Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1991, Blaðsíða 26
34
FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1991.
Afmæli
Yngvi Guðnason
Guðmar Yngvi Guðnason kenn-
ari, Lækjarbakka 7, Steinsstaöa-
byggð í Lýtingsstaðahreppi í Skaga-
firði, verður fimmtugur á morgun,
17. maí.
Starfsferill
Yngvi fæddist að Kirkjulækjarkoti
í Fljótshlíð í Rangárvallasýslu og
ólst þar upp. Hann stundaði nám
við Héraðsskólann á Skógum 1960-
1962, var í Menntaskólanum við
Hamrahlíð veturinn 1975-76 og í
Kennaraháskóla íslands 1979-1984.
Yngvi var kennari við Fljótshlíð-
arskóla 1965-66 og 1967-71 en var
síðan skólastjóri sama skóla árin
1971 til 1973. Hann vann við smíðar
1973-75, við skrifstofustörf í Reykja-
vík 1975-76, við Sigölduvirkjun
1976-77. Yngvi kenndi við Myllu-
bakkaskóla í Keflavík 1977 til 1989
og síðan við Steinsstaðaskóla í
Skagafirðifrál989.
Yngvi hefur látið ýmis félags- og
trúnaðarstörf til sín taka. Hann hef-
ur verið trúnaðarmaður á vinnu-
stöðum, í stjórn ýmissa félaga og
nefnda, t.d. UMF Þórsmörk, Gide-
onsfélagsins í Keflavík o.fl. Yngvi
var forstöðumaður Hvítasunnu-
safnaðarins í Keflavik árið 1984-89.
Hann hefur skrifað fjölmargar
greinar bæði í blöð og tímarit.
Fjölskylda
Yngvi kvæntist 11. júlí 1964 Re-
bekku Jónasdóttur, f.15.1.1946,
kennara. Hún er dóttir Jónasar S.
Jakobssonar myndhöggvara, sem
lést 1984, og Guðbjargar Guðjóns-
dóttur sem er búsett í Reykjavík.
Börn Yngva og Rebekku eru: Am-
ar Yngvason, f.16.11.1964, verslun-
armaður á Akureyri. Hann er
kvæntur Önnu Ehsu Hreiðarsdótt-
ur fóstm, f. 9.4.1965, og eiga þau
tvær dætur.
Guðný Heiða Yngvadóttir, f.10.4.
1967, tónlistarnemi, búsett á ísafirði.
Hún er gift Kristjáni Kristjánssyni
iðnrekstrarfræðingi, f. 15.10.1962,
og eiga þau einn son.
Jónas Yngvason, f. 22.5.1968,
verkamaður ókvæntur.
Jakob Yngvason, f.22.5.1968,
verkamaður, ókvæntur.
Systkini Yngva eru: Már Guðna-
son smiður, f. 14.12.1945, búsettur í
Kirkjulækjarkoti, kvæntur Önnu
Óskarsdóttur húsmóður; þau eiga
þrjú börn. Rebekka Guðnadóttir
húsmóðir, f. 16.2.1953, búsett á
Varmalandi í Borgarfirði, gift Ás-
geiri Rafnssyni smið; þau eiga þrjú
böm. Gunnar Rúnar Guðnason
smiður, f. 30.3.1959, búsettur á Ak-
ureyri, kvæntur Júhönnu Þórólfs-
dóttur húsmóður; þau eiga tvo syni.
Guðni Heiðar Guðnason lögreglu-
þjónn, f. 30.1.1963, búsettur í
Reykjavík, kvæntur Sigrúnu Jóns-
dóttur sjúkraliða; þau eiga tvo syni.
Foreldrar Yngva eru Guðni
Guðnason smiður, f. 30.7.1918, og
Jónheiður Gunnarsdóttir húsmóðir,
f. 20.11.1921, búsett að Kirkjulækjar-
koti í Fljótshlíð í Rangárvallasýslu.
Faðir Guðna var Guðni, bóndi og
smiður í Kirkjulækjarkoti, Markús-
Guðmar Yngvi Guðnason.
sonar, bónda og smiðs í Kirkjulækj-
arkoti, Magnússonar, b. og sm. í
Kirkjulækjarkoti, Magnússonar, b.
ogsm. í Kirkjulækjarkoti, Jónsson-
ar, b. og sm. í Kirkjulækjarkoti.
Faðir Jónheiðar var Gunnar bóndi
á Moshvoli í Hvolhreppi, Guð-
mundssonar, bónda í Gíslakoti í
Holtum.
Egill Kolbeinsson
Egill Kolbeinsson tannlæknir,
Breiðvangi 10, Hafnarfirði, er fer-
tugurídag.
