Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1991, Page 39

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1991, Page 39
LAUGARpAGUR 2$, JANÚAR 1991. 51 Afmæli Hervör Guðjónsdóttir Hervör Guöjónsdóttir, starfs- stúlka á Borgarspítalanum, Hvassa- leiti 26, Reykjavík, er sextug í dag. Starfsferill Hervör fæddist að Hesti í Önund- arfirði. Hún lauk unglingaprófi frá Heyrnleysingjaskólanum í Stakk- holti í Reykjavík, stundaði nám við Húsmæðraskóla Reykjavíkur 1946-47 og nám í Vástanviks Folk- högskola í Svíþjóð 1977. Hervör aðstoðaði oft við túlkun fyrir heyrnarlausa á yngri árum ásamt Brandi Jónssyni skólastjóra og Guðmundi K. Egilssyni. Hún er einn af stofnendum Félags heyrnar- lausra, sat í stjórn félagsins 1974-93 að einu ári undanskildu og var for- maður þess um árabil. Hún var full- trúi félagsins í Norðurlandaráði heyrnarlausra frá 1974-83 og sat í framkvæmdanefnd félagsins 1974-89. Hervör var valin maður ársins í Félagi heyrnarlausra árið' 1979 og hún er, ásamt manni sínum, fyrsti heiðurfélagi félagsins frá 1985 er félagið varð tuttugu og fimm ára. Hún var formaður táknmálsnefndar 1985-89 og tók þátt í leiðbeiningar- námskeiði í táknmáli 1986-87. Fjölskylda EiginmaðurHervarar er Guð- mundur K. Egilsson, f. 15.10.1928, safnvörður á Minjasafni Rafmagns- veitu Reykjavíkur, en hann er sonur Egils Ólafssonar stýrimanns og síð- ar verkstjóra hjá Rafmagnsveitunni og Ragnheiðar Rannveigar Stefaníu Stefánsdóttur frá Varmadal á Rang- árvöllum. Hervör og Guðmundur eiga fimm börn. Þau eru Bryndís, f. 25.3.1959, talmeinafræðingur í Reykjavík, gift Árna Sigfússyni, framkvæmda- stjóra Stjórnunarfélags íslands og borgarfulltrúa í Reykjavík, og eiga þau flögur börn; Magnús, f. 11.7. 1960, útgefandi í Reykjavík en sam- býliskona hans er Þóra Ólafsdóttir og eiga þau eitt barn auk þess sem Magnús á eitt barn frá fyrri sam- búð; Ragnheiður Eygló, f. 19.6.1962, kennari í Reykjavík en sambýlis- maður hennar er Gunnar Salvars- son skólastjóri og eiga þau sitt hvort barnið frá fyrri sambúð; Guðjón Gísli, f. 27.10.1963, auglýsingastjóri í Reykjavík og á hann eitt barn; María Guðrún, f. 23.1.1966, háskóla- nemi. Hervör átti tólf systkini og eru fimm þeirra á lifl. Þau eru Þorvarð- ur, f. 28.1.1929, framkvæmdastjóri hjá Norðurleið hf., var kvæntur Sig- ríði Katrínu Halldórsdóttur er lést 1984 og eru börn þeirra þrjú en sam- býliskona hans er Marta Bíbí Guð- mundsdóttir; María, f. 19.3.1932, starfsmaður í Prentsmiðjunni Odda; Helga, f. 27.4.1933, húsmóðir, gift Pálmari Þorsteinssyni sjómanni og eiga þau flmm börn; Svava, f. 9.5. 1934, starfsstúlka í eldhúsi í fjár- málaráðuneytinu og á hún tvö böm; Sveinbjörn, f. 14.6.1940, verslunar- maður í Kópavogi, kvæntur Hall- dóru Sölvadóttur og eiga þau fimm börn. Hervör Guðjónsdóttir. Foreldrar Hervarar: Guðjón Gísli Guðjónsson, f. 28.10.1897, d. 29.3. 1980, b. að Hesti og síðar trésmiður og verkamaður í Reykjavík, og kona hans, Guðbjörg Sveinfríður Sigurð- ardóttir, f. 22.8.1901, d. 25.3.1980, húsmóðir og síðan verkakona í Reykjavík. Hervör verður að heiman á af- mælisdaginn. Eiríkur Tómasson Eiríkur Tómasson, bóndi í Mið- dalskoti í Laugardalshreppi í Árnes- sýslu, er sjötugur í dag. Starfsferill Eiríkur fæddist í Helludal í Bisk- upstungum og ólst þar upp og í Brattholti. Fárra ára fór hann í fóst- ur til Margrétar móðursystur sinnar sem hafði verið á heimili for- eldra hans frá því hann fæddist. Eiríkur gekk í barnaskólann í Reykholti í Biskupstungum og stundaði síðar nám við Hérðasskól- ann á Laugarvatni í tvo vetur. Hann bjó í Reykjavík í nokkur ár og stund- aði þar ýmis störf en vorið 1954 hófu hann og Guðrún kona hans búskap á hluta afjörðinni Brattholti þar sem forfeður hans höfðu búið um langan tíma. Eiríkur og kona hans fluttu að Miðdalskoti vorið 1962 og hafabúið þarsíðan. Fjölskylda Eiríkur kvæntist 1.5.1955 Guð- rúnu Karlsdóttur, f. 10.1.1931, hús- móður, en hún er dóttir Karls Jóns- sonar, b. aö Gýgjarhólskoti í Bisk- upstungum, ogkonu hans, Sig- þrúðar Guðnadóttur. Eiríkur og Guðrún eiga fjögur börn. Þau eru Margrét, f. 31.8.1954, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík, en sambýlismaður hennar er Einar Friðgeirsson.prentari og eiga þau tvo syni; Karl, f. 25.12.1955, húsa- smíðameistari á Laugarvatni, kvæntur Margréti Lárusdóttur og eiga þau þrjú börn; Ósk,T. 24.12. 