Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1991, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1991, Qupperneq 4
4 MIÐVIKypAGUR 13, MARS 1991. Fréttir Búvörusamningurinn kominn til að vera: „Verðum að hverfa frá mið- stýringar-og ofstjórnarkerfi“ - segir Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins 100% 80% 60% Kjötneysla Islendinga flj Hyossa^jöy^^ II 40% 20'%. 0% 1975 Kindakjöt ■ mmm 1980 1985 1990 Grafið sýnir, hvernig kjötneyzla islendinga hefur skipzt og hlutur kinda- kjötsins minnkað þrátt fyrir stefnu stjórnvalda síðustu ár og áratugi. „Það er ljóst, að við verðum að hverfa frá miðstýringar- og of- stjórnarkerfmu í landbúnaðarmál- um,“ sagði Davíð Oddsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins, í viötali við DV í gær um nýja búvörusamning- inn. „En bændur þurfa að fá tíma til að aðlaga sig. Þessu kerfi þarf að breyta, en ekki má skera upp herör gegn þessari stétt. Breyting- amar má ekki framkvæma með gassagangi." „Nú er tækifæri til að aðlaga sig. Ég tel ekki óráðlegt að framlengja gamla samninginn um búvörur, þangað til væntanlega ný ríkis- stjórn hefur komið sér fyrir,“ sagði Davíð Oddsson. „Nú hefur fengizt niðurstaða með fyrirvara um sam- þykki næsta þings. Ég tel galla, að ekki er tekið á vinnslu- og sölu- kerfi landbúnaðarvara, en á því er brýn nauðsyn." Menn kannast við niðurstöðurn- ar í ríkisstjórn síðustu daga um búvörusamninginn og undirskrift Steingríms J. Sigfússonar land- búnaðarráðherra á þeim samningi. Fyrirvari er gerður um samþykki Alþingis við nauðsynlegar laga- breytingar. Með þessum hætti tókst alþýðubandalags- og fram- sóknarmönnum í ríkisstjórn að koma í veg fyrir, aö ráðherrar krata mótmæltu. Bændur geta ver- ið sterkur þrýstihópur. Kratar segja nú sem svo, að alltaf megi breyta samningnum á hausti kom- andi. Kratar hafa þannig í bili kyngt þessum bita, þótt samning- urinn sjálfur kosti ríkið um 40 milljarða króna á samningstíman- um og þótt kratar hafi fyrir skömmu fundið þessum samningi flest til foráttu. Ólógísk afstaða krata Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins, sagði til dæmis í laugardagsblaði DV, að engar tryggingar fælust í því í samningsdrögum um búvöru- samninginn, að verð til neytenda lækki eða annar kostnaður minnki. Hann sagði, að í samninginn vant- aði meðal annars tillögur um, hvernig sporna eigi við gróðureyð- ingu og ofbeit og hvernig tryggja eigi hag þeirra bænda, sem munu verða að ganga frá búum sínum eftir að hafa selt framleiðslurétt sinn. Þá sagði hann ljóst, að afnema verði geymslu- og vaxtagjaldakerf- ið og opna fyrir þann möguleika, að til aukins innflutnings á land- búnaöarvörum komi vegna al- þjóðasamninga. Jón Baldvin sagði ennfremur í viðtali í DV í gær, að til þess að alþýðuflokksmenn gætu samþykkt þennan samning þyrfti að gera á honum viðamiklar breyt- ingar. Tryggja þyrfti aukna fram- leiðni og tryggja verðlækkun til neytenda á landbúnaðarafurðum Sjónarhom Haukur Helgason með samkeppni milli afurðastöðva. Koma þyrftu skýr ákvæði um end- urskoðun verðlagsgrundvallar og verðkerfisins í heild og rétt stjórn- valda til að gerasamninga viö Evr- ópska efnahagssvæðið og innan tollabandalagsins GATT. Þannig hafa kratar ýmislegt við samning- inn að