Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1991, Síða 47
, L^UGARD^GJUR .4. MAÍ -L991.
59
Afmæli
Guðvarður Kjartansson
Guðvarður Kjartansson leiðbein-
andi, Hjallavegi 5 á Flateyri við
Önundaríjörð, verður fimmtugur á
morgun.
Starfsferill
Guðvarður er fæddur á Flateyri
og ólst þar upp. Hann útskrifaðist
úr Samvinnuskólanum á Bifröst
árið 1960. Eftir það vann hann hjá
ýmsum samvinnufyrirtækjum vítt
og breitt um landið, lengst hjá Drátt-
arvélum hf. sem gjaldkeri og inn-
heimtustjóri frá 1963 til 1967. Hann
var kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi
Súgfirðinga 1970 til 1973, bókari hjá
Kaupfélagi Önfirðinga 1978til 1984,
aðalbókari hjá Kaupfélagi Árnes-
inga 1984 til 1989. Eftir það hefur
hann verið leiðbeinandi við Grunn-
skólann á Flateyri. Einnig hefur
Guðvarður fengist við sjómennsku
á milli annarra verka.
Guðvarður var formaður Verka-
lýðsfélagsins Skjaldar á Flateyri í
eitt ár og varamaður í stjórn Kaup-
félags Önfirðinga 1979 til 1983. Hann
var formaður stjórnar kjördæmis-
ráðs Alþýðubandalagsins á Vest-
fjörðum í þrjú ár og formaður
stjórnar kjördæmisráðs sama
flokks á Suðurlandi í eitt ár. í mið-
stjórn Alþýðubandalagsins í um
fimm ár. Þá átti hann sæti í hrepps-
nefnd Flateyrarhrepps 1978 til 1982
og var oddviti í rúmt ár.
Fjölskylda
Guðvarður er ókvæntur og barn-
laus. Guðvarður á fimm systkini.
Þau eru Sigurlaug Svanfríður hús-
móðir, Hegranesi 34 í Garðabæ, f.
28.4.1943. Hún var gift Grétari Har-
aldssyni hrl. en þau slitu samvist-
um. Þau eiga þrjú börn og eina fóst-
urdóttur.
Berta Guðný, Gilsbakka 8 á Nes-
kaupstað, f. 23.7.1945. Maður henn-
ar er Guðmundur Þorleifsson út-
gerðarmaður og eiga þau tvær dæt-
ur. Berta átti eina dóttur fyrir
hjónaband.
Hlöðver hdl., Flókagötu 6 í Hafn-
arfirði, f. 16.8.1948. Kona hans er
Sveinbjörg Hermannsdóttir hjúkr-
unarfræðingur og eiga þau fjögur
börn auk þess sem Hlöðver átti eina'
dóttur fyrir hjónaband.
Sólveig Dalrós, skrifstofumaður á
Flateyri, f. 14.6.1951. Maður hennar
er Kristján J. Jóhannsson, sveitar-
stjóri á Flateyri, og eiga þau tvo
syni.
Elín Oddný, húsmóðir á Ólafs-
firði, f. 16.10.1954. Maður hennar
er Jóhann Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Ól-
afsfjarðar, og eiga þau eina dóttur.
Foreldrar Guðvarðar voru Kjart-
an Ó. Sigurðsson, sjómaður á Flat-
eyri, f. 21.9.1905, d. 24.6.1956 og
og kona hans Guðrún P. Guðnadótt-
ir verkakona f. 9.9.1916.
Ætt
Kjartan var sonur Sigurðar Jó-
hannsonar frá Hafnardal á Langa-
dalsströnd við ísafjarðardjúp og
Guðbjargar Einarsdóttur frá Sela-
kirkjubóli í Önundarfirði. Foreldrar
Sigurðar voru Andrea Sigurlaug
Sigurðardóttir og Jóhann Guð-
mundsson, síðast b. á Sandnesi við
ísafjarðardjúp. Langamma Guð-
bjargar Enarsdóttur var Sigríður
Þóroddsdóttir, beykis á Patreksfirði,
en bróðir hennar var Þórður faðir
Jóns Thoroddsen, skálds og sýslu-
manns. Frá Þórði er ætt Thorodds-
enarakin.
Foreldrar Guðrúnar, móður Guð-
varðar, voru Albertína Jóhanns-
dóttir frá Kvíanesi í Súgandafirði
og Guðni J. Þorleifsson frá Norður-
eyri í Súgandafirði. Foreldrar Al-
bertínu voru Jóhannes Guðmunds-
son, b. að Kvíanesi og Guðrún Jóns-
dóttir, kona hans. Foreldrar Guðna
voru Þorleifur Sigurðsson, ættaður
úr Súgandafirði, og Gunnjóna Ein-
arsdóttir úr Mýrahreppi í Dýrafirði.
