Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1991, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1991, Side 2
E2 . MiPyffiy'DAGgg:'13.-#ARS^ Í9M. Fréttir Búvörusamningur Steingríms J. Sigfússonar: Laun bænda verða greidd að hálf u af skattgreiðendum Staðfesti Alþingi búvörusamning þann sem Steingrímur J. Sigfússon hefur gert við bændur er ljóst að út- gjöld ríkissjóðs á samningstímanum verða ekki undir 35 milljörðum króna. Að auki bendir ýmislegt til aö útgjöldin verði enn meiri vegna ýmissa hliðaráhrifa. Þrátt fyrir þessi miklu útgjöld felast engar tryggingar fyrir því að vöruverð lækki enda ekkert tekið á milliliða- og sölukostn- aðinum sem er afgerandi þáttur í verðmyndunarkerfi á landbúnaðar- vörum. Hvað einstaka kostnaðarliði samn- ingsins áhrærir þá er gert ráö fyrir að verja ríflega 9,6 milljörðum í beina styrki til sauðfjárbænda á samnings- tímanum. Miðað við að við sauðtjár- rækt séu bundin um 1800 ársverk mun því hver bóndi í fullu starfi fá 5,3 milljónir í beinan launastyrk á tímabilinu. 15,5 milljarðar vegna mjólkurbænda Til mjólkurframleiðslu er gert ráð fyrir að verja svipaöri upphæð og verið hefur. Sé tekið miö af útgjöldum ríkissjóðs síðastliðin fjögur ár kemur í ljós að stuðningur ríkissjóðs hefur verið tæplega 2,6 milljarðar á ári. Samkvæmt því má því gera ráð fyrir að á árunum 1992 til ársloka 1997 nemi útgjöld ríkissjóðs til þessarar framleiðslu ríflega 15,5 milljörðum. í þessum drögum að nýjum bú- vörusamningi er ekki gert ráð fyrir niðurgreiðslum og útflutningsbótum á mjólkur- og sauðfjárafurðum. Engu að síður er gert ráð fyrir að á fyrsta ári samningstímabilsins verði varið 255 milljónum í útflutningsbætur. Til uppkaupa á framleiðslurétti í sauöfjárrækt er gert ráð fyrir að veija tæplega 2,3 milljörðum. Með þeim fjármunum hyggst landbúnað- arráðherra fækka hfandi sauðfé um 55 þúsund í því skyni að draga úr umframframleiðslu á kindakjöti. Að þessum niðurskurði loknum er gert ráð fyrir að framleiðslan verði landbúnaðarstefnan dýrari en orkuver fyrir nýtt álver Væntanlegur kostnaður ríkissjóðs vegna mjólkur- og kindakjötsfram- leiðslu 1991-1997 1. Landgræösla og skógrækt. 2. Uppkaup á framleiöslu- rétti í sauöfjárrækt. 3. Niðurgreiðslur á ull, vaxta- og geymslukostnaður. 4. Útflutningsuppbætur, styrkir og framlög í sjóöi. 5. Beinar greiöslur til sauöfjárbænda. 6. Stuðningur viö mjólkurframleiöendur. minnst 8600 tonn á ári en það er um 300 tonnum meira en innanlands- neyslan var á síðasta ári. Þess ber að geta í þessu samhengi að innanlandsneyslan jókst um nokkur hundruð tonn á síðasta ári vegna sérstakrar söluherferðar fjár- málaráðuneytisins en á því verður ekki framhald samkvæmt þessum samningsdrögum. Aukin framlög til sjóða Til niðurgreiðlu á íslenskri ull, sem aö stærstum hluta nýtist ekki til framleiðslu á ullarvörum, og í geymslukostnað og vaxtagjöld vegna sauðfjárafurða er gert ráð fyrir að verja tæplega 2,5 milljörðum á samn- ingstímánum. Að auki er gert ráð fyrir að ríkissjóður greiði tæplega 600 milljónir í Lífeyrissjóð bænda, 240 milljónir í Jarðarsjóð, 400 milljónir til Byggðastofnunar og ríflega 1,7 milljarð til Framleiðnisjóös land- búnaöarins. Með þessu er markmiðið að styðja við bakið á þeim bændum sem bregða vilja búi eða breyta til í búskapnum. í sérstakri bókun sem fylgir samn- ingnum er auk þessara útgjalda gert ráð fyrir að ríkissjóður verji tveimur milljörðum til landgræðslu og skóg- ræktar á samningstímanum til við- bótar þeim fjármunum sem þegar fara til þessara mála. Tekið er fram í bókuninni að bændur skuli hafa forgang að þeim störfum sem skap- ast kunna vegna ofbeitar kvikfénað- ar. Þess má geta að í ár er gert ráð fyrir að verja samtals um '3,5 mill- jörðum til stuðningsaðgerða við sauðfjárbændur og um 2,5 milljörð- um til stuðningsaðgerða við mjólkur- framleiðsluna. Verði samningur Steingríms J. Sigfússonar við bænd- ur staðfestur af Alþingi er því ljóst að útgjöld ríkissjóös næstu sjö árin vegna sauðfjár- og mjólkurfram- leiðslunnar nemi eitthvað á fimmta tug milljarða. Þetta er mun hærri upphæð en áætlaður