1964, húsmóðir á Laugarvatni, en sambýlismaður hennar er Haraldur Rúnar Haraldsson járnsmiður og eiga þau einn son; Eiríkur Rúnar, f. 9.4.1974, menntaskólanemi. Systkini Eiríks voru átta: Helga, búsett á Gýgjarhóh í Biskupstung- um, en sambýlismaður hennar var Kristján Guðnasson bóndi sem nú er látinn og eignuöust þau eina dótt- ur; Sæunn, búsett í Hafnarfirði, en hennar maður er Bjöm Bjarnason og eiga þau tvo syni; Jóhann er dó í frumbernsku; Gestur er dó í frum- bernsku; Bjarni, búsettur í Hvera- gerði, kvæntur Guðrúnu Guð- mundsdóttur og eiga þau ehefu börn; Tómas, b. í Helludal í Bisk- upstungum, var kvæntur Guðrúnu Kristófersdóttur sem nú er látin og eignuðust þau einn son; Steinar, b. í Helludal; Magnús, búsettur í Eirikur Tómasson. Reykjavík, var kvæntur Hafdísi Haraldsdóttur sem er látin og eru dæturþeirraþrjár. Foreldrar Eiríks vom Tómas Bjarnason frá Hólum í Biskupstung- um, f. 18.4.1884, d. 22.12.1937, b. í Helludal, og kona hans, Ósk Tómas- dóttir frá Brattholti, f. 22.8.1883, d. 8.4.1968, húsmóðir í Helludal. Eiríkur verður ekki heima á af- mælisdaginn. afmælið 26. janúar 50ára Kristinn Guðmundsson, Faxabraut 82, Keflavík. Helga Finnbogadóttir, Hólsvegi 3, Höfti í Hornafirði. Frank Norman Eyþórsson, Hraunbrún 2, Hafnarfiröi. Anna Sigvaldadóttir, Fellsmúla 9, Reykjavík. Sigríður Sigurjónsdóttir, Hlíðargötu29, Sandgerði. Rósa Jóhannsdóttir, Stórholti 11, Akureyri. Sigurjón Reykdal, Sjávargötu 17, Njarðvík. ara Anna María Guðmundsdóttir, Urðarstíg 7A, Reykjavík. Gestur Hjaitason, Byggðavegi 137, Akureyri. Jón Kr, Bjömsson, Brekkuseli 33, Reykjavik. Emil Samúel Richter, Hraungerði, Kópavogi. Sigurður Kristinsson, Tungusíðu 3, Akureyri. Birgir Reynisson, Lauíbrekku 23, Kópavogi. Kolbrún Ólöf Harðardóttir, Klapparbergi 9, Reykjavík, Magnús Sigfússon, Strandgötu 83, Eskifirði. Indriði Benediktsson, Öldugranda 7, Reykjavík. Björn Bergsson, Hafraholti 18,ísafirði. Linda MargaretSigurðsson, Neðstaleiti 16, Reykjavík. 60 ára HiImarSævald Guðjónsson, Háteigsvegi 18, Reykjavík. Hjördís Magnúsdóttir, Barmahlíð 43, Reykjavík. Kjartan Óiafsson, Sattdhólum, Óspakseyrarhreppi. Ólafur A. Ólafsson, Sæviðarsundi 36, Reykjavík. Guðrún Axelsdóttir, Sörlaskjóli 22, Reykjavík. Guðni Gígjar Albertsson, Skólagerði 61, Kópavogi. Gunnar Guðlaugsson, Ásgarði 18, Reykjavík. Sighvatur Sveinsson, Aratúni 11, Garðabæ. Ásgeir Metúsaiemsson, Brekkugötu 10, Reyðarfirði. Ragnheiður Haraldsdóttir, Ægisíðu 48, Reykjavík. María Aldís Kristinsdóttir, Flúðaseli 89, Reykjavík. Guðlaug Einarsdóttir, Efri-Múla, Saurbæjarhreppi. BenediktT. Sigurðsson, Urðarvegi 54, ísafirði. Ragnar Þorsteinsson, Fannafold 52, Reykjavík. Árni Snævar Magnússon, Hjarðarbrekku 2, Rangárvalla- hreppi. Pálína Halldóra Magnúsdóttir, Hæöarseli 3, Reykjavík. Aðalsteinn Gíslason, Helgalandi 1, Mosfellsbæ. Studioblóm ÞönglabaKka 6 Mjódd, sími 670760 Blóm og skreytingar. Sendingarþjónusta. Munið bláa Kortið. GunnarB. Guðmundsson Gunnar B. Guðmundsson. GunnarB. Guðmundsson, kaup- maður í Horninu, til heimilis að Mánavegi 11, Selfossi, er fimmtugur ídag. Kona Gunnars er Helga Jónsdótt- ir, f. 2.3.1946, en börn þeirra eru Jenný Dagbjört, f. 10.9.1965, Arna Ýr, f. 27.8.1970, ogElvar, f. 21.8.1972. Gunnar og Helga taka á móti gest- um í dag, laugardaginn 26.1., frá klukkan 18-21.00 á Hótel Selfossi. BLIND hæð^ t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, bróður og afa, Ólafs Jóns Hávarðssonar, Efri-Fljótum II, Meðallandi. Þórunn Sveinsdóttir Magnhildur Ólafsdóttir Róshildur Hávarðsdóttir Hávarður Ólafsson Halldór Hávarðsson Margrét Ólafsdóttir Hávarður Hávarðsson Guðlaug Ólafsdóttir og barnabörn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.