Meðal systkina Þorleifs var Valdi-
mar faðir Sigríðar, konu Einars
Þorbergssonar á ísafirði. Meðal af-
komenda hans eru bræðurnir Sig-
urður Þ. Salvarsson dagskrárgerð-
armaður og Gunnar, skólastjóri
Heyrnleysingjaskólans. Einnigeru
Sigríður Stefánsdóttir, forseti bæj-
arstjórnar á Akureyri, og Einar
Kárason rithöfundur afkomendur
hans og sömuleiðis Einar S. Einars-
son, forstjóri Visa-íslands.
Guðvarður verður að heiman á
afmælisdaginn.
Ingibjörg Jónsdóttir
og Oskar Jónsson
Ingibjörg Jónsdóttir, foringi í
Hjálpræðishernum, til heimilis aö
Freyjugötu 9, Reykjavík, verður
sjötug á morgun. Eiginmaður
hennar, Óskar Jónsson, foringi í
Hjálpræðishernum, verður sjötíu
og fimm ára þann 4.6. nk. Veisla
verður haldin þeim báðum til heið-
urs í Samkomusal Hjálpræðishers-
ins, Herkastalanum þann 5.5. nk.
milli klukkan 15 og 20.00, en þau
verða á ferðalagi þann 4.6. nk.
Ingibjörg fæddist á Akureyri og
ólst þar upp. Hún var vígð sem
herkona í Hjálpræðisherinn á
föstudaginn langa 1937 en varð for-
ingi árið 1942. Hún og maður henn-
ar hafa unnið mikið og gott starf á
vegum Hjálpræðishersins. Fyrsta
skipun þeirra var til ísafjarðar en
síðan hafa þau hjónin starfað bæði
í Reykjavík og á Akureyri. Árin
1947-49 störfuðu þau í Ringköbing
og Fredericiu í Danmörku þar sem
þau höfðu ábyrgð á flokksstarfinu.
Þau komu heim aftur til Akureyrar
1949 og störfuðu sem flokksstjórar
þar og síðar í Reykjavík. Þá voru
þau flokksstjórar í Noregi 1955-59,
fyrst í Tönsberg og síðan í Gjövik.
Þau veittu forstöðu Gesta- og Sjó-
mannaheimilinu í Reykjavík
1959-67, veittu forstöðu drykkju-
mannaheimili í Björgvin 1967-69
og voru síðan fangelsisritarar
Hjálpræðishersins í Noregi. Þá
voru þau leiðtogar Hjálpræðis-
hersins á íslandi og í Færeyjum
1972-78 en voru svo send til leið-
togastarfa í Noregi.
Ingibjörg og Óskar létu af opin-
berum störfum 12.8.1981 og settust
að í Reykjavík en hafa samt starfað
að mikilli þrautseigju hér öll árin
síðan og hafa m.a. í vetur haft
ábyrgð á starfinu við Reykjavíkur-
flokk.
Forseti íslands, Vigdís Finnboga-
dóttir, afhenti Óskari Riddarakross
Fálkaorðunnar 1.1.1987 fyrir störf
þeirra hjóna að líknar- og félags-
málum í Hjálpræðishernum.
Ingibjörg og Óskar giftust 13.2.
1943.
Óskar fæddist 4.6.1916 en hann
er sonur Jóns Jónssonar frá Veiði-
leysu á Ströndum, húsgagnasmiös
í Reykjavík, og Agöthu Larsen frá
Noregi, húsmóður.
Óskar vígðist í Hjálpræðisherinn
20.9.1932 og varð foringi 25.6.1936.
Systkini hans eru Bertha Fuma-
galli; Aðalsteinn sem er látinn;
Betsysemerlátin.
Systkini Ingibjargar: Ester Jóns-
dóttir, sem er látin; Jakobína Jóns-
dóttir, sem er látin; Sigríður Jóns-
dóttir; Pálína Jónsdóttir; Ragnhild-
ur Jónsdóttir, sem dó í frum-
Maron Björnsson verkamaður, Asa-
braut 3, Sandgerði, veröur áttræður
á morgun.
Starfsferill
Maron fæddist á Hofsósi og ólst
þar upp og á Siglufirði frá ellefu ára
aldri. Hann stundaði almenna
verkamannavinnu, vann í síldar-
verksmiðjunni Rauðku og í mörg
ár hjá Losunar- og lestunarfélagi
Siglufjarðar.
Maron flutti í Sandgerði 1950 og
stundaði þar einnig verkamanna-
vinnu, einkumfiskverkun. Síðustu
fjórtán starfsárin hefur hann verið
hlaðmaður hjá Loftleiðum og Flug-
leiðum á Keflavíkurflugvelli.
Maron tók virkan þátt í störfum
verklýðshreyfmgarinnar, bæði á
Siglufirði og í Sandgerði. Hann var
t.d. formaður í Verkalýðs- og sjó-
mannafélagi Miðneshrepps í Sand-
gerði í tuttugu og sex ár, auk þess
sem hann sat í hreppsnefnd Miðnes-
hrepps. Þá tók hann mikinn þátt í
söngstarfl og söng m.a. í Karlakórn-
um Vísi á Siglufirði í tuttugu ár, í
Karlakór Miðnesinga og í Karlakór
Keflavíkur.
