Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1991, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 1. MARS 1991. Fréttir Sjópróf í Noregi vegna Miröndu sem sökk fyrir utan Sandgerði: Skipstjóra ber ekki saman við frásögn sjónarvotta útgerðin hefur beðið D V um frétt og graf vegna óhappsins Fulltrúi útgerðar norska skipsins Miröndu segir það ekki rétt að skip- stjórinn hefði neitað að taka lóðs í Grindavíkurhöfn skömmu áður en gat kom á skipið með þeim afleiðing- um að það sökk um 6 mílur vestur af Sandgerði í lok janúar: „Lóðsinn sagði að hann myndi ekki fara meö þar sem hann myndi þurfa að fara af í Vestmannaeyjum. Hann sagði að það væri í lagi fyrir skipiö að fara út úr höfninni. Það er ekki ólöglegt aö sigla án hafnsögumanns í Grindavík. Þaö er hins vegar at- hyglisvert að lóðsinn og sjónarvottar segi annað," sagði Geir Hjönnöy, fulltrúi Kristiansund Shipping, sem gerði Miröndu út viö DV í gær. Sjópróf hafa farið fram vegna Mir- öndu í Noregi. Samkvæmt upplýs- ingum frá útgerðinni stangast fram- burður skipstjórans á við það sem hafnsögumaður í Grindavík og vitni hafa sagt hér á landi. Útgerðin hefur óskað eftir að DV sendi afrit af frétt og afstöðuteikningu blaðsins til Nor- egs - þar kom atburðarás greinilega fram samkvæmt frásögn hafnsögu- manns og vitna í Grindavík. Bjarni Þórarinsson, hafnsögumað- ur í Grindavík, sagði við DV skömmu eftir strandið að hann hefði verið búinn að gera sig kláran til að fara með skipið út úr höfninni. Skipstjór- inn hefði hins vegar beðist undan því þar sem hann taldi að þaö myndi teQa skipið að koma við í Vestmanna- eyjum. „Ég var meira að segja búinn að setja vindla í vasann til að hafa með mér i nesti þegar skipstjórinn Með tækjunum sem eru í þessum bát voru teknar myndir af flaki Miröndu sem liggur á 86 metra dýpi skammt vestan við Sandgerði. Skipstjórinn á Miröndu beygði of snemma í bakborða í innsiglingarrennunni: Skylda ætti ókunn- uga til að taka lóðs - segjasiglingamálastjórioghafhsögumaðurinníGrindavík Skipstjórinn á norska tklplnu Mi- röndu, sem sökk við Stafncs um helg ina, beygði of snemma i bakborða (i austur) þegar bann sigldi skipinu út um svokallaða rennu við innsigling una I Grinda víkurhöfn á laugardags- kvöldið. Samkvæmt fyrirnualum hafnsögumanns átti sklpstJórlnn að balda i beinni línu eftlr rauðum sigl- lngaljósum i landi aö bauju fyrir utan sem einnlg logaöi rautt á. Hann átti aö bcygja á bakboröa þegar 50 metrar væru eftir aö baujunnL Sklpstjórinn beygöl hins vegar mun fyrr. Þetta kom fram hjá Bjama Þórarirusyni, hafnsógumanni i Grindavtk, og fleiri sjónarvottum sem DV ræddi við. „Ég ætlaði að fara að kalia I skip- stjórann þegar skipiö sveigöl i bak boröa. Siöan gaf hann vélinni mikiö inn og beygöi skarpt i stjómboröa og fór aftur inn á rétta striklö. Viö þetta befur botninn rekist I rennuna austan megin. En eftir þetta fór hann hins vcgar rétt aö öllu. Hann beygöi svo i bakboröa b)á baipunní og fór líka rétt aó þegar hann beygöi í stjómborða cftir hvitu Ijósunuin," sagði Bjami hafnsögumaóur i sam- tali viö DV í gær. Undir þetta tóku fleiri racnn, scm DV ræddi við. og horföu á það þegar skipstjórínn beygöi út af slcfnunni á röngum staö, rétt fyrir utan hafnannynniö. Bjami telur aö skylda eigi ókunn- uga til aö taka hafnsðgumann meö þegar siglt er inn og út um höfnina f Gnndavík. Magnús Jóhannesson siglingamálastjóri tók 1 saraa streng Frétt DV og graf sem útgerð Miröndu hefur beöið um. afþakkaöi að ég kæmi meö,“ sagði Bjarni í samtali við DV. Skipstjóri Miröndu sagði við sjó- próf að skipið hefði tekið niðri vegna öldugangs. Bjarni og íleiri sjónar- vottar hafa á hinn bóginn sagt að skipstjórinn hefði beygt of snemma í bakborða, stuttu eftir að skipið sigldi út úr höfninni - og sjógangur heföi ekki verið mikill. Fyrirtækið sem tryggði Miröndu óskaði eftir að teknar yrðu neðan- sjávarmyndir af ílaki skipsins þar sem það liggur á hafsbotni skammt vestan við Sandgerði. Fyrirtækið Djúpmynd hefur þegar tekið myndir af flakinu. Þær sýna að skipið liggur kjölrétt á grófum botni í kanti við