Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1991, Qupperneq 19
LAUGARDAGUR 26. JAMÚAR 1991.
19
pv Sviðsljós
Basinger og Baldwin mæta saman
á frumsýningu á Misery.
Basinger og
Baldwin gera
alltvitlaust
Kynbomban Kim Basinger, sem ís-
lenskir áhorfendur sáu seinast í Bat-
man, gerði nýlega kvikmyndafram-
leiðendum og leikstjórum afar gramt
í geði. Henni til dyggrar aðstoðar var
mótleikari hennar, Alec Baldwin.
Saman áttu þau að leika í kvik-
mynd sem heitir Marrying Man og
er framleidd af Disney-kvikmynda-
verinu. Þau skötuhjúin mættu aldrei
á réttum tíma, neituðu að vinna fram
eftir og voru með óteljandi sérkröfur
og stjömustæla. Basinger lét reka
kvikmyndatökumanninn í miðjum
tökum því henni fannst hann ekki
mynda hennar hátign nógu vel. Alec
Baldwin trylltist þegar símarnir í
hjólhýsinu hans biluðu og gekk ber-
serksgang og braut glös og stóla og
henti síma í einn af starfsmönnun-
um.
Til þess aö kóróna allt saman urðu
þau ástfangin og er fullyrt að Basin-
ger hafi spillt Baldwin því áður en
þau tóku saman var hann þekktur
fyrir stundvísi og vinnusemi en hún
fyrir hið gagnstæða. Sömu heimildir
herma að starfslið kvikmyndavers-
ins hafi skemmt sér við að hlusta á
samtöl turtildúfnanna í innanhúss-
símakerfinu á tökustað. Það sem
þeim fór þar á milli var víst ekki
ætlað ókunnum eyrum.
Síðan tökum lauk, leikstjóra og
framleiðendum til mikils léttis, hafa
Basinger og Baldwin víða sést sam-
an. Sögusmettur í Hollywood eru
þegar famar að fullyrða að þau
skundi saman upp að altarinu áður
en langt um hður en þau neita ölium
shkum orðrómi.
Hinn fjölmiðlafælni Patrick Swayze
skaut upp kollinum á þessari sömu
frumsýningu. Fylgikona hans var
engin önnur en hans trygga eigin-
kona, Lisa Niemi, en Patrick er afar
hollur og heimakær og lítið fyrir
sviðsljósið utan hvita tjaldsins.
Hitaveita Reykjavíkur brýrtir fyrir ökumönnum jeppa
og vélsleða að sýna ýtrustu gætni í vetrarumferð
nálægt Nesjavallaæð, lögn Hitaveitur Reykjavíkur á
Mosfellsheiði.
Á þeim köflum þar sem snjór hylur æðina geta
myndast stór holrúm undir sjónum umhverfis hana,
varhugaverð allri umferð.
Forðist því hugsanleg óhöpp á fólki, skemmdir á
farartækjum eða hitaveitulögn.
Sýnið ýtrustu varkárni.
Akið aðeins yfir Nesjavallaæða á sérstökum, vel
merktum yfirkeyrslum, sem víða hafa verið byggðar
yfir æðina. Yfirkeyrslur bera ökutæki með allt að 10
tonna öxulþunga.
Hitaveita Reykjavíkur hefur gefið út bækling sem
sýnir legu Nesjavallaæðar og allra yfirkeyrslna.
Ennfremur fylgir Loran C staðsetningartafla fyrir
yfirkeyrslur.
Merkingar við
Nesjavallaæð
■ ■:
Yfirkeyrsla er bak við
þetta merki
Yfirkeyrsla er milli
þessara merkja
Bæklingurinn liggur frammi
hjá Hitaveitu Reykjavíkur
Grensásvegi 1,128 Reykjavík,
sími 600100 og verður hann
sendur þeim sem þess óska.
Ennfremur hefur honum
verið dreift H1 björgunar-
sveita, ýmissa klúbba,
fyrirtækja og félagasamtaka
sem tengjast ferðalögum og
útivist.
Þá liggur bæklingurinn
frammi á nokkrum bensín-
stöðvum, sem næst liggja
Mosfellsheiði.
Það dugar ekki að trylla
yfir hvað sem fyrir er.
Hitaveita
REYKJAVÍKUR
Góða ferð -
góða heimkomu.