Fjölskylda
Maron kvæntist 1936 Þórunni
Fjólu Pálsdóttur, f. 7.2.1916, d. 28.11.
1981, húsmóður, en hún var dóttir
Páls Pálssonar, b. ogformanns í
Hólshúsi á Miðnesi, og Helgu Páls-
dóttur.
Börn Marons og Þórunnar Fjólu
eru Þórir Sævar Maronsson, f. 15.1.
1937, yfirlögregluþj ónn í Garðabæ,
kvæntur Védísi Elsu Kristjánsdótt-
ur og eiga þau fimm börn; Björn
Guðmar Maronsson, f. 2.7.1939,
verslunarmaður í Sandgerði,
kvæntur Lýdíu Egilsdóttur og eiga
þau þrjú börn; Viggó Hólmar Mar-
onsson, f. 3.9.1942, verkamaður í
Hafnarfirði, kvæntur Erlu Sigrúnu
Sveinbjörnsdóttur og eiga þau íjög-
ur börn; Helgi Brynjar Maronsson,
f. 16.8.1945, byggingastjóri í Njarð-
vík, kvæntur Þórunni Haraldsdótt-
ur og eiga þau tvö börn; Margrét
Dorothea Maronsdóttir, f. 24.9.. 1946,
ritari á Vopnafirði, gift Magnúsi
Jónssyni og eiga þau þrjú börn.
Stjúpsonur Marons er Páll Grétar
Lárusson, f. 11.12.1934, sjómaður í
Reykjavík, kvæntur Stellu Einars-
Afmælisfréttir eru einnig ábls. 63
Ingibjörg Jónsdóttir og Óskar Jónsson
bernsku, og Hermína Jónsdóttir.
Börn Ingibjargar og Óskars:
Rannveig Óskarsdóttir, f. 19.11.
1944, sjúkraliði á Akureyri, gift
Einari Björnssyni, fulltrúa hjá bæj-
arfógeta, og eiga þau fjögur börn;
Hákon Óskarsson, f. 6.7.1946,
menntaskólakennari í Reykjavík;
Daníel Óskarsson, f. 17.4.1948, for-
ingi í Hjálpræðishernum og deild-
arstjóri íslands og Færeyja; Óskar
Óskarsson, f. 3.10.1953, forstöðu-
maður afvötnunarheimilis í Ósló;
Miriam Óskarsdóttir, f. 27.6.1960,
foringi í Hjálpræðishernum og trú-
boðiíPanama.
Barnabörn Ingibjargar og Óskars
erunútólftalsins.
Foreldrar Ingibjargar: Jón Jóns-
son, oft nefndur Jón prestur, bæj-
arstarfsmaður á Akureyri, og
Rannveig Sigurðardóttir húsmóð-
ir.
Maron Bjömsson
Maron Björnsson.
dóttur og eiga þau eitt barn.
Systkini Marons eru öll látin en
þau voru Ágústína Björnsdóttir,
Guðbjörg Björnsdóttir og Sigurður
Björnsson.
Foreldrar Marons: Björn Péturs-
son, bóndi og verkamaður á Hofsósi
og á Siglufirði, og Þórey Sigurðar-
dóttir húsmóðir.
Maron tekur á móti gestum í
Slysavarnafélagshúsinu í Sandgerði
á afmælisdaginn frá klukkan 17.00-
19.00.
85 ára
Karl Bergmann Sveinsson,
Njörvasundi 9, Reykjavik.
Indiana Albertsdóttir,
Fannborg 1, Kópavogi.
Guðlaug Sigurbergsdóttir,
Skólabraut 3, Stöðvarfiröi.
Björn Vilhelm Magnússon,
Dalsgerði 3a, Akureyri.
50ára
Sverrir Hjaltason,
Hlíðarvegi 12, Hvammstanga.
Axel Iljelm,
Brautarholti 22, Reykjavík.
Jytte A. Hjaltested,
Heiðargeröi 120, Reykjavík.
70ára
JónMagnússon,
Arnarholti v/Vesturlandsbraut,
Reykjavík.
Guðmundur Halldórsson,
Ásmundarnesi, Kaldranancs-
hreppi.
Margrét Þorgeirsdóttir,
Unnarbraut Y2, Seltjarnarnesi,
ara
Ólöf Jenny Eyland,
Steinahlíð lj, Akureyri.
Albert Sigurðsson,
Hringbraut9, Hafnarfirði.
Sveinn Benónýsson,
Mánagötu 6, Hvammstanga.
Sigurður Örn Haraldsson,
Hellu, Reykdælahreppi.
Þórdís Ólafsdóttir,
Hjallabraut 72, Hafnarfirðí.
Ágúst Marinósson,
Skagfirðingabraut 35, Sauðárkróki.
Sigrún Ásgeirsdóttir,
Ríp 3, Rípmbreppi.