Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1991, Blaðsíða 15
rcpr p.jraj/ 3 a.rniTRfví FÖSTUDAGUR 8. MARS 1991. 15 Þýðingarlaus þýðingarskylda „Stöð 2 sýndi kjark með þvi að hefja ótextaðar útsendingar og ráð- herra gerði rétt með því að heimila þær ..- Svavar Gestsson mennta- málaráðherra. Margt er líkt með skyldum. Steingrímur Sigfússon landbúnað- arráðherra varð æfur yfir innflutn- ingi á jurtafituosti og Morgunblað- ið rekur hornin í innflutning Stöðv- ar 2 á fréttum. Acton lávarður sagði að fátt þætti mönnum jafngremjulegt og að finna rætur þeirra hugmynda sem þeir hefðu. Það er auðvitað ekki huggulegt fyrir Morgunblaðið að framvegis kveiki menn á sjónvarpi við morgunverðarborðið og fái fréttir af atburðum um leið og þeir gerast. Hvað verður þá um hann sem liggur frammi í forstofu með hálfsdags gamlar fréttir? Það er hins vegar alveg ástæðulaust að leggja árar í bát og brynna músum í leiðara, Víkverja, í bréfi og bak- sviðs. Það eru alltaf einhverjir sem kunna að meta skáldfréttir af Sve- eny og gamanmál um gos á hafs- botni. Safngripur fræðinga? Nokkrir íslenskusérfræðingar hafa séð ástæðu til aö ráðast á menntamálaráðherra (já í Morgun- blaðinu) fyrir að rýmka reglugerð um óþýtt sjónvarpsefni. Sumir ættu nú að líta sér nær. Hverjir eru það sem láta nemendur í grunn- og framhaldsskólum landsins lesa bækur eins og íslandsklukkuna, stútfulla af stafsetningarvillum, allt að þrisvar sinnum? Hverjir eru.það sem eyða heilum vetri með nemendum í framhalds- Kjallarinn Glúmur Jón Björnsson efnafræðinemi í HÍ skólum í hljóðfræði sem eingöngu er notuð sem tylliástæða til að baula og orga í kennslustundum? Hverjir eru það sem keppast viö að telja fólki trú um að það sé varla á færi nokkurs manns að tala ís- lensku skammlaust og að hún eigi sér enga framtíð í félagi með öðrum tungum? - Það eru ekki menn sem vilja íslenskunni vel. Það eru þeir sem vilja loka hana inni á safni og fólkið sem talar hana með. Afnemum alla þýðingar- skyldu Að mínu mati er vænlegasta leiö- in til að „viðhalda" íslenskunni sem aðal tal- og ritmáli íslendinga að afnema allar hömlur á erlendu sjónvarpsefni eins og verið hefur um árabil með erlent útvarpsefni, blöð og bækur. Það liggur í augum uppi að ef öll blöð væru þýðingar- skyld þá ættum við aðeins kost á að fá þau sem væru það vinsæl að það borgaði sig að þýða þau. Eins er þetta með sjónvarpsefni. Ef eng- in þýðingarskylda væri fengjum við ef til vill að sjá eitthvað annað en það sem íslenskufræðingar og menningarvitar hafa kallað „amer- ískt afþreyingarefni." Það yrði án efa meira úrval en nú er og á fleiri tungumálum. íslenskunni mun ör- ugglega vegna betur í samkeppni við marga smáa en einn stóran. Hún ætti að minnsta kosti meiri möguleika en eingöngu á móti enskunni. Verum stolt en ekki reið Ég held að það sé einnig mikil- vægt að hætta að tala um íslensk- una eins og hún sé að syngja sitt síöasta. Hún hefur allt sem hún þarf til að lifa góðu lífi. Forfeður okkar létu eftir sig mikinn 0ársjóð sem er traustari bakhjarl en flestar aðrar tungur eiga. í landinu býr vel menntað fólk sem óumdeilan- lega talar íslensku og hefur mikinn áhuga á því að gera það áfram. Þaö er því algjör óþarfi að reyna að draga úr þessum áhuga með böl- bænum. Nær væri