Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1991, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1991, Qupperneq 15
LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1991. 15 LAiSVS UETUVAI ‘léif.YJ.fc! LIETUVAilm j'iinuvAj í 8UK A l LAiSVft ! Blóði drifin völd Imyndið ykkur alþingishúsiö við Austurvöll í umsátri. Innan húss- ins er krökt af mönnum á öllum aldri, í tröppum, hliðarherbergjum og inni í þingsölum. Liggjandi á gólflnu, tvístígandi í kafflstofunni, sumir með byssu á öxl, aðrir að tafli, þögulir, kurteisir en einbeitt- ir. ímyndið ykkur bálkesti á Austur- velli og varðelda á Lækjartorgi, þar sem fólkið safnast saman í kiúda vetrarins og skrafar í hljóði. Hundruð manna, læknirinn ofan af Borgarspítala, kennarinn úr Hamrahlíð, verkamaðurinn frá höfninni. Bændur, húsmæður, námsmenn og ýmis þekkt andlit úr stjórnmálunum. Þverskurður þjóðarinnar. ímyndið ykkur að steypubílum, jarðýtum og traktorum hafi verið lagt þvert fyrir öll nærhggjandi gatnamót, sandpokum hlaðið upp sem götuvirkjum eftir endilangri Miklubrautinni, stórgrýti hrúgað saman við enda Aðalstrætis. ímyndið ykkur að slíkt ástand vari dag eftir dag, sólarhring eftir sólarhring og inni við Elliðaár sitji óvigur her og bíði færis að ráðast til atlögu. Það þarf auðugt ímynd- unarafl til að gera sér þetta í hugar- lund. En svona er ástandið í höfuð- borgum Eystrasaltsríkjanna. Svona er aökoman fyrir bláeygan íslendinginn sem ekki þekkir stríð og ekki þekkir kúgun og hefur aldr- ei horft framan í byssukjaft. Svona er lífið í henni Vilnius. Þögul augu, þögn Ég haíði auðvitað fylgst með at- burðunum við Eystrasalt úr fjar- lægð. Fengið af þeim fréttir, hneykslast á yfirgangi Moskvu- valdsins, dáðst að sjálfstæðisbar- áttu Letta, Litháa og Eistlendinga og skoðað myndimar af blóðbaðinu þegar skriðdrekarnir völtuðu yfir vopnlausan mannfjöldann. Ég þótt- ist fara nærri um neyðarástandið og bjó mig undir það versta þegar ég slóst í for með utanríkisráðherra á þessar slóðir. Samt uppgötvaði ég að ímyndun- in kemst aldrei í hálfkvisti við veruleikann. Að minnsta kosti ebki austur þar. Mér fannst ég staddur á miðri senunni í leiksýningu á Vesalingunum þegar ég gekk út úr bílnum fyrir framan þinghúsið í Rigu. Þungbúnar byggingar grúfðu sig yfir göturnar, reykur eldanna Uðaðist í gegnum myrkrið og fólkið reikaði fram og aftur á þessu lif- andi leiksviði, rúnum rist, kulda- legt í úlpunum, alvörugefið, fámált. Það var ólýsanleg þögn í andrúms- loftinu; þögn ógnar en samt æöru- leysis; þögn þess sem bíður þolin- móður eftir örlögum sínum. Kona gekk á milli og reiddi fram brauð með pylsu. Súpudiskar voru látnir ganga á mfili þeirra sem sátu við eldana. Tregur ómur ættjarðar- lagsins barst úr fjarska og neista- flugið lýsti upp tómið og hvarf. Vörðurinn við þinghúsið líktist bónda í útUti. Sterklegur, hæglát- ur, þöguU. Það var þessi þögn sem sló mig. Hér var bylting, hér var uppreisn og ögurstund en enginn sagði orð. Engin hlátrasköll, lúðraþytur eða ræðuhöld. Ekkert skvaldur hins frelsaða manns, engin sýndar- mennska eða stundargleði. Aðeins hógværð, þögul augu, þögn. Tötrum klædd Hvaða fólk var þarna? Hvaðan kom það, hver var saga þess, hvar hafði það verið í öll þessi ár? Gleymt á bak við járntjaldið, óper- sónulegar vofur lifandi manna sem í gær voru ekkert annaö í augum