Starfsferill
Egill fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp. Hann lauk stúdentspróíi
frá MR1972 og cand. odont. - prófi
frá HÍ1981 en tannlækningaleyfi
öðlaðist hann sama ár.
Egill flutti norður á Ólafsfjörð 1981
og stundaði þar tannlækningar á
árunum 1981-84 en flutti þá aftur
suður og hefur rekið tannlækna-
stofuhér síðan.
Egih er stjómarformaður hug-
búnaðarfyrirtækisins Tansa hf. og
situr í stjórn Skíðadeildar KR.
Fjölskylda
Egill kvæntist 6.7.1974 Guðbjörgu
S. Hólmgeirsdóttur, f. 13.8.1951,
hjúkrunarfræðingi en hún er dóttir
Hólmgeirs Júlíussonar, bifreiða-
stjóra í Hafnarflrði, og Kristjönu
Bjargar Þorsteinsdóttur húsmóður.
Börn Egils og Guðbjargar em
Hjalti, f. 2.9.1973, Kristófer, f. 7.6.
1982 og Álfheiður Björg, f. 5.5.1983.
Systur Egils eru Þórunn, f. 23.8.
1943, hjúkrunarfræðingur á Akur-
eyri, gift Gísla Jónssyni, forstjóra
Feröaskrifstofu Akureyrar, og eiga
þau þrjú böm, og Þórdís, f. 15.12.
1947, meinatæknir í Reykjavík, gift
Hafsteini Sæmundssyni lækni og
eiga þau fjögur börn.
Foreldrar Egils: Kolbeinn Kristó-
fersson, f. 17.2.1917, yfirlæknir og
prófessor, búsettur í Garðabæ, og
Álfheiöur Óladóttir, f. 11.4.1919,
húsmóðirþar.
Ætt
Kolbeinn er sonur Kristófers,
járnsmiðs í Reykjavík, Egilssonar,
og Þórunnar Friðriksdóttur, út-
vegsb. í Bakkakoti á Seltjarnarnesi,
Ólafssonar.
Álfheiður er dóttir Óla, prests í
Ögurþingum Ketilssonar, skósmiðs
Egill Kolbeinsson.
á ísafirði, Magnússonar, b. á Lauga-
bökkum í Ölfusi, Ólafssonar. Móðir
Óla var Helga Guðrún Bjamadóttir,
smiðs á Akureyri, Jónssonar. Móðir
Álfheiðar er María Tómasdóttir,
fiskmatsmanns á ísaflrði, Gunnars-
sonar.
Guðmundur Bárðarson
Guömundur Bárðarson, við-
skiptafræðingur og kennari, til
heimilis í Klöpp á Kleppjárnsreykj-
um, er fertugur í dag.
Starfsferill
Guðmundur fæddist í Reykjavík
og ólst þar upp. Hann lauk stúdents-
prófum frá MA1973 og cand. oec-
on.-prófi frá HÍ1978.
Guðmundur var starfsmaður hjá
Landssambandi iðnaðarmanna
1976-78, kennari við Reykjaskóla í
Hrútaflrði 1978-81, auk þess sem
hann stundaði framtalsaðstoð og
rekstur Edduhótels á sama tíma. Þá
var hann kennari og brautarstjóri í
hálfu starfi við viðskiptabraut
Gagnfræðaskóla Akureyrar
1981-82.
Guðmundur flutti til Noregs 1982
og starfaði hjá IKEA í Osló á árun-
um 1982-89, fyrst með búsetu í Osló
og síðan hér á landi eftir 1985. Hann
flutti aö Reykjaskóla er hann kom
heim 1985 og bjó þar til 1987 en hef-
ur búið í Klöpp síöan. Hann hefur
stundað bókhalds- og rekstrarráð-
gjöf frá 1985 og rekið litla gróðrar-
stöð að Kleppjárnsreykjum frá 1987.
Þá rekur hann ásamt öðrum Ferða-
þjónustuna Borgarfirði sf. og hefur
verið stundakennari í Reykholti frá
1989 og við Samvinnuháskólann að
Bifröstfrál991.
Fjölskylda
Guðmundurkvæntist26.5.1972
Hugrúnu Óladóttur, f. 21.3.1953, líf-
fraeðingi og kennara, en hún er dótt-
ir Óla Gunnarssonar, fulltrúa KNÞ
á Kópaskeri, og Þórunnar Pálsdótt-
ur, húsmóðurþar.
Börn Guðmundar og Hugrúnar
eru Unnur Björk, f. 16.11.1974, og
Jóhann Ölvir, f. 24.12.1976.
