Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1991, Side 44
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um
frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir
hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað
í DV, greiðast 2.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku
greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafn-
leyndar er gætt. Við tökum við frétta-
skotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Ðreífíng: Símí 27022
FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1991.
Davíð Oddsson:
Skoðanakann-
anir DV f urðu
nærri lagi
„Það hafa verið gerðar þrjár skoð-
anakannanir á örfáum dögum. Ég er
dálítið hissa á því hve munurinn á
þeim er mikill. Annars þykja mér
þetta athyglisverðar tölur. Og fyrst
svo margir eru óákveðnir ennþá sýn-
ist mér aö við gætum orðiö enn neð-
ar en þetta í kosningunum. Það hefur
verið venjan að eftir því sem fleiri
eru óákveðnir fáum við meira fylgi
í skoðanakönnunum. Skoðanakann-
anir DV, rétt fyrir kosningar, hafa
reynst furöu nærri lagi og maður
hlýtur að hta til þeirra í alvöru. Þess
vegna munum við að sjálfsögðu
kosta kapps um að gera okkar besta
þann tíma sem.eftir er,“ sagði Davíð
Oddsson, formaður Sjálfstæðis-
flokksins, um skoðanakönnun DV.
-S.dór
Ingibjörg Sólrún:
Sígandi iukka
erbest
„Ég er náttúrlega ekki fyllilega sátt
við þessa tölu því við erum ekki
komnar með okkar kjörfylgi og ekki
viljum við vera undir því. En við
höfum verið að sækja á frá því við
fengum aögang að fjölmiðlum og fólk
fór að sjá okkur. Við höfum nú alltaf
sagt að sígandi lukka væri best og
enn eru tveir dagar til stefnu þannig
að ég er hvergi bangin," segir Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir, frambjóð-
andi Kvennalistans. , -ns
Viðræðuslit
Það slitnaði upp úr samningavið-
ræðum flugmanna og vinnuveitenda
hjá rikissáttasemjara í gær. Ekkert
formlegt tilboð hefur komið frá
vinnuveitendum vegna vinnutíma-
breytinga flugmanna en munnleg til-
boö hafa þó komið fram. Flugmenn
sætta sig ekki við það sem boðið er
og vilja fá meiri peninga fyrir þær
breytingar. Ríkissáttasemjari segist
ætla að tala við samninganefndirnar
eftir helgi og sjá þá til hvenær annar
fundurverðurboöaður. -ns
Sveik gamalmenni
Kona á rauðri bifreið fékk mann á
níræðisaldri til koma inn í bíl til sín
á Laugarnesvegi og gefa sér peninga
vegna veikinda sinna í fyrradag.
Maðurinn gaf konunni 2 þúsund
krónur í góðri trú. Þegar hún bað
um að fá bankabók hans fór maöur-
inn að gruna hana uhi óheiðarleika.
Lögreglu hefur verið gert viðvart.
-ÓTT
LOKI
Loks varð Halldóri
um sel!
Kveikti í gardin
um þar sem 15
án ctúlka CVAf
di d diUIItd vvdl
„Eg fór klukkutíma seinna aö
sofa en ég er vanur. Það vildi svo
til að ég fór að horfa á Hunter í
sjónvarpinu. Þegar ég var aö fara
að hátta heyrði ég ókennilegt hlj óð.
Síðan sá ég gulleitan bjarrna
frammi í stofu. Þegar ég fór þangað
sá ég eld loga í. gluggatjöldunum
við eínn gluggann. Ég fór að
slökkva en þá skipti engum togum
- þá fór líka að loga í gluggatjöldun-
um við hinn gluggann í stofunni,“
sagði roskinn íbúi í Teigahveríi í
samtali við DV í gær.
Greinileg tOraun var gerð'til að
kveikja í íbúð hans á jarðhæð
skömmu fyrir miðnætti í fyrra- að slökkva í gardínunum,“ sagði
kvöld. Ljós höfðu veriö slökkt í stúlkan í samtali við DV.