Vesturlandabúans en hluti af alríki kommúnismans. Rússar hétu þeir og voru þeir í hugum okkar og við kærðum okkur kollótt, kommún- istar á bak við múrinn stóra; af- sprengi þess heimsveldis, sem hvorki möl né ryður fengi grandað um ókomna tíö. Einn stór massi. En aUt í einu vaknar þetta fólk tíl lífsins, rís upp frá dauðum, segir kerfinu stríð á hendur og heimtar sjálfstæði. AUt einu er grá milljóna- mergðin í austri orðin að fijálshuga einstakUngum og þjóðarbrotum. Hvaðan kom þetta fólk? Hvaö gerð- ist? EystrasaltslÖndin eiga sér langa sögu. Þau hafa í aldanna rás mátt súpa marga fjöruna. Pólskir her- foringjar, þýskir barónar, Pétur mikU, jesúítar, gyðingar og Svíar hafa lagt þessi lönd undir sig og sest þar að. Vilnius er ekki langt frá landamærum PóUands og stendur miðsvæðis í Evrópu. Borg- in er samanlagt listaverk fagurra minja, tígulegra kirkjubygginga, rómantiskrar miðborgar. Hún er sambland og samastaður evróp- skrar menningar, sem hefur mátt þola barbaríska meðferð smekk- lausra kommissara kommúnis- mans í fimmtíu ár. Hún er tötrum klæddur aðalsmaður, sem heldur reisn sinni af gömlum vana. Það Laugardags- pistill Ellert B. Schram þarf ekki mikið að gera tíl að breyta Vilnius í eftirsóttasta feröa- mannabæ álfunnar. Eða Rígu með andlitið að Eystra- saltinu, fagra garða, breið stræti, konunglegar byggingar: Fom frægð í hverju skúmaskoti. Það skortir ekki á söguna á þessum slóðum en sú saga er blóði ■’rifin og ber þess menjar. Snautt og dautt Á áranum milli heimsstyrjald- anna sátu þessi þrjú smáríki að frelsi sínu. Þau voru ekki höfð með í ráöum þegar Molotov og Rib- bentrop gerðu griðarsamninginn fræga fyrir stríð þar sem Sovétríkj- unum var úthlutað yfirráðum yfir annarra manna landi. Enda stóð ekki á Sovéthernum aö sölsa Eystrasaltsríkin undir sig þegar færi gafst; þegar Þjóðveijar lögðu Pólland undir sig samkvæmt for- skriftinni. Þjóðveijarnir sátu auðvitað á svikráöum viö Rússana og hröktu þá í burtu frá Eystrasaltinu, strax og þeir höfðu ráðrúm tíl. Aftur var barist um yfirráð smáþjóða^na án þess aö þær væru spurðar áhts. Erlendir herir drápu á víxl og drápu innfædda um leið. í þriðja skipti var ökrunum og borgunum við Eystrasaltið breytt í vígvelli þegar Sovétmenn hröktu Þjóðveija á brott. Ekki til að gefa Litháum eða Lettum frelsi eins og öðrum þjóðum, heldur til að setjast þar að sjálfir. Rússamir voru komnir tíl að vera og andspyrnu- hreyfingin mátti sín lítUs. Eystra- saltsríkin voru leiksoppar herra- þjóðanna og innhmuð í alríki Moskvuvaldsins. Fólkið flutt gripa- flutningum svo hundruðum þús- unda skipti tíl Síberíu, Rússar sett- ust að, bændur flæmdir af jörðum sínum, forystumennimir skotnir á staðnum, menningin og máUn máö burtu. Kommúnisminn innleiddur. Síöan hefur allt staðið í stað. í fimmtíu ár hafa þessar þjóðir mátt sitja og standa samkvæmt skipun- um frá Kreml. Landamærin til vesturs víggirt og lokuð af. Segja má með sanni að í þessum af- skekktu og gleymdu héruðum al- þýðulýðveldisins hafi ekki nokkur hvítur maður stigið fæti sínum í hálfa öld. Ekki nema þá sendi- nefndir frá öðrum kommúnista- ríkjum, sjómenn í höfnina í Rígu og svo aö sjálfsögðu massífur so- véskur her. Nýjar kynslóðir hafa tekið við í biðröðunum, ungt fólk hefur alist upp í skólunum. Foreldrarnir eru horfnir til feðra sinna eða hafa borið beinin í