Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1991, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1991, Qupperneq 16
16 LAUGARÐAGUR 26. JANÚAR 1991;. Skák Vel heppnað f slandsmót í atskák - riddarar Þrastar í aðalhlutverki Þröstur Þórhallsson stýrði riddurum sínum til sigurs í úrslitakeppni íslandsmótsins í atskák. Þótt í atskákinni gildi dálítiö önn- ur lögmál en í hefðbundinni kapp- skák er margt líkt með skyldum. Það hefur jafnan þótt öruggt merki framfara þegar einhver unglingur- inn er farinn aö teflastyttri skákir eins og herforingi. Ég man er ég hitti virðulegan skólamann í einum stórmarkaðinum hér í bæ sem hafði á orði að Héðinn Steingríms- son væri orðinn býsna sleipur í hraðskák. Nokkrum vikum síðar var pilturinn sá orðinn íslands- meistari í kappskák eftir frækileg- an sigur á Höfn. Þröstur Þórhallsson hefur verið í fararbroddi alþjóðameistara okk- ar síðustu ár og virðist nú hafa tek- ið riddarastökk fram á viö. Hann hefur margt til að bera sem prýöir góðan skákmann og ætti að geta náð enn lengra ef hann leggur sig fram - og ef hann fær tækifæri til að tefla á sterkum mótum. Sigur Þrastar á íslandsmótinu í atskák kom vissulega á óvart enda átti hann í höggi við snjalla kappa. En stáltaugar, gífurleg keppnis- harka, útsjónarsemi í erfiðum stöð- um og vitaskuld vænn skammtur af heppni, sem er nauðsynleg með, lagði grunn að glæstum sigri hans. Fyrirkomulag mótsins var nú með nýju sniði. í úrslitakeppninni tefldu 16 skákmenn, valdir eftir skákstigum og úr undanrásum, sem fram fóru í Reykjavík, á Akur- eyri og á ísafirði. Úrshtakeppnin sem fram fór meö fulltingi íslands- banka var með „Wimbelton-sniði - fengið að láni úr þeirri frægu tenn- iskeppni. Helgi Ólafsson stórmeist- ari er upphafsmaður aðþví að inn- leiða þetta fyrirkomulag hér á landi en mótið tekur við af jólahraðskák- móti Útvegsbankans sem löngu er orðið landsfrægt. Það hefur varla farið framhjá skákunnendum að úrslitaeinvíg- inu var sjónvarpað beint og var það lengsta útsendingin frá skákvið- burði fram til þessa, liðlega fjórar stundir. Ég hygg að nokkuð vel hafi til tekist og áttu keppendurnir Þröstur og Jóhann Hjartarson stór- meistari mestan þátt í því með líf- legri og skemmtilegri taflmennsku. Einvígi þeirra var æsispennandi, sérstaklega þó fjórða skákin sem réð úrslitum. Þröstur var þar í vondum málum með innlyksa ridd- ara en á elleftu stundu tókst riddar- anum að sleppa úr prísundinni og hefia stríðsdans um borðið. Jóhann vildi ekki sætta sig við annað en sigur, notaöi of mikinn tíma og féll vísirinn á endanum í dauðri jafnte- flisstöðu. Þar með tókst Þresti að verja íslandsmeistaratitil sinn frá fyrra ári. Lítum á gang mótsins: 1. umferð Jón L. - Rúnar Sigurpálsson 3-0 Jóhann Hjartarson - Áskell Öm 2,5-0,5 Margeir Péturs. - Sæberg Sigurðs. 3-0 Héðinn Steingr. - Þröstur Ámas. 0,5-2,5 Friðrik Ólafsson - Jóh. Ágústsson 3-0 Karl Þorsteins - Elvar Guðmunds. 4-3 Hannes Hlífar - Ingvar Ásm. 2,5-0,5 Björgvin Jónsson - Þröstur Þórh. 1-3 2. umferð Jón L. - Þröstur Þórhallsson 1,5-2,5 Jóhann Hjart, - Hannes Hlífar 2,5-1,5 Margeir Péturss. - Karl Þorsteins. 