Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1991, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 4. MAI 1991.
roor | / !A r íirn ifcrrg / : r ,
Útlönd DV
Hundruð þúsunda manna létust í versta hvirfilbyl 1 sögu Bangladesh: Milljarða króna þarf Jerzy Kosinski
látinn, 57 ára Hinn kunni, pólski rithöfundur Jerzy Kosinski fannst í gær látinn í íbúð sinni í New York. Kosinski hjó um árabil í Banda- ríkjunum og ritaði þar ijölmargar bækur sem náðu hylli almenn- ings. Sem barn kynntist hann
í neyðarhjálp strax hörmungum stríðsins í Póllandi og notaði það efni gjarnan í sög- um sinum. Lögreglatt í New York segir að Kosinski hafi framið sjálfsmorð og telur ástæðulaust að grafast frekar fyrir um málið. Hann fannst i baðkari með plastpoka
- allar líkur á að sömu hörmungar dynji yfir þegar á næsta ári Yfirvöld í Bangladesh viðurkenna Versti hvirfilbvlur í söaunni yfir höfðinu. Hann varð 57 ára gamall. Reutei
nú aö yfir 100 þúsund menn hafi lát-
iðlífið í hvirfilbylnum ógurlega sem
gekk yfir landiö síöasta þriðjudag.
Því fer fjarri að þessar tölur séu end-
anlegar og er allt eins gert ráð fyrir
að helmingi fleiri hafi farist.
Björgunarmenn segja ófagrar sög-
ur af ástandinu í strandhéruðum
landsins. Við austurströndina, um-
hverfis hafnarborgina Chittagong, er
vitað að um 60 þúsund menn látna.
Á eyjum þar í grenndinni er mann-
tjón gífurlegt og sumstaðar hefur
helmingur íbúanna látið lífið. Þannig
er ástandi t.d. á eyjunni Kutubdia.
Eyjaskeggjar voru 80 þúsund fyrir
flóðið en eru nú 40 þúsund.
Einn embættismaöur sagði yið
fréttamann Reuters á svæðinu að
tölur um fjölda látinna gætu orðið
nánast hverjar sem væru því í raun
og veru vissi enginn neitt með vissu
um mannskaðann.
Milljarða vantar
í neyðaraðstoð
Rauði krossinn hefur beðið þjóðir
heims að bregðast vel við neyðarkall-
inu frá íbúum Bangladesh. í höfuð-
stöðvum samtakanna var í gær sagt
að nú þegar væri þörf á sem svaraöi
til fimm milljarða íslenkra króna til
að sinna bráðustu neyðarhjálp. Er
þá átt við lyf, mat og fatnað fyrir þá
sem lifðu hamfarirnar af.
Nú er talið að um 10 milljónir
manna hafi misst heimili sín í hvirfil-
bylnum. Þetta fólk er nú á vergangi
í óshólmum og eyjum við Suður-
strönd landsins. Því kann svo að fara
að enn fleira fólk eigi eftir að láta
lífið næstu daga vegna hungurs og
sjúkdóma.
Paer Stenbaeck, framkvæmda-
stjóri Rauða krossins, segir að tölur
um flölda látinna séu ágiskanir einar
og trúlega verði aldrei vitað hve
margir létu lífið í hvirfilbylnum eða
vegna afleiðinga hans.
Vindhraðinn náði um 230 kílómetr-
um á klukkustund þegar verst lét.
Flestir hinna látnu drukknuðu í flóð-
bylgju sem hvirfilvindurinn ýtti á
undan sér. Mest af frjósamasta landi
Banglasdesh nær rétt upp fyrir sjáv-
armál og hefur raunar veriö að
myndast vegna framburðar stórfljót-
anna Ganges og Brahmaputra á síð-
ustu árum og áratugum.
