Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1991, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1991, Qupperneq 20
LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1991. ICiOr úf A T ( / i i. U' . w. iia 20. Kvikmyndir Brian de Palma og Bálköstur hégómleikans Brian de Palma, til vinstri, ásamt kvikmyndatökumanni sínum, Vilmos Zsigmond, við tökur á The Bonfire of Vanities. ilty í Lolita varð ég að ráða kvik- myndastjörnu sem er góður gam- anleikari. Ég tel Tom Hanks besta gamanleikarann sem einnig getur farið vel með hlutverk í dramatísk- um myndum. Hann sannaði þaö í Punchline og Nothing in Common. Og ég er í engum vafa um að þaö er auðveldara fyrir góðan gaman- leikara að leika vel alvarleg hlut- verk en öfugt.“ í önnur aðalhlutverk valdi de Palma Melanie Griffith og Bruce Willis. Óhætt er að segja að valiö hafi einnig komið mörgum lesend- um bókarinnar á óvart. Með því að velja þessa þrjá leikara í aðal- hlutverkin var de Palma í raun að segja að kvikmynd væri kvikmynd og bók væri bók og menn ættu ekki að hnýta þetta saman. Hann viður- kennir þó að hefði skáldsagan ekki verið skrifuð hefði handritið að kvikmyndinni sjálfsagt aldrei orðið að veruleika. „Kvikmyndafram- leiðendur hefðu hent því frá sér með þeim orðum að söguþráðurinn væri hneykslanlegur," segir de Palma. Viðtökur gagnrýnenda hafa yfir- leitt verið jákvæðar þótt flestir finni eitthvað að myndinni. Þeir spámenn, sem sögðu strax að vit- laust val leikara í aðalhlutverkin myndi eyðileggja hin sterku áhrif sem sagan byði upp á, viröast hafa haft rétt fyrir sér. Að minnsta kosti er það helsti galli myndarinnar að mati gagnrýnenda. The Bonfire of Vanities verður bráðlega sýnd í Bíóborginni. Þekktustu kvikmyndir Brians de Palma eru spennumyndir á borð við Obsession, Carrie, Dressed to Kill, Blowout, Body Double og gangstermyndimar tvær, Scarface og The Untouchables. í fyrra leik- stýrði hann Casualties of War sem fékk yfirleitt góðar viðtökur. Þrátt fyrir raunsæja lýsingu á mannlegri grimmd í Víetnamstríðinu á Casu- alties of War margt sameiginlegt með fyrri myndum de Palma hvað varðar ofbeldi. Nýjasta kvikmynd hans, The Bonfire of Vanities, sem mundi út- leggjast á íslensku Bálköstur hé- gómleikans, er aftur á móti í óra- fjarlægð frá fyrrnefndum myndum og kom það mörgum á óvart að hann skyldi leggja í þessa miklu skáldsögu Toms Wolfe sem heiliað hefur marga. The Bonfire of Vaniti- es er skáldsaga sem fyrirfram hefði mátt ætla að erfitt væri að kvik- mynda ef ekki ómögulegt. Þeir hinir sömu sem hissa urðu ættu samt að minnast þess að Brian de Palma hóf feril sinn í New York seint á sjöunda áratugnum innan um fólk sem þá gagnrýndi óspart stefnu stjómvalda. Leikstýrði hann á þessum árum þremur hárbeittum ádeilumyndum, Greetings, Hi Mom! og Get to Know Your Rabbit. Um leið kynnti hann fyrir heimin- um Robert de Niro en hann lék í tveimur þessara kvikmynda. Spilling og sjálfumgleði The Bonfire of Vanities gerist í New York. „Sagan er um margar spilltar persónur, persónur sem haldnar eru stórmennskubrjálæði og eru sjálfumglaðar fram úr hófi. Persónur sem nýta sér alvarlegan atburð sér til framdráttar. Atburö- urinn sjálfur skiptir ekki máli held- ur hvemig má notfæra sér hann. Hvemig þetta fólk þrífst á græðgi og sjálfumgleði finnst mér nálgast það að vera grín,“ segir Brian de Palma um persónumar í myndinni. De Palma las fyrst bókina þegar hann var að kvikmynda Casualties of War í Tælandi. Hann segist strax hafa fundið fyrir þeirri tilfmningu að þama væri söguþráður sem hann langaöi að kvikmynda. „Ég er mikill aðdáandi einstakra kvikmynda Stanleys Kubrick. Dr. Strangelove og Lolita em þar á meðal og mig hefur alltaf langað til að gera háðsádeilu um sjálfumglað- an mann. í The Bonfire of Vanities finnum við nokkrar slíkar persón- ur.