Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1991, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1991, Qupperneq 24
24 LAUGARDAGUR 4. MAÍ1991. Hvað er að í grunnskólakerfinu?: Þúsund grunnskóla- nemendur falla í vor - en ekki er greindarskorti um að kenna Eitt þúsund unglingar falla á grunnskólaprófi I vor. Helga Sigurjóns- dóttir námsráðgjafi segir að taka þurfi á þessu vandamáli strax og það sé hægt. DV-mynd GVA „Miklar ranghugmyndir og for- dómar eru ríkjandi varöandi and- legt atgervi manna. Sumir eru tald- ir ofurgáfaðir, aðrir svo lítið greindir að þeir „geta ekkert lært“. Þetta er rangt. Allir geta lært og ekkert heilbrigt barn hefur svo litla greind að það geti ekki ráðið við grunnskólanám. Lélegur námsár- angur stafar af öðru en greindars- korti. Greind er ekki föst stærð, hún er breytileg, getur aukist við velgengni en minnkað þegar illa gengur. Bæði foreldrar og kennar- ar verða að trúa því statt og stöð- ugt að öll heilbrigð böm geti lært. Hugmyndin um heimsku manna er á misskilningi byggö. Öll böm em fædd gáfuð.“ Svo segir í bók Helgu Sigurjóns- dóttur námsráðgjafa í Menntaskól- anum í Kópavogi, Foreldrar - nem- endur - kennarar, um það vanda- mál sem grunnskólinn á við að etja, það er að segja það vandamál að 25% grunnskólanemenda falla í 10. bekk. Aukin umræða um vandann „Vandinn hefur alltaf verið fyrir hendi en þjóðfélagið í dag krefst meiri og betri menntunar og þess vegna er vandamálið að verða sýni- legra en það var. Einnig hefur auk- in umræða um vandann orðið til þess að honum er gefmn meiri gaumur en áður,“ segir Helga. Um 25% grunnskólanemenda, eða um 1000 talsins nú í ár, ná ekki tilskilinni einkunn á grunnskóla- prófi sem er 5.0. Athygli manna hefur beinst í auknum mæh að þessu vandamáli og umræða um eðh þess og umfang eykst stöðugt. Og í framhaldi af því spyija menn hveiju þetta sæti. Hvað er aö í grunnskólakerfinu? Helga Sigurjónsdóttir hefur skrif- að tvær bækur um þetta mál, ann- ars vegar Aðgát skal höfð og hins vegar Foreldrar - nemendur - kennarar. í þeim fjallar hún um vanda nemenda og hvemig foreldr- ar og kennarar geta aðstoðað og hjálpað þegar erfiðlega gengur. „Astæða þess að umræðan hefur aukist undanfarið er einnig sú að þessi 25% nemenda eiga erfiðara uppdráttar núna og eru oröin htih minnihlutahópur sem er orðinn áberandi. Fyrir 20 árum gátu þessir krakkar fremur gengið út úr skó- lanum með þokkalegri reisn en þeir geta það ekki í dag. Þjóðfélagið gerir meiri kröfur.“ Fordómar hjá skólamönnum - En hvað veldur því að 25% grunnskólanemenda geta ekki lok- iö sínu námi með reisn? „Ég held aö hluti ástæðunnar se sú að skólamenn jafnt sem aðrir telji að viss hluti bama og unghnga geti ekki ráðið við venjulegt skóla- nám, og svokahaöa æðri menntun, sem er venjulegt framhaldsskóla- nám. Haldi hreinlega að sumir geti ekki lært. Ég tel því að oft sé um að ræða eins konar innri mótstöðu skólamanna og jafnvel fordóma í garð nemenda sem gengur illa. Ef kennari trúir því meðvitað eöa ómeðvitað aö einhver nemandi geti ekki lært þá hefur það áhrif. Þessi óbeinu boð berast nemandanum eftir ótal leiðum. Sértækir lestrarerfiðleikar Önnur ástæða fyrir þessu vanda- máh er sú að hluti þessara 25% á við að ghma þaö sem kahað er sér- tækir lestrarerfiðleikar. Þeir sem eiga viö þann vanda að etja, auk þessara viðhorfa og fordóma, eiga náttúrlega í ennþá meiri erfiðleik- um en hinir. En að sjálfsögöu má skrifa einhvem hluta vandans á reikning þeirra krakka sem nenna hreinlega ekki að læra.