Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1991, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1991, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1991. UtLönd Júgóslavía: Nýjum f or- seta haf nað Forsætisráð Júgóslavíu mun halda skyndifund í dag vegna þess ástands sem ríkir eftir að þaö hafnaöi í gær Króatanum Stipe Mesic í embætti forseta. Fulltrúar júgóslavnesku lýð- veldanna sex og tveggja sjálfstjórn- arhéraða, sem sitja í forsætisráðinu, skiptast á um að gegna forsetaemb- ættinu í eitt ár og átti Mesic að taka við af Serbanum Borisav Jovic í gær. Búist er við að atkvæðagreiðslan verði endurtekin í dag. Þaö voru fulltrúar Serbíu og sjálf- stjórnarhéraðanna Vojvodina og Kosovo sem greiddu atkvæði gegn Króatanum Mesic. Fimm atkvæði þarf til að ná kjöri. Spennan milli Serba og Króata hef- ur aukist síðan frjálsar kosningar voru haldnar í fyrra í lýðveldunum sex. Kommúnistar töpuðu í Króatíu en héldu aftur á móti völdum í Serb- íu. í Króatíu eru um sex hundruð þúsund Serbar og krefjast þeir að þau svæöi þar sem þeir eru í meiri- hluta verði sett undir yfirráð Serbíu. Hafa þeir komið upp vegatálmum á ýmsum stöðum og eru vopnaðir menn þar á verði. Um tuttugu manns hafa undanfarnar vikur látið lífið í átökum Serba og Króata i Króatíu. Króatía og Slóvenía eru fylgjandi laustengdu bandalagi sjálfstæðra ríkja en Serbía vill áfram sama skipulag og nú ríkir. Mesic lýsti því yfir að Króatía myndi segja sig úr júgóslavneska ríkjasambandinu fengi hann ekki forsetaembættið. Reuter/TT » HAFNARBAKKI Höfðabakka 1, pósthólf 12460,132 Reykjavík, sími: 676855, fax: 673240 Útleiga og sala á gámum, vinnuskúrum, verkpöllum, og dráttakerrum. Gámar: 8, 20 og 40 feta þurrgámar, kæligámar og einangraðir gámar til leigu eða sölu. Hentugir sem geymsla til lengri eða skemmri tíma. 20 feta vinnuskúrar: Einangraðir vinnuskúrar með fullkominni innréttingu og rafmagnstöflu fyrir eins og þriggja fasa straum. Viðarklæddir með dúk á gólfum, rafmagnshitun og þurrklósetti. Um er að ræða 20 feta gáma sem hafa verið innréttaðir og er auðvelt að tengja saman tvo eða fleiri gáma. Einnig eru gámamir auðveldir í flutningum. Sérlega hentug lausn fyrir byggingaaðila og verktaka. m MO*4»l*UKI StHI KDll B íTrrr Vínnupallar: HB vinnupallar eru framleiddir úr áli og hannaðir þannig að þeir eru mjög auðveldir í uppsetningu og meðförum. Efni og frágómgur er í mjög háum gæðastaðli og eru pallamir viðurkenndir af Vinnueftirliti Ríkisins. Bjóðum einnig fótstignar lyftur, sem geta náð yfir 9 metra hæð. Dráttarkerrur: Hafnarbakki hf. leigir út dráttarkerrur, bæði eins og tveggja hásinga, með burðargetu allt að tveim tonnum. James Baker heilsar hér Yitzhak Shamir við komuna til ísrael þar sem til- gangurinn var að ræða um hugsanlega friðarráðstefnu Mið-Austurlanda. Simamynd Reuter Úrslitatil- raun Bakers James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hitti Yitzhak Sham- ir, forsætisráðherra ísraels, að máli í morgun, í íjórða skiptið á síðasthðn- um sólarhring, til að gera úrslitatil- raun til aö fá Shamir til að skrifa undir einhvers konar samkomulag áður en Baker heldur aftur til Was- hington síðar í dag. Utanríkis- og varnarmálaráðherra ísraels, David Levy og Moshe Arens, voru einnig á fundinum. Baker hefur undanfarnar vikur gengið á milli leiötoga Mið-Austur- landa og reynt að fá ísrael, Palestínu og arabaríkin til að hittast á ráð- stefnu með það að markmiði að reyna að koma á friði á þessu svæði. „Það er ekki ætlunin að gefa út sameiginlega yfirlýsingu Bandaríkj- anna og ísrael eftir fund Bakers og Shamirs heldur einungis að fá það á hreint hvaða atriði aðilarnir eru ó- sammála um og hvaða atriði þeir eru sammála um,“ sagði háttsettur bandarískur embættismaður í gær. Samkvæmt heimildum ísraelska útvarpsins hafði Baker meðferðis uppkast að skjali þar sem þessi atriði voru sett á blað, en tilgangurinn er að fá Shamir til að skrifa undir ein- hvers konar samkomulag svo hægt sé að vinna út frá því í framtíðinni. Aðspurður sagðist Baker halda að einhver árangur hefði náðst í við- ræðunum við Shamir, en svo virðist þó sem hann hafi hliðrað sér hjá því að ræða um tvö helstu ágreinings- máhn, þ.e. hvort Sameinuðu þjóðirn- ar taki þátt í friðarráðstefnunni og hvort hún verði einungis haldin einu sinnieðareglulega. Reuter Ceausescu rændi Frakklandsforseta Þegar Ceausescu, fyrrum forseti Rúmeníu, og kona hans, Elena, voru í opinberri heimsókn í París 1978 tóku þau allt verðmætt úr íbúðinni sem frönsk yfirvöld buðu þeim að dvelja í. Fyrrum forseti Frakklands, Valery Giscard d’Estaing, á að hafa sagt í viðtali við breska sjónvarpið BBC að meira aö segja hlutir á bað- herberginu hafi verið skrúfaðir úr veggjum. Þetta kom fram í breska blaðinu Sunday Express um helgina. Ceausescu-hjónin voru sögð hafa stolið verðmætum fyrir þúsundir dollara úr gestaíbúðinni og stór göt fundust á veggjum hennar þegar hjónin voru farin. Taliö er að örygg- isverðir Rúmeníuforsetans hafi veriö að leita að hlerunarútbúnaði. Áður en parið fór til London, beint frá París, hringdi Frakklandsforseti til Elísabetar drottningar í Bucking- hamhöll til þess að vara hana við. Eftir símtalið skipaði drottningin svo fyrir að úr gestaherbergi Ceausescu- hjónanna skyldu fjarlægðir alhr verðmætir munir. Drottningin skip- aði einnig öryggisvörðum hallarinn- ar að fylgjast vel með hjónunum. Fyrir heimsóknina hafði Ceauses- cu heimtað að hann og kona hans fengju að aka um London í opnum vagni ásamt Elísabetu drottningu. Samkvæmt BBC á drottningin að hafa lýst heimsókninni sem einu versta tímabili í lífi sínu. DN/Reuter f FERÐAVINNINGUR NR. 3 DREGINN ÚT 17. MAÍ Við drögum eftir 2 daga 'ÉKT PÚ ÖRUGGLEGA ORÐINN ÁSKRIFANDI? SlMI 27022 0G 99-6270 (GRÆNISÍMINN)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.