Spánverjar
brennaeftir-
mynd Maradona
íbúar í þorpinu Murieta á Spáni
hafá samþykkt í almennri at-
kvæðagreiðalu að láta gera eftir-
mynd af Maradona úr hálmi, láta
hana sæta almennum svívirðing-
um á aðaltorgi þorpsins i mánuö
og brenna hana síðan. Þetta er
gert til að sýna hver hugur
raanna er til knaítspyrnukapp-
ans eftir síðustu hneyksli.
Maradona verður þó ekM í
slæmum félagsskapþama á torg-
inu því áður hafa þorpsbúar
brennt eftirmyndir Margrétar
Thatcher, Paco Buyo, markvarð-
ar Real Madrid og J.R. Ewing,
skúrkslns alræmda úr Dallas.
Það hefur lengi verið venja í
Murieta að svíviröa þekkt fólk á
hverju vori. Keuter
v )
Hvirfilbylurinn í Bangladesh
Vindurinn í hvirfilbylnum, sem gekk yfir Bangla-
desh á þriðjudaginn, náði allt að 230 kílómetra
hraða á klukkustun.
Bram«Putra
INDLAND
....^tí!:
iiliilllll
X
INDLANÐ
fellibytsins
Dác'ct^
\ Y >' Noakhalíf
áhOlaey <
j J JÉK CHittagorj
Jazar
i Myanmar
Flóðbylgjan
Yfirborð sjávar rís vegna fallandi loftþrýstings í
miðju hvirfilbylsins. Við það myndast flóðbylgja
sem vindurinn ýtir á undan sér þannig að sjórinn
gengur á land
Ríkjandi vindátt
Landið er ekki nema í tveggja til
þriggja metra hæð yfir sjávarmál og
fer því allt á kaf þegar sex metra há
flóðbylgja æðir yfir. Við þær aðstæð-
ur verður engu forðað. Vitað var um
hvirfilbylinn með nokkrum fyrir-
vara en ógerningur er að flytja íbú-
ana á strandsvæðunum á brott á ein-
um eða tveimur dögum. Þó tókst að
flytja á brott allt að 350 þúsund
manns af verstu hættusvæðunum og
á örugga staði.
Á liðnum árum hafa hvirfilbyljir
gert töluverðan usla í Bangladesh ár
hvert. Bylyrinn nú er þó trúlega sá
versti í sögunni og hefur valdið meira
tjóni en miklar hamfarir sem gengu
yfir landið árið 1970. Þá létu 100 þús-
und menn lífið.
Eftir hörmungamar þá var bið í
nokkur ár á því að mjög alvarlegir
byljir gengju yfir landið. Sá næsti
stóri kom árið 1987 og árið eftir kom
annar síst vægari. Árin 1989 og 1990
Sluppu íbúamir að mestu við ham-
farir en landsmenn voru enn að fást
við afleiðingar síðustu bylja þegar
þessi reið yfir nú á þriðjudaginn.
Sérfræðingar segja að það taki
mörg ár og mikla fjármuni að bæta
fyrir það tjón sem nú hefur orðiö.
Því megi ganga út frá því sem vísu
aö nýjar hörmungar gangi yfir áður
en þessar verða að baki.
Fólk sest jafnharðan
að á hættusvæðunum
íbúar Bangladesh lifa á því sem
fijósamur jarðvegurinn í óshólmun-
um gefur af sér. Þetta er þó sennilega
eitt harðþýlasta land heims því gera
verður ráð fyrir að mannskæðar
hörmungar gangi yfir í það minnsta
einu sinni á ári. Þegar vel árar látast
aðeins nokkur þúsund manns í ham-
förum. Það þykir vart fréttaefni.
Tahð er að um helmingur þeirra
110 milljóna manna sem búa í
Bangladesh séu án jarönæðis. Þetta
fólk nemur land í óshólmunum um
leið og þeir myndast við framburð
stórfljótanna.
Landnemamir í óshólmunum eru
síðan fyrstir til að falla þegar hörm-
ungar eins og hvirfilbyljir ganga yfir.