“ Þar sem þessi viðhorf sem Helga nefndi koma fram strax í byijun skólagöngu bams, getur það valdið því miklum sálarkvölum og erf- iðleikum sem oft fylgir baminu th loka skólagöngunnar. Það er að segja ef ekki er gripið inn í og bam- inu hjálpað. „Ef við sem stöndum í kennslu, svo og foreldrar, heföum bjargfasta trú á að hvert einasta venjulegt og hehbrigt bam og unglingur, gæti ráðiö við námið og miðuöum við það, þá tel ég að árangurinn yrði miklu betri og að minnsta kosti 90-95% unghnga gætu komið út úr gmnnskóla meö sæmilegri reisn. Ónýt sjálfsímynd í dag eru skólamenn svo hræddir við aö flokka nemendur að stund- um held ég að það valdi þvi að ekki er tekið á námsvandamálum í tæka tíð. Vandinn hefst nefnhega strax. Bömin fá oft á sig stimpihnn „hann er svo latur“, „hún er svo treggáf- uð, hún getur bókstaflega ekkert lært.“ Sérstaklega þau sem eiga við þessa lestrarerfiöleika að stríða. Og ef ekkert er að gert þá sitja þau uppi með þessa sjálfsímynd. Ekki bara í skólanum heldur jafnvel í gegnum aht lífið. Stundum gengur þessum bömum þó vel framan af skólagöngu en við 9-10 ára aldur fer að halla undan fæti þegar námsefnið þyngist og lesefnið eykst." Magn lestrarefnis skiptir máli Helga segir að lestur, magn lestr- arefnis og fæmi í móðurmáhnu sé undirstaða ahs náms. Þess vegna þurfi að vanda sérstaklega vel til lestrarkennslu og það strax í byrj- un. „Sænsk fræðikona segir að til að geta spjarað sig þokkalega í venju- legum framhaldsskóla þurfi ungl- ingar að hafa verið búnir að lesa 18-20.000 blaðsíður þegar þeir hefja nám. Sumir unglingar sem byrja í framhaldsskóla hafa ekki lesið eina einustu bók fyrir utan námsbæk- urnar sem þeir hafa jafnvel lesið illa. Þess vegna held ég því fram að lestrarvandamál og aht sem lýt- ur að máli og málhæfni sé meginat- riði þegar leitað er að orsökum námsvandamála. Ef lestur er í góðu lagi, síðan málhæfni og málskilningur eiga krakkar að geta spjarað sig í námi, ásamt því að hafa lesið næghega margar bækur eða blaðsíður. Og það er nær algerlega óháð greind. Þótt krakkar séu með greindarvísi- tölu í eöa undir meðahagi á þeim að vera borgið. En hjá þeim krökk- um sem eru meö greindarvisitölu yfir meðahagi og jafnvel háa, en lesturinn er ekki í lagi þá er voðinn vís. Ég hef fengið hingað í skólann krakka sem eru með mjög háa greindarvísitölu en gengur hla að lesa og þau eru með stimphinn „vonlaus" á sér. Þau eru oft iha farin á sálinni og halda að þau séu óttalegir heimskingjar, þess vegna eiga þau erfitt með að ná sér á strik. Þau hafa misst trú á sjálf sig.“ Auðvelt að greina börnin Helga segir að það sé ekki erfitt að greina þau börn sem eru með sértæka lestrarerfðleika úr hópi nemenda sem eiga erfitt með nám. Vanir kennarar séu fljótir að finna þá út. „Núna aðstoða okkur sérfræð- ingar, bæði sálfræðingar og tauga- læknar. Þeir eru með próf til að greina þessi böm. Einkennin sjást snemma hjá þessum krökkum, langt innan við 10 ára aldur. Sumir taugasálfræðingar segja að best sé að hafa fundiö þau um 6 ára aldur. í dag koma ahir 6 ára krakkar í skóla því 6 ára bekkurinn er skylda. Mér finnst að það ætti að nota þann vetur th aö greina krakkana og sjá hvar hver og einn er staddur. Síðan ætti að leggja upp meðferðaráætlun fyrir þau börn sem eiga viö þetta vandamál að stríða. En það verður að sjálfsögðu að vera í samráði við heimhin.