Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1991, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 16. MAÍ1991. 15 Sjálfstæðisflokkurinn hélt ekki prófkjör fyrir síðustu borgarstjórn- arkosningar. Nokkrar manneskjur voru látnar hífa og slaka mönnum á framboðslista flokksins. Þetta var gert þrátt fyrir að borgarstjóra- skipti væru hugsanlega framund- an. Þessi hugsanlegu borgarstjóra- skipti eru nú raunveruleg. Þegar þetta er skrifað hef ég ekki hugmynd um hver verður valinn næsti borgarstjóri. Ég veit ekki einu sinni við hvað er best að miöa. Hverjum treysta sjáifstæðismenn best til að taka við af Davíð Odds- syni? Það eru liðin heil sex ár síðan sjálfstæðismenn voru spurðir um hvernig borgarstjórnarflokkur þeirra ætti að vera. Fengjust sömu svör í dag? Var ef til vill hætt við að hafa prófkjör KjaUarinn Glúmur Jón Björnsson efnafræðinemi í HÍ Það eru liðin heil sex ár síðan sjálfstæð- ismenn voru spurðir um hvernig borg- arstjórnarflokkur þeirra ætti að vera. Fengjust sömu svör í dag? fyrir einu og hálfu ári af því að menn kærðu sig ekki um svör? Það er ekki nýtt af nálinni að hlé sé gert á lýðræðinu ef menn eru ekki vissir um að lýðurinn láti að stjóm. En slíku er auðvitað ekki til að dreifa í þessu tilviki. - Því trúum við ekki. En af hveiju var þá ekki haldið prófkjör um árið? Af hverju var verið að gera borgarstjórnar- flokknum erfiðara fyrir við val á eftirmanni Davíðs? Af hveiju máttu reykvískir sjálfstæðismenn ekki hjálpa til og gefa flokknum vísbendingu? Líklega voru þetta mannleg mistök sem koma aðeins fyrir þegar verst stendur á! Tollmúra og girðingar Einhver var að segja mér af hveiju við mættum ekki flytja inn landbúnaðarvörur. Hann sagði að íslenska framleiðslan væri svo góð og holl að annað eins þekktist ekki. Erlend framleiðsla væri hins vegar rýr að gæðum, menguð, full af gerviefnum og þar fram eftir skít- ugum götunum. Þetta voru orð í tíma töluð, fannst mér. Þaö rann upp fyrir mér Ijós og rökréttar ályktanir létu ekki á sér standa. Það blasti við mér máls- grein: Ef íslendingar ættu þess nokkurn kost að kaupa lélegar, mengaðar og gerviefnaríkar land- búnaðarafurðir þá myndu þeir gera það. Hvaða íslendingur liti við hollum náttúruafurðum íslensks landbúnaðar ef hvolft væri úr suð- rænum ruslatunnum í frystikistur stórmarkaðanna? Nei, þetta er borðliggjandi og nú skil ég þetta. - íslendingar eru sorpætur í eðli Nú veit ég, amma Við getum ekki leyft okkur að hagnast á flónsku evrópskra meðbræðra! sínu. Því þarf tollmúra jafnt sem girðingar kringum Gufuneshaug- ana. Einnig benti maöurinn mér á að evrópskar landbúnaðarvörur væru niðurgreiddar eins og þær ís- lensku. Ekki segja mér að þið skilj- ið þetta ekki. Við getum ekki leyft okkur að hagnast á flónsku evróp- skra meðbræðra! Tel enntíu ráðherra Nú ætlar ríkisstjómin að setja lög gegn hringamyndunum. Þetta skilja allir. SÍS sprakk enda á því aö reyna að ná til allra framleiðslu- og þjónustugreina. Þaö er alveg ljómandi fínt hjá Alþýðu- og Sjálf- stæðisflokki að byrgja þennan brunn. Það verður að koma í veg fyrir að menn tapi fé á því að reyna að mynda hringi! Þessi sama ríkisstjórn leitar log- andi ljósi að einhverju til að skera af útgjöld. Fyrir nokkrum árum sagði sá sem fyrir henni fer að nóg væri að hafa fimm ráðherra í ríkis- stjórn íslands. Ég er búinn að telja ráðherrana í ríkisstjórn hans aftur og aftur og alltaf fæ ég tíu. Ef ekki var hægt að skera ráðherrahjörð- ina niður um helming og draga þannig úr útgjöldum er eitthvað að. Lélegt er eftirsótt Læknafélagið var að vara lækna við aö sækja um vinnu af því að einungis væri um að ræða hálft starf á fullu kaupi. Já, stéttarfélög- in bregðast ekki skyldu sinni. Það er og hefur alltaf verið heilög skylda þeirra að bregða fæti fyrir þá félagsmenn sína sem eiga kost á bijtri launum fyrir minni vinnu. Og svo er félagið einnig aö hugsa um viðskiptavini læknanna. Það er ekki hægt aö