Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1991, Qupperneq 21
LAUGARDAGUR 26. JANUAR 1991.
21
Vísnaþáttur
Við höfum masað
marga stund
Því hefur veriö haldiö fram aö á
íslandi væru fleiri skáld miöað við
mannfjölda en nokkurs staðar ann-
ars staðar á jarðkringlunni, gott ef
Halldór Laxness ýjaði ekki að því
um það leyti sem hann fékk nóbels-
verðlaunin. Það má vel vera að eitt-
hvað sé til í þessu, að minnsta kosti
eru þeir ekki margir til sem hafa
ekki einhvem tíma á lífsleiðinni
reynt að hnoða saman stöku. En
þó margir séu kallaðir eru einungis
fáir útvaldir og skiptir þá engu
hvort ljóð er rímað eða órímað,
hvort tveggja á rétt á sér - sé vel
gert. En tjáningarþörfin er rík og
alit eins hjá þeim sem kunna lítt
að haga orðum sínum, svo að skilj-
anleg séu, ef ekki meiri - eins og
mörg nýleg dæmi sanna. En svo
eru þeir til sem finnst lítiö til um
eigin kveðskap, þótt góður sé, eins
og til dæmis Þorleifur Jónsson,
verkamaður á Blönduósi, sem
kvað:
Á því verða ei önnur skil
en andans fátækt sýna,
ef ég fer að tína til
tötrana fornu mína.
Eru hljóðin orðin lág,
ellimóður talinn,
mínum ljóða akri á
allur gróður kalinn.
Ætti ég vísa eins og kýs
óðardísar hylli,
gæti ég vísu gert með prís
göfgi er lýsi og hylli.
Ólína Jónasdóttir skáldkona tek-
ur í sama streng:
Hagmælsku mér hafa veitt
heillavættir góðir,
hef þó aldrei álpast neitt
annað en troðnar slóðir.
Ekki veit ég hver sá var sem fékk
eftirfarandi kveðju frá Bjarna
Jónssyni frá Gröf, úrsmið á Ákur-
eyri: , —
Röddin kafnar hljóða hás,
hljóm ei safnað getur.
Krunki hrafn á klettabás
kveður hann jafnvel betur.
Feðraarfur er samheiti á stökum
Kristjáns Samsonarsonar frá
Bugðustöðum í Dölum sem fara hér
á eftir:
Kynntist þjóð á Braga braut
björtum ljóðavökum,
yndissjóð í erfðir hlaut,
unni góðum stökum.
GuUkorn fann hún forn og ný,
fræðum vann úr þörfum,
geymdi sanna auðlegð í
afreksmanna störfum.
Vísnaþáttur
Snjöllum háttum hæfðu flest,
hugum máttu oma,
þeir sem átti innst og bezt.
eðlisþáttinn forna.
Seiddu glóð í svipríkt mál,
sögu þjóðar skráðu,
urðu gróði annars sál,
orktu ljóð og kváðu.
„Arfur öreigans" hét fyrsta ljóöa-
bók Heiðreks Guðmundssonar frá
Sandi í Aðaldal, kom út 1947 á veg-
um Ragnars í Smára, ef ég man
rétt. Þegar Heiðrekur varð fimm-
tugur kvað Rósberg G. Snædal til
hans:
Andans þarfir metur manns
mitt í starfa brýnum,
því að arfur öreigans
aldrei hvarf þér sýnum.
En þegar bók Hannesar Péturs-
sonar, „I sumardölum", kom út var
annað hljóð í strokknum hjá Rós-
berg, hefur líklega ekki talið þau
nógu „hefðbundin". Hann kvað:
Kvæðin eru ansi góð
eftir haga dverginn.
Aðeins vantar í þau blóð
andagift og merginn.
Kveðskapurinn hefur verið ís-
lendingum dægrastytting um aldir,
bæði þeim sem sömdu sem og þeim
sem fluttu hann bæ frá bæ, og í þá
daga kunnu menn ókjör af alls
kyns ljóðum og sögum. Árni G.
Eylands lýsir því þannig:
Lítil þjóð sem liðfá stóð
list og fróðleik unni,
brattar slóðir tíðum tróð,
talaði ljóð af munni.
LÁTTU EKKI OF MIKINN HRAÐA
VALDA ÞER SKAÐA!
O Flísalagnir O
Marmaralagnir • Arinhleðslur
Alhliða múrverk úti og inni
öll almenn trésmíðavinna
Fyrirtæki fagmanna með þaulvana
MÚRARAMEISTARA - MÚRARA - HÚSASMÍÐAMEISTARA - TRÉSMIÐI.
a/i ®VERKTAK H.F. _
J SKEMMUVEGUR 12M 200 K0PAVOGUR /■nR«//
Tilboð eða timavinna.
En hvert gildi hefur slíkur kveð-
skapur nú á dögum. Baldur Bald-
vinsson á Ófeigsstöðum:
Ferskeytlu, sem fer um sal,
flutt af skáldi nýju,
minnsta kosti meta skal
móti sinfóníu.
Vísa góð sem verður til
um vorið eða fossinn,
hún á að færa öllum yl
eins og fyrsti kossinn.
Vísnagerð er sumum líkn í þraut,
eða svo skilst mér af stöku séra
Einars Friðgeirssonar á Borg á
Mýrum:
Braga oft ég bið um lið
brenndur harmi sárum,
bara til að banda við
bölsýni og tárum.
Ekki veit ég um höfund næstu
vísu, hef merkt hana S.B. en þá
upphafsstafi eiga margir:
Kvartar þú um kvæðafans,
kvabb sem frelsið heftir.
En þegar enginn þarfnast manns
þá er lítið eftir.
Lokaorð að þessu sinni á Brynj-
ólfur Einarsson, skipasmiður í
Vestmannaeyjum:
Við höfum masað marga stund,
mælst á kímnibögum.
Látið ylja okkar lund
eld frá liðnum dögum.
Torfi Jónsson
FÆST Á NÆSTA BLAÐS
Þetta er fjðrða Úrvalsbókin,
hörkuspennandi
og vel skrifuð
Nú er ný Úrvalsbók komin í verslanir.
Bókin er 416 blaösíður og er eftir höfundinn John Sandford.
Sagan fjallar um geöveikan morðingja sem fremur hvert morðið á
fætur öðru.
Fórnarlömbin eru alltaf konur, áþekkar ásýndum.
Það syrtir í álinn þegar morðinginn hugsar sér að bera niður þar
sem lögregluna grunar síst...
Þetta er mögnuð spennusaga sem fæst á næsta blaðsölustað.
Bókin kostar aðeins kr. 880,-
Þessar Úrvalsbækur hafa áður komíð út: Flugan á veggnum, i helgreipum haturs og Lygi þagnarinnar.