Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1991, Page 25
LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1991.
25
Francesco Cossiga, forseti Ítalíu, í íslandsferð:
Draugar
fortíðarinnar
elta forsetann
- grunaður um tengsl við mafíuna og aðrar leynihreyfingar
Francesco Cossiga hefur staðið höllum fæti siðustu mánuði. Hann ætlar
þó að sitja kjörtímabilið á enda. Teikning Lurie
Þótt ítölsk stjórnmál hafi áratug-
um saman verið róstusöm og leið-
togar þjóðarinnar sætt harkalegri
gagnrýni þá hefur embætti forseta
verið hafið yfir deilur - allt þar til
Francesco Cossiga kom til valda
fyrir fimm árum.
Fyrstu ár hans í forsetaembætti
voru að vísu friðsöm en undanfarið
hefur Cossiga verið mjög tæpur á
valdastóli. Nú síðasta árið hefur
þráfaldlega verið rætt um að tími
sé kominn til að hann segi af sér.
Cossiga er hins vegar staðráðinn í
að sitja út kjörtímabilið sem lýkur
á næsta ári. Cossiga kom í dag
hingað til lands í opinbera heim-
sókn og fer aftur á morgun.
Efast um geðheilsu
forsetans
Á Ítalíu er rætt um að Cossiga sé
tæpast í andlegu jafnvægi. Það er
sagt að hann fái þunglyndisköst en
sé síðan ofvirkur þess á milli og
sjáist þá ekki fyrir. Formlega eru
völd ítalska forsetans hliðstæð
völdum forseta íslands. Forseti hef-
ur ekki bein afskipti af stjóm-
málum en á að vera sameiningar-
tákn þjóðarinnar hafinn yfir dæg-
urþras.
Fyrri forsetar hafa gætt þess
vandlega aö fylgja þingræðishefð-
inni en Cossiga hikar ekki við iáta
álit sitt í ljósi. Nú síðast hugðist
hann rjúfa þing og boða til kosn-
inga þegar ríkisstjórn Andreottis
féll í síðasta mánuði. Andreotti
tókst þó að beygja forsetann undir
sinn vilja og myndáði nýja stjórn
án nýrra kosninga.
Þetta er fimmtugasta stjórnin á
Ítalíu frá lokum síðari heimsstyrj-
aldarinnar. Heimamenn segja að
líftími ríkisstjórna sé jafnlangur og
meðgöngutími hryssu. Þrátt fyrir
þetta fer hagur ítala batnandi, í það
minnsta þeirra sem búa í norður-
hluta landsins, en margt í opin-
berri þjónustu er í lamasessi.
Cossiga hefur ótvírætt látið í ljós
þá skoðun að hann ætlist til að
stjórn landsins nái árangri. Honum
er vitaskuld heimilt að hafa skoðun
á málinu en samkvæmt hefð hefur
hann ekki rétt til að skipta sér af
stjórn landins.
Fortíðin er forset-
anum erfið
Þaö eru þó ekki ítölsk stjórnmál
í nútíð sem eru Cossiga erfiðust.
Fortíöin er honum erfiðari en hann
á að baki langan feril í stjórn-
málum og hefur ekki hreinan
skjöld í öllum málum. Draugar for-
tiðarinnar birtust Cossiga ljóslif-
andi þegar bréf frá Aldo Moro, fyrr-
um forsætisráðherra og lærifoður
Cossiga, fundust fyrir tilviljun síð-
asta haust. Moro var rænt af félög-
um í Rauðu herdeildunum og hann
myrtur árið 1978. Cossiga var þá
innanríkisráðherra og átti að
stjórna leitinni að Moro og rann-
sókn morðsins.
Meðan Moro var fangi hryðju-
verkamannanna skrifaði hann
hugleiðingar sínar í bréfum til ætt-
ingja og samstarfsmanna. Þessi
bréf voru aldrei send. Þegar þau
loks fundust í fyrra ollu þau miklu
upnámi því Moro fór hörðum orö-
um um Cossiga og taldi hann draga
lappirnar við rannsókn málsins.
Hann taldi augljóst að stjórnin ætl-
aði að fóma sér sem og kom á dag-
inn.
Mál Moros hefur alla tíð síðan
hvílt þungt á Cossiga og hefur nú
síðustu mánuði orðið til að ítalskir
stjórnmálamenn og íjölmiðlar hafa
grafið upp fleira misjafnt úr fortíð
forsetans. Þar vegur þyngt að Coss-
iga hélt á ráðherraferli sínum
verndarhendi yfir leynisveitum
sem gengu undir nafninu Gladio
og var ætlað að standa fyrir and-
spymu á Ítalíu - og raunar víðar í
Evrópu - ef Sovétmenn hernæmu
landið.
Veit allt um
starfsemi Gladio
Cossiga var varnarmálaráðherra
á árunum 1966 til 1970 og var vel
kunnugur starfi sveitanna. Margir
efast um að barátta gegn Sovét-
mönnum hafi verið raunverulegt
hlutverk Gladio heldur hafi sveit-
unum verið ætlað að grafa undan
áhrifum kommúnista á Ítalíu. Þetta
þykir m.a. sannast af því að sveit-
irnar héldu áfram að starfa þótt
valdakerfi kommúista hryndi í
Austur-Evrópu.