að breyta um áherslur í skólunum með því að minnka þurra fræðiiðkun en auka vægi þess að nota málið í ræðu og riti. Ráðherra gerði rétt Almenningur tók reglugerðar- breytingunni og því sem henni fylgdi ótrúlega vel og skiptir það ekki litlu máli að þeir sem tala ís- lensku skuli almennt átta sig á því að hún er ekki safngripur heldur sérkenni okkar sem enginn getur tekiö frá okkur ef við viljum það ekki. Sem betur fer virðast flestir vera ósammála þeim fræðingi sem hélt því fram að það væru mann- réttindi að geta skilið allt sem færi fram í sjónvarpi „í eigin landi“ eins og hann orðaði það. - Honum væri nær að ráðast á erlendar hljóð- varpssendingar, bækur og blöð sem er erfiðara að skilja en það sem mynd fylgir. Nær væri honum þó auðvitað að sinna -íslenskunni í stað þess að elta ólar við orðinn hlut og það sem ekkert er. Stöð 2 sýndi kjark með því að hefja ótextaðar útsendingar og ráð- herra gerði rétt með því að heimila þær og hafl hann þökk fyrir. Ríkis- útvarpið varð hins vegar aöhlát- ursefni í ljósi fyrri yfirlýsinga og lögboðins hlutverks um skyldur við islenskt sjónvarpsefni. Sýndi það enn einu sinni að þaö er úrelt fyrirbæri og hefur ekki áhuga á öðru en að vera hás hermikráka Stöðvar 2. Glúmur Jón Björnsson „Ef engin þýðingarskylda væri fengj - um við ef til vill að sjá eitthvað annað en það sem íslenskufræðingar og menningarvitar hafa kallað „amerískt afþreyingarefni' ‘“ Ræðan sem aldrei var flutt „Var þetta allur metnaðurinn fyrir menntun og starfsframa sjúkra- Sigríður Kristinsdóttir, formað- ur Starfsmannafélags ríkisstofn- ana, birtir í 2. tbl. Félagstíðinda SFR kafla úr ófluttri ræðu sem ætlað var- að hún flytti á ráðstefnu Sjúkraliðafélags íslands, um stofn- un stéttarfélags sjúkraliða sem haldin var 5. febrúar sl. Reynsla formanna SLFÍ Á ráðstefnunni fluttu allir núlif- andi fórmenn félagsins, að Sigríði frátalinni, þær: Ingibjörg Agnars, Margrét S. Einarsdóttir, Hulda Ól- afsdóttir og Kristín Á. Guömunds- dóttir, núverandi formaður félags- ins, erindi um störf sín í -þágu fé- lagsins. Þótti ráöstefnugestum fróðlegt aö kynnast viðhorfum þeirra. Byggöu formennirnir erindi sín á reynslu sinni í starfi fyrir fé- lagið,-aö Sigríöi undanskilinni sem var svo ólánsöm að sitja veðurteppt á flugvellinum á Akureyri. Undan- tekningarlaust var það samdóma álit formannanna að af starfi þeirra hefði mátt vænta meiri árangurs hefði félagið haft í stjórnartíð þeirra fullt forræði í sínum málum meö samningsréttinn að vopni. Ýmislegt sem fram kemur í grein Sigríðar kemur á óvart. í henni upplýsir hún sjúkraliða um að þeir (eða við eins og hún segir) höfnuðu sex vikna endurmenntunarnám- skeiði á sínum tíma sem ljúka átti með prófi sem gefa átti punkta inn í menntaskóla. Orðrétt segir Sigríð- ur: „Þessu námskeiði var hafnaö af sjúkraliðum í þessu formi og stytt ofan í íjórar vikur án prófs.