kostnaður við virkjana- framkvæmdir vegna fyrirhugaös ál- vers. Sá kostnaður er samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun áætl- aður upp á tæplega 38 milljarða. -kaa Skákmótið í Linares: Kasparov ennefstur Garrí Kasparov heimsmeistari heldur enn forustunni á skákmótinu mikla á Spáni eftir öruggan sigur á Ljubojevic í 12. umferð í gær en hinn ungi landi hans Vasily Ivanchuk, sem er 21 árs, stendur þó best að vígi. Hann sigraði Geldfald í gær í aðeins 18 Jeikjum og stendur til vinnings í biðskák viö Gurevich frá 11. um- ferðinni. Kasparov hefur nú 8 'A v. en Ivanc- huk 8 og biðskák. Beljavsky kemur næstur með 7 v. og á unna biðskák gegn hinum 16 ára Kamsky. Loka- umferðin verður tefld á fimmtudag. Ivanchuk teflir þá við Timman en Kasparov við Yusupov. Önnur úrsht í gær urðu þau að jafntefli varð í skákum Gurevich og Karpov, Anand og Speelman, Yu- supov og Timman og Ehlvest og Salov. Staðan fyrir lokaumferðina er þannig. Kasparov 8'A, Ivanchuck 8 og bið, Beljavsky 7 og biö, Yusupov og Speelman 7, Timman, Anand og Salov 6, Gelfald og Ljubojevic 5‘A, Gurevich 5 og bið, Karpov 4 og bið, Ehlvest 3'/a og Kamsky l'A og 2 bið- skákir. -hsím Óánægja með störf hrossaræktamefndar Búnaðarfélags íslands: Fulltrúi hrossabænda hef ur sagt sig úr nef ndinni „Eftir að hafa starfað í nefndinni í tæpt ár tel ég fuhreynt að starfs- hættir nefndarinnar, undir forystu hrossaræktarráðunauta Búnaðar- félags íslands, samrýmast ekki þeim ákvæðum laganna sem kveða á um hlutverk búfiárræktarnefnda né heldur hafa vinnubrögð ráðu- nautanna varðandi nefndarstörfin verið ásættanleg að mínu mati,“ segir meðal annars í bréfi sem Halldór Gunnarsson hefur sent landbúnaðarráðuneytinu, búnað- armálastjóra, formanni stjórnar Búnaðarfélagsins og formanni stjórnar Félags Hrossabænda. í bréfinu, dagsettu 14. febrúar síð- asthðinn, tilkynnir Halldór að hann sjái sér ekki lengur fært að starfa í hrossaræktamefnd Búnað- arfélagsins og óskar eftir því að varamaður taki hans sæti í nefnd- inni. Hefur stjórn Félags hrossa- bænda orðið við þeirri ósk. í bréfinu segir Halldór að á aðal- fundi Félags hrossabænda í nóv- ember hafi sex tihögum verið beint til hrossaræktarnefndarinnar. Til- lögurnar kveða allar á um veruleg- ar breytingar á störfum við kyn- bótadóma. Segir Halldór að þessar tillögur hafi enn ekki verið teknar til umfjöllunar í nefndinni. Mikillar óánægju varð vart með- al hrossabænda og hestamanna síðasthðið sumar með dómstörf ráðunauta. Leiddi óánægjan til fundahalda um aht land og síðar fundar með fulltrúum landshluta og fulltrúum í hrossaræktarnefnd- inni með stjóm Búnaðarfélagsins og búnaðarmálastjóra. Þar komu fram tillögur um endurskoðun á framkvæmd kynbótadóma og að kynbótadómar 1990 yrðu sérstak- lega skoðaðir með tilhti til ósam- ræmis og lækkunar eldri bygging- areinkunna. Vísaði stjórn Búnað- arfélagsins þessum thlögum til hrossaræktarnefndarinnar. „Þessar tillögur hafa ekki fengist teknar th umíjöllunar. Mörg önnur brýn úrlausnarefni bíða nefndar- innar. Á þessu ári hef ég þrisvar spurt formann nefndarinnar, Þor- kel Bjarnason, hrossaræktarráðu- naut um hvenær næsti fundur nefndarinnar yrði. Þegar manni er svarað að ekkert fundarefni sé fyr- ir nefndina, ásamt öörum fullyrð- ingum sem formaöur nefndarinnar hefur viðhaft á aöalfundi Félags hrossabænda og síðar, varð mér ljóst að mér var með öllu útilokað að una þessum vinnubrögðum og þessum starfsháttum opinberra starfsmanna sem eiga að vinna í þágu okkar bænda. Því thkynnti ég stjórn Félags hrossabænda, á stjórnarfundi 6. febrúar, að ég sæi mér ekki fært að starfa lengur í hrossaræktarnefnd Búnaðarfélags íslands." í hrossaræktamefndinni eiga sæti tveir fulltrúar tilnefndir af Félagi hrossabænda, tveir thnefnd- ir af Landssambandi hestamanna- félaga, tveir thnefndir af Búnaðar- félaginu og svo formaður nefndar- innar, Þorkell Bjarnason ráðu- nautur. Tveir fuhtrúar, auk Hah- dórs, hafa nýlega hætt stöfrum í nefndinni. í samtah við þá kom fram að þaö tengdist ekki ofan- greindum atriðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.