Systur Guðmundar eru Margrét
Bárðardóttir, f. 9.4.1953, sálfræðing-
ur í Reykjavík, og á hún einn son,
og Jóhanna Bárðardóttir, f. 6.5.1956,
læknir í Stokkhólmi, gift John Burr-
ifl rithöfundi, og eiga þau tvö
böm.
Foreldrar Guömundar: Bárður
Guðmundsson, f. 24.6.1909, d. 14.2.
1985, og Móníka Ríkharðsdóttir, f.
27.1.1926, póstafgreiðslumaður í
Þórshöfn í Færeyjum.
Ætt
Bárður var sonur Guðmundar, b.
og trésmiðs í Ytri-Skógum í Rangár-
vallasýslu, Kjartanssonar, b. i
Drangshlíöardal undir Eyjaíjöllum,
Guðmundssonar, b. í Drangshlíð,
Jónssonar ríka, b. í Drangshlíö,
Björnssonar. Móðir Kjartans var
Sigríöur Guðmundsdóttir. Móðir
Guðmundar á Ytri-Skógum var
Ragnhildur Ólafsdóttir, b. á Núpi í
Fljótshlíð, Einarssonar. Móðir
Guðmundur Bárðarson.
Ragnhildar var Guðrún Auðuns-
dóttir, prests á Stóru-Völlum, Jóns-
sonar.
Móðir Bárðar var Margrét Bárð-
ardóttir, b. á Ytri-Skógum, Bergs-
sonar, b. á Fossi á Síðu, Jónssonar.
Móðir Bárðar á Ytri-Skógum var
Guðleif Helgadóttir. Móðir Margrét-
ar var Katrín Þorláksdóttir, b. á
Hörgslandi, Bergssonar. Móðir
Katrínar var Kolfinna Magnúsdótt-
ir.
Móníka er dóttir Richard Hans
Lösch, flugstjóra í Þýskalandi, og
Johönnu Lösch, húsmóður þar.
Guðmundur verður að heiman á
afmælisdaginn.
Guðrún Sigurðardóttir,
Höfðastíg 14, Bolungarvík.
Óli Haukur Sveinsson,
fl-afossi LGrímsnesi.
SofRa Guðmundsdóttir,
Hafnarbraut 8, Dalvík.
Auður Magnúsdóttir,
Langagerði 78, Reykjavík.
Páll V. Óiafsson,
Dagverðartungu, Skríðuhreppi.
Sigurður Björnsson,
Framnesi, Akrahreppi.
Hólmfríður Erla Benediktsdóttir,
Ljárskógum 3, Reykjavík.
Esther Bergþóra Gunnarsdóttir.
Hamarsteigi 9, Mosfellsbæ.
Sævar Kristinsson,
Mánagötu 5, Reyðarfirði.
Kristjana Sigurpálsdóttir,
Karlsbraut9, Dalvik.
Bertha Karlsdóttir,
Suðurhólum 18, Reykjavík.
Salómon Erlendsson,
Árholti4,Húsavík.
60 ára
Guðni Albert Guðj ónsson,
Nesvegi 63, Reykjavík.
Gunnar Haraldsson,
Frostafold 42, Reykjavik.
Gunnar tekur á móti gestum
fóstud. 17.5., kl. 20, í Kiwanishús
inu, Smiðjuvegi 13a.
Arnþór Þórsson,
Reykjamörk 16, Hveragerði.
Stefán Ólafur Helgason,
Miðstræti 5, Reykjavík.
Þórunn E. Baldvinsdóttir,
Sörlaskjóli 18, Reykjavík.
Ríkey Andrésdóttir,
Suðurgötu 37. Akranesi.
Jónas Jóhannsson,
Hlíðarhjalla 70, Kópavogi.
Elín Kristjana Sigfúsdóttir,
Ægisgrund 20, Garðabæ.
HUGSUM FRAM A VEGINN
INNRITUN IIÞROTTASKÓLA
ÁRMANNS
SIGTÚNI 10
Leikir og fjölbreyttar íþróttir
Farið verður í stuttar ferðir
Heitur matur
Verð kr. 9.000
íþróttakennarar leiðbeina
Innritun frá kl. 4-7 daglega
í síma 688470 og 38140
1. NÁMSKEIÐ 03.-14. JÚNÍ
2. NÁMSKEIÐ 18.-28. JÚNÍ
3. NÁMSKEIÐ 01.-12. JÚLÍ
4. NÁMSKEIÐ 15.-26. JÚLÍ
* Ath. Frá og með 27. maí er innritað frá kl. 1-5.