Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1991, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1991, Side 27
LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1991. ill : V--: ■.. Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson voru kampakátir áður en þeir héldu til Rómar en þá boðuðu þeir til sérstaks blaðamannafundar. Hljóðið er annað í þeim félögum núna en þeir segja Sjónvarpið hafa staðið mjög illa að allri framkvæmd keppninnar. DV-mynd Brynjar Gauti á því að við skulum senda inn lag sem er ekki beint Eurovisionlegt. Við sjálf erum auðvitað öll mjög ánægð með lagið og ætlum að gera okkar besta. Ég yrði ánægður með öll sæti fyrir ofan miðju.“ - Þarftu að bera einhvern kostnað af þessari ferð sjálfur? „Sjónvarpið er búið að skera niður peningastyrk í ferðina og það er ljóst að með þessari frammistöðu sinni er ekki hægt að vænta mikils árangurs. Ég hef borið töluverðan kostnað þar sem ég er með sex manns á launum. Ekki get ég beðið fólk að koma með mér hingað út launalaust í fulla vinnu. Ég þarf meira að segja að borga Helenu Jónsdóttur, sem sér um sviðsframkomuna, laun og hún þurfti að borga farmiðann sinn sjálf því Sjónvarpið neitaði að gera það.“ - Þarftu þá að heimsækja banka- stjórann þegar þú kemur heim? „Nei, nei ég er búinn aö bjarga þeim málum. Ég fékk styrk frá Is- lenska-ítalska verslunarfélaginu þannig að ég býst við að ná endum saman. Ég þurfti að kaupa alla bún- inga en fékk 50% afslátt af þeim í versluninni Sautján." Meö allt á hreinu Eyjólfur segir að allir íslendingar sem fram koma í kvöld séu með sitt á hreinu og þau ætla ekki að klikka. „Ég skal lofa ykkur því að ekkert klikkar. Sviðssetningin verður dálít- ið öðruvísi en heima enda ekkert drasl að þvælast fyrir okkur hér.“ - Hvernig leggst keppnin svo í þig? „Hún leggst vel í mig. Það er gaman að taka þátt í keppninni og kynnast þessu. Ég er alis ekkert stressaður og lít á þetta eins og hvert annað starf.“ - Hefurðu heyrt hin lögin í keppn- inni? „Aðeins þrjú þeirra. Ég heyri þau öll á lokaæfingunni. Síðasta æfingin hjá okkur er fyrir hádegi á laugar- dag. Það er mjög erfitt að vera núm- er tvö því Júgóslavarnir sem eru á undan taka allan okkar æfingatíma. Þegar þeir eru loks búnir þá eru ein- ungis tíu mínútur eftir af okkar æf- ingatíma og okkur hefur nánast ver- ið fleygt út af sviðinu. Þannig jafna þeir út tímann. Við höfum ekkert æst okkur út af þessu því við erum hvort eð er með þetta allt á hreinu. Eina áhyggjuefnið er hvernig hljóm- sveitinni tekst til. Jón Ólafsson er frábær stjórnandi og hefur fengið þessa menn til að sýna brosviprur enda er hann frábær húmoristi." Hugsum til þjóðarinnar - Þú ert þá nokkuð bjartsýnn með kvöldið? „Ef þetta tekst vel hjá okkur og allir gera sitt eins og þeir eiga að gera þá getum við ekki annaö en verið ánægð. Ég vona bara þjóðar- innar vegna, svo stoltið fari ekki veg allrar veraldar, að við verðum í sæmilegu sæti,“ sagði Eyjólfur Kristjánsson beint frá gistiheimilinu í Róm og vildi koma á framfæri þakk- læti til samferðamanna. Hópurinn kemur aftur til landsins á morgun. - Verður þú feginn að koma heim? „Það fyrsta sem ég geri er að fara upp í Sjónvarp og gefa þeim skýrslu. Þetta gengur ekki svona í framtíð- inni. ísland á að fá sömu fyrir- greiðslu og aðrar þjóðir og fá jafna möguleika á að koma sér á fram- færi. Við eigum ekki að vera eins og þriðja flokks þjóð. Ef Sjónvarpið væntir einhvers árangurs í þessari keppni þarf það að standa betur að öllum undirbúningi. Það þýðir ekki að spara einhvern 70 þúsund kall í hótelkostnað. Ég segi minni styrkur - minni árangur, án þess að ég sé að hóta einhverju í kvöld.“ Þess má geta að þó veðbankar spái að íslenska lagið verði neðarlega var það einnig svo í fyrra. Þá spáðu blaðamenn hins vegar íslenska lag- inu í fyrsta sæti. í fyrra spáðu veð- bankar Bretum fyrsta sæti, Júgó- slavíu öðru, Spánveijum þriðja en síðan komu Frakkar og Danir. Raun- in varð hins vegar sú að íslendingar höfnuðu í fjórða sæti þjóöinni til mikillar gleði. Þau Grétar Örvarsson og Sigríður Beinteinsdóttir unnu hug og hjörtu manna í Júgóslavíu og voru mjög vinsæl fyrir og eftir keppnina. Að þessu sinni eiga íslendingarnir þó erfltt uppdráttar, eins og Eyjólfur segir, vegna staðsetningarinnar. Þetta er í sjötta skiptið sem ísland keppir með í Eurovision. í fyrstu þrjú skiptin höfnuðum við í sextánda sætinu og töldum okkur eiga það sæti þegar Valgeir Guðjónsson hafn- aði óvænt í botnsætinu árið 1989 þjóðinni til mikillar skelfingar. Stjórnin lyfti okkur þó heldur betur upp í fyrra svo nú snýst spurningin um hvar í röðinni við lendum þetta árið. Alls taka tuttugu og tvö lönd þátt í keppninni þetta árið og er það svip- að og verið hefur. Með Eyjólfi Kristj- ánssyni eru Stefán Hilmarsson, Eva Ásrún Albertsdóttir, Erna Þórarins- dóttir, Eyþór Amalds og Richard Scobie. Hljómsveitarstjóri er Jón Ól- afsson úr Bítlavinafélaginu. Svo er bara að bíða og sjá hvað gerist í kvöld en keppnin hefst klukkan 19. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.