Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1991, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1991, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 8. MARS 1991. 33 Lífsstm Kartöflur 901 Verð í krónum Ag Sept.Okt. Nóv. Des. Jan. Feb. Mars # Tómatar Verð í krónum Kartöflur virðast vera eina grænmetistegundin þar sem meðalverðið tekur ekki miklum breytingum á milli vikna. DV kannar grænmetismarkaðinn: Miklar sveifl- ur á verði - meðalverð papriku lækkar um nær helming Neytendasíða DV kannaði að þessu sinni verð á grænmeti í eftirtöldum verslunum; Bónusi, Skútuvogi, Fjarðarkaupi, Hafnarfirði, Hag- kaupi, Kringlunni, Kjötstöðinni Glæsibæ og Miklagarði viö Sund. Bónusbúðirnar selja grænmeti í stykkjatali á meðan hinar saman- burðarverslanirnar selja eftir vigt. Til að fá samanburð þar á milli er grænmeti í Bónusi vigtað og um- reiknað eftir meðalþyngd yfir i kíló- verð. Meðalverð á tómötum hækkaði um 7% frá því í síðustu viku og er það nú 275 krónur. Tómatar voru á lægsta verðinu í Bónusi á 176 krónur kílóið. Næst á eftir kom verð í Kjöt- stöðinni, 236, Fjarðarkaupi, 268, Miklagarði, 295, og Hagkaupi, 399. Munur á hæsta og lægsta verði var 127%. Engin breyting varð á meðalverði á gúrkum milli vikna og er meðal- verðið enn 224 krónur. Gúrkur voru ódýrastar í Bónusi á 128, Kjötstöð- inni, 172, Fjarðarkaupi, 226, Mikla- garði, 255 og Hagkaupi, 339 krónur. Munur á hæsta og lægsta verði var 165%. Fjórðungslækkun varð á meðal- verði á sveppum frá því í síðustu viku og er meöalverðið nú 354 krón- ur. Sveppir fengust á lægsta verðinu í Kjötstöðinni á 299 krónur og voru þeir einnig mjög fallegir. Næstódýr- astir voru sveppir í Bónusi á 314, Mikligarður var með kílóverð 545, Fjarðarkaup ■ 550 og Hagkaup 564. Munur á hæsta og lægsta verði var 89 af hundraði. Meðalverð á grænum vínberjum er nokkurn veginn það sama og í síö- ustu viku eða 302 krónur. Lægsta verðið á grænum vínberjum var í Bónusi, 147, en þar á eftir kom Fjarð- arkaup, 260, Hagkaup, 325, Mikli- garður, 345, og Kjötstöðin, 435. Mun- ur á hæsta og lægsta verði á grænum vínberjum var mikill eða 196%. Meðalverð á grænni papriku lækk- aði ótrúlega frá í síðustu viku eða um 46% og er það nú 246 krónur. Græn paprika var ódýrust í Fjarðar- kaupi á 120 krónur kílóið en á eftir fylgdi verðið í Bónusi, 125, Kjötstöð- inni, 189, Hagkaupi, 339, og Mikla- garði, 459. Munur á hæsta og lægsta verði var þar af leiðandi mjög mikill eða heil 267%. Eilítil hækkun varð á meðalverði á kartöflum frá í síðustu viku og nam hækkunin 3%. Meðalverðiö nú er 82 krónur. Kartöflur voru ódýrastar í Bónusi á 68,50 en síðan kom Fjaröar- kaup, 75,50, Mikligarður, 82,50, Kjöt- stöðin, 89, og Hagkaup, 94,50. Munur á hæsta og lægsta verði á kartöflum var 38 af hundraði. Meðalverð á blómkáli lækkaði um 6% frá í síðustu viku og er það nú 291 króna. Blómkál var ódýrast í Hagkaupi en þar var kílóverðið 229 krónur. Verðið var 259 í Fjarðar- kaupi, 304 í Kjötstöðinni, 372 í Mikla- garði en blómkál fékkst ekki í Bón- usi. Munur á hæsta og lægsta verði var 62%. Þrettán prósent lækkun varð á meðalverði á hvitkáli frá því í síð- ustu viku og er það nú sléttar 100 krónur. Hvítkál var ódýrast í Kjöt- stöðinni á 79 krónur en næst kom verðið í Miklagarði, 98, Bónusi, 99, Hagkaupi, 109, og Fjarðarkaupi, 116 krónur. Munur á hæsta og lægsta verði á hvítkáli var 47%. Nokkur hækkun varö á meðalverði á gulrótum en verðið er nú 142 krón- ur. Það er hækkun um 15% frá í síð- ustu viku. Gulrætur voru á lægsta verðinu í Bónusi á 96, næst kom Fjarðarkaupsverðiö, 138, Mikligarð- ur, 144, Hagkaup, 155, og Kjötstöðin, 176 krónur. Munur á hægsta og lægsta verði á gulrótum nam 83%. ÍS Sértilboð og afsláttur: Folaldakjöt af nýslátruðu í Bónusverslunum var 472 g Cocoa Puffs morgunkorn á tilboðsverðinu 218 krónur, Homeblest kex, 200 g, á 82 krónur, Libero bleiur fyrir 9-18 kílóa börn, 64 stk., á 1499 og allar tegundir Maarud léttsnakks í 85 g pokum á 129 krónur. í kjötborðinu í Fjarðarkaupi var hægt að fá kjúklingabita á 379 kr kíló- ið og svínslæri á 495 krónur kílóið. Einnig var á tilboðsverði White Magic rúðuúði með dælp, 650 ml, á 165 krónur og pylsubrauð, 5 stykki saman, á 49 krónur. í Miklagarði við Sund var hægt að gera góð kaup í þriggja kílóa salt- kjötsfötu á 1299 krónur, Pepsi í 2 1 flöskum kostaði 148 krónur, Cirkel kafFi, 250 g, var á 79 krónur og til viðbótar voru verkfærakassar frá Contico, 19 tomma, á 1695 krónur. í kjötstöðinni Glæsibæ gat að líta folaldakjöt af nýslátruðu með 10% afslætti. Nautafillet og nauta innra læri voru á tilboöi á 1495 krónur kíló- ið, Havre Fras morgunkom, 375 g, kostaði 189 kr. og Toffee Crisp sæl- gæti, 3 stykki saman, voru á 139 krónur. í Hagkaupi i Kringlunni var hægt að gera góð kaup í 2 kg af Kornax hveiti, sem selt er á 69 krónur, Lion bar súkkulaðistykki, 3 saman, voru á 135, kíló af rækjum var á 499 krón- ur og lambalæri, snyrt og frosið, var á565krónurkílóið. ÍS í Ílp SVEPPIR -25% I I 566 299

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.