Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1991, Blaðsíða 2
2
FÖSTUDAGUR 8. MARS 1991.
Fréttir
Sjálfstæðisflokkurinn:
Alger
óvissa um
vara-
formann
MikO óvissa ríkir um það meðal
sjálfstæðismanna hver verður vara-
formaður flokksins að loknum lands-
fundinum sem hófst í gær og um það
eru töluverðar vangaveltur.
Samkvæmt heimildum DV eru
tvær andstæðar skoðanir á lofti
varðandi viðbrögð Davíðs Oddssonar
ef Þorsteinn Pálsson vinnur for-
mannskjörið á sunnudag. Annars
vegar er því haldið fram að Davíð
geti vart annað en tekið sæti varafor-
manns sem efsti maður á Usta flokks-
ins í Reykjavík og borgarstjóri og
geri það. Fái hann rússneska kosn-
ingu sem varaformaður. Hins vegar
staðhæfðu sumir viðmælendur DV,
þar á meðal voru stuðningsmenn
Davíðs, að hann gæfi alls ekki kost
á sér sem varaformaður tapaöi hann
formannskosningunni.
Vinni Davíð formannskosninguna
þykir öllum viðmælendum DV sjálf-
gefið að Þorsteinn verði ekki vara-
formaður.
Það biöu margir eftir að sjá hver
yrðu viðbrögð Daviðs Oddssonar,
varaformanns Sjálfstæðisflokksins,
við ræðu Þorsteins Pálssonar. Hann
reis úr sæti sinu eins og aðrir lands-
fundargestir en klappaði hægar en
margir aðrir. DV-mynd GVA
Kjör varaformanns þykir meöal
annars ráðast af sjónarmiðinu
„Reykjavík - landsbyggðin" og eins
hefur komið til tals aö Kjósa konu
sem varaformann flokksins.
Þeir sem títt hafa verið nefndir í
tengslum við varaformannsembætti
eru Björn Bjarnason, Halldór Blön-
dal, Pálmi Jónsson, Sólveig Péturs-
dóttir, Friðrik Sophusson, og Sigríð-
ur A. Þórðardóttir. Sú síðastnefnda
er 5. á lista flokksins á Reykjanesi,
fyrrum oddviti í Grundarfirði og
miðstjómarmaður. Einn stuðnings-
manna Davíðs sagði að Sigríður
kæmi mjög til greina sem varafor-
maður. -hlh
Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gengur til sætis síns undir hyllingu landsfundargesta aö lokinni setningarræðu
Formannsslagurinn:
Maður á mann
á landsf undinum
- veisluboðskortum stungið í vasa landsfundarfulltrúa
Barátta þeirra Þorsteins Pálssonar
og Davíðs Oddssonar í formanns-
slagnum á landsfundi Sjálfstæðis-
flokksins, sem hófst í gær, hefur nú
náö hámarki. Samkvæmt upplýsing-
um landsfundarfulltrúa, sem DV
ræddi við viö setningu fundarins í
gær, er nú unnið samkvæmt herferð-
inni maöur á mann. Báöir aöilar láta
sína stuöningsmenn ræða við alla
landsfundarfulltrúana, enda þótt
búið sé að hafa símasamband við þá
flesta.
Tíðindamaður DV sá boðskort sem
stungiö var í vasa landsfundarfull-
trúa um leiö og hann afhenti skilríki
sín og tók viö landsfundargögnum. Á
þessu boðskorti stóð aö hann væri
boðinn til samkvæmis, sem stuðn-
ingsmenn Davíðs buöu til, strax aö
lokinni setningarathöfninni í gær.
Stuðningsmenn beggja frambjóð-
endanna voru sigurvissir þegar viö
þá var rætt.
Slegiö á létta strengi á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Hér lagar Þorsteinn
Pálsson gleraugun á Eínari Oddi Kristjánssyni, formanni Vinnuveitendasam-
bandsins. Einar er einn dyggasti stuðningsmaður Þorsteins í formanns-
slagnum. DV-mynd GVA
Stuðningsmenn Þorsteins voru yfir
sig hrifnir af setningarræöu hans og
þá alveg sérstaklega því langvinna
lófaklappi sem hann fékk í ræðulok.