Gladio á sér einnig aðra skugga-
hlið. Þær störfuðu náið með P2,
alræmdri leynireglu innan Frí-
múrarareglunnar. Nú þykir sann-
að að P2 hafi í reynd ekki verið
annað en einn armur mafíunnar
og hefur reglan nú verið bönnuö.
Cossiga er þarna einnig í vondum
málum því hann var félagi í P2.
Þeir sem rannska Gladio hafa ít-
rekað reynt að fá svör frá forsetan-
um um starf sveitanna en orðið lít-
ið ágengt. Margir haida því fram
að komi öll kurl til grafar í málinu
verði Cossiga ekki sætt á forseta-
stóh öllu legnur.
Um mennina í Gladio hefur hann
sagt að þeir væru „fóöurlandsvin-
ir“ og það heiti hefur hann einnig
haft um félaga sína í P2. Þegar hann
lét þau orð falla mátti engu muna
að hann væri knúinn til að segja
af sér.
Ræðstgegn
mafíunni í orði
Opinberlega hefur Cossiga látið
þung orð falla um mafíuna og sagði
á síðasta ári að hún væri svo valda-
mikil aö ríkisstjórnin hefði tæpast
full völd í landinu. Þetta vakti að
sjálfsögðu reiði innan stjórnarinn-
ar. Allir vita þó að Cossiga hefur
lítinn áhuga á að tengsl mafíunnar
við ítalska stjórnmálamenn séu
rannsökuð ítarlega.
Cossiga réðst harkalega gegn Le-
oluca Orlando, flokksbróður sínum
og fyrrum borgarstjóra í Palermo
á Sikiley, þegar hann tók aö sauma
að mafíunni. Fyrir vikið hrökkl-
aðist Orlando úr flokki Kristilegra
demókrata en Cossiga flýtur enn á
því að rannsókn á starfsemi maf-
íunnareröllískötulíki. -GK
REYKJAVÍKURHÖFN
Frá Reykjavíkurhöfn
Á geymslusvæði við öskuhaugana í Gufunesi eru 7
illa farnir nafnlausir smábátar sem fjarlægðir voru á
síðustu árum af hafnarsvæði Reykjavíkurhafnar. Bát-
arnir eru allir nafn- og númerslausir og ekki hefur
tekist að hafa upp á eigendum þeirra. Vegna lokunar
öskuhauganna í Gufunesi á næstunni verða bátar
þessir urðaðir þar án frekari viðvörunar ef réttir eig-
endur gefa sig ekki fram fyrir 21. maí nk. og greiða
af þeim áfallinn kostnað. Upplýsingar um bátana
veitir svæðastjóri Reykjavíkurhafnar.
Reykjavíkurhöfn
Tilboð óskast í neðanskráðar bifreiðar sem hafa skemmst í
umferðaróhöppum.
Toyota Corolla 4x4 st. 1988
Lada 1200 1988
Lada Vaz 1987
MMC L-200 pick-up 1987
M M C Lancer 1500 G LX 1987
Lada Samara 1987
Skoda130 GL 1987
Lada 1500 st. 1987
Fiat Uno 60s 1986
Toyota Cressida 1984
Bifreiðarnar verða til sýnis mánudaginn 6. maí í Skipholti 35 (kjall-
ara) frá kl. 9-15. Tilboðum óskast skilað fyrir kl. 16.00 sama dag til
bifreiðadeildar Tryggingar hf., Laugavegi 178, Reykjavík, sími
621110.
VERND6E8N VA
TRYGGING HF
LAUGAVEG1178 SIMI 621110
Hvítasunnukappreiðar Fáks
1991
Auglýsing um skráningu
Mótið fer fram dagana 16. til 20. maí 1991.
Skráningargjald verður kr. 3.000,00 í allar greinar
fullorðinna en kr. 1.000,00 í barna- og unglingaflokk-
um. Skráningargjald í kappreiðar kr. 2.000,00. Skrán-
ingargjald greiðist við skráningu. Tekið verður við
skráningum í eftirtaldar greinar.
A flokk gæðinga
B flokk gæðinga
Unglingaflokk, aldur 13 til 15 ára. Barna-
•flokk, 12 ára og yngri.
Tölt
150 metra skeið
Verðlaunafé: 1. kr. 20.000,00
2. kr. 10.000,00
250 metra skeið
Verðlaunafé: 1. kr. 40.000,00
2. kr. 20.000,00
250 metra stökk
Verðlaunafé: 1. kr. 10.000,00
2. kr. 5.000,00
350 metra stökk
Verðlaunafé: 1. kr. 20.000,00
2. kr. 10.000,00
800 metra stökk
Verðlaunafé: 1. kr. 40.000,00
2. kr. 20.000,00
300 metra brokk
Verðlaunafé: 1. kr. 10.000,00
2. kr. 5.000,00
Tekið verður við skráningum frá 2. til 10. maí. á skrif-
stofu Fáks milli kl. 13.00 og 18.00 virka daga. Dreg-
ið verður um keppnisröð föstudaginn 10. maí kl.
20.00. Félagið áskilur sér rétt til að fella niður þær
greinar sem næg þátttaka fæst ekki í.
Hestamannafélagið Fákur
mótanefnd