Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1991, Blaðsíða 14
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B?SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 >27022 - FAX: (91)27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr.
Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr.
,,í dag vil ég gefa''
Kosningagalsi hefur hlaupið í íjármálaráðherra, sem
nú þykist ríkur og vilja gefa. Ólafur Ragnar Grímsson
hefur sett fram þær hugmyndir, að stjórnvöld leiti leiða
til að auka fjárfestingu og tryggja atvinnu, þar sem ekki
verði í ár ráðizt í virkjunarframkvæmdir og undirbún-
ingsframkvæmdir við byggingu nýs álvers, eins og
Þjóðvijinn orðar það. Fjármálaráðherra nefnir margs
konar framkvæmdir tál, og honum finnst lítið til koma,
þótt þær kosti einn eða tvo milljarða króna til viðbótar,
sem vafalaust gerðu gatið á ríkissjóði, sem ráðherrann
skilur eftir sig, að sama skapi stærra. Ráðherra þykist
hafa komið ár sinni vel fyrir borð með lævísum áróðri
um, að staða ríkissjóðs hafi ekki verið betri um langt
skeið. En af hverju er ráðherra að stæra sig?
Ólafur Ragnar skilur þannig við ríkissjóð, að rekstr-
arhallinn á síðastliðnu ári var 4,4 milljarðar króna, 1,3
prósent af framleiðslunni í landinu. Síðastliðið ár varð
sjötta árið í röð, sem ríkissjóður er rekinn með halla.
Fjármálaráðherra gengur þannig frá ríkissjóði, að
þensluhallinn síðasta ár hefur gróflega reiknað verið
nálægt 18 milljörðum, það er fé, sem ríkið og stofnanir
á vegum þess þurftu að inna af hendi umfram tekjur
og afborganir af veittum lánum, og dregnar frá þær
greiðslur, sem ætla má, að ekki valdi þenslu. Fjármála-
ráðherra hefur samtímis gengið lengra í skattpíningu
en dæmi hafa verið um hér á landi. Samt verður hallinn
svo mikill. Þannig villir ráðherra um fyrir landsmönn-
um og kemst langt í því efni. Um leið hefur hinn slyngi
áróðursmaður, að eigin mati, búið í haginn, svo að hann
geti rúmum mánuði fyrir kosningar boðið kjósendum
nýjar milljarðaframkvæmdir á silfurfati, eins og það sé
„ekkert mál“.
í raun hljóta menn að sjá, að hallarekstur núverandi
ríkisstjórnar gefur ekki tilefni til þess, að verktakar
geti gengið í ríkissjóð og „sótt sér hnefa“. Þvert á móti
er full þörf á miklu meira aðhaldi. Hallareksturinn ýtir
undir verðbólgu, sem mætavel getur farið úr böndum.
Þá brysti þjóðarsáttin og yrði unnin fyrir gýg. Þegar
htið er á fjárlög fyrir árið í ár, sést glöggt, að enn verð-
ur mikill rekstrarhalli á ríkissjóði og margfalt meiri
þensluhalli, þegar upp verður staðið. Hugmyndir Ólafs
Ragnars Grímssonar fjármálaráðherra og undirtektir
Verktakasambandsins eru nú mjög í umræðunni. Því
verða menn að skilja, að allt er þetta aðeins kæn kosn-
ingabrella, sem einkum er ætlað að blekkja kjósendur
í Reykjaneskjördæmi, þar sem Ólafur Ragnar sækist
eftir þingsæti. í stað glýjunnar af álverinu komi önnur
glýja.
Verktakasambandið mælir með, að fyrirhuguðum
framkvæmdum upp á 4-5 milljarða króna hjá ríki og
borg verði flýtt í ár. Lagt er til, að fjármagns til þessara
framkvæmda verði aflað með erlendri lántöku, beinum
framlögum opinberra aðila og hækkun bensíngjalds.
Þjóðhagsstofnun hefur að óbreyttu spáð því, að fram-
leiðslan aukist um eitt prósent í ár. Atvinnuleysi hefur
verið lítið sem ekkert. Fagna ber framkvæmdum, en
kröfur um aukin ríkisútgjöld verða að vera innan þeirra
marka, sem efnahagslífið þolir. Allt bendir til þess, að
efnahagslífið hafi ekki efni á kosningabrellum íjármála-
ráðherra. Illu heilli hafa stjórnvöld ekki farið þannig
að ráði sínu í ríkisfjármálum, að svigrúm sé til að hlaða
mihjörðum króna ofan á opinber útgjöld, án þess að
eitthvað láti undan.