athuga, þótt þeir hafi gefizt upp við að hindra hann að þessu sinni. Rökréttara hefði verið af krötum að stöðva nú þennan samn- Eitt af kjötfjöllunum. ing. Flest bendir til, að sjálfstæðis- menn og.kratar myndu töluvert breyta samningnum, mynduðu þeir ríkisstjórn eftir kosningar. Það sýnist einnig sennilegt um hugsan- lega stjórn sjálfstæðismanna og al- þýðubandalagsmanna. Þessi samn- ingur er að því leyti til bráða- birgða, en samt er sennilegt, aö meginefni hans haldist áfram. Neytendum blæðir áfram Búvörusamningurinn er þannig kominn til að vera. En að því kem- ur, að horfið veröur frá innflutn- ingsbanni á búvörum, þó ekki væri nema vegna samninga á alþjóða- vettvangi. Davíð Oddsson var í gær spurður um innflutningsbannið, og taldi hann, að hverfa þyrfti frá þvi en gefa nægan aðlögunartíma. Davíð treysti sér ekki til að meta, hve langur sá aðlögunartími þyrfti að verða. En innflutningsbannið er stærsti hluti af kostnaði neytenda við landbúnaðarkerfið. Búvöru- samningurinn breytir þar engu um. Fjallað er um önnur atriði samningsins annars staðar hér í blaðinu, en herkostnaður okkar af stuðningi við hefðbundinn land- búnað meðal annars innflutnings- bannið nemur um tuttugu milljörð- um króna á ári eða því sem næst. Tímaritið Vísbending sagði fyrir skömmu, að stuðningur ríkisins við landbúnað hafi verið 14-15 milljarðar árið 1988 á núgildandi verðlagi. Það eru um fimm prósent af framleiðslu þjóðarinnar. Mikill hluti þessa stuðnings er innflutn- ingsbannið, um helmingur að mati ritsins. Menn borga hér meira fyrir kjöt og mjólkurvörur en innfluttar vörur mundu kosta. Þennan stuðn- ing hefur mátt meta með því að bera saman landbúnaðarverð hér á landi og meðaltalsverð í ríkjum í Efnahags- og framfarastofnuninni OECD. Verðlagsstofnun kannaði sumarið 1989 matvöruverð á Norð- urlöndum. Þá kostaði lambalæri í Þórshöfn í Færeyjum 53% af því sem íslenzkt læri kostaði, en í Stokkhólmi þurfti að borga 95% af því sem sett var upp í Reykjavík. Óniðurgreitt heildsöluverð í Þórs- höfn var aðeins 37% af sams konar verði hér, og í Stokkhólmi var verð- ið 57% af Reykjavíkurverðinu. Færeyingar flytja sitt kjöt inn, þannig að verðið þar gefur hug- mynd um, hvað innflutt kjöt myndi kosta hér á landi. Þannig má meta kostnað íslendinga við innflutn- ingsbannið. Forystumenn allra stjórnmála- flokka vilja samt, að almennir neytendur beri enn um nokkurt skeið þennan mikla kostnað, og búvörusamningurinn blífi. í dag mælir Dagfari _________________ Allir eru himinlifandi Menn hafa verið að rýna í viðbrögð og eftirmál að loknum formanns- skiptum í Sjálfstæðisflokknum. Ekki er annað að sjá og heyra en almenn ánægja ríki með breyting- una sem varð þegar Davíð tók við af Þorsteini. Andstæðingar Sjálf- stæðisflokksins eru yfirleitt himin- lifandi að fá Davíð í formannssætiö og telja ýmist að hann verði mun afdráttarlausari keppinautur, sem skerpi línurnar og þjappi vinstri mönnum saman, eða þá hitt, að þeir geta vel hugsað sér að starfa með honum og kljást viö hann. Þannig fellur Jón Baldvin strax á fiórar fætur og biðlar um viðreisn og Ingibjörg Sólrún segir að Kvennalistinn geti vel hugsað sér að starfa með Davíð, enda sé hann ekki verri sfiómmálaandstæðing- ur en hver annar. Af sjálfstæðismönnunum