Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1991, Blaðsíða 18
18'
FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1991.
Stjómmál
Vestflarðakjördæmi:
Fátt bendir til mikilla
vendinga á Vestfjörðum
- aðalátökin virðast vera á milli Alþýðuflokks og Kvennalista
Elstu menn muna ekki jafndaufa kosningabaráttu á Vestfjörðum og nú.
Ekkert einasta mál hefur komið upp sem deilt er um. Myndin er tekin á
sameíginlegum framboðsfundi á Reykhólum. DV-mynd GVA
Öfugt við Vesturlandskjördæmi,
þar sem óvissa um úrslit er mikil,
virðast línur vera nokkuð skýrar í
Vestfjarðakjördæmi. Það er sam-
dóma álit þeirra sem DV hefur rætt
við og það kemur raunar heim og
saman við skoðanakönnun Gallup
að D-listi fái tvo menn kjörna og B-
listi einn mann. Þetta sé öruggt. Síð-
an sé óvissa um hvort A-listi fái
mann kjörinn eða hvort V-listinn fái
Ijórða kjördæmakjörna þingmann-
inn. Það er hald manna aö ef A-listi
fær kjördæmakjörinn mann fái V-
listi jöfnunarsætið eða öfugt. Flestir
. eru á því að Alþýðubandalagið eigi
ekki möguleika á að ná þingsæti,
hvað þá minni flokkamir.
Dauf kosningabarátta
Um það eru allir sammála, sem
rætt hefur verið við fyrir vestan, að
elstu menn muni ekki jafndaufa
kosningabaráttu og nú. Ekkert ein-
asta mál hafi komið upp sem deilt
sé um. Allir frambjóðendur séu á
móti kvótanum og allir vilji betri
samgöngur í kjördæminu.
Þá hefur kosningabaráttan á Vest-
fjörðum verið stutt, mun styttri en
fyrir alþingiskosningar áður. Að vísu
hefur verið nokkuð snjóþungt fyrir
vestan að undanfórnu og því ekki
auðvelt fyrir frambjóðendur að kom-
ast um kjördæmið fyrr en fyrir svo
sem eins og tveimur vikum.
Fækkun á kjörskrá
í Vestfjarðakjördæmi hefur fækkað
á kjörskrá um 236 kjósendur frá því
1987. Þá voru á kjörskrá 6.812 en nú
6.576 manns. Við síðustu alþingis-
kosningar kusu 5.996 á Vestfjörðum.
Þá hlaut A-listi 1145 atkvæði og einn
mann kjörinn en 2. maður á listanum
fór inn á jöfnunarsæti. B-listi hlaut
1237 atkvæði og einn mann kjörinn
og D-listi hlaut 1742 átkvæði og tvo
menn kjörna. G-listi hlaut 676 at-
kvæði og engan mann, M-listi fékk
57 atkvæði, S-listi fékk 158 atkvæði,
V-listi 318 og Þ-listi 663 atkvæði.
Skipt um lista
Það vakti mikia athygli hve Þ-listi
Fréttaljós
Sigurdór Sigurdórsson
Þjóðarflokksins fékk mörg atkvæöi í
síðustu alþingiskosningum á Vest-
fjörðum. Þaö munaði í raun sáralitlu
að flokkurinn næði þar inn manni.
Hvergi á landinu náði flokkurinn
eins miklum árangri. Þessi góöa út-
koma var þökkuð Jónu Valgerði
Kristjánsdóttur sem skipaði efsta
sæti listans. Hún nýtur mikilla vin-
sælda og virðingar á Vestfjörðum.
Nú hefur hún skipt um flokk og skip-
ar efsta sætið á V-lista Samtaka um
kvennalista. Því er talið að Kvenna-
listinn muni heyja einvígi við Al-
þýðuflokkinn um fjórða kjördæma-
kjörna manninn.
Hvert fara Karvelsmenn?
Svo virðist, ef marka má skoðana-
könnunina, að fylgi Alþýðuflokksins
hafi minnkað nokkuð. Á sama tíma
hefur fylgi Framsóknarflokksins
aukist. Menn greinir á um ástæðuna.
Sumir halda því fram aö það mikla
persónufylgi, sem Karvel Pálmason
á fyrir vestan, skili sér ekki til Al-
þýðuflokksins eftir að Karvel hefur
hætt þingmennsku. Þetta fylgi hafi
að stórum hluta farið yfir á Fram-
sóknarflokkinn.
Aörir segja þetta ekki rétt. Þeir
telja ástæðu þess að fylgi Alþýðu-
flokksins hafi minnkað vera óein-
ingu meðal krata á ísafirði sem er
höfuðvígi Alþýbuflokksins á Vest-
fjörðum.