Haukur Helgason
FÖSTUDAGUR 8. MARS 1991.
Saddam Hussein og Hafez Assad. - Sú harka sem þeir eru airæmdir fyrir hefur i rauninni verið nauðsynleg
fyrir rikisheildina innan þeirra landamæra sem ríkjum þeirra voru sett á sinum tíma.
Saddam og
sundrungin
í borgarastríðinu í Líbanon tók-
ust á ótal fylkingar, hver og ein
með sinn bakhjarl utanlands.
Frakkar og írakar sameinuðust um
aö styðja kristna, írakar vegna þess
að helsti stuðningsmaður andstæö-
inga þeirra var Assad Sýrlands-
forseti. Með innrásinni í Kúvæt
urðu Sýrlendingar og Frakkar
bandamenn og afleiðingin varð að
Frakkar hættu andstöðu við Assad
og milligöngu um vopnaflutninga
frá írak.
Niðurstaðan varð sú að Sýrlend-
ignar, sem hafa haft um 50 þúsund
manna her í Líbanon síöan 1976,
urðu sigurvegarar í borgarastríð-
inu og sá langþráði draumur þeirra
að sameina Líbanon aftur Sýrlandi
er í augsýn. Fyrirsjáanleg yfir-
drottnun Sýrlendinga í Líbanon er
í rauninni grein af sama meiöi og
tilraun Saddams Hussein til aö inn-
lima Kúvæt. Það var enda krafa
Saddams í ágúst þegar hann léði
máls á að fara frá Kúvæt að Sýr-
lendingar færu þá líka frá Líbanon.
Tilkall Sýrlendinga til Líbanons
er byggt á sömu rökum og tilkall
íraka til Kúvæts, Líbanon var skil-
ið frá Sýrlandi og Frakkar gerðu
þetta svæði að sjálfstæöu ríki 1943.
Miðstjórnarvald
Það sem upphaflega olli borgara-
stríðinu í Líbanon 1975 var að mið-
stjórnarvaldið hrundi yfirdrottnun
hluta landsmanna yfir meirihlut-
anum, þar á meðal Palestínumönn-
um í landinu, olli uppreisn. Á þetta
er minnt nú vegna þess að það
sama sem gerðist í Líbanon gæti
hæglega gerst viðar, það gæti
vissulega gerst í Sýrlandi sjálfu þar
sem forsendur eru í rauninni svip-
aðar og í Líbanon.
Og nú um þessar mundir beinast
augu umheimsins að írak þar sem
óvíst er hversu miðstjórnarvaldið
er sterkt eftir ósigurinn gegn
bandaríska hernum í Kúvæt og
eyðilegginguna og afleiðingar við-
skiptabannsins innanlands. Það
eina sem hefur haldið þessum ríkj-
um saman er mjög harkaleg mið-
stjórn þar sem dauðarefsing hefur
legið við öllu tali um aðskilnaö
hinna ýmsu þjóðarbrota og trúfylk-
inga.
Sú harka, sem Saddam Hussein
og Hafez Assad eru alræmdir fyrir,
hefur í rauninni verið nauðsynleg
fyrir ríkisheildina innan þeirra
landamæra sem ríkjum þeirra
voru sett á sínum tíma. í írak er
nú mikil ólga og ef hún verður ekki
bæld niður iljótlega gæti allt farið
í loft upp, engum til góðs en öllum
til bölvunar, ekki síst þeim araba-
ríkjum sem studdu Bandaríkin
gegn írak.
Kúrdar
Nú berast fréttir af uppreisn shía
múslíma í suðurhluta íraks og jafn-
framt hafa Kúrdar látið á sér
kræla. Eitthvað af þessum fréttum
Kjallarmn
Gunnar Eyþórsson
fréttamaður
er trúlega vestræn óskhyggja um
óvinsældir Saddams og óvíst er hve
alvarlegt þetta er en þessar fréttir
eru vísbending um það sem gæti
gerst í írak ef miöstjórnarvaldið í
Bagdad missir tökin.
