Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1991, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1991, Side 7
':M .F LAUGARDAGUR 4. MAí’ 1991. 7 Fréttir Ríkissaksóknaraembættið: Faðir ákærður fyrir sifjaspell Ríkissaksóknari hefur gefiö út ákæru á hendur karlmanni á fimm- tugsaldri fyrir sifjaspell og ógnandi framkomu. Maðurinn hefur verið úrskurðaður í tveggja mánaða gæsluvarðhald frá og með síðustu mánaðamótum. Stefnt er að því að ljúka dómsmeð- ferð í Sakadómi Reykjavíkur áður en gæsluvarðhaldsúrskurðurinn rennur út. Maðurinn var handtekinn í apríl grunaður um að hafa nauðgað dóttur sinni á unglingsaldri. Stuttu síðar var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald í Síðumúlafangelsið. Það hefur nú verið framlengt um tvo mánuði. Atburðurinn átti sér stað úti á landsbyggðinni. Lögreglurannsókn er lokið. Farið var fram á að maður- inn sætti geðrannsókn en niðurstaða hennar liggur ekki fyrir ennþá. -ÓTT Cossiga kemur til íslands - tveggjadagaopinberheimsóknítalíuforseta Francesco Cossiga, forseti Ítalíu, kemur í opinbera heimsókn hingað til lands í dag og dvelur hér fram á sunnudagseftirmiðdag. Með forset- anum kemur ítalski utanríkisráð- herrann, Gianni De Michehs, og fleiri embættismenn. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, tekur á móti forsetanum á ReykjavíkurflugveUi og býður síðan í hádegisverð að Bessastöðum. Þá munu utanríkis- ráðherrar landanna ræða saman á Hótel Sögu. Hver mínúta forsetans er skipulögð meðan á dvöl hans stendur m.a. heimsækir hann Árnastofnun, þá hittir Cossiga borgarstjórann, Davíð Oddsson, í HöTða, og um kvöldið heldur forseti íslands hátíðarkvöld- verð á Hótel Sögu. Á sunnudag fer Cossiga ásamt fylgdarliði til Þingvalla þar sem gróðursett verður tré í Vinarskógi í Kárastaðalandi en að því loknu verð- ur gengið að Almannagjá. Forsætis- ráðherrahjónin, sem forsetinn hitti sem borgarstjórahjón deginum áður, bjóða síðan tU hádegisverðar á Hótel Holti. Heimsókninni lýkur síðdegis á sunnudag. -ELA Merkjasala Hlífar á Akureyri Kvenfélagið Hlíf á Akureyri gengst fyrir merkjasölu í bænum nú um helgina. Seld eru merki til stuðnings barnadeild Fjóðungssjúkrahússins en Hlífarkonur hafa verið ötular við að styrkja rekstur deildarinnar. Nú hillir undir stækkun barnadeildar- innar og þess má geta að Hlífarkonur hafa gefið barnadeildinni öll helstu gjörgæslutæki sem þar er að fmna. 400 ástæður fyrir IBM AS/400 ; - , 3 mm. pCM SUBARU LEGACY Gæðingur gæðinganna Subaru Legacy 1,8 GL 4WD skutbíll TIL AFGREIÐSLU STRAX. Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 sími 91-674000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.