Þeir sem eftir lifa eiga þó engan ann-
an kost en að nema hólmana að nýju
og bíða þess sem næsti hvirfilbylur
ber í skauti sér.
Reuter
Irakar mega flytja inn mat
- griðland Kúrda í Norður-írak stækkar óðum
Öryggisráð Sameinuðu þjóöanna
hefur komist að þeirri niðurstöðu að
það sé undir einstökum ríkjum kom-
ið hvort þau heimili írökum að kaupa
mat og aðrar lífsnauðsynjar fyrir
fjármuni sem allt frá upphafi Persa-
flóadeilunnar hafa verið frystir í er-
lendum bönkum. Skýrt er þó tekið
fram að þessi heimild nái aðeins til
kaupa á nauðsynjum.
Málið var rætt í gær í þeirri nefnd
Öryggisráðsins sem fjallar um við-
skiptaþvinganir. Þar var engin af-
staða tekin til óska íraka um að fá
aö selja olíu fyrir einn milljarð
Bandaríkjadala til að kaupa mat og
lyfí útlöndum. Bandaríkjamenn hafa
eindregið lagst gegn þessari ósk ír-
aka og er ekki talið að hún hljóti náð
fyrir augum fulltrúanna í ráðinu.
Heimild er í raun gefm í vopnahlés-
skilmálunum frá 3. maí til að veita
írökum á ný aðgang að innstæðum
sem þeir eiga í erlendum bönkum
leggist viðkomandi ríki ekki gegn
því. íraka hafa hins vegar ekki getað
notað sér þessa heimild vegna þess
að óheimilt hefur verið að flytja
varning til landins.
Bandamenn héldu áfram í gær að
stækka verndarsvæöi Kúrda í Norð-
ur-írak. Svæðiö nær nú nokkur
hundruð kílómetra inn í landið og
er ekki að sjá fararsnið á hermönn-
um bandamanna þótt stefna sé að
sveitir frá Sameinuðu þjóðunum taki
við hlutverki þeirra.
í gær fóru hermenn bandamanna
fram hjá sumarhöll Saddams Huss-
ein og hafa nú svæðið umhverfis
hana á valdi sínu. Saddam hafði áður
boðið hermönnum sínum að
sprengja höllina í loft upp til að koma
í veg fyrir að hún yrði notuð sem
bækistöð fyrir erlenda hermenn.
Þegar til kom hættu írakar við að
eyðileggja höllina og mátti í gær sjá
fjölda hermanna við hana. Sumar-
höllin er 120 kílómetra fyrir innan
landamæri íraks og hafa Irakar ekki
veitt bandamönnum viðnám á leið
þeirra um landið. Þó hefur Saddam
ítrekað lýst því yfir að nærvera er-
lendra hermanna sé ógnun við sjálf-
stæði og fullveldi landsins.
Reuter
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR innlAnúverdtr. (%) hæst
Sparisjóðsbækur ób. Sparireikningar 4,5-5 Lb
3ja mán. uppsögn 4,5-7 Sp
6 mán. uppsögn 5,5-8 Sp
Tékkareikningar, alm. 1-1,5 Sp
Sértékkareikningar VlSITÖLUB. REIKN. 4,5-5 Lb
6 mán. uppsögn 2.5-3.0 Nema Ib
15-24mán. 6-6,5 Ib.Sp
Orlofsreikningar 5,5 Allir
Gengisb. reikningar í SDR6.8-8 Lb
Gengisb. reikningar í ECU8.1 -9 Lb
ÓBUNDNIR SERKJARAR.