“ Eitt það fyrsta sem de Palma gerði eftir að hann tók að sér að leikstýra The Bonfire of Vanities Kvikmyndir Hilmar Karlsson var að ráða Tom Hanks í hlutverk Shermans McCoy sem er aðalper- sónan í sögunni og samnefnari fyr- ir margt þaö versta í bandarísku samfélagi þótt sumir vilji meina að hann leiki einungis eftir þeim regl- um sem hann kann. Að minnsta kosti er það svo að lesandi sögunn- ar myndar sér fljótt ákveðnar skoð- anir á McCoy. Tom Hanks leikur veröbréfajöfurinn Stephen McCoy í The Bonfire of Vanities. Hann er hér ásamt Bruce Willis sem leikur blaðamanninn Peter Fallow. Leikaraval vekurfurðu Val Toms Hanks í hlutverkið vakti furðu og kom mörgum á óvart. Brian de Palma segir svo um þessa ákvörðun: „Á sama hátt og Stanley Kubrick valdi Peter Sellers til að leika dr. Strangelove og Qu- Enn ein skrautfjöður í hatt Propaganda: Hitabylgja hlýtur fem verðlaun Aðalhlutverkin í Heatwave leika James Earl Jones, Cicely Tyson og Blair Underwood. Kvikmyndagerð fyrir stóru kapalsjónvarpskerfin í Bandaríkj- unum er orðin einn hluti kvik- myndaiönaðarins í Bandaríkjun- um. Sjónvarpsstöðvar þessar eiga vaxandi vinsældum að fagna og er CNN fréttastöðin dæmi um þá stað- reynd. Eigandi CNN stöðvarinnar er Ted Turner. Hann er einnig ein- andi fyrirtækisins Turner Pictures sem sér um dreifingu og gerð sjón- varpsmynda sem gerðar eru fyrir kapalkerfin. Nýlega voru veitt verðlaun fyrir bestu kvikmyndir og sjónvarps- seríur sem eingöngu eru gerðar fyrir þessi kerfi. Þar kom kvik- myndin Heatwave sterkt út og hreppti helstu verðlaunin, fékk fem verðlaun samtals. Var myndin vahnn besta sjónvarpskvikmynd- in, Cicely Tyson fékk verðlaun sem besta leikkonan og James Earl Jon- es fékk verðlaun sem bestir leikar- inn. Einnig fékk Heatwave verð- laun fyrir bestu klippingu. Framleiðendur myndarinnar fyr- ir Turner Pictures voru tvö fyrir- tæki, Avnet/Kemer Company og Propagangda Films, sem er eins og kunnugt er fyrirtæki Siguijóns Sig- hvatssonar og Steve Gohn. Þaö er óhætt aö segja að árangur Propaganda Films er orðinn mjög góður á kvikmynda- og sjónvarps- markaðnum. Það var rétt búið að veita Heatwave þessar viðurkenn- ingar þegar erlendir gagnrýnendur í Hohywood veittu sjónvarpsþátt- unum Tvídröngum, sem Propag- anda Films framleiðir, þrenn verö- laun, meðal annars sem besta sjón- varpsserían í bandarísku sjón- varpi. Skemmst er að minnast að Wild at Heart fékk verðlaun í Cannes, var vahn besta kvikmynd- in. Propaganda Films hefur einnig fengiö fiöldann ahan af verðlaun- um fyrir tónhstarmyndbönd. Sannir atburðir kvikmyndaðir í Heatwave segir frá sönnum at- burðum sem gerðust í Los Angeles 1965 þegar aUt fór í bál og brand meðal svartra. MUdar óeirðir spunnust út af htlu tilefni. Sjö dög- um eftir að óeirðirnar stöðvuðust var Robert Richardson ráðinn blaðamaður á Los Angeles Times, fyrstur svartra manna. Aðalpersónan i Heatwave er ein- mitt Robert Richardson. Hann hafði unnið sem sendisveinn á Los Angeles Times og átti þann draum heitastan að verða blaðamaður. Það var aftur á móti erfiður róður að komast að sem blaðamaður á þessari íhaldssömu stofnun. Hinar miklu óeirðir urðu til að breyta þessari stefnu. Þegar Los Angeles Times gat ekki sent neinn hvítan blaðamann á óeirðasvæðið bauð Richardson sig fram og það er skemmst frá því að segja að hann stóð sig þaö vel í fréttaflutningi af óeirðunum að Los Angeles Times fékk Pulitzer-verðlaunin fyrir frá- sögn sína af óeirðunum ári seinna. Leikstjórinn er fyrrverandi leikari Blair Underwood heitir leikarinn sem leikur Robert Richardson, en hann er sjálfsagt þekktastur hér fyrir að leika einn af lögfræðingun- um í Lagakrókum (LA Law). Aður hefur verið minnst á Cicely Tyson og James Earl Jones sem verðlaun- uð voru fyrir eftirminnilegan leik. Auk þeirra leikur Sahy Kirkland stórt hlutverk í myndinni. Leikstjórinn Kevin Hooks er ekki þekkt nafn enda hefur hann ein- göngu leikstýrt í sjónvarpi. Hann var leikari áöur en hann settist í leikstjórastóhnn, lék meðal annars í Sounder þar sem einmitt Cicely Tyson lék eitt aðalhlutverkið. Faðir hans Robert Hooks er kunnur kar- akterleikari og leikur eitt hlutverk- ið í Heatwave. Hooks telur að styrkur sinn sem leiksfióri felist einna helst í því að leikstýra leikur- unum, eða eins og hann segir sjálf- ur: „Eg skil leikara enda hef ég verið þar sem þeir eru.“ Algengast er að kvikmyndir sem gerðar eru fyrir kapalsjónvarps- stöðvar séu gefnar út á myndbönd eftir að dreifingu í sjónvarpi lýkur og svo er um Heatwave. Má geta þess að þessa dagana er hún ein- mitt aö koma út á myndbandi hér á landi á vegum Skífunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.