sjálfum er það að segja að þeir eru einnig uup til hópa afskaplega ánægðir. Davíð segir að Þorsteinn muni jafna sig fljótt á sárunum sem hann fékk af því að falla í formanns- slagnum og segir raunar að enginn hafi fallið því aö kosningar séu ein- faldlega þannig að þegar tveir bjóði sig fram fái annar alltaf færri at- kvæði en hinn. Þessi einfalda skýring á for- mannskosningunni leiöir það af sjálfu sér að Þorsteinn féll ekki heldur var hann svo óheppinn að fá færri atkvæði en Davíð sem seg- ir heldur ekkert um þaö að Davíð hafi unnið. Davíð fékk eingöngu fleiri atkvæði en Þorsteinn sem var afleiðingin af því að þeir voru tveir í kjöri. Þorsteinn segir að hann skili flokknum af sér í betri stöðu heldur en hann tók við honum. Hann er mjög sáttur við þá stöðu og verður ekki annað skilið en Þorsteinn sé ánægður með flokkinn og úrslitin og það að Davíð taki við flokknum þegar Þorsteinn getur skilað hon- um af sér í þannig ástandi að Davíð þurfi ekki að hafa fyrir hlutunum. Þá er Þorsteinn ánægður með að fá nú tækifæri til aö hitta kjósend- ur sína á Suðurlandi og verða rétt- ur og sléttur sveitaþingmaöur, enda hafi formennskan truflað hann frá því að hitta kjósendur. Þorsteinn virðist sem sagt hinn ánægðasti með að losna við for- mennskuna og sú spurning vaknar hvort Davíð hefði ekki átt að leggja Þorstein miklu fyrr til að gera hon- um þann greiða að komast í kjör- dæmiö sitt. Friðrik varaformaður segist hafa orðið mjög hissa þegar hann var kosinn varaformaður og þaö sé hálfgerður beygur í honum. Ekki vegna þess að Davíð sé orðinn for- maður og Þorsteinn hættur sem formaður heldur vegna þess að hann átti ekki von á því að verða varaformaður aftur. Þetta gerðist eiginlega án hans vitneskju og í rauninni er það eini skugginn a þessum landsfundi að Friðrik skyldi vera kosinn varaformaður án þess að hann hefði vitað um það fyrirfram. Menn verða að vita um svona hluti og svona kosningar fyrirfram, annars er maður óviðbúinn því að verða kosinn. Davíð var til dæmis tilbúinn með tvær ræður í vösun- um. Aðra ef hann fengi færri at- kvæði en Þorsteinn. Hina ef hann fengi fleiri. Þessvegna gat Davíð flutt skrifaða ræðu þegar hann hafði verið kosinn formaður. Mað- ur verður að hafa vaðið fyrir neðan sig. Friðrik segist hins vegar vera mjög sáttur við að hafa verið kos- inn vegna þess að hann hafi mikla reynslu og geti sameinaö það sem Davíð getur ekki sameinað og hann ætlar að verða varaformaður alls flokksins og Davíð formaður allra landsmanna en ekki bara Reykvík- inga. Þetta þótti varaformanninum öruggara að taka fram, enda búa þeir báðir fyrir vestan læk og ein- hverjir landsbyggðarmenn hafa haldið því fram að landsbyggðin nái ekki svo vestarlega. Agnes Bragadóttir skrifar grein í Morgunblaðið í gær og segir frá því að ungir sjálfstæðismenn, sem greiddu atkvæði meö Þorsteini, hafi verið afar glaðir á lokahófi landsfundarins yfir því að Davíð skyldi vera orðinn formaður. And- stæðingar Davíðs hrósuðu sem sagt sigri eftir að þeirra maður hafði fengið færri atkvæði en Davíð og þetta segir kannske alla söguna um það hvað mikill fógnuður ríkir á Islandi eftir að Davíö fékk fleiri atkvæði en Þorsteinn. Þjóðin er himinlifandi. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.