3-4 Þröstur Ámason - Friðrik 1-3 Undanúrslit Þröstur Þórh. - Friðrik 2,5-1,5 Jóhann - Karl 4-2 Úrslit Jóhann - Þröstur 1,5-2,5. Riddarar Þrastar léku aðalhlut- verkið í skákum hans og hafði Þröstur á orði að hann teldi riddara fremri biskupum í atskák. Þetta sannaði hann meö eftirminnilegum hætti í úrshtaskákinni við Jóhann o'g aðrir mótheijar Þrastar fengu einnig að finna fyrir óreglulegum hhðarsporum riddarans. Sjáið fingurbijót Friðriks í þriðju skák- inni, sem átti mun betri tíma en Þröstur og vinningsmöguleika. Staðan var í þessa veru. Friðrik, með hvítt, á leik: 1. Bd2?? Rb3+ og biskupinn falhnn og Þröstur vann létt. Riddaramartröð frá Murcia í atskák vegur skákklukkan þyngra en í kappskák og oftar en ekki ráðast úrsht með undirleik fallvísisins. En eins og dæmin sanna þarf ekki mikinn tíma til að töfra fram meistaraverk. í atskák- inni er ekki síður mögulegt að vinna fallegan sigur á borðinu en með aöstoð klukkunnar. Víkjum sögu að atskákmótinu mikla í Murcia á Spáni í fyrrasum- ar. í bandaríska skáktímaritinu Skák Jón L. Árnason „Inside Chess“ gefur sovéski stór- meistarinn Mikhail Gurevits skemmtilega skýrslu um skák sína við nafna sinn Adams - yngsta stórmeistara Englendinga. Gure- vits segir þessa skák vera sína eftir- minnilegustu á mótinu jafnvel þótt hann hefði tapað henni en unnið átta aðrar. Lesandinn fær brátt að sjá ástæöuna. Eftir skákinni að dæma hefur Englendingurinn ungi ekki síður dálæti á riddurum en Þröstur. Hvítt: Mikhail Gurevits Svart: Michael Adams Enskur leikun 1. d4 d6 2. c4 e5 3. Rc3 exd4 4. Dxd4 Rc6 5. Dd2 RfB 6. b3 g6 7. Bb2 Bg7 8. g3 0-0 9. Bg2 He8 10. Rh3 Hvítur býr sig undir aö leika 11. Rf4 og styrkja miðborðsstööuna og 10. - Bxh3 11. Bxh3 Re4 12. Rxe4 Bxb2 13. Dxb2 Hxe4 14. 0-0 gefur honum betri stöðu, sbr. skákina Smejkal - Mjagmasuren, Skopje 1972. Næsti leikur Englendingsins unga kom sovéska stórmeistaran- um gjörsamlega á óvart. 10. - d5! í ljós kemur að eftir 11. cxd5 Bxh3 12. Bxh3 Rxd5 13. Rxd5 Bxb2 14. Dxb2 Dxd5 15. 0-0 Rd4 á svartur betra tafl. Gurevits tekur því þann kóstinn að drepa með riddaranum en lendir þá í straumþungu stór- fljótinu. 11. Rxd5 Bxh3! 12. Bxh3 Ef 12. Rxf6+ Bxf6 13. Dxd8 Bxb2! 14. Ddl Bxg2 með vinningsstöðu á svart, þvi að hann fær ógrynni liðs fyrir drottninguna. 12. - Re4! 13. Dcl Þvingað, því að 13. Dc2 Rd4 14. Bxd4 Bxd4 gefur tapaða stöðu, þar eð 15. 0-0 má svara með 15. - Rxf2! og 16.0-0-0 Bxf2 17. Bg2 f5 er einn- ig slæmt. 13. - Rd4 14. e3 c6 15. Rf4 g5! 16. Rh5 Da5+ 17. Kfl Rd2+ 18. Kg2 8 I I w 7 A k 6 Á iii M 4 A::H 3 A 11 A 2 A | ■ A A 1 S W- s abcde fgh 18. - De5!! Hótar ilhlega 19. - De4+ og gegn því er fátt til varnar. 19. exd4 De4+ 20. Kgl Rf3+ 21. Kfl Rxd4! 22. Hgl Ef 22. Bxd4 Dxhl mát og ef 22. Bg2 þá 22. - Dd3+ 23. Kgl Re2+ 24. Kfl Rxcl+ 25. Kgl Hel + og mát í næsta leik. 22. - De2 + 23. Kg2 Df3 + 24. Kfl He2 25. Hg2 Eða 25. Bxd4 Bxd4 26. Dxg5+ Kh8 og hvítur er varnarlaus. 25. -Hxf2+! 26. Kgl Eftir 26. Hxf2 Dhl er hvítur mát. 26. - Re2+ 27. Khl Rxcl 28. Hxcl Bxb2 Og Gurevits gafst upp. Glæsileg skák sem ber hæfileikum Englend- ingsins unga fagurt vitni. Skákþing Reykjavíkur Eftir fimm umferðir af ellefu á Skákþingi Reykjavíkur voru fjórir efstir og jafnir með 4,5 vinninga: Hannes Hlífar Stefánsson, Haukur Angantýsson, Sigurður Daði Sig- fússon og Þröstur Þórhallsson. Hannes og Sigurður Daði hafa teflt saman og gerðu jafntefli og sömu úrslit urðu í skák Þrastar og Hauks í fimmtu umferð. Sjöttu umferð átti að tefla í gær, föstudag, en sjöunda umferð verð- ur tefld á morgun, sunnudag, og hefst hún kl. 14 í skákmiðstöðinni Faxafeni 12. -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.