Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1991, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 1. MARS 1991.
33
LífsstOl
DV kannar grænmetismarkaðinn:
Almenn
verðlækkun
grænmetis
- mest á gulrótum og gúrkum
Neytendasíða DV kannaði að þessu
sinni verð á grænmeti í eftirtöldum
verslunum; Bónusi Kópavogi, Fjarð-
arkaupi Hafnarfirði, Hagkaupi Eiðis-
torgi, Kjötstöðinni Glæsibæ og
Miklagarði vestur í bæ. Bónusbúð-
irnar selja sitt grænmeti í stykkjatali
á meðan hinar samanburðarverslan-
irnar selja eftir vigt. Til að fá saman-
burð þar á milli er grænmeti í Bón-
usi vigtað og umreiknað eftir meðal-
þyngd yfir í kílóverð.
Hækkun um 8 af hundraði varð á
meðalverði á tómötum frá í síðustu
viku og er það nú 257 krónur. Tómat-
ar voru á lægsta verðinu í Bónusi á
87 krónur kílóið en næst kom verðið
í Kjötstöðinni 236, Fjarðarkaupi 268,
Miklagarði 299 og Hagkaupi 395.
Munur á hæsta og lægsta verði var
mjög mikill eða 354%. Það þýðir að
hægt er að kaupa 3'A tómat fyrir
hvern einn ef mið eru tekin af lægsta
og hæsta verði.
Nær fjórðungslækkun varð á með-
alverði á gúrkum frá í síðustu viku.
Lækkunin nam 24% og er meðal-
verðið nú 224 krónur. Gúrkur voru
ódýrastar í Bónusi á 110. Á eftir
fylgdu Kjötstöðin 195, Fjarðarkaup
219, Mikligarður 255 og Hagkaup 339
krónur. Munur á hæsta og lægsta
verði á gúrkum var 208%.
Meðalverð á sveppum lækkaði um
7 af hundraði frá í síðustu viku og
Meðal sértilboða hjá verslunum
Bónuss eru Libero Maxi bleiur, 64
stk.. á 1499 krónur, Lion bar súkku-
laði, 3 stk. saman á 110 krónur, Edet
eldhúsrúllur, fjórar saman, á 169 og
Merrild light kaffi í hálfs kílós
pakkningum á 269 krónur.
í Fjarðarkaupi var hreinn epla- og
appelsínusafi frá MS á afsláttarverð-
inu 109 kr. lítrinn og Crown maís-
baunir 482 g í niðursuðudósum kost-
uðu 59 krónur. Allt hráefni í austur-
lenska rétti frá La Choy var á tilboðs-
er nú 444 krónur. Verðið á sveppum
var lægst í Bónusi 334, síðan í Kjöt-
stöðinni 355, Fjarðarkaupi 424,
Miklagarði 545 og Hagkaupi 564.
Munur á hæsta og lægsta verði á
sveppum nam 69 af hundraði.
Neytendur
Lækkun um 6 af hundraði varð á
meðalverði á grænum vínberjum
milli vikna og er það nú 301 króna.
Græn vínber voru á lægsta verðinu
í Bónusi á 143 krónur kílóið. Næst á
eftir kom verðið í Fjarðarkaupi 225,
Miklagarði 345, Hagkaupi 355 og
Kjötstöðinni 435. Munur á hæsta og
lægsta verði á grænum vínberjum
var mikill eða 204%.
Meðalverð á papriku lækkaði um
5% frá í síðustu viku og er nú 369
krónur. Græn paprika var ódýrust í
Bónusi á 182, á eftir fylgdu Kjötstöðin
282, Fjarðarkaup 382, Mikligarður
459 og Hagkaup 495 krónur. Munur
á hæsta og lægsta verði á grænni
papriku var 172%.
Engin breyting varð á meðalverði
á kartöflum frá í síðustu viku og er
það enn 80 krónur. Kartöflur voru á
lægsta verðinu í Bónusi á 68,50. Næst
komu verðin í Fjarðarkaupi 75,50,
veröi og sömuleiðis hráefni i ýmiss
konar pastarétti frá Hunts.
í Hagkaupi, Eiðistorgi, fengust fisk-
borgarar frá Humli, 4 stk., á 129 krón-
ur, Jonagold epli voru á sértilboði,
99 krónur kílóiö, þurrkryddað
lambalæri var á kílóverðinu 689
krónur og Libbys bakaðar baunir,
425 g, kostuðu aðeins 39 krónur dós-
in.
í Kjötstöðinni var í gangi verðtilboð
í kjötborðinu á nautafillet og nauta
innra læri og er kílóverðið 1495 krón-
Hagkaupi 82, Miklagarði 82,50 og
Kjötstöðinni 89. Munur á hæsta og
lajgsta verði var 30 af hundraði.
Örhtil hækkun, um 4%, varð á
meðalverði á blómkáli og meðalverð-
iö er nú 308 krónur. Blómkál fékkst
ekki í Bónusi né Miklagarði en þaö
var ódýrast í Kjötstöðinni á 263 krón-
ur. Næst kom Fjarðarkaup 316 og
Hagkaup 345. Munur á hæsta og
lægsta verði á blómkáli var 31%.
Atta prósent lækkun varð á meðal-
verði á hvítkáli milli vikna og er það
nú 113 krónur. Hvítkál fékkst ódýr-
ast í Bónusi á 92, næstódýrast í
Miklagarði 98, Hagkaupi 109, Fjarð-
arkaupi 116 og Kjötstööinni 152 krón-
ur. Munur á hæsta og lægsta verði
var 65%.
Töluverð lækkun varö á meðal-
verði á gulrótum frá í síðustu viku.
Lækkunin er 16% og er meðalverðið
nú 123 krónur. Gulrætur voru á hag-
stæðasta verðinu í Bónusi á 110,
næst kom Fjarðarkaup 130, Mikli-
garður 144, Hagkaup 155 og Kjötstöð-
in 176. Munur á hæsta og lægsta
verði á gulrótum var 60%.
Grænmetisúrvalið er jafnan fjöi-
breytilegast í Hagkaupi og jafnan
fyrsta flokks, en verðlag virðist hafa
farið hækkandi í Hagkaupsverslun-
um miðað við hinar samanburðar-
verslanirnar á undanfórnum vikum.
ÍS
ur. Golden Valley örbylgjupopp 3 x
100 g var á sértilboði á 149 krónur.
Öll Camelia dömubindi voru á 20%
afslætti og Brink kremkex 250 g var
á 85 krónur pakkinn.
í Miklagarði voru allir ávaxtadrykk-
ir frá Sól á sértilboðsverðinu 99 krón-
ur, hálfir lambaskrokkar sérpakkað-
ir voru á kílóverðinu 486 krónur,
Pally kremkex með vanillu- og
súkkulaðibragði 300 g kostuðu 89
krónur og pepsí í tveggja lítra flösk-
um var á 148 krónur. -ÍS
( 400 S Tómatar Verð í krónum
\
a / 1 f\
jy\j 257
Y
Júl[ÁgúaSapt.OKt.Nóv.D«t. Jan F#b.
Grænmetisborðið i Hagkaupsverslununum er jafnan glæsilegt en verðlag hefur farið hækkandi hjá þeim undanfarn-
ar vikur.
Sértilboð og afsláttur:
Nauta innra læri
og nautafillet