togslóð. Dýpið á þessum stað er 86 metrar. Stórir grjóthnullungar eru á botninum en stutt frá er leirbotn. Fulltrúar Det Norsk Veritas hér á landi hafa fengiö myndbandsspólu í hendur með myndum af flakinu á hafsbotni. Ætlunin var að freista þess aö ná myndum af gatinu sem kom á skipið í innsiglingarrennunni við Grindavíkurhöfn. Ekki tókst að ná myndum af sjálfu gatinu vegna lélegra skilyrða. Eigi að síður kom greinilega í ljós aö skipið liggur kjöl- rétt. Talið er gatið sé á afturhluta skipsins aö neðanverðu á móts við vélarrúm. Farið verður í annan myndaleiðangur síðar. -ÓTT Stuðningsmenn Davíðs Oddssonar hafa opnað kosningaskrifstofu í Heklu- húsinu viö Laugaveg. Þar stjórnar Friörik Friöriksson starfinu sem meöal annars felst í því aö hringja í landsfundarfulltrúa. Stuöningsmenn Þorsteins Pálssonar hafa opnaó skrifstofu í húsinu númer 7 vió Suðurgötu. Þar stjórnar Viglundur Þorsteinsson aögerðum. Hringja menn meðal annars i landsfundarmenn. DV-myndir Brynjar Gauti Háskóli íslands: Naf n forseta blandast í kosningabaráttuna „Þess skal getið aö það var ekki með vitund eða samþykki forseta íslands að ávarpið skyldi birt í Vökublaðinu svo skömmu fyrir kosningar til stúdenta- og háskól- aráðs þann 12. mars næstkomandi. Umrætt Vökublað er helgað af- mæli Háskóla íslands sem veröur 80 ára þann 17. júni næstkomandi. Tímasetning þessarar hátíðarútg- áfu hiýtur að skoðast sem innlegg í kosningabaráttu Vöku. Það er harmað aö gerð hafi verið tilraun til að notfæra sér nafn forseta ís- lands í kosningabaráttunni með þessum hætti,“ segir í tilkynningu sem talsmenn Röskvu segja aö birt- ast muni í kosningablaði þeirra er kemur út eftir viku. Það hefur vakiö athygli þeirra er séð hafa nýjasta blað Vöku, félags lýðræðisinnaöra stúdenta í Há- skóla íslands, að í því skuli birt ávarp frá forseta íslands þar sem hann færir skólanum árnaðaróskir í tilefni 80 ára afmælis hans, þar sem mjög skammt er til kosninga hjá stúdentum. Samkvæmt upplýsingum Sigríð- ar Hrafnhildar Jónsdóttur, deild- arsérfræðings á skrifstofu forseta íslands, var þess farið á leit við skrifstofu embættisins aö forseti sendi kveðju til Háskóla íslands í tilefni af 80 ára afmæli skólans og ætti kveðjan að birtast í sérstöku afmælisblaði stúdenta. „Starfsmenn forsetamembættis- ins skildu beiðnina á þann hátt að um almennt hátíðarblað stúdenta væri að ræða í tilefni af afmælinu sem væri eins konar gjöf stúdenta til skólans. Erindið var kynnt fyrir forseta í samræmi við þær upplýs- ingar. Okkur á skrifstofu forseta var ekki kunnugt um að þetta væri eitthvert sérstakt Vökublað, heldur töldum við samkvæmt þeim upp- lýsingum sem við höfðum fengið að blaðið ætti að bera yfirskriftina „Háskóli íslands 80 ára“ og gátum við ekki tengt þann titil neinni pól- itískri fylkingu innan skólans. Þótti forseta því sjálfsagt aö þessi að æðsta menntastofnun landsins fengi afmæliskveöju á þessum tímamótum,“ segir Sigríður. Það má svo bæta því við að sama afmæliskveðja forseta íslands til Háskólans mun birtast í öðrum blööum stúdenta æski' þess þeir á annað borö. Innan Háskólans takast á tvær andstæðar fylkingar í pólitík. Ann- ars vegar Röskva, samtök félags- hyggjufólks, og hins vegar Vaka sem er eins og áður sagði félag lýð- ræðissinnaðra stúdenta. Eftir að umrætt Vökublað kom _ út höfðu Röskvumenn samband við forsetaembættið og báðu um skýr- ingar á þvi hvers vegna forsetinn birti ávarp sitt í Vökublaöinu. „Það voru mjög margir, þar á meðal forsetinn,. svo og sumir þeirra sem auglýstu i Vökublaðinu, sem töldu að allir stúdentar innan Háskólans stæðu í sameiningu að útgáfu þessa blaðs sem Vaka helgar 80 ára afmæli skólans. Þeir hinir sömu urðu því undrandi þegar þeir komust að því aö það væri annað pólitíska félagið i Háskólanum sem stæöi aö blaðinu og væri að gefa það út í áróðursskyni,“ segir Stein- unn Óskarsdóttir sem situr í stúd- entaráöi fyrir hönd Röskvu. Haft var samband við Baldur Þórhallsson, ritstjóra Vökublaös- ins. Hann kvaðst ekki vilja tjá sig um málið. -J.Mar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.