Gúlaginu. Heila- þvotturinn og útrýmingin hefur malað sína kvöm í hálfa öld. í L/strasaltsríkjunum hafa menn fæðst, lifaö og dáið án viðburða, tilbreytingar eða frelsis. Lífið hefur verið snautt og dautt. Martröðin Túlkurinn fyrir íslensku frétta- mennina í Rígu á dögunum var 35 ára gömul kona, Ludmilla að nafn- i. Hún var starfsmaður utanríkis- ráðuneytisins og mikil málamann- eskja. Ludmilla sagði mér að hún byggi með móður sinni í 40 fer- metra íbúð. Þar býr einnig bróðir hennar ásamt eiginkonu sinni og tveim börnum. Öll í þremur her- bergjum, eldhús, salerni og svefn- herbergi meðtalin. Þetta mun þó þykja lúxus í Sovétríkjunum. Verslanir standa auðar, ein tegund biffeiða, hveitibrauð í alla mata, algengustu tæki annaðhvort úr sér gengin eða alls ekki til. Heimurinn hefur staðið í stað í fimmtíu ár. „Hver hefur ráðið þessum örlög- um okkar?“ spyr Ludmilla. „Við erum þó eins og annað fólk. Ég er eins og konumar á Ítalíu og íslandi með mínar langanir og þarfir. Ekki hef ég beðið um þessi lífskjör.“ Nei, Ludmilla hefur ekki beðið um sæluríki kommúnismans og í ljósi þeirrar martraðar sem henni er búin skammast maður sín fyrir gerviþarfarnir, hégómann og heimtufrekjuna sem vex upp úr allsnægtunum heima. Við kunnum svo sannarlega ekki að meta frels- ið. Það er upp úr þessari öskustó sem fólkið rís. Fátæktinni, auð- mýkingunni, ofbeldinu, fjötrunum. Ég hef það á tilfinningunni að ekki verði aftur snúið. Annaöhvort öðl- ast Eystrasaltsríkin sjálfstæði, ell- egar Sovétherinn verður að troða fólkið undir skriðdrekunum. Ann- aðhvort frelsi eða dauði. Þjóðir Eystrasaltsríkjanna munu ekki sætta sig við áframhald kommúnis- mans, þær munu ekki snúa aftur í fangelsi alræðisins. Þárennurblóð Því getur enginn trúað hvílíkt æðruleysi ríkir í vopnlausri varð- stöðu hins óbreytta manns á götum úti. Sjón er sögu ríkari og sá veru- leiki blasir við á vettvangi þessa hildarleiks að líf sé einskis virði án frelsis, tilveran er tilfinninga- laus, tóm, tærð upp í hársrætur. Eystrasaltsbúar eru ekki að gera upp við Sovétvaldiö sérstaklega. Þeir eru ekki að deyja fyrir sjálf- stæði þjóða sinna eingöngu. Þeir eru ekki einasta að losa sig viö for- tíðina. Þeir eru að grípa í síðasta hálm- stráið til að lifa eðhlegu lífi. Þeir eru að segja: hingað og ekki lengra, nú eða aldrei. Ef herinn kemur, þá kemur herinn og þá eigum við ekki önnur vopn en eigin líkama, segir fólkið sem stendur kringum varð- eldana og horfir í gaupnir sér. Það er engu að tapa nema lífinu og lífið er einskis virði ef ekkert breytist. Þannig er hljóðið í langþreyttum varðmönnum sem hafa lifað tím- anna tvenna. Þannig er hljóðið í þeirri kynslóð sem man ekki sjálf- stæði. Þannig er dómurínn sem kveðinn er upp um sæluríkið. íslendingar gera vel i því að sýna Eystrasaltsríkjunum stuðning. En stjórnmálasamband eða sendiherr- ar eða samstaöa íslenskra þing- manna í orði og á borði ræður ekki úrslitum. Framtíðin ræðst í Kreml. Hún stendur og fellur með því hug- djarfa fólki sem nú norpar í kuld- anum í Vilnius, Rígu og Tallinn og bíður þess sem verða vill. Ef Mosvkuvaldið kýs að ráða yfir þjóðlöndum án þegna og ef Kreml- verjar sækjast eftir völdum yfir lík- um, þá gjöri þeir svo vel. Þá rennur blóð um það ríkidæmi. Þá verða það blóði drifin völd. Ellert B. Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.