Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1991, Síða 37
FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1991.
49
EB - klúður Framsóknarflokksins
ítrekaðar tilraunir framsóknar-
manna til þess að klína stimpli
óþjóðhollustu á sjálfstæðismenn
vegna afstöðu þeirra til Evrópu-
bandalagsins eru nú endanlega
runnar út í sandinn. Sjálfir sitja
framsóknarmenn í súpunni vegna
þess að flokkur þeirra, og formað-
urinn, Steingrímur Hermannsson,
bera pólitíska og stjórnarfarslega
ábyrgð á viðræðum íslendinga um
hið svokallað evrópska efnahags-
svæði er allir vita að felur í sér
samninga um valdaafsal þjóðríkja
og viðurkenningu á lögum og dóm-
stólum Evrópubandalagsins.
Það þarf ekki glöggskyggni til að
sjá að sú dagskipun var gefm úr
höfuðstöövum Framsóknarflokks-
ins að í kosningabaráttunni skyldi
þeim áróðri lætt að þjóðinni að
engum flokki væri treystandi í
samningum við Evrópubandalagið,
nema Framsókn. - Talsmenn
flokksins hafa síðan reynt að læða
því að þjóðinni að sjálfstæðismenn
sætu sveittir við að véla íslensku
þjóðina inn í EB og skeyttu í þeim
efnum hvorki um skömm né heið-
ur.
Umræðumar síðustu vikur hafa
hins vegar leitt allt annað í ljós.
Stefna Sjálfstæðisflokksins er skýr:
Flokkurinn mun ekkert aðhafast í
þessu máli eða öðram nema sjálfsá-
kvörðunaréttur þjóðarinnar sé
ávallt tryggður ásamt fullri stjóm
á auðlindum hafsins, eins og segir
í landsfundarsamþykkt um utan-
ríkismál.
Framsóknarmenn hafa því ekki
getað, þótt þeir hafi leitað með log-
andi ljósi, fundið fullyrðingum sín-
um stað.
Hinn landlægi framsóknarsjúk-
dómur, gleymskan, hefur hins veg-
ar gert það að verkum að frambjóð-
endur flokksins hafa ekki nefnt að
ríkisstjómin hefur staðið að við-
ræðum um evrópskt efnahags-
svæði. - Og hvað þýðir það?
Hvað þýða samningar um
evrópskt efnahagssvæði?
í fyrsta lagi: Gunnar G. Schram,
prófessor í lögum og höfundur bók-
ar um Evrópubandalagið, hefur
dregið fram í Morgunblaðsgrein 26.
janúar sl. að „.. .með aðild að EES
(evrópska efnahagssvæðinu, inn-
skot mitt EKG) samþykkja EFTA-
ríkin mjög verulegan hluta Rómar-
samningsins, en hann er gmnd-
vallarlög Evrópubandalagsins. -
Með því eru þau í mörgum þýðing-
armiklum efnum komin á sama bát
og EB-ríkin og lúta sömu lögum og
þau.
í öðru lagi: Gunnar Helgi Krist-
insson, lektor í stjómmálafræði og
höfundur rita um Evrópubanda-
lagið, hefur vakið á því athygli (sbr.
Mbl. 5. apríl sl.) að í samningsum-
boði því sem samningamenn EB
starfl eftir í EES-viðræðunum segi
Sviðsljós
Áttatíuþúsund
krónur í þróun-
arverkefni
Ungmennahreyfing Rauða Kross
íslands hélt flóamarkað um síðustu
helgi og safnaði hátt i 80 þúsund
krónum í reiðufé. Féð verður notað
til Gambiu-ferðar þar sem Rauði
krossinn hyggst vinna að þróunar-
verkefni á næstunni. Á myndinni
sjást sjálfboðaliðar RKÍ aðstoða við-
skiptavini við kaup á notuðum fatn-
aði.
L.........................
Kjallarinn
Einar K. Guðfinnsson
útgerðarstjóri, skipar 2. sæti
framboðslista Sjálfstæðis-
flokksins á Vestfjörðum
í fyrstu grein: „Niðurstaða samn-
ingaviðræðnanna ætti að verða
víðtækur aukaaöildarsamningur á
grundvelli 238. gr. sáttmála EBE
milli Evrópubandalagsins annars
vegar og EFTA-landanna og Li-
echtenstein í einu lagi hins vegar.“
í þriðja lagi: í lokakafla skýrslu
utanríkisráðherra um stöðu EES-
viðræðnanna er talað um að ef htið
sé til þróunar alþjóðamála almennt
sé full ástæða til að kanna þörf á
nýju ákvæði í stjómarskrána sem
kveði skýrt á um heimildir til þátt-
töku í alþjóðasamstarfi.
Ábyrgð Framsóknar
'Þessi þrjú atriði sýna og sanna
aö Framsóknarflokkurinn sem að-
ili að ríkisstjórn ber fulla ábyrgð á
samningagerð sem fela mun í sér
gríöarlegar breytingar á stjómar-
farslegri stöðu íslenska ríkisins.
Ekki veit ég hvort framsóknar-
menn kalla slíkt afsal á hluta full-
veldis. En hitt er ljóst að tal þeirra
um afstöðu annarra flokka til Evr-
ópusamvinnunnar hittir þá sjálfa
fyrir. Þeir eru á bólakafi í flóknum
alþjóðlegum samningum; samn-
ingum sem hvorki þeir né aðrir
ríkisstjórnarflokkar hafa taliö
ástæðu til aö upplýsa þjóðina um.
Leynimakk og pukur em orð dags-
ins þegar kemur að þessu máli. Og
þess vegna hafa þeir framsóknar-
menn talið sig komast upp með
blekkingaráróður. Sem betur fer
hefur allt annað komið á dagiim. Og
þess vegna stendur Framsóknar-
flokkuriim með Steingrím Her-
mannsson í broddi fylkingar í ná-
kvæmlega sömu sporum og keisar-
inn í ævintýrinu um nýju fötin keis-
arans. - Öll þjóðin sér í gegnum
blekkingarveflnn og í þessu máli em
þeir framsóknarmenn berstrípaðir
Einar K. Guðfinnsson
„Framsóknarflokkurinn sem aðili að
ríkisstjórn ber fulla ábyrgð á samn-
ingagerð sem fela mun í sér gríðarlegar
breytingar á stjórnarfarslegri stöðu ís-
lenska ríkisins.“
II 1
VHv i WSGBKB |á}||l j
-. ■
ijiíiii s
■ • ■ v.
fpi
P: : f i-;|
Ki ' í
■
.
Sigurður Rúnar
Magnússon,
hafnarverkamaður
skipar 3. sæti
F-listans
í Reykjavík
:
i JmSSmBSSKSBm Æ
Æ
i|ÍI
|Íl|
Ífp
::
' Ækh
w m \
FRJALSLYNDIR
Símar: 91 -82115, 98-22219, 91 -45878, 92-13871,96-27787