Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1991, Page 8
8
MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 1991.
Utlönd
Gervityppi veldur uppnámi
Kona nokkur í Ástralíu krefst bóta vegna streitu og andlegra óþæginda
sem heldur óásjálegt gervityppi-hefur valdið henni. Konan vinnur á skrif-
stofu en það er starfssystir hennar sem hefur typpið til sýnis fyrir gesti
og gangandi uppi á skjalaskáp. Konan, sem ekki vill láta nafns síns get-
ið, segir að bæði hún og maður hennar hafl truflast á geöi viö tilhugsun-
ina um sýningargripinn. Um er að ræða jólagjöf sem starfssystirin kom
með á skrifstofuna í ársbyrjun 1989.
Þegar kom fram á sumar það ár gafst konan upp í vinnunni vegna geð-
truflana sem hún hafði orðið fyrir. Hún reyndi að finna aðra vinnu, varð
að vepja sem svarar tO um hálfrar milljónar íslenskra króna til endur-
menntunar. Þá taldi hún sig einnig þurfa að fara á námskeið í innan-
hússarkitektúr til aö geta á ný hugsað fyrirkomulag innanstokksmuna
án þess að hafa sýnina frá skrifstofunni alltaf fyrir hugskotssjónum. Nú
viU hún fá þennan kostnað bættan.
Forsetaf rúin vill skilnað
Carlos Menem, forseti Argentínu, þarf nú að fást við konu sína í skilnað-
armálí auk þess að berjast við nánast óviðráðanleg vandamál í land-
stjorninni. Simamynd Reuler
Zulema Yoma, eiginkona Carlosar Menem Argentínuforseta, er ákveðin
í að fara fram á skilnað og sakar mann sínn um að hafa brotið öll helstu
ákvæði hjúskaparsáttmálans. Lögmaður hennar segir að úr þessu verði
ekki fallið frá kröfum um skilnað en forsetin hefur reynt að breiða yfir
deiiumál þeirra til að forðast pólitisk áfóU. í Argentínu er þó aitalað að
forsetahjónin séu skilin aö skiptum og forsetinn frægur fyrir kvensemi
og framhjáhald.
Menem á þegar við mikil vandamáf að stríða í stjóm landins. Hann
viU ekkert láta hafa eftir sér um skilnaðarmálið og talsmaður hans segir
að um einkamáf sé að ræða. Það komi forsetahjónunum einum við. Lög-
maður frúarinnar segir hins vegar aö hún hafi orðið fyrir opinberri auð-
mýkingu með framferði forsetans og fái ekki uppreisn æru nema með
skilnaði við hann.
Argentísku forsetahjónin hafa verið gift í 25 ár og allan þairn tíma hafa
farið miklar sögur af erfiðleikum í hjónabandinu. í júní á síðasta ári
bannaði Menem konu sirrni að koma í forsetahöllina. Ákvörðun forsetans
mæltist iUa fyrir og nú sýna skoðanakannanir aö hann er oröinn eínn
óvinsælasti forseti Argentínu ffá upphafi.
Stærsti froskurinn í Ástralíu
Stjórnendur þjóðgarða nærri Brisbane i Astralíu hafa mikiar áhyggjur
af fjölgun froska í göróunum. Því var ákveðið að efna til „almennra
froskaveiða" í von um að hægf væri að fækka þessum dýrum eitthvað.
Á fyrsta degi veiðanna náðust 1057 froskar og voru þeir fluttir á brott.
Stærsti froskurinn reyndist vega um hálft kíló og fékk hann nafnlð Stóra
Berta. Simamynd Reuter
Laxveiðar á Nova Scotia í hættu
Fiskifræðingar segja að mörg þúsund laxar muni drepast í einni af
helstu laxveiðiánni á Nova Scotia við austurströnd Kanada ef ekkert
verður að gerL Ástæðan fyrir þessu er gríðarleg mengun í ánni. Undanfar-
in ár hefur verið unnið ötullega að því að hreinsa ána og afsýra vatnið
í henni meö kalki. Þetta hefur boriö þann árangur aö lax er tekinn að
ganga í ána á ný en nú hefur stjórnin ákveðið að hætta hreinsunarstarfinu.
Það er einkum súrt regn sem hefur valdið því aö fiskur hætti að ganga
í Austurá, en svo nefnist áin. Nú hafa stjómvöld í Bandaríkjunum og
Kanada ákveðiö að vinnan saman gegn mengun andrúmsloftsins og koma
þannig í veg fyrir aö regn sýrist. Náttúruverndarmenn eru hins vegar
ósáttir viö aö Kanadastjórn skuli nota tækifæriö og hætta að verja fé til
hreinsunar fiskivatna. Stjómin segir að heildarframlög til mengunar-
vama séu óskert en nýjar aðferðir hafi verið teknar upp.
Serbneski stjórnarandstöðuleiðtoginn Vuk Draskovic sem yfirvöld létu lausan úr haldi í gær samkvæmt kröfum
mótmælenda. Á meðan fimmtíu þúsund manns komu saman í Belgrad til að fagna frelsi hans var greint frá að
júgóslavneski herinn hefði lagt til aðgerðir til að tryggja öryggi landsins.
