Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1991, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1991, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 16. MAI 1991. 5 _____________________________________________Fréttir Frumvarp til stjómskipunarlaga: Meðferð bráðabirgðalaga breytt - falla úr gildi samþykki Alþingi þau ekki innan 6 vikna frá því það kemur saman i>v Sandkom Engan æsing Gcstur Einar Jónasson út- varpsmaðurá Akuroyrifókk tilsínspákonu einn morgun- innfyrir skömtmioglót hanakíkjaí bollann sinn og lesa fyrir sig ýmislegt um framtíðina. Spákonan þuldi upp eitt og annað jákvætt fyrir útvarpsmanninn, hún sá peninga í bollanum og eins það aö hann væri mikíð á ferðinní í flugvél. Það kom ekki á óvart því Gestur er áhugaflugmaður mikill ogfer víða. En þar kom að spákonan fór að ræða barneignír Gests. Tjáði hún honum að ef hann hygði á fiölgun mannkyns- ins sýndist sér sem nú væri til þess heppilegur tími og ætti hann að huga að því sem allra fyrst. Gestur var nokkuðfljóturtil svars: „Já.já, en ég verð vist að klára vaktina hérna fyrst áður en ég fer heim.“ Hringrás á Húsavík Meiraumút- varpsmanninn GestEinarJón- asson. Hamt ræddi nú í vik- unniviöversl- unarstjoi a í nýrríáfengis- útsöluáHúsa- vík.Sárekur einnig fatahreinsun í sama húsnæði, og i sameiningu fundu þeir út að Húsvíkingar kæmu í verslunina og keyptu sér áfcngi, færu síðan hcim og helltu þvi niður í fötin sín, kæmu síðan meðfótin í hreinsun ogkeyptu ::: e.t.v. eitthvað að drekka í leiðinni, færu með það heim og helltu þvi nið- ur í nýhreinsuð fötin eða þannig og -svona héldi þessí hringrás áfram.: Annars er það að segja að talsverð óeining er um opnun áfengisútsöl- unnar á Húsavík og þeir sem börðust gegn henni í fjórum atkvæðagreiðsl- um i bænum hafa svo sannarlega ekki sætt sig við ósigur sinn í málinu. Eins dauðð... Eins ogkunn- ugterhefur veitingahúsið SjallinnáAk- ureyríverið lokaðundan- farnarvikur vegnagjald- þrots eiganda hans.Þaðer aidrei neitt gamanmál þegar eitthvað slíkt gcrist, enþó sannast hið forn- kveöna að eins dauði er annars brauð. Einni viku áður en Sjallanum var lokað opnaði Þráinn Lárusson veitingastaðinn „1929“ fyrir norðan og hann hefur svo sannarlega notið góðs af því að Sjallinn hefur ekki veríð starfræktur. Troðfullt er út úr dyrúm hjá Þráni um helgar og heyrst hefur að hann sé um það bil aö stækka við sig og hyggi á frekari landvinninga í veitingamennskpnni en að reka „Uppann" og „1929“. Átökframundan? „Aðilarvinnu- markaðarins“, einsogþeir semsenyaum kaupogkjör hinna vmnanrii stétta, eru þeg- arfamir ,ið gefayfírlýsing- ar varðandi gerð kjarasamninganna sem fram- undan eru og stangast ummeeli þeirra verulcga á. Einar Oddur Kristjánsson, formaður vinnuveit- enda, segir það út í hött að ætla að semja um kaupiiækkanir til þeirra lægst launuðu eingöngu, slikt takist aldrei. Áfundisambandsstiómar Verkamannasambandsins, sem hald- inn var á Akureyri í vikunni, var hins vegar ítrekuð krafan um sér- staka hækkun lægstu launa. Þar var líka ýmislegt annað sett fram og virð- ist af samþykkt Verkamannasam- bandsins vera Ijóst að vaxtahækkan- ir, sem ríkisstjórnin nýja hefur heim- ilað, verða ekki til að auðvelda samn- ingsgerðina. Þar voru vaxtahækkan- ir sagðar vera „ólíðandi brot“ á kjarasamrtingum sem gengiö hafa undirnafninu „þjóöarsátt". Umsjón: Gylti Kristjánsson í gær mælti Margrét Frímanns- dóttir, Alþýðubandalagi, fyrir frum- varpi til stjórnskipunarlaga um breytingu á stjórnarskránni, í efri deild Alþingis. Aðalinnihald þessa frumvarps er að fella niður deildarskiptingu Al- þingis, þannig að það starfi í einni málstofu framvegis. Flestar greinar frumvarpsins fjalla því um að fella niður orðin efri og neðri deild og sameinað þing og þingdeildir. Ein grein þessa frumvarps er þó forvitnileg og allmikil breyting frá því sem verið hefur. Það er um með- ferð bráðabirgðalaga. í 6. grein frum- varpsins segir: „Samþykki Alþingi ekki bráða- birgðalög, eða ljúki afgreiðslu þeirra innan sex vikna frá því að þingið kom saman, falli þau úr gildi.“ Hingað til hefur það verið þannig að ríkisstjórnir hafa ekki þurft að láta afgreiða bráðabirgðalög fyrr en á lokadegi þings hafi ráðherrum sýnst svo. Bráðabirgðalög hafa því á stundum verið orðin nærri ársgömul þegar þau hafa verið afgreidd. Þetta hefur oft verið gagnrýnt og nú er tekið á þessu með fyrrgreindum hætti. Önnur breyting vekur athygli. Það er 26. grein, 3. málsliður sem orðist svo: „Þó má veita dómara, sem orðinn er fullra 65 ára gamall lausn frá embætti, en hæstaréttardómarar skulu eigi missa neins af launum sín- um.“ Frumvarp til laga um þessa stjórn- arskrárbreytingu var samþykkt á síðasta Alþingi. Því er það borið upp aftur nú að stjórnarskrárbreytingar verður að samþykkja á tveimur þing- um. Fyrr öðlast þær ekki gildi. -S.dór ROKKTÓNLEIKAR LISTAHATÍÐ IHAFNARFIRDI 1.JUNÍ-13. JÚLÍ1991 Fyrstu 2.500 miðarnir verða seldir með 1.000 kr. afslætti. Verð kr. 4.500. i o o m 10 ff * o oc Ui 5 Q GCD - RISAEÐLAN SUNNUDAGINN 16. JUNI KAPLAKRIKAVELLI HAFNARFIRÐI <r? & S-K'l-F-A-N 1 barn yngra en 10 ára í fylgd með fullorðnum fær frítt inn. FORSALA AÐGÖNGUMIÐA: Reykjavík: Skífan, Kringlunni, Laugavegi 33 og Laugavegi 96; Bónus Videó, Hraunbergi; Bónus Videó Strandgötu 28, Videóhöllin Þönglabakka 6, Videóhöllin Hamraborg 11, Akranes: Bókaskemman. Borgarnes: Kaupfélag Borgfirðinga. ísafjörður: Hljómborg. Sauðárkrókur Kaupfélag Skagfirðinga. Akureyri: KEA Neskaupstaður: Tónspil. Ólafsvík: Gistiheimilið Höfði Höfn: KASK. Vestmannaeyjar: Adam og Eva. Selfoss: Ösp. Keflavík: Hljómval. Allar upplýsingar í síma 91 ~ 67 49 15. FM 102 BjHj T vrsA Einnig er hægt að kaupa miða meðT greiðslukorti í síma 91-674915.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.