bjóða upp á ófag- lega og lélega þjónustu. íslendingar eru jú alveg æstir í lélega þjónustu eins og lélegar landbúnaöarafurð- ir. Og nú skil ég af hverju amma hefur farið hvað eftir annað á ótil- greinda stofnun austan heiðar. Glúmur Jón Björnsson Þyrlur eru bestu björgunartækin: Ég á mér draum Það er daumur minn og hefur lengi verið að við íslendingar get- um hver og einn lagt eitthvað af mörkum til aö við getum keypt aðra þyrlu fyrir Landhelgisgæsl- una. Éigi hef ég aðgang að sjón- varpsstöð, Lions- eða Kiwanis- hreyfíngum sem oft hafa lyft grett- istaki þegar góð málefni hafa verið til umræðu í þjóðfélaginu og þjóðin hefur sameinast um gegnum fjöl- miðla og safnað alveg ótrúlegum upphæðum og hefur reynst málefn- inu, sem safnað var fyrir, geysileg lyftistöng. Það er draumur minn að þegar tíu ár eru liðin frá því að hið hörmulega slys varð á Jökulfjörð- um og til að geta heiðrað minningu félaga okkar, sem fórust með TF- RÁN, gætum við íslendingar átt vel útbúnar björgunarþyrlu(r) og væri alltaf önnur þeirra til taks þegar á þarf að halda. Sammála um mikilvægi þyrlunnar Lærðir sem leikir hafa skrifað greinar í dagblöð um málefni Land- helgisgæslunnar. Flestar þessara greina hafa verið um þyrlumálefn- in og hafa flestir verið sammála um mikilvægi þyrlunnar til björgunar- starfa og þýðingu hennar fyrir veg- farendur til sjávar og sveita. Sjó- mannastéttin hefur verið ötul að skrifa greinar um nauðsyn þess og KjáUarinn Stefán S. Svavarsson sjúkraliði hve mikil öryggistilfinning það sé að vita af þeirri þjónustu sem Landhelgisgæslan veitir. Þyrlan er þeirra „sjúkrabíll" sá ég og las grein sem sjómaður skrifaði í dag- blað fyrir nokkru og fjallar sú grein um nauðsyn þess að þyrlan sé allt- af til taks og helst ef þyrlan gæti verið staðsett úri á landsbyggðinni og er ég þessum sjómanni hjartan- lega sammála. Það getur verið meiri erfiðleikum háð fyrir lands- byggðarmanninn að komast undir læknishendur en t.d. Reykvíkinga þegar vetrarveðrin láta tU sín taka og hver sekúnda og mínúta getur skipt sköpum þegar slys eða veik- indi steðja aö. Ekki hafa margar fálkaorður prýtt brjóst flugáhafna eða flug- virkja Gæslunnar og hafa þeir þó örugglega unnið fyrir þeim mörg- um sem hafa verið slegnar gegnum árin. En svo mikið er víst að þess- um mönnum veröum viö lands- menn að tryggja þau nýjustu og bestu björgunartæki sem völ er á á hverjum tíma. Tvær myndu henta betur Árin hafa Uðið eitt af öðru í tím- anna rás. Keypt var ný þyrla af franskri gerð og hefur hún staðiö sig vel að sögn flugvirkja Gæslunn- ar. Nú er svo komið að kominn er timi á þá frönsku, þyrlan eldist eins og viö hin, og annaðhvort þurfum við að fá aðra nýja og hafa tvær af sömu tegund eða fá nýja og mun öflugri þyrlu en Flugæslan hefur yfir að ráða í dag. Ekki ætla ég að leggja dóm á það hvaö hentar Flug- gæslunni betur, það verða sérfræð- ingarnir að sjá um, en þó læðist sá grunur að mér aö tvær af sömu tegund myndu henta vel. Vel búin þyrla kostar nokkur hundruð milljónir en miðað við misgjörðir í peningamálum stjórnmálamanna með opinbert fé eru þyrlukaup sem dropi í hafið. Þess vegna hvet ég alla þá sem vilja ljá máli mínu stuöning að láta í sér heyra með því t.d. aö skrifa í íjölmiðla. Þeir sem hafa þurft á aðstoð þyrl- unnar að halda og þeir sem sjúkir hafa verið sóttir og hafa fengið bata, skipta örygglega hundruðum. Þetta fólk ber hlýhug til Landhelg- isgæslunnar og starfsmanna henn- ar - á því er ekki vafi. Að lokum vil ég senda mínum gömlu félögum Landhelgisgæsl- unnar mínar bestu kveðjur héðan frá Akureyri og megi sá sem öllum geröum okkar ræður halda vernd- arhendi yfir ykkur í hinu erfiða starfi ykkar. Stefán S. Svavarsson „Ekki ætla ég aö leggja dóm á það hvort hentar Fluggæslunni betur, það verða sérfræðingarnir að sjá um, en þó læð- ist sá grunur að mér að tvær þyrlur af sömu tegund myndu henta vel.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.