Enn aðrir segja að Alþýðuflokkur-
inn hafi ekki veriö kominn fram með
lista sinn og ekkert farinn í gang
þegar skoðanakönnun Gallups var
gerð. Kratar hafi hrokkið við þegar
þeir sáu niðurstöðu skoðanakönnun-
arinnar og séu nú komnir á fulla ferð
í kosningabaráttunni.
Alla vega virðist ljóst, samkvæmt
skoðanakönnuninni, að Alþýðu-
flokkurinn gerir ekki betur en kom
einum manni inn að þessu sinni.
Karvel Pálmason leiddi listann við
síðustu kosningar og þá fóru þeir
báðir á þing, hann og Sighvatur
Björgvinsson, sem nú skipar efsta
sæti A-listans.
Sjálfstæðisflokkurinn í sókn
Enda þótt svo virðist sem Fram-
sóknarflokkurinn hafi unnið á í Vest-
fjarðakjördæmi þá muni hann ekki
ná tveimur mönnum þar á þing. Það
muni Sjálfstæðisflokkurinn aftur á
móti gera. Allt bendir til þess aö
flokkurinn muni vinna á umtalsvert
í þessum kosningum.
Því er haldið fram fyrir vestan að
Matthías Bjamason, sem skipar efsta
sæti listans, muni hætta þing-
mennsku á næsta kjörtímabili og
þannig standa upp fyrir Guðjóni A.
Kristjánssyni skipstjóra. Guðjón
skipar 3. sæti listans og nýtur mikill-
ar virðingar vestra sem einn mesti
aflaskipstjóri landsins.
Alþýðubandalagið á niðurleið
Kristinn H. Gunnarsson úr Bol-
ungarvík skipar 1. sæti á lista Al-
þýðubandalagsins. Kristni gekk
mjög vel í bæjarmálapólitík í Bolung-
arvík og G-listinn vann þar sigur
undir forystu hans. Honum hefur
aftur á móti gengið illa í landsmála-
pólitíkinni. Kristinn skipaði 1. sæti
G-listans 1987 og náði þá ekki kjöri
og listinn fékk aðeins 676 atkvæði.
Alþýðubandalagið hefur ekki átt
þingmann á Vestfjörðum síðan
Kjartan Ólafsson náði kjöri 1978 en
féll svo við næstu kosningar á eftir.
Ekki er talið að F-listi Frjálslyndra
eða Þ-listi Þjóðarflokks - Flokks
mannsins muni ná umtalsverðu fylgi
á Vestfjörðum að þessu sinni.
Strik í reikninginn
Þingmenn Vestfjarða gagnrýndu
nokkuð dagsetningu kjördags þegar
það mál var til umræðu á Alþingi
seinnipart vetrar. Þeir bentu á að út
apríl gæti allra veðra verið von á
Vestljörðum. Samgöngur þar væru
erfiðar og ekki þyrfti mjög hart norð-
anáhlaup til þess að hluti kjósenda
kæmist ekki á kjörstað. Svo virtist
sem þingmenn úr öðrum kjördæm-
um óttuðust ekki að veður yrðu það
hörð seinni hluta aprílmánaðar að
samgöngur myndu teppast.
Það mun vera reiknað með að þetta
geti gerst og myndi þá sunnudagur-
inn 21. apríl einnig verða kjördagur.
Það myndi aftur á móti færa kosn-
inganóttina til aðfaranætur mánu-
dags. Þá væri búið að telja í öllum
öðrum kjördæmum og endanleg úr-
slit birt strax og kjörstöðum á Vest-
fjörðum yröi lokaö. Spennan í kring-
um - nýjustu tölur úr . . . - væri
þar með úr sögunni nema í Vest-
fjarðakjördæmi einu.
-S.dór
Norðurlandskjördæmi vestra:
Fellir Vilhjálmur
Jón Sæmund eða Ragnar?
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Það er mál manna í Norðurlands-
kjördæmi vestra að Sjálfstæðis-
flokkurinn eigi nú möguleika á að
fá þar tvo menn kjöma og Vil-
hjálmur Egilsson hagfræðingur,
sem skipar annað sætið hjá flokkn-
um, yrði þá nýr þingmaður fyrir
kjördæmið. Þessi skoðun á umtal-
svert fylgi, en menn eru ekki jafn
sammála þegar kemur að því á
hvers kostnað Vilhjálmur yrði
kjörinn.
