákveðinna manna í upp- stillingarnefnd. Ásgeir tók hug- myndinni ekki fjarri í upphafi. Hins vegar hefur þetta mætt mik- ihi andstöðu hjá fjölmörgum fram- sóknarmönnum. Þegar það svo bætist við að ekki veröur hróflað við sex efstu sætum hstans er ótrú- legt að Ásgeir Hannes taki sæti þar fyrir aftan. Þegar þetta var borið undir Helga S. Guðmundsson sagði hann að við- ræður við Ásgeir Hannes hefðu átt sér stað. Hann vildi að öðru leyti ekkert um máhö segja en benti á að atburðarásin væri hröð í stjórn- málum nú á tímum og því varleg- ast að fullyrða ekki neitt. -S.dór Jón Baldvin afneitar kosningabandalagi Birgir Dýrfjörö, afstoðarmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar, hafði samband viö blaðið vegna frásagnar nýlega af stöðu mála í prófkjörsslag krata í Reykjavík. Birgir hefur eftir formanni Alþýöuflokksins, aö hann hafi ekki tekið og muni ekki taka afstöðu með eða móti neinum fram- bjóðendum í prófkjöri Alþýðflokks- ins. Hann sé því ekki í kosning- abandalagi viö Össur Skarphéðins- son í prófkjörinu. Jón Baldvin segist sem formaöur ætla sér aö ná öllum alþýöuflokksmönnum saman í fylk- ingu eftir prófkjör, bæði þeim sem tapaogþeimsemsigra. -HH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.