í írak búa 17 til 18 milljónir
manna. Um 9 milljónir þeirra eru
shía múslímar í suðurhlutanum á
landamærunum við íran og í vest-
ureyðimörkinni, um 4 til 5 milljón-
ir eru súnní múslimar í miö- og
austurhlutanum. Síðan eru 4 til 5
milljónir Kúrda í norðausturhér-
uðum íraks þar sem einnig búa
Kúrdar innan landamæra Tyrk-
lands, írans og Sýrlands á svæði
sem kallað er Kúrdistan. Kúrdar
eru súnní múslímar en ekki arabar
og þeir hafa sitt eigið tungumál.
Aðskilnaðarbarátta þeirra á sér
langa sögu, allt til 1916 þegar Bretar
lofuðu þeim sjálfstæði þegar þeir
voru aö búa til ný ríki á þessum
slóöum ásamt Frökkum en það var
svikið eins og íleira. Síðan 1961
hefur verið viðvarandi uppreisn
Kúrda, ekki aöeins í írak og íran
heldur aðallega í Tyrklandi. Til-
hugsunin um sjálfstætt ríki Kúrda
í írak mundi ógna Tyrkjum og þeir
gætu þá hugsanlega hertekið
Kúrdahéruöin í írak, ekki síst
vegna þess að þeir eiga þar gamlar
landakröfur. Á þessu svæði eru
auðugustu oliusvæði íraka um-
hverfis Kirkuk og Mosul. Þar fram-
leiða þeir meiri olíu en við Persa-
flóa.
Ajatollar
Shía múslímar í Basra og víðar
vilja nú stofna sérstakt íslamskt
lýðveldi á sínu svæði að íranskri
fyrirmynd. Þetta er reyndar ekki
nýtt og þetta hefur lengi verið bar-
áttumál ajatollanna í Iran allt frá
því Khomeini komst þar til valda
1979. Sá íraski ajatolla, sem stjórn-
ar uppreisninni í Basra, hefur lengi
rekið áróður gegn Saddam frá
bækistöð sinni í íran og hann á
visst fylgi. Þaö vakir ekki fyrir
írönum að innlima héruð shíita í
írak.
Þótt shíitar þar séu af sömu grein
íslams og íranir eru þeir arabar en
ekki Persar og trúin hindraði þá
ekki í að berjast við trúbræður sína
í íran í stríðinu 1980-88, enda þótt
meirihluti hermanna Saddams séu
shía múslímar. En augljóslega yröi
íran allsráðandi við botn Persaflóa
ef stofnað yrði íslamskt ríki shíita
umhverfis Basra en eftir yrði smá-
ríki súnníta umhverfis Bagdad.
Trúin brennur ekki eins heitt á
súnnítum og shíitum, þaö ofstæki
og umburðarleysi sem einkennir
múllana og ajatollana í íran tíðkast
ekki í löndum súnní múslíma.
Borgarastríð
Borgarastríð í írak, sem enda
mundi með þessari skiptingu, yrði
reiöarslag fyrir allan arabaheim-
inn og Miðausturlönd öll. Þakklæti
viö Bandaríkin fyrir að hafa endur-
reist furstafjölskylduna í Kúvæt
yrði ekki langvinnt og veröur ekki
hvort sem er. Miðausturlönd öll
eru púðurtunna og Bandaríkja-
menn hafa þar fariö óvarlega með
eld, svo vægt sé til orða tekið. Það
er vandséð að hinn frægi sigur í
Kúvæt verði nokkrum til góðs,
nema Bandaríkjamönnum sem
hafa endurheimt sjálfsviröingu
sína eftir ósigurinn í Víetnam.
Hernaöurinn hefur valdið hættu-
legum óstööugleika innan íraks,
sem gæti breiðst úr.
Úr því sem komið er er það ill-
skást að Saddam Hussein og valda-
kerfi Baathflokksins í írak nái fóst-
um tökum á ný og haldi írak áfram
í járngreipum. Allt annaö leiðir til
uppreisnar og martraðar á borð við
borgarastríðiö í Líbanon Hugarór-
ar um vestrænt lýðræöi eru ótíma-
bærir og sýna aöeins á hve röngum
forsendum Bush háði heimsstyrj-
öldina gegn írak án þess að gefa
arabaríkjunum færi á að levsa deil-
una sín á milli.
Gunnar Eyþórsson
„Úr þvi sem komið er er það illskást
að Saddam Hussein og valdakerfi
Bathflokksins í írak nái föstum tökum
á ný og haldi írak áfram í járngreipum.
Allt annað leiðir til uppreisnar og
martraðar á borð við borgarastríðið í
Líbanon.“