Margir hallast að því aö sá sem
yrði að gefa eftir sæti sitt sé al-
þýðuflokksmaðurinn og þingmaö-
urinn Jón Sæmundur Sigurjóns-
son. Sumir eru reyndar á því að
sæti alþýðubandalagsmannsins
Ragnars Arnalds kunni að vera í
hættu. Þótt fleiri hallist aö því að
sæti Jóns Sæmundar sé „heitt“, er
greinilegt að „skjálfti" er í herbúð-
um alþýðubandalagsmanna sem
m.a. kemur fram á þann hátt að á
framboðsfundum er dæminu stillt
þannig upp af þeim að hið raun-
verulega val kjósenda sé á milli
Vilhjálms og Ragnars Arnalds. Það
er því greinilegur ótti meöal Al-
þýðubandalagsins eins og Alþýðu-
flokksins og hann virðist ekki vera
að ástæðulausu.
Framsóknarmenn öruggir
Framsóknarþingmennirnir Páll
Pétursson og Stefán Guðmundsson
viröast hins vegar öruggir um sæti
sín og ekki þarf að ræöa um Pálma
Jónsson, oddvita Sjálfstæðisflokks-
ins í kjördæminu. Líklegustu kosn-
ingaúrslitin eru semsagt talin vera
þau að þessir þrír ásamt Vilhjálmi
Egilssyni og Ragnari Arnalds verði
þingmenn Norðurlands vestra.
Ekki er talinn neinn möguleiki á
að Kvennalistinn komi að manni
og „smáflokkaframboðin“ svoköll-
uðu eru ekki talin eiga neinn mögu-
leika í þessu kjördæmi. Þau eru á
vegum Þjóðarflokks-Flokks
mannsins, Heimastjórnarsamtak-
anna og Frjálslyndra. Það vekur
Fréttaljós
Gylfi Kristjánsson
líka athygli að á framboðslista
Heimastjórnarsamtakanna eru að-
eins 7 nöfn en ekki 10 eins og leyfi-
legt er. Fijálslyndir eru með lág-
markstöluna 5 á sínum lista og þar
af eru tveir sem búsettir eru í
Reykjavík og einn í Kópavogi.
Lág laun og atvinnuleysi
Það eru fyrst og fremst atvinnu-
mál sem tekist er á um í kjördæm-
inu. Atvinnuleysi er óvíða meira
en einmitt á Noröurlandi vestra og
fyrirsjáanlegt að það ástand batnar
ekki þegar framkvæmdum við
Blönduvirkiun lýkur. Þá er það
viðurkennd staðreynd að meðal-
laun í kjördæminu eru lægri en
víðast annars staðar og heima-
menn tala sjálfir um Norðurland
vestra sem láglaunasvæði. Sam-
dráttur hefur orðið í landbúnaði
sem bitnar á þjónustukjörnunum.
Að sjálfsögðu er tekist á um hafnar-
málin og þar ber hæst hafnargerð-
ina á Blönduósi sem harðlega er
deilt um í vesturhluta kjördæmis-
ins.
Verði miklar sveiflur á fylgi
flokkanna í kjördæminu gæti það
ekki síst verið vegna óánægju Sigl-
firðinga, en á Siglufiri býr einmitt
Jón Sæmundur Siguijónsson,
þingmaður Alþýðuflokksins. At-
vinnuleysið í kjördæminu er mest
á Siglufirði og Siglfirðingar eru
einnig mjög óánægðir með að þeir
hafa veriö afskiptir hvað varðar
samgöngumál.
Siglfirðingar reiðir
Eins og þeir vita sem hafa fariö
landleiðina um kjördæmið er
„hringvegurinn" lagður bundnu
slitlagi alveg frá Brú í Hrútafirði
að Öxnadalsheiði ef örstuttur kafli
á Vatnsskarði er undanskilinn.
Þetta vita Siglfirðingar auðvitað,
en leiöin af „hringveginum" og
heim til þeirra er ekki jafn glæsi-
leg. Sérstaklega á þetta viö um leið-
ina úr Fljótum til Siglufjarðar sem
er „eitt moldarflag“ eins og margir
þeirra orða það. Þingmenn kjör-
dæmisins segja einingu um þaö í
sínum hópi að vinna að þessu máli
og raunar sé búið að taka ákvörðun
um miklar framkvæmdir á þessari
leið næstu árin.
Það breytir ekki því að Siglfirð-
ingar eru reiðir. Hvort sú reiði fær
útrás í kjörklefunum á laugardag
og hvert hún mun beinast verður
hins vegar að koma í ljós. Verður
Siglfirðingurinn Jón Sæmundur
Sigurjónsson að taka á sig skellinn
eða verður það Ragnar Arnalds,
flokksbróðir samgönguráðherra?
Þessar vangaveltur byggjast auð-
vitað á því áð Vilhjálmur Egilsson
nái kjöri.