Simamynd Reuter
Júgóslavía:
Óttast valdbeit-
ingu hersins
- gengið að kröfum mótmælenda í Serbíu
Samtímis því sem tugir þúsunda
mótmælenda í Belgrad í Júgóslavíu
fögnuðu því í gær að serbneski
stjórnarandstöðuleiðtoginn Vuk
Draskovic var látinn laus úr haldi
undirbjó júgóslavneski herinn að-
gerðir til að tryggja öryggi í landinu.
Serbía og Svartfjallaland eru einu
lýöveldin í Júgóslavíu þar sem
kommúnistar em enn við stjóm.
Þegar leiðtogar Serbíu, sem njóta
stuðnings júgóslavneska hersins,
fóm fram á aðstoð í óeirðunum í
Belgrad um helgina vom skriödrek-
ar sendir á vettvang en þeir voru á
brott sólarhringi síðar. Tveir menn
létu lífið og yfir áttatíu særðust í
átökum við lögreglu á laugardaginn.
í kjölfar þessara atburða kröföust
mótmælendur afsagnar fimm stjórn-
enda sjónvarpsins og lausnar stjórn-
arandstöðuleiðtoga sem handtekinn
var á laugardaginn. í gær uröu serb-
nesk stjómvöld við þessum kröfum
mótmælenda. Ennfremur var skipuð
nefnd sem rannsaka á atburöina síð-
Frá mótmælafundi í miðborg
Belgrad i gær.
Símamynd Reuter
astliðinn laugardag.
En kreppan í Júgóslavíu virðist
samt ekki á enda. Á meðan mótmæl-
endur fögnuðu í Belgrad tilkynnti
forseti landsins, Borisav Jovic, að á
skyndifundi yfirvalda hefði herinn
lagt til aðgerðir til aö tryggja öryggi
landsins. Forsetinn greindi ekki nán-
ar frá tillögunum.
Með hliðsjón af þessum skyndi-
fundi og íhlutun hersins síðastiiðinn
laugardag óttast leiðtogar í Slóveníu
og Króatíu að neyðarástandslög
verði sett á í öllu landinu og að að-
gerðir hersins á laugardaginn hafi
aðeins verið fyrsta skrefið í átt að
valdbeitingu.
Jovic forseti sagði að yfirmenn
hersins kæmu saman aftur á
fimmtudag og að þeir myndu þá
kynna nýjar tillögur. Fyrr um daginn
hafði forsetinn sagt að starfsemi op-
inberra ríkisstofnana lægi niðri og
að öryggi í sumum hlutum landsins
væri hætta búin.
Reuter
Albanía:
Stjórnmálasamband við Bandaríkin
- pólítískum fóngum gefnar upp sakir
Yfirvöld í Albaníu hafa samþykkt
aö láta lausa alla pólítíska fanga og
að taka upp stjórnmálasamband við
Bandaríkin eftir 52 ára hlé. í yfirlýs-
ingu yfirvalda var ekki greint frá
fjölda fanganna en áætlað er að þeir
séu um tvö hundruð. Sumir voru
settir í fangelsi fyrir það eitt að reyna
að flytja úr landi.
Tengslum Bandaríkjanna og Alba-
níu var rift eftir að ítalir réðust inn
í landið og hemámu það 1939. Sex
ámm síðar fóru viðræður banda-
rískrar sendinefndar og albanskra
yfirvalda út um þúfur þar sem Al-
banir neituðu að viöurkenna samn-
inga sem undirritaðir voru fyrir
seinni heimsstyrjöldina. Albönsk
yfirvöld sökuöu síðar Bandaríkja-
stjórn um að reyna að koma komm-
únistum frá völdum.
í stjómartíð Envers Hoxha ein-
angraðist Albanía nær algjörlega frá
umheiminum. Hoxha sleit stjórn-
málasambandi við Sovétmenn vegna
hugmyndafræöilegs ágreinings.
Eftirmaður Hoxha, Ramiz Alia,
sem tók við völdum 1985, tók í fyrra
upp stjómmálasamband við Sovét-
menn á ný. Alia hefur komiö á ýms-
um umbótum og leyft fiölflokkakerfi.
Fyrstu frjálsu kosningarnar fara
fram 31. mars næstkomandi. En þrátt
fyrir tilraunir Alia til að endurnýja
tengslin við umheiminn og koma á
umbótum heima fyrir hafa tuttugu
þúsund albanskir flóttamenn
streymt til Ítalíu undanfamar tvær
vikur. Hundruð Albana hafa reynt
að komast úr landi til Júgóslavíu.
Einnig hefur fjöldi reynt að afla sér
vegabréfsáritana til Vesturlanda.
í yfirlýsingu frá albanska innan-
ríkisráðuneytinu í gærkvöldi var því
vísað á bug aö erlend sendiráö í Tir-
ana, höfuðborg Albaníu, yrðu opin
fyrir væntanlegum flóttamönnum á
föstudaginn. Var varað við því að
lögreglan myndi koma í veg fyrir að
reynt yröi að komast inn í sendiráð-
in.
Reuter