stofunni þegar sá sem kveikti i Húsráðandinn og stúlkan telja
teygði hendurnar inn um opna mestu mildi að ekki fór verr. Mað-
glugga og kveikti í nælonglugga- urinn sagði að ef hann hefði verið
tjöldura í stofunni. Rannsóknariög- softiaður þegar kveikt var í hefði
regla ríkisins hefur ákveðinn aðila ekki þurft að spyrja að leikslokum:
grunaðan vegna málsins. „Viö hefðum ekki þurft að kemba
í stofunni, þar sem eldurinn hærumar ef ég hefði verið sofnað-
kviknaði,svaflSárastúlka.Eldm'- ur. Reykurinn og eldurinn hefðu
inn í þeirri gardínu sem fyrst var farið um allt. Mér tókst að slökkva
kveikt í logaði aðeins um einn og í gardínunum með höndunum. Ég
hálfanmetrafrásvefnsófahennar. veit ekki hver var þama að verki
„Ég var steinsofhuð og vissi ekk- en ég er búinn að kæra þetta til
ert fyrir en ég vaknaði við hávað- lögreglunnar," sagði maðurinn.
ann í honum þegar hann kom til -ÓTT
„Þetta er merkilegur dagur,“ sögðu þeir Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra og Orri Vigfússon, kaupandi
laxakvótans, seint í gærkvöldi, hressir með niðurstöðu dagsins. En fyrr um daginn var gengið frá kaupum á laxa-
kvóta Færeyinga næstu þrjú árin og þetta gæti þýtt auknar göngur i laxveiðiárnar. Eins og sést er sjávarútvegs-
ráðherrann í vænum selskinnsfrakka. DV-mynd G.Bender
Veörið á morgun:
Léttskýjað
fyrir austan
Á morgun verður hæg suðvest-
læg átt - skýjað eða dálítil súld
vestanlands en léttskýjað austan-
lands. Hiti verður 3-7 stig að deg-
inum en sums staðar er hætt við
næturfrosti.
Steingrímur Hermannsson:
Við fáum meira
út úr kosning-
unum en þetta
„Mér þykir athyglisvert hvað það
er mikill munur á þessari skoðana-
könnun og þeirri sem Félagsvísinda-
stofnun geröi fyrr í vikunni. Ég segi
hins vegar fyrir mitt leyti að það
hefur verið mjög gott að starfa og ég
er vissum að við fáum meira fylgi í
kosningunum en þarna kemur fram.
Þannig íinnst mér hljóðið vera alls
staðar. Þess vegna er ég mjög bjart-
sýnn á úrslit kosninganna," sagði
Steingrímur Hermannsson, forsætis-
ráðherra og formaður Framsóknar-
flokksins. -S.dór
Ólafur Ragnar Grímsson:
Hljómgrunnur
fyrirþvísemvið
erumaðsegja
„Þessi könnun, eins og könnun
Félagsvísindastofnunar, sýnir að Al-
þýðubandalagið er í sókn. Við höfum
bætt við okkur rúmum 20 prósentum
frá síðustu könnun DV. Þetta sýnir
að það er greinilegur hljómgrunnur
fyrir því sem við erum að segja. Og
á sama tíma sem Sjálfstæðisflokkur-
inn tapar vinnur Alþýðubandalagið
á. Alþýðubandalagiö er mótvægið við
Sjálfstæðisflokkinn," sagði Ólafur
Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra
og formaður Alþýðubandalagsins.
-S.dór
Jón Baldvin Hannibalsson:
okkur í sessi
, ,Það fyrsta sem vekur athygli mína
eftir skoðanakannanir undanfarinna
daga er hversu misvísandi þær eru,“
sagði Jón Baldvin Hannibalsson.
„Þið DV-menn haflð haldið því fram
að mest fylgni sé á milli síðustu
könnunar ykkar og kosningaúrslita.
í öllum kosningum eftir 1979 frá því
að spár voru uppteknar, hefur niður-
staðan verði að Alþýöuflokkurinn
hefur verið vanmetinn á bilinu 1-3,5
prósent, sem hann hefur fengið um-
fram spár. Ef þessi spá er trúverðug
þýðir 'hún að Alþýðuflokkurinn
muni halda sínum hlut frá síöustu
kosningum - hann hafi fest sig í sessi
eftir stjórnarþátttöku - öfugt við það
sem áöur hefur gerst þegar hann fór
niður á við eftir slíkt. Þetta er út af
fyrir sig jákvætt. Á undanfórnum
vikum hefur fjarað verulega undan
fylgi Sjálfstæðisflokksins. Ég tel að
hann bæti sér upp það fylgistap sem
varö vegna Borgaraflokksins." -ÓTT
NEYÐARHNAPPUR
FRA VARA
fyrir heimabúandi sjúklinga
og aldraða
0 91-29399
mjw/ Aihiiða
”5". öryggisþjónusta
■nnl síðan 1 969
P
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
TVOFALDUR1. vmningur