“ Margvísleg einkenni Einkenni þessa vandamáls sem sérstækir lestrarerfiðleikar eru, eru nokkur. Sem dæmi má nefna hægan talsmáta, mistök við að þekkja stafina, erfiðleikar við að muna og læra prentuð orð, stafa- ruglingur innan orða, til dæmis orðaröð, endalausar stafsetninga- vihur, ólæsheg skrift, lítill skriftar- hraði, lítill skhningur á tungumál- inu viö lestur og skrift, erfiðleikar við að finna rétta orðið í samræð- um. Auk þessa eiga þessi böm stundum í erfiðleikum með aö greina á mhli vinstri og hægri, ruglast á áttum í tíma eða rúmi og eiga í erflðleikum með stærðfræði- nám. Helga segir að oft séu foreldrar fyrri til aö greina vandann heldur en kennarar og einnig geti erfiö- leikamir verið til staöar í ættinni og foreldramir láta þá vita. Fornám Þessir krakkar sem falla á gmnn- skólaprófi eiga ekki margra kosta völ eftir skyldunámið. Þau eiga of erfitt með venjulegt framhaldsnám og þeirra bíður því sjaldnast neitt annað en að fara út á vinnumark- aöinn. En árið 1987 tók Helga upp á því að bjóða öllum þeim krökkum sem féllu í Kópavogi upp á viðtal með foreldrum sínum og kynna þeim svokallað fomám sem Menntaskóhnn í Kópavogi býður upp á. Þá eru krakkarnir í árs und- irbúningsnámi fyrir almennt fram- haldsnám. „Þetta hefur reynst mjög vel og unghngarnir og foreldrar þeirra nýta sér þetta mjög mikið. Við tölum persónulega við hvern og einn og foreldrana og segjum þeim hvernig staðan er, hvaöa mögiheik- ar em fyrir hendi og hvað hægt er að gera. Við segjum þeim frá for- náminu sem viö erum með, hvað er kennt, hvemig er kennt og til hvers er ætlast af þeim, sem er mjög mikið. Aðsóknin í fornámið er mikil og við höfum ekki getaö sinnt öhum sem th okkar leita. Það em því ahtaf nokkrir á biðhsta. Og krakkarnir spjara sig í lang- flestum tilfehum mjög vel í fornám- inu. Framhaldsskólar em hins vegar ekki almennt vel undir það búnir að sinna vel þeim nemendum sem nú hefur verið sagt frá, það er að segja „töpuram" skólans. Við þeim blasir annað af tvennu, að fara í framhaldsskóla iha undirbúnir og falla enn á ný. Ef til vill reyna þeir aftur en þá er viðbúið að sagan endurtaki sig. Hinn kosturinn er sá að fara að vinna. Það getur ver- iö góöur kostur en þar sem straum- urinn liggur í skóla og með nýjum opnum framhaldsskóla þykir sá sem velur Vinnu tæpast gjaldgeng- ur lengur meðal vina og vanda- manna. Hann velur því sennilega skólann og heldur áfram að falla og molna niður hið innra. Það getur ekki verið vilji menntamálayfir- valda. Með þessu móti eram við sennilega að búa th menningarlega lágstétt.“ Áhættuhópur varðandi eit- urlyf „Eg er ansi hrædd um að margir þessara krakka, sem fara út í þjóð- félagið með þennan bagga á bak- inu, fari út í afbrot, _ eiturlyfja- neyslu og ragl. Þau eru að minnsta kosti í miklu meiri hættu heldur en hinir. Þaö er talaö um aö það að ganga illa í grunnskóla sé einn áhættuþátturinn varðandi eiturlyf og afbrot. Það er þess vegna mjög brýnt að taka skipulega á þessum málum strax. Helst vhdi ég greina þennan hóp og rannsaka. Það era 1000 unglingar sem koma til meö að standa í þessum sporam nú í vor. Mannúðleg viðhorf kennara, kær- leikur þeirra og umhyggja fyrir nemendum sínum skiptir öhu máh. Hugmyndafræði er hthvæg í sam- anburði við það. Hugsjónamenn í kennarastétt hafa alltaf verið th og kennsla þeirra er góð og árangurs- rík hvaða kennsluaðferöum sem þeir beita,“ segir Helga. -ns

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.