Vísitölub. kjör, óhreyfðir. 3 Allir
Óverðtr. kjör, hreyfðir BUNDNIR SKIPTIKJARAR. 10,25-10,5 Nema Ib
Vísitölubundin kjör 5,25-5,75 Bb
óverðtr. kjör INNL.GJALDEYRISR. 12,25-13 Bb
Bandaríkjadalir 5-5,25 Bb
Sterlingspund 11-11,1 SP
Vestur-þýsk mörk 7,75-7,8 Sp
Danskarkrónur 8-8,6 Sp
ÚTLÁNSVEXTIR ÚTLÁN ÓVERÐTR. (%) lægst
Almennirvíxlar(forv.) 15,25 Allir
Viðskiptavíxlar(forv.) (1) kaupgengi
Almennskuldaöréf 15,25-15,75 Lb
Viðskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir
, Hlaupareikningar(yfirdr.) UTLAN VERÐTR. 18,75-19 Bb
Skuldabréf AFURÐALÁN 7,75-8,25 Lb
Isl. krónur 14,75-15,5 Lb
SDR 9,75-9,9 Nema Sp
Bandaríkjadalir Sterlingspund Vestur-þýsk mörk 8-8,5 14-14,25 10,75-10,8 4,5 Lb Lb Lb.lb.Bb
Húsnæðislán
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 23,0
MEÐALVEXTIR
óverðtr. apríl 91 Verðtr. apríl 91 15,5 7,9
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala maí 3070 stig
Lánskjaravísitala april 3035 stig
Byggingavisitala maí 581,1 stig
Byggingavísitala maí 181,6 stig
Framfærsluvísitala april 151 stig
Húsaleiguvisitala 3% hækkun 1 . april
Gengi bréfa verðbréfasjóöa
Einingabréf 1 5,560
Einingabréf 2 2,998
Einingabréf 3 3,646
Skammtímabréf 1,861
Kjarabréf 5,462
Markbréf 2,918
Tekjubréf 2,094
Skyndibréf 1,623
Fjölþjóðabréf 1,270
Sjóðsbréf 1 2,668
Sjóðsbréf 2 1,866
Sjóðsbréf 3 1,848
Sjóðsbréf 4 1 'öoö
Sjóðsbréf 5 1114
Vaxtarbréf 1 's852
Valbréf i7613
Islandsbréf 1,158
Fjórðungsbréf 1 'o87
Þingbréf i’i57
öndvegisbréf 1,144
Sýslubréf ij68
Reiðubréf 1,130
Heimsbréf 1 063
HLUTABRÉF
Sölu- og kaupgengi að lokinni jöfnun:
KAUP
6,10
5,45
2,30
1.72
1,58
2,32
1,62
3,86
1,55
1.73
5.45
2.45
1,00
5,77
2.35
1.35
4,20
2,15
1,00
1,05
0,995
1,06
2,52
Sjóvá-Almennar hf.
Eimskip
Flugleiðir
Hampiðjan
Hlutabréfasjóðurinn
Eignfél. Iðnaðarb.
Eignfél. Alþýðub.
Skagstrendingur hf.
Islandsbanki hf.
Eignfél. Verslb.
Olíufélagið hf.
Grandi hf.
Tollvörugeymslan hf.
Skeljungur hf.
Ármannsfell hf.
Fjárfestingarfélagiö
Útgerðarfélag Ak.
Olís
Hlutabréfasjóður VlB
Almenni hlutabréfasj.
Auðlindarbréf
Islenski hlutabréfasj.
Sildarvinnslan, Neskaup.
SALA
6,40
5,67
2.39
1,80
1,66
2.40
1.70
4,05
1,60
1,80
5.70
2,55
1,05
6,00
2,45
1.42
4.40
2,25
1,05
1,09
1,047
1,11
2,65
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þ
aöila, er miðað við sérstakt kaupg<
kge.
Skammstafanir: Bb = Búnaöarban
lb = Islandsbanki Lb=Landsban
Sb = Samvinnubankinn, Sp = Spari:
irnir.
Nánarl upplýsingar um peningamar
inn birtast í DV á fimmtudögum.