Reyndur landsfundarfulltrúi, stuön-
ingsmaður Þorsteins, sagöi lófa-
klappið hafa verið langvinnara en
hann heföi heyrt áður á landsfundi.
Stuðningsmenn Davíðs sögðu við-
tökurnar hafa verið meö þeim hætti
aö þeir væru sigurvissari en áður.
Þeir sögöu viðtökurnar ekki geta
aukið stuðningsmönnum Þorsteins
bjartsýni. Svona sýndist sitt hverj-
um.
Nokkrir fullyrtu að margfalt fleiri
landsfundarfulltrúar hefðu komið
óákveönir til fundarins en margir
héldu. Þeir sögðu stuðningsmenn
beggja draga rangar ályktanir af
vinalegu viðmóti landsfundarfull-
trúa þegar í þá var hringt fyrir fund-
inn af stuðningsmönnum beggja.
-S.dór
Þorsteinn Pálsson fór fram á endurnýjað traust í setningarræðu á landsfundi:
Málefnastaðan er sterk - innviðirnir traustir
- nú er spumingin sú hvort tvístra á forystunni eða halda henni óbreyttri
„Við sjálfstæðismenn höfum horft
með tilhlökkun til komandi
kosninga. Málefnastaðan er sterk.
Innviðirnir traustir. Nýir menn eru
að koma til starfa í þingflokknum.
Ég fann að sjálfstæðisfólk reiknaði
með að núverandi forysta stýrði
flokknum saman til stórsigurs. Menn
hafa jafnvel gert sér vonir um meiri-
hluta á alþingi íslendinga. Nú er
spurningin sú hvort tvístra á þessari
forystu eða halda henni óbreyttri.
Það er trú mín og sannfæring aö á
þessari stundu sé núverandi skipan
forystuhlutverka líklegust til þess að
tryggja samstöðu og heyja þá einu
orrustu sem okkur er áætlað að berj-
ast við andstæðingana. Þannig vinn-
um við kosningabaráttuna. Þess
vegna fer ég fram á endumýjaö
traust... Þið treystuð mér á erfið-
leikatímum í flokknum. Nú er spurt
hvort þið treystið mér til að leiða
flokkinn í þeim meöbyr sem við höf-
um núna.“
Þannig komst Þorsteinn Pálsson,
formaður Sjálfstæðisflokksins, að
orði þegar hann bað landsfundarfull-
trúa um endurnýjað traust í setning-
arræðu sinni við upphaf landsfundar
flokksins í gær.
Ræða Þorsteins var alllöng og ítar-
leg. Sá kafli hennar þar sem hann
ræddi um formannsslaginn var stutt-
ur og afskaplega kurteislega orðað-
ur.
Hann eyddi langmestum hluta
ræðunnar til að fara vítt yfir sviðið
varðandi stöðu landsmála og stjórn-
mála og hinnar sterku stöðu Sjálf-
stæðisflokksins um þessar mundir.
Hann gagnrýndl núverandi ríkis-
stjórn harkalega. Hann lýsti vinnu-
brögðum samstarfsflokkanna í þeirri
ríkisstjórn sem hann var í forsæti
fyrir og fór frá völdum 1987. Hann
sagði að þær tillögur, sem samstarfs-
flokkarnir hefðu lagt til við úrlausn
þess vanda sem viö blasti, hefðu ver-
ið gamaldags og úreltar. Reynt hefði
veriö að ala á úlfúö og tortryggni
með þeim innan Sjálfstæðisflokks-
ins. Það hefðu hins vegar verið tak-
mörk fyrir því hvað Sjálfstæðisflokk-
urinn gat gengið langt og því fór sem
fór.
Þorsteinn sagði það tröllaukið
verkefni að ætla sér að ná jöfnuði í
ríkisíjármálunum á næstu árum. En
með markvissum vinnubrögðum
væri það hægt en ekki fyrr en því
væri lokið væri hægt að taka til við
að lækka skatta.
Landsfundarfulltrúar stóðu á fæt-
ur og klöppuðu Þorsteini lof í lófa,
lengi og innilega, í ræðulok.
-S.dór