“ Var þetta allur metnaðurinn fyrir menntun og starfsframa sjúkraliöa í verkstjórnartíð Sigríðar? Kjallarirm Gunnar Gunnarsson fyrrv. framkvstj. Starfsmanna- félags ríkisstofnana Ráðherraskipuð nefnd um starfssvið og menntun sjúkraliða Nefndin hafði þaö verkefni, að endurskoða reglugerð um Sjúkra- liðaskóla íslands, auk þess að skil- greina þetur verksvið, réttindi og skyldur sjúkraliða. Sjúkraliðar og forusta SFR, sem tilnefndi Sigríði Kristinsdóttur þv. formann Sjúkra- liðafélags íslands, bundu miklar vonir við störf nefndarinnar. Því miður var árangur af störfum nefndarinnar alls ekki sá er vænta mátti. Bréf þriggja samnefndarmanna Sigríðar, sem einhverra hluta vegna sáu sig knúna til að gera heilbrigðisráðherra grein fyrir störfum nefndarinnar, gæti skýrt hve hægt miðaði, þá frekar aftur á bak en áfram með menntun stéttar- innar á þessum árum. Úr bréfi til heilbrigðisráðherra Um starfshætti nefndarinnar segir m.a. í bréfi til heilbrigðisráð- herra dags. 14. apríl 1983. „Sjúkra- liöar höfðu ekki uppi neina tilburði til aö leggja fram tillögur um breyt- ingu á reglugeröinni og virtust að- eins bíða þess að einhver annar gerði það.“ Ennfremur segir í til- vísuðu bréfi um framgang Sigríöar: „Sjúkraliðar höfðu auðvitað, eins og aðrir nefndarmenn, fullkominn rétt til þess að bera fram athuga- semdir eða tillögur eða semja hvort heldur var reglugerð og greinar- gerð eða yflrleitt koma að öllum sínum athugasemdum sem þeim sýndist. Hvorki á fundinum 24. liða ... ?“ mars, þegar reglugerðartillagan var lögð fram eða á fundinum 29. mars, var gerð athugasemd eða færðar fram breytingatillögur af hálfu sjúkraliða." Hægt sækir með menntun og skilgreint starfssvið Við lestur tilvitnaðrar atvikalýs- ingar meðnefndarmanna Sigríðar furðar maður sig ekki lengur á því að lítið hafi miðað varðandi skil- greiningu á starfsvettvangi sjúkra- liða eða kröfur þeirra um aukna menntun. Árið 1982 var samið um aukna menntun sjúkraliða. Núna árið 1991 hafa aðeins verið haldin þrjú þriggja mánaða námskeið í sér- greindri aðhlynningu sjúkra sem sjúkraliðar hafa getað sótt, u.þ.b. 15 hverju sinni, eða samtals 45 úr liðlega 2000 manna stétt, á þeim tæplega tíu árum frá því að um námið var samið. Ekkert heilsárs nám hefur staðið sjúkraliðum til boða þrátt fyrir að um þaö hafi samist sama árið eða 1982, en það átti að veita sjúkraliðum aukin starfsréttindi. Síðar í grein sinni heldur Sigríð- ur því fram að „allt þetta nám sé fallið niður“, eftir að Sjúkraliöa- skóli íslands hætti. Á orðum Sig- ríðar má skilja, að í stað þessa náms hafi komið ný viku námskeið í þessum sérgreinum, þ.e. aðhlynn- ingu aldraðra, geðsjúkdómafræð- um og umönnun barna. Hér er um grundvallarmisskilning að ræða. Vikunámskeiðin við Fjölbrautar- skólann í Breiðholti eru hrein við- bót við það sem fyrir var. Hlutverk og skyldur Sjúkraliðaskóla íslands íluttust við niðurlagningu hans yfir til Ármúlaskólans í Reykjavík og er unnið að framtíðarskipulagn- ingu framhaldsbrautar í menntun sjúkraliða við skólann. Hugmyndin er að strax i haust verði tekið upp einnar annar eða 4 mánaða sérnám í störfum í heil- brigðisþjónustu. Jafnframt er verið að vinna að námsframboði skil- greindu við ýmsa sérhjúkrun og aðhlynningu sem boðið verður upp á næstu tvö árin. Það er gert með það í huga, að sjúkraliðar geti með góðu móti, skipulagt tíma sinn með góðum fyrirvara m.t.t. áhugaverðs námsframboðs við Ármúlaskól- ann. Gunnar Gunnarsson „Nefndin haföi það verkefni að endur- skoða reglugerð um Sjúkraliðaskóla Islands, auk þess að skilgreina betur verkssvið, réttindi og skyldur sjúkra- liða.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.